Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 33
STJÓRNMÁL 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 U ndir drynjandi takti búsáhalda og staðfestu fengu þeir sem mættu við Austurvöll kaldan janúardag kröfum sínum loks mætt eftir linnulaus mótmæli um nokkra hríð, vopnlaus en raddhvöss bylt- ing varð til þess að hrunastjórnin féll, seðla- bankastjórinn og forstjóri FME létu af emb- ættum. En þá var leikurinn aðeins hálfnaður. Hin krafan um að almenningur myndi aldrei aftur þurfa að boða til byltingar til að fá að hafa áhrif á framgang mála í samfélagi sínu kristallaðist í kosningaloforðum flokkanna sem buðu sig fram til snemmbærra kosninga í apríl 2009. Flestir flokkarnir settu á oddinn gagngerar lýðræðisumbætur og uppgjör við hrunið. Endurmóta átti grunngerð samfélags- ins með m.a. nýrri stjórnarskrá, slá skjaldborg um heimilin í landinu, verja þau gegn brotsjó þrenginga og óréttlætis. Þá átti að færa auð- lindirnar aftur í þjóðareign og umbylta kvóta- kerfinu. Þá átti að fara fram uppgjör við hrun- verja og þá pólitísku galgopa sem létu innansogið úr bönkunum viðgangast og ýttu jafnvel undir þjófnaðinn með því að slaka á löggjöf og fjármálaeftirliti sem átti ekkert í lögfræðingaher bankanna. Hvar er uppgjörið og kjarkurinn? Allir þekkja mistökin í kringum Icesave hjá núverandi ríkisstjórn og þvermóðskuna sem einkenndi það mál. Um það verður uppgjör síðar þegar það er til lykta leitt. Ólán er að gera upp mál í miðri á. Við í Hreyfingunni er- um sátt við að þar hafi þjóðin fengið síðasta orðið í tvígang og þjóðaratkvæðagreiðslurnar sem voru samofnar þeirri sögu upphaf að lýð- ræðisvakningu þjóðar. Margir bundu vonir við að uppgjörið við Hrunið myndi hefjast þegar skýrsla Rann- sóknarnefndar Alþingis skilaði því verki í þingnefnd. Því miður virðist sem ósk Sjálf- stæðisflokksins um að skýrslan myndi aðeins tímabundið þvælast fyrir hafa orðið að veru- leika. Nú hefur tekist að aumingjavæða þá sem ábyrgðina höfðu og skella allri skuldinni á ógöngur þær sem hafa dunið á þjóðinni á nú- verandi ríkisstjórn. Það eru stórkostleg öf- ugmæli. En hið pólitíska sjónspil og ákall um ábyrgð er enn eins og áður var og lítil von að það breytist með hrunverja enn á þingi. Upp- gjör af því tagi hefst með því að tryggja að sambærilegir atburðir geti ekki átt sér stað. Eva Joly sagði að það myndi taka nokkur ár að byggja upp trúverðug dómsmál ef þeir sem ábyrgð höfðu á fjármálastofnunum eiga að fá sitt uppgjör. Árið 2012 mun innibera áberandi dómsmál sem tengjast svikamyllu hinna föllnu banka. Þá er mikilvægt að til séu lög og hefðir fyrir því að ráðast ekki að þeim sem flytja fréttir um þessi mál. Undanfarið hefur það færst í aukana að blaðamenn nánast lamast út af endurteknum dómsmálum sem tengjast ærumeiðingum. Það verður að tryggja að þeir sem vinna við það að kryfja flókin svikamyll- umál fái til þess tóm. Til að fyrirbyggja að hægt sé að hanna lög í ráðuneytum sem gagnast þeim sem vilja svindla á kerfinu á jafn stórfelldan hátt og gert var í aðdraganda hrunsins, þarf það að liggja fyrir hver skrifar hvaða lagabálk. Það ætti að vera liðin tíð að hagsmunaaðilar sjái um lagasetningu landsins. Því miður hefur þingið ekki haft dug í sér til að kalla til sín meiri ábyrgð og völd þó svo að síðan við tókum sæti á Alþingi hafi það aðeins skánað. Hrunið átti þó að vera til þess að hægt væri að koma hér róttækum umbreytingum á öllum stigum samfélagsins. Ef við tryggjum ekki Aldrei aft- ur þá munum við vera í nákvæmlega sömu sporum eftir nokkur ár. Óðaverðbólga eða inn- anbankarán hafa sömu afleiðingar fyrir heim- ilin í landinu aftur og aftur ef við náum ekki al- vöru innankerfis- og hugarfarsbreytingum um hvað samfélagsleg ábyrgð er og rétt almenn- ings að upplýsingum og til aðhalds stjórnkerf- inu. Valdið til fólksins Til þess að ná fram nauðsynlegum umbótum á kerfi og samfélagi og færa meiri völd til fólksins þarf að hrinda eftirfarandi stefnu- málum Hreyfingarinnar í framkvæmd: Þjóðaratkvæðagreiðslur verði lögfestar sem leið 10% þjóðarinnar til að veita okkur sem á Alþingi sitjum aðhald og hjálpa ríkisstjórnum hvers tíma að koma í gegn erfiðum málum eins og t.d. afnámi verðtryggingar og almennum aðgerðum fyrir heimilin í landinu sem og auð- lindarmálum. Persónukjör verði lögfest til að gefa al- menningi kost á að kjósa þá fulltrúa sem það treystir á þing. Persónukjör tryggir að ein- ræði og völd flokkanna minkar. Ný stjórnarskrá verði að veruleika fyrir næstu kosningar. Þá þarf jafnframt að tryggja að almenningur viti hvað í þessari nýju stjórn- arskrá býr og skapa almenna samræðu manna á milli hvað hinn nýi samfélagssáttmáli inni- heldur. Afnema 5% þröskuldinn til að tryggja að smærri framboð fái fulltrúa á þing. Lýðræðisvæða þarf lífeyrissjóðina. Sú hefð sem hefur skapast þar innanbúðar um hið notalega hjónaband Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna er undirrót þess veruleika að verkalýðsfélögin flest hafa brugðist hlut- verki sínu gagnvart hinum almennu launþeg- um. Það er ekki síst á ábyrgð lífeyrissjóðanna að ekki hefur tekist að koma hér á almennum leiðréttingum en þeir veifa alltaf framan í okk- ur gamla fólkinu sem lifandi skotmörkum með hótunum um að skerða réttindi þess ef sjóð- irnir þurfa að axla einhverja ábyrgð á sínum þætti í hruninu. Upplýsingalöggjöf þar sem aðgengi almenn- ings að upplýsingum vegi þyngra en þörf á leyndarhyggju og baktjaldamakki. Tryggja þarf aðgengi að upplýsingum um hvaða hags- munaaðilar komi að lagasetningu. Til þess að við þurfum Aldrei aftur að standa í sömu sporum og við gerðum 2008 verður almenningur að gera sér grein fyrir að stjórnvöld þurfa aðhald frá honum oftar en á 4 ára fresti. Til að búa í því samfélagi sem fólk dreymir um þá verður fólk að vera tilbúið að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og sækjast eftir því að vera upplýst. Ágæt tilraun hefur átt sér stað í Reykjavíkurborg þar sem samfélagsvefurinn Betri Reykjavík hefur ver- ið útfærður á þann hátt að 5 vinsælustu málin/ tillögurnar á vefnum fara til umfjöllunar í nefndum sem þau falla undir. Borgarstjórn- inni er skylt að fjalla um málin og halda not- endum samfélagsvefsins upplýstum um gang þeirra mála sem um er fjallað. Nú þegar hafa nokkur mál fengið slíka umfjöllun og orðið að veruleika. Árið 2012 munum við kjósa um nýja stjórn- arskrá. Ég skora á alla landsmenn að lesa hana, tala saman um hana í því ljósi að þetta er OKKAR stjórnarskrá, OKKAR samfélags- sáttmáli. Í henni koma grunngildin fram um það í hvernig samfélagi við viljum búa í. En það er ekki nóg að fá nýja stjórnarskrá – við verðum öll sem eitt að gera hana að okkar, þekkja innihald og anda hennar og finna hvöt til að láta okkur málið varða. Aldrei aftur að hrópa á tómar tóftir húsa og horfa á eftir innstreymi umskiptinga. Aldrei aftur getuleysi til að kalla eftir nýrri rík- isstjórn ef sú hin sama er að valda þjóðinni skaða með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Gleym- um því aldrei að völdin eru fólksins, kerfið er ekki utan við okkur heldur erum við hluti af því. Ríkisstjórnin er ekki utan við okkur held- ur endurspeglun af okkur. Hættum að vera fórnarlömb valdaleysis sem hefur alltaf verið okkar. Formfestum það með nýrri stjórn- arskrá og getunni til að valda valdinu með að- haldi og hugrekki. Við í Hreyfingunni ætlum ekki að gefa ykk- ur innantóm loforð um 10.000 stöðuígildi né erlenda fjárfesta sem öllu eiga að bjarga eða stóriðju í hverjum firði með tilheyrandi göng- um í gegnum fjöll í réttum kjördæmum. Nei, við viljum frekar færa ykkur völdin til að hafa bein áhrif og beinan þrýsting á samfélagið og það fáum við aðeins ef þau atriði sem ég tíndi til í greininni verða að veruleika. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar Aldrei aftur! Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgitta Jónsdóttir „Gleymum því aldrei að völdin eru fólksins, kerfið er ekki utan við okkur heldur erum við hluti af því. Ríkisstjórnin er ekki utan við okkur heldur endurspeglun af okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.