Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Anna Jóa 1 Kona. Louise Bourgeois, Listasafn Íslands „Louise Bourgeois er áhrifamikill listamaður sem hefur verið samstiga og oft á tíðum skrefi á undan helstu listhræringum síðustu aldar – og hún veitir áfram byr inn í 21. öldina.“ Mbl./ AJ 2 Samræmi. Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson, Hafn- arborg „Í heild einkennist þessi fallega sýning af alúð, íhygli og sterkri fagurfræðilegri tilfinningu.“ Mbl./AJ 3 Viðtöl við dauðann. Magnús Pálsson, Listasafn Íslands „Listamaðurinn leitar ávallt andhverfu sér- hvers hlutar sem í þessu tilviki er vitundin um lífið: hið leyndardómsfulla hvískur.“ Hugrás/ AJ 4 Kjarvalar. Stefán Jónsson, Hafnarborg „Stefáni er hugleikið hversu Kjarvalsverk, jafnvel sem hlutir meðal hluta, eru samofin menningarvitundinni sem merkingarbær stef, minni eða tákn í hversdagslegri tilveru.“ Mbl./ AJ 5 Án áfangastaðar. samsýning á yngri og eldri verkum, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús „Ísland er að ýmsu leyti í brennidepli á þessari vel heppnuðu sýningu, en með henni hefur einnig verið efnt til umræðu um ferðaþjónustu og áhrif hennar á landið – sem er knýjandi málefni.“ Mbl./AJ 6 Innviðir. Orri, Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Orri leitast í senn við að fanga hlutlægt sem huglægt innra byrði híbýlanna; að klófesta efni sem er á hverfanda hveli jafnt sem tilfinningu fyrir lífi fólksins sem þar hrærðist.“ Mbl./AJ 7 Aldarminning Barbara Árnason, Gerðarsafn „Á sýningunni „Barbara Árnason – Ald- arminning“ hefur miklum fjölda verka eftir Barböru verið safnað saman, og mun hún án efa hvetja til frekari rannsókna á listsköpun hennar.“ Mbl./AJ 8 Sýning sýninganna. Ísland í Feneyjum í 50 ár, Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir „Þar er vakin athygli á starfinu og metn- aðinum sem tengist framlagi þjóðarinnar á þessum elsta tvíæringi heims en hann var fyrst haldinn árið 1895 á slóðum gondóla í hinni fögru ítölsku borg.“ Mbl./AJ 9 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Libia Castro & Ólafur Ólafsson Karólína Eiríksdóttir, Hafnarborg „Áhorfandinn (og hlustandinn) skynjar sam- félagsvitund sem beinist áreynslulaust að sjálfum „samfélagstextanum“, texta sem radd- ir þylja og syngja í ýmsum formum, tónhæðum og áherslum.“ Mbl./AJ 10 Myndin af Þingvöllum. Listasafn Árnesinga Viðamikil og metnaðarfull sýning þar sem leit- ast var við að varpa ljósi á „afstöðu okkar til staðarins, náttúru hans, sögu og merkingar“. (Sýningarskrá/Einar Garibaldi Eirı́ksson) Myndlistarsýningar ársins Morgunblaðið/Eggert Kona Frá sýningu á verk- um Louise Bourgeois í Listasafni Íslands, Konu. [Sjá einnig lista á næstu dögum] Topplistar ársins 2011 Gagnrýnendur og blaðamenn Morgunblaðsins velja það besta í listum á árinu Ríkarður Ö. Pálsson Gerzkir gæðatöfrar Sinfóníuhljómsveit Íslands 17. mars. Míaskovskíj: Sinfónía nr. 8. Prokofjev: Píanó- konsert nr. 2 og þrír þættir úr Rómeó og Júl- íu. Viktoria Postnikova píanó og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Gennadíj Ros- destvenskíj. „Stjörnuleikur Postnikovu, er spannaði allt frá gróteskum fítonshljómum í hrímþursamóð til fíngerðasta smáblómahvísls, var upplifun af æðstu sort“ Dagur hinnar fögru gleði Sinfóníuhljómsveit Íslands 4. maí. Verk eftir Þorkell Sigurbjörnsson, Grieg og Beethoven. Einleikari Víkingur Heiðar Ólafs- son, einsöngvarar Christiane Oelze, Sesselja Kristjánsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson og Bjarni Thor Kristinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kór Áskirkju, Hljómeyki og Óperu- kórinn í Reykjavík. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. „Loftið á tónleikunum virtist nánast titra í lifandi þrívídd. Kastaði þó tólfum á glampandi innkomum kórsins í lokaþætti Níunnar, er skákuðu öllu sem maður hafði áður heyrt í Háskólabíói.“ [...] „...lék á hvers manns vörum í hléi: Til hamingju!“ Kosmísk stórátök Sinfóníuhljómsveit Íslands 10. febrúar. Wagner: Forleikur og ástardauði Ísoldar. Hafliði Hallgrímsson: Sellókonsert nr. 2. R. Strauss: Svo mælti Zaraþústra. Einleikari Danjulo Ishizaka selló. Stjórnandi: Stefan So- lyom. „Þar kastaði í lokin Zaraþústra Strauss tólfum við samnefnda heimspekiljóðabók Nietsches. Hvílík orkestrun! Og hvílík spila- mennska – allt frá fisléttustu dönsum, Uglu- spegilssprikli og Rósaherruðum munúðargæl- um í kosmísk stórátök, er SÍ-liðar fóru með eins og að drekka vatn undir vandvirkri stjórn Solyoms.“ Hjartadrottning mannsandans Sinfóníuhljómsveit Íslands 24. febrúar. Beethoven: Fiðlukonsert í D Op. 61. Bruck- ner: Sinfónía nr. 4 í Es, „rómantíska“. Ein- leikari Isabelle Faust fiðla. Stjórnandi: Bertr- and de Billy. „Nærri guðdómleg einlægni sveif yfir vötn- um, ekki sízt fyrir æsispennandi beitingu á veikast mögulegu styrkleikagráðum við ofur- samstilltan mótleik hljómsveitar. Raunar má segja að Faust hafi „sprengt“ dýnamíska skalann niður á við í allt að fimm eða sex p, og gerist það ekki á hverjum degi.“ Hinn nýi óperutenór Óperutónleikar 21. maí. Aríur og forleikir úr óperum eftir Verdi, Puccini, Bizet, Schmidt, Massenet, Mascagni, Wagner, Zandonai og Ponchielli. Jonas Kauf- mann tenór og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Peter Schrottner. „...þó hvergi skorti kraftinn þegar við átti, þá sat kannski mest eftir þessi óvænt hör- undsára ljóðræna mýkt er einkenndi túlkun Kaufmanns á viðkvæmari augnablikum. Þökk sé jafnt framúrskarandi spinto raddbeiting- artækni hans sem augljósum listrænum metnaði fyrir inntakslegri breidd.“ Snorri Valsson Rússneska goðsögnin Sinfóníuhljómsveit Íslands 10. mars. Alfred Schnittke: Fiðlukonsert nr. 4, Dímítríj Sjostakovítsj: Sinfónía nr. 8 í c-moll, op. 65. Einleikari Alexander Rosdestvenskíj, fiðla. Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj. „Stundum hitta menn á töfrastund á tón- leikum og svo var í þessu tilfelli. Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék stórkostlega undir hógværri stjórn hins göldrum hlaðna Genna- díjs Rosdestvenskíjs. Túlkunin var hnitmiðuð og spennan hélst frá upphafi til enda, jafnt í ógnvekjandi hápunktum sem í ljóðrænustu friðsældinni. Magnað!“ Tvö píanó í Salnum Píanótónleikar 27. mars. Johannes Brahms: Tilbrigði við stef eftir Ha- ydn op. 56b, Frederic Chopin: Rondo op. 73, W.A. Mozart: Sónata fyrir tvö píanó í D-dúr KV 448, Maurice Ravel: La Valse. Aladár Rácz og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. „Píanóleikarar kvöldsins stóðu sig ákaflega vel. Þó að uppruni þeirra Helgu Bryndísar og Aladár sé ólíkur má finna hjá þeim ákveðnar hliðstæður. Bæði sóttu þau menntun sína, a.m.k. að hluta, til Mið-Evrópu og hafa gert garðinn frægan sem einleikarar með hinum ýmsu sinfóníusveitum hér á landi undanfarin ár. Þau hösluðu sér bæði völl fyrir norðan, hún í Eyjafirði og hann á Húsavík, og því hafa væntanlega gefist ómæld tækifæri til æf- inga. Það heyrðist þetta kvöld. Samleikur þeirra í rubato og hröðum köflum rómantík- urinnar var frábær. Tónlist Mozart getur ver- ið óvæginn mælikvarði í tærleika sínum en hápunktur kvöldsins var einmitt túlkun þeirra á andante-kafla sónötunnar, tær snilld!“ Óskastundin Sinfóníuhljómsveit Íslands 29. september. Toru Takemitsu: I Hear the Water Dream- ing, Air. Gustav Mahler: Sinfónía nr. 7. Ein- leikari Melkorka Ólafsdóttir, flauta. Stjórn- andi: Ilan Volkov. „Bæði einleikari og hljómsveit fluttu verkið óaðfinnanlega og af listfengi ... Hér er því lagt á djúpið en líkt og á fyrri hluta tón- leikanna hittum við hér á óskastund. Þetta risavaxna verk var frábærlega mótað af Vol- kov og hélt manni á sætisbrúninni allan tím- ann. Sveitin stóð sig með afbrigðum vel. Hér gæti ég farið í langa lofgerðarrullu um hvern einasta hljóðfærahóp sveitarinnar en til þess höfum við því miður ekki rými. Tónleikarnir voru einfaldlega stórkostlegir og verðskulda hverja stjörnu, sem hér er gefin.“ Í fjarlægum heimi Sinfóníuhljómsveit Íslands 24. nóvember. Anna Þorvaldsdóttir: AERIALITY (frum- flutningur). Henri Dutilleux: Tout un monde lointain... Johannes Brahms: Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98. Einleikari Sæunn Þorsteins- dóttir, selló. Stjórnandi: Ilan Volkov „AERIALITY ... var stórskemmtileg og heildstæð tónsmíð sem var prýðisvel flutt af sveitinni. Dutilleux skapar oft dreymandi og dularfulla næturstemningu sem brotin er upp með ofsafengnum innskotum og kraftmiklum endi. Sveitin lék verkið stórvel, samspil sveit- ar og einleikara undir stjórn Volkov var frá- bært og Sæunn flutti hinn krefjandi einleiks- part af miklu öryggi, listfengi og geislandi gleði.“ Beethoven hringurinn II Sinfóníuhljómsveit Íslands 9. desember Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 4 í B- dúr, op. 60. Sinfónía nr. 5 í c-moll, op. 67. Stjórnandi: Hannu Lintu. „Þegar svo vinsæl og margspiluð verk eru á efnisskránni mætir maður óneitanlega með hálfum huga á tónleika því það er hugsanlega hægt að sigla af dauflegu öryggi í gegnum sinfóníurnar tvær en það var svo sannarlega ekki upp á teningnum þessa kvöldstund. Und- ir stjórn Hannu Lintu fékk Sinfóníuhljóm- sveit Íslands að láta öll blæ-, styrk- og lit- brigði Beethovens njóta sín; brothætta ljóðrænu, sprellandi fjör og ofsafengna reiði. Flutningurinn var ekki hnökralaus en hann var allan tímann stórskemmtilegur og spenn- andi. Bravó!“ Klassíkir tónleikar ársins Goðsögnin Gagnrýnendur eru ánægður með leik SÍ undir stjórn Gennadíj Rosdestvenskíj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.