SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 38
38 27. nóvember 2011 Tímamót urðu í raforkuframleiðslu landsmanna þegar Sig-ölduvirkjun var tekin í notkun um miðjan áttunda áratug-inn. Þetta var á þeim árum þegar önnur viðmið giltu umbyggingu virkjana en nú er. Óumdeilt var að virkja skyldi en þekkt stef í umræðu þessara ára er að væru aflstöðvar ekki reistar „rynnu árnar óbeislaðar til sjávar og engum til gagns,“ eins og komist var að orði. Ekki voru til staðar þær pólitísku væringar sem nú eru til staðar þegar virkja skal; samstaða var um virkjunarmál og kröfur í umhverfismálum aðrar. Bygging Sigöldustöðvar var annar stóráfanginn í virkjun fallvatna á Þjórsársvæðinu. Áður hafði orkuver verið reist við Búrfell undir Sámsstaðamúla, fyrsta stórvirkjun Íslendinga. En svo var hafist handa við Sigöldu, en með tilkomu þeirrar virkjunar jókst framleiðslugeta Landsvirkjunar um 850 millj. kílóvattstunda eða um 40%. Það mun- aði um minna. Framkvæmdir við Sigöldu voru í hámarki sumarið 1976 þegar þarBygging Sigölduvirkjunar í kringum 1975 var stórvirki. Júgóslavar voru í lykilhlutverki við framkvæmdir. Myndasafnið 1976 Sagan af Sigölduvirkjun Það hljóp heldur betur á snærið hjá aðdáendumPrúðuleikaranna í vikunni þegar bandarískasjónvarpsstöðin NBC gaf leyfi fyrir gerð nýrraþátta um Kermit, Ungfrú Svínku og föruneyti þeirra. Viðbrögð leikra sem lærðra voru á einn veg: Jibbí! Prúðuleikararnir eru afkvæmi bandaríska brúðu- meistarans Jims Hensons og voru upprunalegu þætt- irnir framleiddir í Bretlandi á árunum 1976-81 – við gríðarlegar vinsældir. Markmið Hensons var að búa til sjónvarpsefni fyrir börn á öllum aldri og tókst það vonum fram- ar. Um leið og Kermit og félagar skemmtu yngstu kynslóð- inni, skutu þeir föstum skotum vítt og breitt um samfélagið, satírískir á svip. Þar voru í fylking- arbrjósti hinir skeleggu þjóðfélagsrýnar, Waldorf og Statler, sem létu aur- sletturnar ganga yfir menn og málleysingja úr sætum sínum á svölum Prúðuleikhússins. Nöfn sín draga þeir kumpánar af tveimur hót- elum í New York og eðli málsins sam- kvæmt er Waldorf kvæntur konu sem heitir Astoria. Ekki skemmdu gestir úr mannheimum heldur fyrir en slegist var um að koma fram með Prúðuleikurunum. Þótti stöðutákn. Leikarar og tónlistarmenn voru hvergi bangnir að sleppa fram af sér beislinu og Elton John hefur ugglaust talað fyrir munn margra þegar hann sagði gestaleik sinn í Prúðuleikurunum vera það skemmtilegasta sem hann hefði gert um dagana. Og kunni hann þó aldeilis að skemmta sér á áttunda ára- tugnum. Ný kvikmynd um leikarana prúðu var frumsýnd í Ný kvikmynd, nýir þættir. Prúðuleik- ararnir eru komnir aftur – hressari en nokkru sinni fyrr. Og háðskari. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fyndnasti froskur allra tíma, Kermit, sultuslakur – aldrei þessu vant. Lífi blásið í brúðurnar Kermit, Dýri, Fozzi, Walter, Hrólfur og Gunnsi mæta á frumsýningu myndar um Prúðuleikarana á dögunum. Reuters Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.