Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 hvernig Jónas tók kalli dauðans. Ekki kom mér það á óvart að hann skyldi óska eftir því við prestinn að fá að sjá líkræðuna. Jónas vildi jú hafa eitthvað um það segja hvað um hann væri sagt og hvað ekki. Góða ferð, kæri vinur. Nú er komið að því að þú getir kannað heiminn fyrir handan, sem þér varð svo tíðrætt um. Þórarinn Jón Magnússon. Gamlárskvöld 1958. 18 ára uppburðarlítill og feiminn piltur ber að dyrum heima hjá Jónasi Jónassyni, hinum þjóðþekkta út- varpsmanni. Drengurinn er hik- andi, þetta er frekja á svona helgi- degi, en hvattur af ákveðinni móður sinni hafði hann vogað sér að hringja í Jónas og bera upp óvenjulegt erindi: Að veita sér ráðleggingar varðandi það að koma fram í fyrsta sinn gegn greiðslu utan Menntaskólans og það á mjög erfiðri samkomu á Hótel Borg, þar sem ríkti mikill glaumur og gleði og menn fengu ekki hljóð þegar komið var fram á þetta mesta gleði- og dansleikja- kvöld ársins á þessum árum. Hlýtt og vingjarnlegt viðmót Jón- asar sviptir öllu hiki á braut í bili. Næstu mínúturnar kennir Jónas hinum skjálfandi unglingi einföld en nauðsynleg ráð til að fást við skvaldur og glasaglaum, ná at- hygli og halda henni. Hafði raun- ar áður fyrir tilviljun heyrt efnis- skrána uppi á samkomu í MR og veit um hvað er að tefla. Hann meira að segja býðst til að verða samferða niður á Borg til að veita stuðning. Þar lítur verkefnið ekki gæfulega út. Fyrr um kvöldið hafði þekktur ræðumaður ekki fengið hljóð fyrir skvaldri. Dreng- urinn hikar og vill helst blása þetta af. En Jónas stappar í hann stálinu, brýnir hann og hvetur. Inn á svið er farið í gin úlfsins og góð ráð og hvatning Jónasar ráða úrslitum í upphafi meira hálfrar aldar ferils. Þetta kvöld hófst vinátta okkar Jónasar Jónassonar, sem hélst meðan báðir lifðu. Síðan hef ég ætíð kallað hann guðföður minn og aldrei getað gleymt þessu góð- verki í minn garð. Nú hefur hann, einn af merkustu fjölmiðlamönn- um Íslands í meira en 60 ár, lokið sínu mikla ævistarfi og kvatt landsmenn á þann hátt, að segja má að einstaklega hetjuleg bar- átta hans við skæðan sjúkdóm af æðruleysi og dæmalausri blöndu af djúpri hugsun og húmor allt fram til síðasta andartaks sé kór- óna lífs hans. Tjald leiksviðs jarð- lífs hans hefur verið dregið fyrir og við tekur nýtt hlutverk á öðru sviði húss alföður, þar sem eru mörg hýbýli. Ég drúpi höfði í söknuði og þakklæti þegar maðurinn, sem studdi mig mín fyrstu spor, stígur nú sín fyrstu spor inn í nýjar vídd- ir, sem við ræddum um á kveðju- stundunum á sjúkrabeði hans. Ég sendi ættfólki hans og vinum samúðarkveðjur. Ómar Ragnarsson. Það eru ekki miklar ýkjur þótt sagt sé að Jónas Jónasson hafi verið fæddur og uppalinn í Rík- isútvarpinu. Það var hálfs þriðja árs þegar hann fæddist, hann var sonur fyrsta útvarpsstjórans, og útvarpinu vann hann að heita má alla sína starfsævi, röska sex ára- tugi. Þar kom hann við sögu í flestum eða öllum deildum, og fjölbreytni starfa hans og við- fangsefna má ráða af því. Hann var því ekki haldinn neinu skammtímaminni um sögu út- varpsins og var þar flestum hnút- um kunnugur af langri reynslu. Við áttum sitthvað saman að sælda þá tvo áratugi sem við vor- um samstarfsmenn á Skúlagötu 4, en þá vann þar líka á dagskrár- skrifstofunni Sigrún kona hans. Til hennar og dætra Jónasar – hjúkrunarfræðings, söngkonu og útvarpskonu – og annarra sem honum stóðu næst hvarflar nú hlýr og þakklátur hugur minn á kveðjustund. Útvarpsmenn eru margir og ólíkir eins og annað fólk. Jónas Jónasson var útvarpsmaður af ástríðu; útvarpið var hans hálfa ef ekki heila líf, þótt ekki dámaði honum allar breytingar sem á því urðu í tímans rás. Sem starfsmað- ur þess hafði hann þann ótvíræða kost að hann var forvitinn um mennina, lífið – og framhaldslífið. Ég ímynda mér að honum hafi ungum legið svo mikið á að svala þeirri forvitni að hann hafi ekki þóst mega vera að því að sitja til langframa á skólabekk, en það bætti hann sér rækilega upp seinna með námi heima og erlend- is í leiklist, tónlist, dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi og kvik- myndagerð. Hann var höfundur bóka af ólíkum toga, og vinsæl- ustu lögin hans voru eins og vor- golan, með fallega laglínu og lærðust fljótt. Góðum málefnum var hann fús að leggja lið, því að hugurinn var viðkvæmur og hjartað hlýtt. Vegna hæfileika Jónasar og reynslu nýttust kraft- ar hans útvarpinu vel til ólíkra tegunda dagskrárgerðar. Sem dæmi nefni ég aðeins „Hratt flýg- ur stund“ og „Kvöldgesti“ sem í raun voru löngu orðnir sérstök stofnun, en með einlægni sinni og nærfærni í viðtalsþáttum auðnað- ist Jónasi þegar best lét að skapa traust viðmælandans og opna hug hans um viðkvæm mál á þann hátt sem ekki hefðu allir leikið eftir. Ég veit að Jónasi gat sárnað, þætti honum laun heimsins vera vanþakklæti eða skorta á skiln- ing, því að fjölmiðlamenn standa áveðurs og gera fæstir svo öllum líki eða búa við vinsældir án und- antekninga. En þegar litið er yfir langa starfsævi hans, samofna sögu Ríkisútvarpsins, er ég sann- færður um að heiðri hans og minningu er lítil hætta búin. Margar raddir og mikinn auð við- tala og mannlífsmynda geymir nú segulbandasafnið fyrir utan önn- ur verk Jónasar. Eitt dæmið um það eru gamlir viðtalsþættir og pistlar sem hann vann upp úr þætti sem voru á dagskrá á sunnudagsmorgnum í sumar. Ekki grunaði mig þegar ég sat kvöldgestur hjá Jónasi á föstu- daginn langa eða óskaði honum heilla á afmæli hans í vor að svo skammt lifði til loka. En minnug- ur þess hve sannfærður hann var um líf að loknu þessu hef ég upp augu mín og trúi því að sú von hans hafi ræst að nú gangi hann í því eilífa ljósi þar sem enginn þarf að „passa sig á myrkrinu“. Hjörtur Pálsson. „Vinur minn – hvernig hefur þú það?“ Hlýleg ávarpsorð Jón- asar Jónassonar hljóðnuðu eftir skammvinn veikindi. Hann tók þeim af einstakri hugprýði. Jónas Jónasson útvarpsmaður af líf og sál. Án efa eru Kvöldgest- ir kunnastir þátta hans. Ávarps- orð hans „góðir hlustendur“ þekktu allir. Og hann óx af verk- um sínum. Hann hafði viðkunn- anlega og auðþekkjanlega rödd. Hann kunni þá list að þegja og láta þagnirnar segja sögu en ekki síður að fá viðmælandann til frá- sagnar. Jónas bjó til sögur af Ís- lendingum. Hann vandaði þætti sína og það var ekki tilviljun að tugþúsundir landsmanna lögðu við hlustir þegar þættir hans voru á dagskrá. Fyrir fáum árum bauðst hann til að framleiða þætti án þess að endurgjald kæmi fyrir. Það sýndi drengskap hans og honum líkt. Jónas Jónasson naut mikillar virðingar – ekki að ástæðulausu. Hann var einnig afkastamikill rithöfundur, samdi sönglög, leik- stýrði og kenndi leiklist. Góður penni og sönglögin hans falleg og grípandi, sum hver hreinustu perlur sem öll þjóðin kunni. Það var eftirminnilegt að vera kvöldgestur hjá Jónasi. Hann undirbjó sig vel og vandaði til verka. Hljóðritunin sjálf var helgistund líkust. Logandi kerti í rökkrinu þar sem gestgjafinn leiddi viðmælandann inn í ferða- lag minninganna. Og sem hendi væri veifað var komið miðnætti. Kertið að brenna út. Þættinum lokið, engu var breytt. Jónas fékk sinn skammt af erf- iðleikum, umtal í æsku og Bakkus fylgdi honum um skeið. Jónas Jónasson hélt nú ekki að sá færi að ná yfirhöndinni og ákvað að hætta að drekka. Ekki fyrir einn dag í einu, heldur fyrir lífstíð og hann stóð við það. Hvað annað? Og þannig kom sólin upp. Það voru forréttindi að eiga vináttu hans, við hittumst ekki oft, kannski tvisvar eða þrisvar á ári en ræddum þeim mun oftar saman í síma. Og símtölin á und- anförnum áratugum voru mörg, hann var alltaf hvetjandi. Símtöl- um lauk hann ætíð á sama veg: „Guð geymi þig vinur minn.“ Vin- átta hans var sönn og nú er hans saknað. En hver var Jónas Jónasson raunverulega? Sjálfur sagðist hann vera einfari og fór sínar leið- ir. Fór snemma að vinna fyrir sér en hann menntaði sig samt meir en margur háskólaborgarinn gerði. Gríðarlega vel lesinn og margfróður um menn og málefni. Sigldur og málkunnugur fjölda fólks um allan heim. Sannur heimsborgari, myndarlegur á velli og leit á yngri árum út eins og grískur guð; sagði einhver konan. Fyrir ókunnuga gat hann verið fjarrænn, jafnvel á varð- bergi – kannski var það ekki að ástæðulausu. Gagnvart þeim sem hann þekkti hafði hann afskap- lega góða nærveru og var hlýr í viðkynningu, handtakið þétt og bros blikaði í augum. Góður sögu- maður, frábær eftirherma og mikill leikari. Velviljaður og um- hyggjusamur. Mjög næmur og skynjaði á raddblæ fólks líðan þess. Drengur góður og merkileg- ur maður. Hann er lagðar af stað til aust- ursins eilífa. Hann skilur eftir sig mikilvæga og merkilega arfleifð í landi okkar. Hann er kvaddur á sama hátt og hann kvaddi sjálfur; Guð geymi þig vinur minn. Skúli Eggert Þórðarson. Sumar raddir eru fegurri en aðrar. Jónas Jónasson hlaut rödd í sérflokki í vöggugjöf. En það er ekki nóg að hafa rödd til þess að verða útvarpsmaður. Það þarf aga, hlýju, virðingu fyrir fólki, listina að kunna að hlusta og að hafa ótakmarkaðan áhuga fyrir viðmælandanum. – Jónas átti þetta allt og svo miklu meira. Hann lifði og hrærðist í útvarpi fram á síðasta dag. Hann var að hringja frá líknardeildinni til þess að tryggja það að þátturinn hans, Kvöldgestir, væri rétt kynntur og hann hringdi líka í vikunni sem hann kvaddi, til þess að skamma dóttur sína fyrir að segja ókey í Morgunútvarpi Rásar 1. Jónas var einstakur maður. Hann var ekki alltaf auðveldur. Hann var stórveldi, en mjög við- kvæmt stórveldi. Það þurfti lítið til þess að særa hann, en það þurfti líka lítið til þess að gleðja hann. Oftast vorum við vinir, góð- ir vinir, „Hvað segir þú, darling?“ Einu sinni fór hann reyndar í fýlu við mig í hálft ár. Ég heilsaði hon- um á ganginum – hann svaraði ekki. Ég var ekki lengur darling. Hann var prinsinn af RÚV – ég var ekkert. Loks kom hann inn á skrifstofuna mína og sagðist vera orðinn leiður á því að vera mér reiður. Eftir það vorum við vinir. Sem betur fer. Ég kveið því að heimsækja Jónas á sjúkrahúsið til þess að kveðja hann. En sú heimsókn var einstök og mér ótrúlega dýrmæt. Hann var jafn flottur og venju- lega – ekki að sjá á honum að hann ætti bara nokkrar vikur eft- ir. Hann sagðist vera sáttur við líf sitt og fjölskylduna, sáttur við RÚV og sáttur við að kveðja. Hann brosti breitt og augun ljóm- uðu, þannig að ekki var hægt ann- að en að trúa honum, enda var hann á leið burt úr íslenska skammdegismyrkrinu yfir í Sum- arlandið bjarta. Hann sagðist vera að skipuleggja útförina sína í smáatriðum. – Fyrst hann gat tal- að opinskátt um dauðann, gat ég talað opinskátt um gerð sjón- varpsþáttar úr gömlu efni sem tengdist honum. – Þá sagði Jónas að hann væri einmitt búinn að velta þessu fyrir sér og væri með tillögur um innihald. Ég settist á rúmstokkinn hans, og skrifaði á lítinn snepil það sem hann vildi að væri með – hann og Rósa Ingólfs- dóttir að dansa tangó í Skaupi, hann að tala við Kristján frá Djúpalæk og margt annað. Þátt- urinn – skoðaður og samþykktur af Jónasi – verður á dagskrá í lok janúar í Sjónvarpi. Með Jónasi lýkur merkum þætti í sögu útvarps. Kvöldgestir með Jónasi verða ekki framar á dagskrá. Jónas hefur mótað marga af bestu útvarpsmönnum RÚV. Hann var örlátur á að miðla reynslu sinni, hann var stoltur af því að vera útvarpsmaður og vildi skapa nýja kynslóð útvarps- manna, sem bæru virðingu fyrir verkefninu. Ég kveð Jónas í auðmýkt og ótakmörkuðu þakklæti fyrir allt það sem hann kenndi mér. Ég skal leggja mig alla fram við að halda vel utan um Rás 1, rásina, sem hann elskaði. Ég sendi fjölskyldu Jónasar mínar dýpstu samúðaróskir. Sigrún Stefánsdóttir. Að leiðarlokum þakka ég vini mínum Jónasi samfylgdina á lífs- göngunni, alla tryggðina sem hann sýndi mér í gegnum árin. Ég kveð hann með orðum skáldkon- unnar Herdísar Andrésdóttur: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Jón Kr. Ólafsson söngvari, Reynimel, Bíldudal. Til vinar míns Jónasar Jónas- sonar. Nú ertu vinur og frændi á förum fluttur er líkaminn héðan á börum, en sál þín hún flýgur til framandi landa þar frændur og vinir í varpanum standa, þeir fagna með brosi og blíðu í sinni, blómskrúðið angar þar úti og inni, þar verða öldurnar engum að grandi um eilífð þú gistir í Sumarsins landi. Kveðja, Baldur Jónasson. Þegar Jónas Jónasson kveður er sem aldaskil séu orðin í sögu Ríkisútvarpsins. Hann var sonur fyrsta útvarpsstjórans, í heiminn borinn rúmum fjórum mánuðum eftir að hófst starfsemi hinnar litlu „Útvarpsstöðvar Íslands í Reykjavík“, eins og stofnunin hét fyrstu árin. Í bernsku kynntist hann þessari stofnun vel og starfsfólki hennar á þeim árum. Innan við tvítugt var hann tekinn að starfa þar. Áttræður var hann enn að búa til dagskrárþætti. En nú er hann horfinn og Ríkisút- varpið ekki það sama, þráður langrar sögu slitinn. Slíkan sess sem Jónas hefur enginn annar út- varpsmaður okkar skipað né mun skipa. Það er varla til mannsbarn í landinu sem komið er á miðjan aldur og þar yfir að það eigi ekki sínar minningar um Jónas Jónas- son. Árið 1954 tók hann í fyrsta sinn að sér fastan þátt sem hét Léttir tónar og tveimur árum síð- ar sá hann ásamt Hauki Mort- hens um Þriðjudagsþáttinn. Þess- ir þættir voru aðallega tónlist af léttara tagi. Þar var Jónas á heimavelli og nokkur lög hans hafa lifað af allar dægursveiflur, ég nefni bara Hagavagninn. Upp úr 1960 er hann tekinn að stjórna samtalsþáttum á laugardögum. Enginn mun með vissu vita fjölda þeirra sem Jónas hefur talað við í útvarpinu. Sem betur fer er margt af því efni varðveitt, dýr- mætar heimildir um íslenskt mannlíf, og ófáar þær raddir sem aðeins eru til fyrir hans tilverkn- að. Þetta safn mun verða því verðmætara sem lengra líður. En ekki er nóg að finna góða viðmælendur, það þarf líka að fara þannig að þeim að þeir skili til hlustenda kviku persónuleika síns og lífsreynslu, þó án þess að lagst sé í ósmekklega hnýsni. Þessa list kunni Jónas öðrum bet- ur. Einlægni hans og hjartahlýja náði til fólks. Hann var umfram allt góð manneskja, næmur og sí- kvikur, engan veginn brestalaus fremur en aðrir, og skugga bar á veg hans á köflum. Umfram allt sjáum við hann þó fyrir okkur sem hamingjubarn. Og það var gæfa Ríkisútvarpsins og þjóðar- innar að eiga hann í öll þessi ár. Sjálfur á ég honum mikla vin- semd að þakka í minn garð frá langri samfylgd. Af einstökum verkum Jónasar nefni ég sérstak- lega það brautryðjandastarf að móta fyrstu landsbyggðarstöð Ríkisútvarpsins á Akureyri, slík- an garð verður útvarp allra landsmanna að rækta vel. Í síðasta áramótaávarpi Andr- ésar Björnssonar útvarpsstjóra 1984 flutti hann þakkir þeim „sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera Ríkisútvarpið að þeim vini almennings sem hann vill ekki missa heldur styðja, látnum og lifandi merkisberum íslenskr- ar menningar, sem í störfum fyrir Ríkisútvarpið hafa veitt fólki landsins af auði anda síns og snilli“. Þessi orð eiga vissulega við þann útvarpsmann sem við sjáum nú á bak. Ég staldra við orð Andrésar um þá sem gert hafa Ríkisútvarpið að „vini al- mennings“. Mun nokkur eiga drýgri þátt í að hnýta þau vina- bönd en Jónas Jónasson? Og nú er hann kvaddur með djúpri þökk sem vinur okkar allra. Gunnar Stefánsson. Veikindi Jónasar Jónassonar komu mér á óvart þegar fréttir af þeim spurðust út. Ég náði að kveðja hann og þakka honum fyr- ir hans ómetanlega framlag við að hafa bætt líf mitt. Fráfall hans var ótímabært. Jónas Jónasson bauð mér að koma sem gestur í þáttinn Kvöld- gestir fyrir meira en 15 árum og segja sögu mína. Eftir nokkur samtöl samþykkti ég það. Kvöld- gestsþættirnir urðu tveir og þar var sögð saga af réttarkerfinu, hvernig unnt er með röngum sak- argiftum að svipta menn ærunni og lífsgæðum áratugum saman. Viðbrögð við þáttunum voru mik- il og menn áttuðu sig á enn betur að ég hafði hvergi komið nálægt þessu mannshvarfi í Keflavík, svokölluðu Geirfinnsmáli. Í fram- haldi af því ræddi Jónas þann möguleika að rita bók um þessa reynslu og það varð úr. Við hittumst vikulega á heimili hans í marga mánuði. Það var gott að vera þar, Sigrún kona hans og Silla dóttir þeirra tóku alltaf jafnvel á móti mér. Stund- um var málbeinið stirt en með næmni sinni gat Jónas sagt sög- una eins og þetta gerðist. Það voru andleg átök að hugsa til baka og endurlifa dvölina í fang- elsinu, rifja upp martröð manns sem er kippt út úr samfélaginu og sakaður um að hafa verið valdur að hvarfi annars. En Jónasi tókst verkið og smám saman tók sagan á sig mynd, bók var að verða til. Það var lærdómsríkt að fylgjast með Jónasi og vinnubrögðum hans. Sjálfur sagði hann að verk- ið hefði skrifað sig sjálft með hjálp að handan. Hann var afar nákvæmur og það þurfti litlu að breyta. Bókin kom út í vetrar- byrjun 1996. Sagan vakti athygli og vegna hennar áttaði fólk sig á að við fjórmenningarnir sem lokaðir vorum inni í fangelsi vegna rangra sakargifta vorum alsak- lausir. Þótt það hafi verið áréttað á sínum tíma, hafði tíminn sljóvg- að minninguna og lítill munur var gerður á þeim sem dæmdir voru og okkur hinum sem voru dregnir inn í málið. Jónas Jónasson meðal annarra, kom því til leiðar að ég var ekki talinn sekur maður af mörgum og sjálfur var hann ánægður með að hafa tekið þátt í því verkefni. En hann rétti ekki aðeins minn hlut í málinu heldur einnig hinna þriggja sem lentu í þessum sömu hörmungum. Jónasi er þakkað fyrir vinátt- una í gegnum árin og þolinmæð- ina við ritun bókarinnar. Fjöl- skyldu Jónasar er einnig þakkað fyrir móttökur, hlýhug og vin- semd árum saman. Við Jónas urðum ágætis félagar við ritun bókarinnar og það var alltaf jafn- gott að leita til hans. Ég bar mikla virðingu fyrir honum og því sem hann stóð fyrir. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar Sig- rúnu og dætrum hans og fjöl- skyldum þeirra. Magnús Leópoldsson. Hann stendur þarna fyrir framan mig hávaxinn og mynd- arlegur, augun stór, brún og skilningsrík. Í svartri rúllukraga- peysu og leðurvesti, um hálsinn sérkennilegt men. Ilmurinn dökkur. Maðurinn sem ég hafði hlustað á með ömmu og heyrt af sögur. Besta vinkona mín, Margrét Blöndal, hafði lokkað mig til að gera með sér útvarpsþætti um ís- lenskar skáldkonur. „Elskurnar mínar,“ segir hann, „fylgið hjart- anu, þá mun ykkur farnast vel!“ Ekki grunaði mig þá að Jónas Jónasson, sem hafði komið Svæð- isútvarpi Norðurlands á laggirn- ar, yrði minn helsti leiðbeinandi og útvarpspabbi í hartnær þrjá- tíu ár. Á ýmsu gekk þegar skáldkonuþættirnir fóru í loftið. Gunnar Stefánsson, þáverandi dagskrárstjóri, og Jónas Jónas- son voru hugrakkir að hleypa stelpugopum í loftið með umfjöll- un um íslenskan skáldskap. Um- fjöllun sem frekar var byggð á til- finningum umsjónarmanna en rannsóknum og frásögnin brotin upp með rokksöng erlendra kyn- systra íslensku skáldkvennanna. Og það á Rás 1. Ótrauðar héldum við þó okkar striki undir styrkri leiðsögn Jónasar og Gunnars. Ástríðan fyrir útvarpsþáttagerð hafði búið um sig og þá varð ekki aftur snúið. Seinna kenndi Jónas mér að taka viðtöl. Þar fékk ég dýrmæt- ustu leiðsögn sem hægt er að hugsa sér. „Hlustaðu Sigga mín, og þegar þú heldur að viðmæl- andinn sé hættur að tala, haltu þá þögninni áfram um stund og hlustaðu lengur. Þá koma oft bestu svörin.“ Hann kenndi mér hversu mikilvægt það er að und- irbúa sig vel, vita sem mest um viðmælandann og hlusta. Um- fram allt hlusta. Líka á það sem viðmælendur segja með augum og látbragði. Þegar ég ákvað að fara til Sví- þjóðar að læra kvikmyndafræði 35 ára gömul studdi Jónas mig heilshugar. Hafði sjálfur unnið við kvikmyndagerð í árdaga hennar hér á landi og sagði mér sögur. Jónas kallaði okkur sem hófum starfsferil í útvarpi undir hans verndarvæng útvarpseggin sín. Hann þreyttist aldrei á að fylgja okkur eftir, hvetja, hrósa og leið- beina. Það er ómetanlegt. Ég veit að hann heldur því áfram og mun gæta þess vel að hlusta eftir því. Elsku Silla mín, Sigrún og aðr- ir ástvinir, Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Sigríður Pétursdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jónas Jónasson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.