SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 43
27. nóvember 2011 43 Langminnug orð – nú leiða þau okkur á vettvang feimin kannski eins og mörg mikilvæg sannindi, hikandi, hálfsögð, sum beygð, jafnvel buguð, en athugul, efagjörn, ratvís – og fágætir munu förunautar jafn traustir! Þau lýstu áður sem leiftur í eldlegri sókn til sigurhæða … Ráðumst nú með þeim í rannsókn á brunarústum og brennugjám, skyggnum allt sem í öskunni leynist, þar á meðal hina margræðu jartein úr sögum, sígilda jartein! undrið sjálft: hið óbrunna, kvika hjarta. Eftir eld Hér stilltu guðir streng; hann struku dægrin blíð; þann óm til eyrna bar mér árblær forðum tíð. Ég nem hann ljósar nú er nálgast rökkrið svalt. Svo fer einn dag að flest mun fullnað, jafnvel allt. Hér stilltu guðir streng menn gjarnan um ljóðabækurnar mínar sem heildarverk og það kann að liggja í þessari tengingu. Vissulega hef ég breyst … en tölum ekki um það.“ Þor- steinn þagnar og brosir. Enn hrífst maður Þegar hann er spurður út í nýju bókina, Allt kom það nær, sem í eru 37 ný ljóð, segir Þorsteinn að í henni séu hlutir sem hann hóf að vinna að fyrir alllöngu. „Að mestu er hún þó ort á árunum frá 2008 fram á mitt síðasta sumar.“ – Það voru umbrotatímar. „Já, hún er ort á sannkölluðum um- brotatímum. Óhjákvæmilega sést eitt- hvað af því, óhjákvæmilega hefur það sem hér hefur gerst og dunið yfir komið við okkur öll. Það eru þarna nokkur ljóð sem vafalaust bera það með sér að eiga rót sína í þessu ástandi sem hér hefur ríkt og tildrögum þess. En ég læt mér vel lynda ef einhverjir þekkja markið sitt þar. Ef ég á að segja eitthvað um þessa bók þá er maðurinn miðlægur í henni – eins og vill vera í skáldskap. Ég nota sem ein- kunnarorð bókarinnar gamlan málshátt: Lengi skapast mannshöfuðið, og mér hefur þótt vænt um að heyra það hjá les- endum bókarinnar að þeim finnst bókin hefjast í einhvers konar upphafi mann- legrar tilveru.“ Dæmi um það má sjá í ljóðinu „Í árdaga“ þar sem segir: „Ég og þú / vorum jörðin í svefni; einhver / bærði línhjúp loftsins og opnaði / sýn hinum frjóa draumi um dag og veru. // Ég og þú / urðum skaparar, skáld; og sól- in / lýsti upp heim okkar, runnana, rjóðrin.“ Ljóðinu lýkur með línunni: „En ljóðin, síðan þá, mun óvíst hvar eru.“ „Já, tíminn heldur áfram í ljóðunum,“ segir Þorsteinn. „Bókinni skipti ég í tvo hluta og lít þó ekki á það sem afgerandi skiptingu; það er í senn skipting og teng- ing. Þann fyrri kalla ég Vera manns og nota síðan síðustu línurnar í fyrri hlut- anum, Litvörp logans …, sem nafn á tit- ilblaði þess síðari. Merkingin er eingöngu sú að þar skiptir um tón. Þarna fer fram skráning á ýmsu í mannlegum kennd- um.“ – Og tíminn á sitt hlutverk í ljóðheim- inum. Hann líður og svo „fer einn dag að flest / mun fullnað, jafnvel allt“. „Já, tíminn gegnir alltaf nokkru hlut- verki hjá mér. Ég lít svolítið til baka og hugleiði rás tímans. Svo minnist ég þess hvað ég var hrifnæmur sem ungur mað- ur.“ – Er sú hrifnæmi horfin? „Nei, svo er ekki, því þarna minni ég á að enn hrífst maður og ekki síður þegar árin færast yfir. Þá skiptir líka máli að kunna betur að meta það sem maður hrífst af. Gefur því tíma, án þess að vilja endilega hremma það í augnablikum. Kannski kann maður enn betur að meta það sem hrífur þegar líður á ævina.“ Tungumálið er annað stef sem lesendur ljóða Þorsteins þekkja. Hann fjallar um arfleifð, menningu og orð, eins og til að mynda í ljóðinu „Eftir eld“ sem birt er hér á síðunni. „Það er satt best að segja nýjasta kvæðið í bókinni, það síðasta sem rataði inn í handritið. Ég tala þarna um hið óbrunna hjarta. Það á sér rót í flökkusög- um sem eru til hjá okkur og er eflaust samevrópskt minni. Það birtist stundum þegar verið er að brenna galdramenn í sögum og hjartað finnst óbrunnið og kvikt í öskunni. Mér hefur alltaf fundist merkingin tvíræð; var maðurinn svona göldróttur eða var hann saklaus? Í sjálfu sér fjallar ljóðið ekki um þetta heldur er hugleiðing um orðin og mann- inn. Er athugun á manninum.“ Athugun á manninum mætti kalla grunnþema verksins og í bókinni er kveðið um einn nafngreindan mann, í ljóðinu „… Og stormar blésu“. „Já, ég kveð Thor Vilhjálmsson. Ég er að vona að það sé eitthvað af Thor í þessu litla ljóði. Hann var heljarmenni til sálar og líkama,“ segir Þorsteinn um skáld- bróður sinn. ’ Óhjákvæmilega hefur það sem hér hefur gerst og dunið yfir komið við okkur öll. Það eru þarna nokkur ljóð sem vafalaust bera það með sér að eiga rót sína í þessu ástandi sem hér hefur ríkt og tildrögum þess. „Tíminn gegnir alltaf nokkru hlutverki hjá mér. Ég lít svolítið til baka og hugleiði rás tímans,“ segir Þorsteinn frá Hamri um nýju bókina. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.