SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 15
27. nóvember 2011 15 halda áfram að sækja tónleika og gæti vel hugsað mér að syngja í kór. Ég var í Skóla- kór Kársness, þegar ég var í grunnskóla, og það var æðislega gaman. Við fórum meðal annars þrisvar sinnum í tónleika- ferðir til útlanda.“ Einhverjum þætti líklega bóknám, tón- listarnám og ritstörf nóg – ekki Hörpu Dís. Í sjö ár hefur hún líka lagt stund á ballett. „Ég hef að vísu verið í pásu frá ballettinum í haust og ætla að sjá til eftir áramót. Ég hef mjög gaman af dansinum en eitthvað verður undan að láta.“ Mamma var stór persónuleiki Árið hefur verið erfitt hjá Hörpu Dís, hún missti móður sína í ágúst síðastliðnum eft- ir erfiða baráttu við veikindi. „Mamma greindist með krabbamein fyrir þremur árum og lengi vel vonuðum við að hún myndi ná sér. Fyrir um ári fór henni hins vegar að hraka og fljótt varð ljóst í hvað stefndi. Ég sakna mömmu mjög mikið, við vorum nánar og hún óþreytandi að hvetja mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Mamma var stór persónuleiki og skilur eftir sig mikið skarð. Þó hún sé farin verður hún áfram hluti af mínu lífi. Ég velti því til dæmis oft fyrir mér hvað henni finnist um þetta og hitt – og yfirleitt veit ég nákvæmlega hvað hún myndi segja.“ Unnur kom víða við á sínum starfsferli, var meðal annars frumkvöðull að Heilsu- stefnu í leikskólum á Íslandi og síðustu ár ævinnar starfaði hún sem fram- kvæmdastjóri Heilsustefnunnar hjá Skól- um ehf. Síðustu mánuðir hafa að vonum verið erfiðir hjá Hörpu Dís en hún hefur fengið góðan stuðning frá sínum nánustu. Eins hefur hún sótt námskeið hjá Ljósinu fyrir ungmenni sem eiga skyldmenni sem berj- ast við krabbamein og segir það hafa hjálpað sér mikið. „Það er frábært starf unnið hjá Ljósinu.“ Handritið að Föngunum í trénu var nánast tilbúið áður en Unnur lést og veitti það Hörpu Dís mikla fróun að mamma hennar skyldi ná að lesa það yfir. „Ég var strax ákveðin í að tileinka mömmu bók- ina. Hún hafði mjög gaman af þessum sög- um og skildi þörf mína fyrir að skrifa enda þótt hún skildi ekki alltaf hvernig mér datt sumt sem fram kemur í bókunum í hug. Hún var ekki eins mikið í þessum æv- intýraheimum og ég,“ segir Harpa Dís og brosir. Hjálp pabba ómetanleg Helsti ráðgjafi Hörpu Dísar við skrifin er faðir hennar. Hákon les allt vandlega yfir og gefur góð ráð og ábendingar. „Hjálp hans hefur verið ómetanleg og pabbi á til dæmis heiðurinn af titli nýju bókarinnar.“ Hákon er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda og skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, auk þess sem hann hefur lengi starfað að tón- listarmálum í landinu. Eins og margir eflaust muna gaf hann út endurminningar sínar í fyrra, Svo þú ert þessi Hákon. Harpa Dís hlær dátt þegar hún er spurð hvort hún hafi haldið sig til hlés í bókaútgáfu þá til að skyggja ekki á föður sinn. Annar ráðunautur er Grímur Há- konarson bróðir Hörpu Dísar sem ætti að vita hvað hann syngur enda kvikmynda- leikstjóri að atvinnu. „Grímur hefur verið mjög hjálplegur. Hann hefur lesið yfir fyrir mig og komið með góðar ábendingar.“ Ekki er amalegt að eiga slíka menn í sínu baklandi. Spurð hvort hafnar séu viðræður milli systkinanna um gerð kvikmyndar upp úr sögunum skellir Harpa Dís upp úr. „Nei, við höfum ekki rætt þann möguleika. Kannski gerum við það síðar? Það væri alla vega spennandi að sjá persónurnar sínar á hvíta tjaldinu.“ Harpa Dís á annan bróður, Finn Há- konarson, sem einnig starfar í menning- argeiranum, er hljóðtæknimaður. Vinnur meðal annars fyrir Exton og í Hörpunni. Kærasta Finns er Rósa Birgitta Ísfeld söng- kona í Feldberg og Sometime, þannig að tónlistin ræður ríkjum á því heimilinu. Kærasta Gríms, Halla Björk Kristjáns- dóttir, er líka menningartengd, grafískur hönnuður. „Það eru eintómir listamenn í kringum mig og jólagjafirnar iðulega fjöl- skylduframleiðsla,“ segir Harpa Dís með bros á vör. Ísland leynir á sér Flestar vökustundir Hörpu Dísar eru bók- aðar en spurð hvort hún eigi önnur áhugamál en þau sem þegar hafa verið tal- in upp nefnir hún ferðalög. „Mér finnst mjög gaman að ferðast, innanlands sem utan. Ég hef farið hringinn tvisvar og finnst að Íslendingar mættu vera duglegri að skoða landið sitt. Ísland leynir á sér. Fjölskyldan mín á hús í Flóanum, þaðan sem mamma og pabbi eru ættuð, og þar er afskaplega nærandi að vera. Ég hef skrifað mikið í Flóanum, nýja sagan er til dæmis sprottin úr því umhverfi. Það er ómet- anlegt að geta skipt annað slagið um um- hverfi þegar maður er að skrifa.“ Það mætti segja manni að Harpa Dís yrði með annan fótinn í Flóanum á næstu misserum. Rithöfundarferillinn er jú rétt að byrja! Harpa Dís Hákonardóttir hefur mörg járn í eldinum, nám, ritstörf, píanónám og ballett. Harpa Dís Hákonardóttir ásamt móður sinni, Unni Stefánsdóttur, eftir Reykjavíkurmaraþon 2010. Þær fóru alltaf saman í skemmtiskokkið og Kvennahlaup.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.