Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kjöri íþróttamanns ársins 2011 verður lýst í byrjun nýs árs, nánar tiltekið fimmtudaginn 5. janúar. Það eru Samtök íþróttafrétta- manna, SÍ, sem kjósa íþróttamann ársins og er þetta 56. árið sem þau standa fyrir kjörinu. Samtökin voru stofnuð árið 1956 af Frímanni Helgasyni, Halli Símonarsyni, Sig- urði Sigurðssyni og Atla Stein- arssyni, en Atli er einn eftirlifandi af stofnendunum fjórum. Í Samtökum íþróttafréttamanna eru 22 meðlimir um þessar mundir og allir nýttu atkvæðisrétt sinn. Þeir eru frá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, RÚV, Stöð 2, DV, Skinfaxa og Fótbolta.net. Aðeins þeir sem eru í fullu starfi sem íþróttafréttamenn eru gjaldgengir í samtökunum og í kjörinu. Vilhjálmur kjörinn oftast Nú liggur fyrir hverjir höfnuðu í tíu efstu sætunum og hér fyrir ofan má sjá hverjir það eru, í stafrófs- röð. Athygli vekur að á listanum í ár er aðeins einn þeirra sem var í hópi tíu efstu í fyrra. Það er Aron Pálmarsson sem hafnaði í 4. sætinu árið 2010. Í þau 55 skipti sem Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið að kjörinu hafa 36 íþróttamenn orðið fyrir valinu. Oftast hefur Vil- hjálmur Einarsson þrístökkvari hreppt útnefninguna, fimm sinn- um. Ólafur Stefánsson handknatt- leiksmaður hefur fjórum sinnum hlotið þessa vegsemd en þeir Einar Vilhjálmsson spjótkastari, Hreinn Halldórsson kúluvarpari og Örn Arnarson sundmaður hafa verið kjörnir þrisvar hver. Áður en kjöri íþróttamanns árs- ins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþrótta- karla og -kvenna hjá sér- samböndum sínum sem þótt hafa skara fram úr á árinu 2011. Þetta verður í sextánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær há- punkti þegar íþróttamaður ársins 2011 verður útnefndur. Frjálsíþróttafólk í 21 skipti Íþróttamenn úr níu íþróttagrein- um hafa verið útnefndir íþrótta- maður ársins. Frjálsíþróttamenn hafa oftast orðið fyrir valinu eða 21 sinni. Handboltamenn hafa 11 sinnum verið valdir, sundmenn og fótboltamenn hafa átta sinnum ver- ið valdir, kraftlyftingamenn þrisv- ar sinnum og í eitt skipti hafa körfuboltamaður, júdómaður, hestamaður og fimleikamaður hlot- ið sæmdarheitið. Handboltamenn og fótbolta- menn hafa hlotið þessa viðurkenn- ingu frá 2002. Ólafur Stefánsson fjórum sinnum, Eiður Smári Guð- johnsen tvisvar sinnum og þau Guðjón Valur Sigurðsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Alexander Petersson í eitt skipti hvert. Alls hafa 32 karlar verið kjörnir íþróttamenn ársins en aðeins fjór- ar konur hafa hlotið þennan eft- irsótta titil. Sú fyrsta var hand- boltakonan Sigríður Sigurðardóttir árið 1964. Sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir varð fyrir valinu 1991, Vala Flosadóttir stang- arstökkvari árið 2000 og knatt- spyrnukonan Margrét Lára Við- arsdóttir árið 2007. Sex karlar og fjórar konur eru á meðal tíu efstu að þessu sinni. Þetta er þriðja árið í röð og í sjötta skiptið alls sem fjórar konur eru á listanum en til þessa hafa karlar ávallt verið í meirihluta. Aðeins einn eftir af tíu efstu frá í fyrra  Kjöri íþróttamanns ársins lýst 5. janúar  Mikil endurnýjun frá kjörinu í fyrra  Aðeins einn þeirra sem var í hópi tíu efstu í fyrra er á listanum í ár Morgunblaðið/Kristinn 2010 Alexander Petersson handboltamaður er núverandi handhafi titilsins Íþróttamaður ársins og er hér við hliðina á verðlaunagripnum stórbrotna. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Íþr Afrek Stefá Anna er 26 ára gömul, línumaður í landsliði Íslands í handknattleik og Val. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins 2010-2011 en þar varð hún Íslandsmeistari með Val, og hún var líka valin besti varn- armaður mótsins. Anna var í stóru hlutverki í landsliði Íslands sem lék í fyrsta skipti í lokakeppni heims- meistaramótsins og kom þar veru- lega á óvart með því að sigra Svart- fjallaland, Þýskaland og Kína og hafnaði í 12. sæti. Anna Úrsúla Guðmundsd. Aron er 21 árs gamall, miðjumaður í landsliði Íslands í handknattleik og þýska stórliðinu Kiel. Aron var lyk- ilmaður í íslenska landsliðinu sem hafnaði í 6. sæti í heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð. Hann hefur einnig verið í talsverðu hlutverki hjá Kiel sem varð þýskur bikarmeistari 2011 og síðan heimsmeistari fé- lagsliða. Liðið hefur síðan unnið alla leiki sína í Þýskalandi á yfirstand- andi tímabili og er þar með umtals- verða yfirburði. Aron Pálmarsson Ásdís er 26 ára gömul, spjótkastari úr Ármanni. Hún hafnaði í 13. sæti á heimsmeistaramótinu í Daegu 2011 þegar hún kastaði 59,15 metra og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Sá árangur tryggði henni keppnisrétt á Ólympíu- leikunum 2012. Ásdís keppti jafn- framt á nokkrum stórmótum þar sem aðeins þeim bestu í hverri grein er boðin þátttaka. Hún er með 28. besta árangur í Evrópu á þessu ári og er í 41. sæti á heimslistanum. Ásdís Hjálmsdóttir Heiðar er 34 ára gamall, framherji enska úrvalsdeildarliðsins QPR og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem hann reyndar hætti með frá og með haustinu 2011. Heiðar hefur verið í stóru hlutverki með QPR á árinu. Veturinn 2010-11 skoraði hann 13 mörk og tók þátt í að tryggja liðinu sigur í ensku B- deildinni, og núna í vetur er hann langmarkahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með sjö mörk í ellefu leikjum. Heiðar Helguson Jakob er 29 ára gamall bakvörður í landsliði Íslands í körfuknattleik og sænska meistaraliðinu Sundsvall Dragons. Jakob var valinn besti leik- maðurinn og besti bakvörðurinn í sænsku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11 en hann átti stóran þátt í að tryggja Sundsvall meistaratitilinn með frammistöðu sinni í úrslitaleikj- unum um vorið. Þá var hann valinn í úrvalslið Norðurlandamótsins sum- arið 2011 þar sem Ísland hafnaði í þriðja sæti. Jakob Örn Sigurðarson SigmundurMár Her- bertsson körfu- boltadómari mun dæma Evrópu- leik á milli lið- anna BK Vent- spils frá Lettlandi og ZZ Leiden frá Hol- landi þann 17. janúar á næsta ári. Sigmundur hefur dæmt nokkra leiki á Evrópumótunum í vetur og nýver- ið dæmdi hann í Litháen í Evr- ópudeild kvenna og í Hollandi hjá körlunum.    Spænska knattspyrnuliðið Atle-tico Madrid réð í gær Diego Si- meone, fyrrverandi fyrirliða argent- ínska landsliðsins, í starf þjálfara. Hann leysir Gregorio Manzano af hólmi en forráðamenn Madridarliðs- ins ákváðu að segja honum upp störfum eftir tap gegn Albacete í vikunni þegar þau áttust við bik- arkeppninni.    Arnar Sigurðs-son úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmin- tonfélagi Hafn- arfjarðar hafa verið útnefnd tennismaður og tenn- iskona ársins 2011. Þetta er í fimm- tánda skipti sem Arnar hlýtur til- nefninguna og jafnoft hefur hann verið Íslandsmeistari utanhúss eða allt frá árinu 1997. Arnar var tvö- faldur Íslandsmeistari utanhúss á árinu í einliða- og tvíliðaleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjördís Rósa hlýtur þessa tilnefningu enda er hún einungis 14 ára gömul. Hjördís Rósa náði þeim merka áfanga að vera fjór- faldur Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í einliðaleik, þ.e. í U14, U16, U18 og meistaraflokki kvenna.    Möguleiki er á því að Liverpoolendurheimti fyrirliðann Ste- ven Gerrard þegar liðið tekur á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á öðrum degi jóla. Gerrard hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðustu tvo mánuðina en er allur að koma til. ,,Gerrard hef- ur æft vel. Við munum athuga ástand hans á leikdegi,“ sagði Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liver- pool, í gær. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.