Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Í dag kl. 16 sýnir Sigríður Soffia Nielsdóttir dansgjörn- inginn Hreyfingar flugdreka í D-sal Hafnarhússins en við- burðurinn er hluti af sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Flug- drekar, sem þar er uppi. Sig- ríður samdi dansinn sér- staklega fyrir sýninguna, en verkið fjallar um höft og strengi með tilvísunum í bar- dagalistina. Björk hefur sýnt á einkasýningum og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hún hefur unnið verkefni í samstarfi við aðra listamenn eða list- hópa, þar á meðal tónskáld, tónlistarmenn og dansara. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Dansmyndlist Hreyfingar flug- dreka í Hafnarhúsi Sigríður Soffia Nielsdóttir Nemendur á námsleiðinni Mót- un, leir og tengd efni í Mynd- listaskólanum í Reykjavík opna samsýningu í Norræna húsinu í dag kl. 12. Verkin eru unnin úr margskonar leir, en hluti nemendanna hefur stundað rannsóknarvinnu með íslensk jarðefni. Á sýningunni vinnur annar hópurinn verk sem eru tengd minningum og eru unnin úr jarðleir, en hinn verk sem tengd eru endalokum og eru í formi duftkers. Nám í mótun er tveggja ára tilraunastofa í sam- starfi Myndlistaskólans í Reykjavík og Tækni- skólans – skóla atvinnulífsins. Námið er leið til BA-gráðu við evrópska samstarfsskóla. Myndlist og handverk Mótun, leir og tengd efni Norræna húsið Á sunnudag kl. 15 reifar rithöf- undurinn Kristín Ómarsdóttir hugleiðingar sínar um sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur, Tígr- isdýrasmjör, sem nú stendur yfir í A-sal Hafnarhússins. Ósk Vilhjálmsdóttir er sjötti listamaðurinn sem gerir sér- staka innsetningu í A-sal Hafn- arhússins að beiðni Listasafn Reykjavíkur. Um innsetningu sína segir Ósk: „Á botninum og hlaupum í hringi. Bítum í skott. Erum munstruð á skip sem hangir fast á einkennilegum stað. Er þetta ljóslogandi gróðurhús. Eða tjald í haust- rökkri, er einhver þarna? Við höfum alltaf verið á þessu skipi. Það hefur alltaf hangið þarna.“ Myndlist Tígrisdýrasmjör með Kristínu Kristín Ómarsdóttir Tilnefningar til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs voru kynntar í Gunn- arshúsi í gær. Fyrir Íslands hönd eru til- nefndar bæk- urnar Svar við bréfi Helgu eft- ir Bergsvein Birgisson og Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju. Gyrðir Elíasson fékk verðlaunin á síðasta ári, sjöundi Íslend- ingurinn til að hljóta þau, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn 1962. Danir tilnefna skáldsöguna Livliner eftir Vibeke Grønfeldt og ljóðabókina Skrevet på polsk eftir Janina Katz. Finnar ljóð- safnið I det stora hela eftir Gösta Ågren og ljóðabókina Carmen eftir Saila Susiluoto. Norðmenn ljóðabókina Jimmen eftir Øyvind Rimbereid og skáldsöguna Dag- er i stillhetens historie eftir Me- rethe Lindstrøm. Svíar ljóðasafn- ið Flodtid eftir Katarina Frostenson og skáldsöguna Lacrimosa eftir Eva-Marie Lif- fner. Færeyingar tilnefna smá- sagnasafnið Gullgentan eftir Ha- nus Kamban. Grænlendingar ljóðasafnið Nittaallatut eftir Tungutaq Larsen. Álandseyingar skáldsöguna Transportflotte eft- ir Speer Leo Löthman. Bergsveinn og Gerður tilnefnd  Tilnefnt til bók- menntaverðlauna Bergsveinn Birgisson Gerður Kristný, Í gær var tilkynnt í Listasafni Íslands hvaða tíu bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, fimm í flokki fræðirita og rita al- menns efnis og fimm í flokki fag- urbókmennta. Einnig voru birtar til- nefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefndar Morkinskinna I. og II. bindi sem Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson önnuðust og Hið íslenzka fornritafélag gefur út, Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar eftir Ingu Elsu Bergþórs- dóttur og Gísla Egil Hrafnsson sem Vaka-Helgafell gefur út, Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson sem Mál og menning gefur út, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar eftir Pál Björnsson sem Sögufélagið gefur út og Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak á Akranes eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sem Mál og menning gefur út. Í flokki fagurbókmennta voru til- nefndar Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, JPV gefur út, Konan við 1000° eftir Hall- grím Helgason sem JPV gefur einnig út, Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson sem Bjartur gefur út Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævars- dóttur sem Bjartur gefur út og Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur sem Bjartur gefur út. Formenn dómnefndanna tveggja munu velja síðan einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskip- uðum formanni lokadómnefndar. Verðlaunin 2011 verða afhent af for- seta Íslands um mánaðamótin janúar- febrúar næstkomandi. Verðlauna- upphæðin fyrir hvorn flokk er nú 1.000.000 kr. og var nýverið hækkuð. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynnt- ar tilnefningar til Íslensku þýðing- arverðlaunna. Tilnefndar voru And- arsláttur eftir Hertu Müller sem Bjarni Jónsson þýddi og Ormstunga gefur út, Fásinna eftir Horacio Cas- tellanos Moya sem Hermann Stef- ánsson þýddi og Bjartur gefur út, Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss sem Pétur Gunnarsson þýddi og JPV gefur út, Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift sem Jón St. Kristjánsson þýddi og Mál og menning gefur út og Tunglið braust inn í húsið, ljóð eftir marga höfunda sem Gyrðir Elíasson þýddi og Uppheimar gefa út. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Verðlaun Rithöfundar og þýðendur sem tilnefndir voru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna annars vegar og hins vegar til þýðingarverðlaunanna. Tilnefnt til bókmennta- og þýðingarverðlauna  Tíu bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Ekkert er til sparað í sviðsmyndum og tæknibrellum og tekið upp víða um heim38 » Sjaldan hef ég hrifist eins afljóðabók við fyrsta lestur ognýútkominni bók Matthías-ar Johannessen, Söknuði. Hún er ort í kjölfar mikils áfalls höf- undar í skugga láts eiginkonu hans og sá missir, sorgin og söknuðurinn setja mark sitt á þessa bók. Matthías er einn af brautryðjendum hins opna ljóðs og í þessari ljóðabók eru ljóðin ekki eingöngu opin heldur eru þau mörg hver eins og opið hjartasár. Tit- ill ljóðabókarinnar vísar ef til vill til ljóðsins Saknaðar eftir Jóhann Jóns- son sem lýsir skekinni heimsmynd þar sem dagar lífsins hafa lit sínum glatað. Kvæði Matthíasar framan til í bókinni opinbera svipaða sýn. Þau túlka innri óreiðu örvinglunar. Skáld- ið spyr sig hvernig á því standi að konan liggi í kaldri gröf en líf þess sé töf milli tveggja heima. Ljóðmælandi gengur jafnvel svo langt að setja ef á undan orðinu guð: „Ef guð er til / hví leyfir hann ekki / andartaks þögn / við þögn?“ Slíkt er óvenjulegt í ljóðagerð Matthíasar. Hann líkir lífi sínu við „strá sem blaktir í hægum vindi“. Það er ekki bara missirinn sem sækir á skáldið heldur einnig forgengileiki þess sjálfs, söknuður eftir því lífi sem var. Styrkur þessara harmljóða er ekki síst fólginn í því að þau eru jafnframt fögur ástarljóð, ort með þeim hætti sem Matthíasi einum er lagið þar sem skynsvið blandast og hið ytra og innra sameinast í óræðri mynd eins og í þessu kvæði þar sem náttúran og hugurinn renna saman: Veiztu að ást mín er orðin að andvarpi skógar sem bíður eftir því enn eins og forðum að einn flögri þröstur við grein, minnist þess alls sem var áður eftirvænting í laufi þótt fölni það, finni til haustsins og falli að lokum í jörð. En bókin er ferli. Kannski jafnvel sállækning. Við sum ljóðin eru dag- setningar og þær eru í tímaröð svo að lesandi fær á tilfinninguna að ljóð- unum sé raðað eftir því hvenær þau eru ort. Og það er eins og skáldið nái betri stjórn á tilfinningum sínum eftir því sem líður á bókina. Ljóðin verða bókmenntalegri, vísanir, myndir og önnur stílbrögð verða markvissari því að „tíminn fer græðandi sól við svörð“ og trúin kemur aftur inn í ljóðheim- inn efalaus eins og sjá má í ljóði þar sem skáldið vísar í ljóðlínu Jóhanns Sigurjónssonar „Reikult er rótlaust þangið“: Og síðar mun eilífðin opna sitt fang og andi guðs huga að sínu mitt ráðlausa líf sem þögn við þang en þú í hjarta mínu. Kveðskapur Matthíasar leynir ávallt á sér. Í lokahluta bókarinnar dregur Matthías upp mynd: Sverð á milli okkar hvassbrýnt eins og greinds manns tunga orð af vörum þínum, ég hlusta rauðar eru varir þínar, þessi áfangastaður að endalokum. Í fljótu bragði virðist þetta ljóð fremur kaldranalegt, hvassbrýnt sverð og áfangastaður að endalokum. En í raun er þetta ástarjátning sem byggist á vísunum. Í Völsungasögu segir á einum stað: „ Hann tekr sveðit Gram og leggr í meðal þeirra bert“. Það er Sigurður Fáfnisbani sem legg- ur sverðið milli sín og Brynhildar og hefur þessi tilvitnun þótt tákna eilífa ást þeirra tveggja. Skáldvinur Matt- híasar, Jorge Luis Borges, valdi þessa tilvitnun sem grafskrift sína og tjáði með henni eilífa ást sína á Maríu Kodama. Hér fær hún endurnýjun líf- daga „ hvassbrýnd / eins og greinds manns tunga“ og ljóðið fær allt aðra vídd. Svona yrkir bara skáld sem kann það. Það er ekki síst opinská einlægni Matthíasar sem hrífur mig í þessari bók og hæfileiki hans til að miðla til- finningum sínum og hugrenningum í ljóðrænum búningi. Í mínum huga er þetta einhver besta bók hans. Sverð á milli okkar Morgunblaðið/Kristinn Sállækning Missir, sorg og söknuður setja mark sitt á Söknuð, nýja ljóða- bók Matthíasar Johannessens. Ljóð Söknuður bbbbb eftir Matthías Johannessen. Veröld 2011, 83 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.