Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 28
28 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 V iðburðaríkt ár er á enda. Árið 2011 var merkilegt ár fyrir margra hluta sakir. Það verður vafalaust fært í sögubækur sem kreppu- lokaár, árið sem samdráttur vék fyrir hagvexti, síðasta árið í löngum skugga hrunsins og stjórnartíðar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Árið 2011 var uppskeruár á sviði efnahagsmála. Árangurinn blasir við, nánast hvert sem litið er. Minnst af þessari jákvæðu þróun má þó lesa úr bölmóðsskrifum ritstjóra Morgunblaðsins. Þar á bæ virðist svartnættið eitt ríkja. Helst má skilja af umfjöllun blaðsins um íslensk stjórnmál og efnahagsmál að Evrópusam- bandið og formenn ríkisstjórnarflokkanna séu hægt og bítandi að framkalla kreppu á Íslandi eftir farsæla stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og forystu núverandi rit- stjóra blaðsins. Eins og flestir vita, sem betur fer, er fátt eins fjarri sannleikanum. Það er sorglegt að trúverðugleika Morgunblaðsins, eins elsta fjölmiðils landsins, og starfsfólks hans, sé fórnað á altari heiftar núverandi rit- stjóra. Aukinn hagvöxtur og fjölgun starfa Kröftugur efnahagsbati er sú lýsing sem að- alhagfræðingur Seðlabankans gefur því ástandi sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Þrátt fyrir að á móti blási í alþjóðaefnahags- málum hefur hagvöxtur styrkst hér á landi. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að á fyrstu níu mánuðum þessa árs var landsframleiðsla 3,7% meiri en á sama tíma í fyrra og á milli ársfjórðunga jókst hún um 4,8%. Til sam- anburðar er hagvöxtur þeirra 32 ríkja sem að- ild eiga að OECD fyrstu níu mánuði ársins um 2% að meðaltali. Það er ekki síður ánægjulegt að störfum er nú tekið að fjölga ný. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans var fjölgun árs- verka um 5.000 á liðnu 12 mánaða tímabili enda hefur atvinnuleysi minnkað umtalsvert, úr 8,1% í fyrra í 7,4% í ár. Að þessu hefur markvisst verið unnið og margvíslegum aðferðum beitt til að örva at- vinnulífið til framkvæmda. Ný löggjöf um fjár- festingarívilnanir hefur tekið gildi, auknar nið- urgreiðslur og skattaafslættir hafa verið nýttir til að styðja við nýsköpun, kvikmyndagerð og byggingariðnað, risavaxið markaðsátak er í gangi vegna ferðaþjónustunnar og fjöldi op- inberra og hálfopinberra framkvæmda hefur verið settur í gang, ekki síst í tengslum við frekari orkuöflun og til að styrkja umgjörð vel- ferðarþjónustunnar víða um land. Þá var í vor var blásið til sóknar í vinnu- markaðsaðgerðum og ráðist í viðamiklar að- gerðir sem kallaðar voru „nám er vinnandi vegur“. Í fyrsta lagi var framhaldskólum gert kleift að taka við öllum umsækjendum yngri en 25 ára sem uppfylla skilyrði fyrir skólavist. Í öðru lagi var þúsund atvinnuleitendum boðin skólavist í haust og næstu tvö árin. Í þriðja lagi hefur starfstengdum úrræðum verið fjölgað. Í upphafi nýs árs verður farið út í róttækar aðgerðir sem beinast sérstaklega að því að finna störf fyrir þá sem verið hafa án atvinnu í langan tíma. Sameiginleg markmið rík- isstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins um að ná atvinnuleysinu niður í 4-5% innann þriggja ára gildistíma kjarasamninganna er því fyllilega raunhæft. Lækkun skulda og sjálfbær ríkisfjármál Eitt af stóru afrekum ríkisstjórnarinnar birtist í þeim miklu umskiptum sem orðið hafa á rekstri ríkissjóðs á liðinum árum. Í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfnun í byrjun kjörtímabilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Engin þjóð innan OECD getur státað af viðlíka ár- angri í glímunni við ríkisfjármálavanda und- angengin ár og víðast hvar annars staðar hefur verið gengið harkalega fram gagnvart velferð- arkerfum viðkomandi landa. Þá er það sérstakt gleðiefni við þessi áramót að sjá þann góða árangur sem náðst hefur í skuldaúrlausn fyrir heimili og fyrirtæki. Hvað varðar heimilin hafa nú þegar verið afskrifaðir um 180 milljarðar króna, en enn eru allmargar umsóknir um afskriftir í vinnslu. Þá er staðfest í gögnum Seðlabankans að skuldir heimilanna hafi minnkað að raungildi um 10%, að talsvert hafi dregið úr vanskilum heimilanna og að gjaldþrotum einstaklinga og árangurslausum fjárnámum hafi fækkað. Þá má minna á að greiðslubyrði fasteignalána hefur lést með því að vaxtabætur hafa verið tvöfaldaðar á skömmum tíma, en þriðjungur vaxtakostnaðar heimila er nú greiddur úr ríkissjóði. Borðleggjandi var að til þess að koma fjár- festingum í gang og auka atvinnu þurfti að vinda ofan af ofurskuldsetningu íslenskra fyr- irtækja sem var orðin um 375% af landsfram- leiðslu. Sú vinna hefur skilað árangri og skuld- ir fyrirtækja hafa nú minnkað niður í 210% af landsframleiðslu. Árangurinn í skuldaúrlausn- um kemur ekki síst fram í því að verulega hef- ur dregið úr vanskilum, einkaneysla eykst og fjárfestingar fyrirtækja færast nú aftur í vöxt. Bætt kjör og aukinn jöfnuður Meginmarkmið samkomulags sem gert var í tengslum við kjarasamninga til þriggja ára var að hefja hér sjálfbæra lífskjarasókn, vinna bug á atvinnuleysinu og bæta kjör hinna lægst launuðu umfram aðra hópa. Allt er þetta að ganga ágætlega eftir. Kaupmáttur lægstu launa hefur nú hækkað á sl. 12 mánuðum um 8-9% að teknu tilliti til eingreiðslna og almennur kaupmáttur um 3,5%. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórn- arinnar munu bætur almannatrygginga og at- vinnuleysisbætur hækka um tæplega 12% á innan við ári. Ríkisstjórnin ákvað líka að greiða jólaupp- bót til atvinnulausra annað árið í röð og hefur varið til þess um 1.300 milljónum króna um- fram lagaskyldu eða áður gefin loforð. Slíkar greiðslur þóttu ekki koma til greina af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar betur áraði hjá ríkissjóði. Þá hefur skattkerf- inu verið breytt með þeim hætti að árið 2010 greiddu 80 þúsund manns lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt en á árinu 2008. Nú hefur einnig verið tekin upp á ný verðtrygging per- sónuafsláttar sem skiptir sköpum fyrir hina tekjulægri og jafnar kjörin. Batnandi hag þjóðarinnar verður því réttlátlega skipt ef áfram verður haldið á sömu braut, en gliðnun í tekjuskiptingunni varð mikil í tíð Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks. Bjart framundan á Íslandi Við eigum land sem býr yfir ótal tækifærum, gjöfulum náttúruauðlindum og miklum mann- auði. Verkefni okkar er að nýta þessar gjafir öllum landsmönnum til hagsbóta og stuðla með þeim hætti að því að þeir Íslendingar sem flutt hafa af landi brott snúi sem fyrst heim á ný. Þau miklu umskipti sem orðið hafa í efnahags- lífi þjóðarinnar á liðnu ári sýna og sanna að við erum á réttri leið. Það ár sem nú líður í ald- anna skaut hefur lagt góðan grunn að enn betra samfélagi á Íslandi. Árangurinn er aug- ljós. Ég óska landsmönnum öllum árs og frið- ar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Ár uppskeru Morgunblaðið/Golli Jóhanna Sigurðardóttir „Þau miklu umskipti sem orðið hafa í efnahagslífi þjóðarinnar á liðnu ári sýna og sanna að við erum á réttri leið. … Árangurinn er augljós.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.