Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 3
ENGLAND Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Í fyrsta sinn síðan árið 1929 trónir Manchester City í toppsæti efstu deildarinnar á Englandi nú þegar jólin ganga í garð. City, sem hefur verið í forystusætinu nær allt tímabilið, hefur tveggja stiga forskot á granna sína í Manchest- er United og eftir úrslit síðustu leikja eru flest- ir sparkspekingar þeirrar skoðunar að það stefni í einvígi Manchester-liðanna um Eng- landsmeistaratitilinn í ár. Tottenham, Chelsea, Arsenal og Liverpool eru líklega annarrar skoðunar en þau hafa ekki sýnt sama stöðugleika og City og United og fyrir vikið hefur bilið aukist á milli þeirra og hinna liðanna. Fagnar Ferguson 70 ára afmælinu í toppsætinu? Manchester City spilar næstu tvo leiki sína á útivelli, gegn WBA og Sunderland, en Eng- landsmeistarar United eiga aftur á móti tvo heimaleiki, gegn Wigan og Blackburn, og bind- ur sir Alex Ferguson, stjóri United, vonir við að sínir menn verði komnir á kunnuglegar slóð- ir, það er í toppsætið, þegar nýtt ár gengur í garð. Það yrði líklega besta afmælisgjöfin sem hann fengi frá lærisveinum sínum en Ferguson fagnar 70 ára afmæli sínu á gamlársdag og þann dag mætir United botnliði Blackburn. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man- chester City, heldur því nú fram að sínir menn séu komnir í það hlutverk sem grannarnir í United hafa verið í mörg undanfarin ár, það er að andstæðingarnir óttist að mæta þeim. „Mér finnst það sama vera að gerast hjá okkur og gerðist hjá Manchester United. Öll liðin sem mættu United gerðu það með ótta. Þau þorðu ekki að sækja fram á völlinn lang- tímum saman og kannski er þetta að gerast þegar liðin mæta okkur,“ segir Mancini. „Ég er ánægður að vera á toppnum um jólin og ég er sérlega ánægður fyrir hönd stuðningsmanna félagsins. Þeir geta átt góðan jóladag,“ segir Ítalinn. Gengi Manchester United á útivelli á þessu tímabili hefur fleytt liðinu á þann stað sem það er en það hefur unnið jafnmarga leiki á útivelli á þessu tímabili og alla leiktíðina í fyrra. Í níu útileikjum hefur United unnið sjö og gert tvö jafntefli. Á sama tíma í fyrra voru meistararnir aðeins með 13 stig af 27 mögulegum á útivelli en núna eru stigin 23 af 27 mögulegum. „Þetta eru ótrúleg umskipti. Í fyrra töpuðum við aðeins tveimur stigum á heimavelli allt tímabilið en áttum í basli á útivelli. Núna höf- um við þegar tapað fimm stigum á heimavelli en við höfum náð að bæta fyrir það á útivelli,“ segir Wayne Rooney, framherji United. Rooney hugsar sér gott til glóðarinnar en framundan eru tveir heimaleikir. „Við eigum frábæra möguleika á að vinna þessa tvo leiki. Við verðum að halda áfram að sækja að City og vera klárir ef þeim verður eitthvað á í messunni,“ segir Rooney. Reuters Efstir Roberto Mancini er með sína menn í Man- chester City í toppsætinu fyrir jólatörnina. Allt stefnir í einvígi  Manchester City fagnar jólum á toppnum í fyrsta sinn í 82 ár  Meistarar Manchester United bíða færis að velta nágrönnum sínum í City af stalli Mánudagur 26. desember 13.00 Chelsea – Fulham 15.00 Bolton – Newcastle 15.00 Liverpool – Blackburn 15.00 Manch.Utd – Wigan 15.00 Sunderland – Everton 15.00 WBA – Manch. City 19.45 Stoke – Aston Villa Þriðjudagur 27. desember 15.00 Arsenal – Wolves 17.00 Swansea – QPR 19.30 Norwich – Tottenham Föstudagur 30. desember 19.45 Liverpool – Newcastle Laugardagur 31. desember 12.45 Manch.Utd – Blackburn 15.00 Arsenal – QPR 15.00 Bolton – Wolves 15.00 Chelsea – Aston Villa 15.00 Norwich – Fulham 15.00 Stoke – Wigan 15.00 Swansea – Tottenham Sunnudagur 1. janúar 12.30 WBA – Everton 15.00 Sunderland – Manch. City Mánudagur 2. janúar 15.00 Aston Villa – Swansea 15.00 Blackburn – Stoke 15.00 QPR – Norwich 15.00 Wolves – Chelsea 17.30 Fulham – Arsenal Þriðjudagur 3. janúar 19.45 Tottenham – WBA 19.45 Wigan – Sunderland 20.00Manch.City – Liverpool Miðvikudagur 4. janúar 20.00 Everton – Bolton 20.00 Newcastle – Manch. Utd Leikir í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót Markahæstir » Robin van Persie, framherji Arsenal, er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar. Van Persie hefur skorað 16 mörk en næstir koma Sergio Agüero (Man. City), Wayne Rooney (Man. Utd) og Demba Ba (Newcastle) en þeir hafa allir skorað 13 mörk. Heiðar Helguson (QPR) er í 10.-13. sæti á markalistanum með sjö mörk. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir – Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir – Guðmundur Gíslason, sund – Jón Þ. Ólafsson, frjálsíþróttir – Sigríður Sigurðardóttir, handbolti – Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir – Kolbeinn Pálsson, körfubolti – Guðmundur Hermannsson, frjálsíþróttir – Geir Hallsteinsson, handbolti – Guðmundur Gíslason, sund – Erlendur Valdimarsson, frjálsíþróttir – Hjalti Einarsson, handbolti – Guðjón Guðmundsson, sund – Guðni Kjartansson, knattspyrna – Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna – Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrna – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar – Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingar – Óskar Jakobsson, frjálsíþróttir – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir – Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir – Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund – Arnór Guðjohnsen, knattspyrna – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir – Alfreð Gíslason, handbolti – Bjarni Friðriksson, júdó – Ragnheiður Runólfsdóttir, sund – Sigurður Einarsson, frjálsíþróttir – Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir – Magnús Scheving, fimleikar – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir – Geir Sveinsson, handbolti – Örn Arnarson, sund – Örn Arnarson, sund – Vala Flosadóttir, frjálsíþróttir – Örn Arnarson, sund – Ólafur Stefánsson, handbolti – Ólafur Stefánsson, handbolti – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna – Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna – Ólafur Stefánsson, handbolti – Ólafur Stefánsson, handbolti – Alexander Petersson, handbolti róttamenn ársins ksmenn Vilhjálmur Einarsson og Ólafur ánsson hafa verið kjörnir oftast allra. Kári Steinn er 25 ára gamall lang- hlaupari úr Breiðabliki. Hann þreytti sitt fyrsta maraþonhlaup í Berlín í haust en þar gerði hann sér lítið fyrir og sló 26 ára gamalt Ís- landsmet og tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London 2012 í fyrstu tilraun. Kári er í 79. sæti yfir bestu maraþonhlaupara í Evrópu á árinu 2011 með þessum árangri sín- um í Berlín. Hann setti líka Íslands- met í hálfu maraþoni í Reykjavík- urmaraþoninu í ágúst. Kári Steinn Karlsson Kolbeinn er 21 árs gamall, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hollensku meistaranna Ajax. Kol- beinn skoraði 16 mörk í hollensku úrvalsdeildinni á árinu, ellefu fyrir AZ og fimm fyrir Ajax í fyrstu átta leikjum sínum þar en Ajax keypti hann af AZ í sumar. Hann var valinn í úrvalslið Evrópukeppni 21-árs landsliða þar sem Ísland hafnaði í 5. sæti og skoraði sigurmark A- landsliðs Íslands gegn Kýpur í und- ankeppni Evrópumótsins. Kolbeinn Sigþórsson Ólafur er 24 gamall kylfingur úr Nesklúbbnum. Hann lék mjög vel með landsliði Íslands á Evrópumóti áhugamanna í Portúgal og náði besta árangri Íslendinganna. Ólafur sigraði á sterku áhugamannamóti í Norður-Karólínu, lék á 11 höggum undir pari, og tryggði sér með því keppnisrétt á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni, fyrstur íslenskra kylfinga. Þar vakti hann athygli fyr- ir frammistöðu sína og var einu höggi frá því að komast áfram. Ólafur Björn Loftsson Sara er 21 árs, miðjumaður landsliðs Íslands í knattspyrnu og sænsku meistaranna Malmö. Sara sló í gegn á fyrsta tímabili sínu í Svíþjóð, varð meistari með Malmö og varð sjötti markahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar með 12 mörk. Þá gerði hún fjögur mörk í Meistaradeild kvenna þar sem lið hennar er komið í 8-liða úrslit. Með landsliðinu var hún í lyk- ilhlutverki á besta ári þess frá upp- hafi þar sem það sigraði þrjú af sterkustu landsliðum heims. Sara Björk Gunnarsdóttir Þóra er 30 ára gömul, markvörður landsliðs Íslands í knattspyrnu og sænsku meistaranna Malmö. Þóra var í stóru hlutverki hjá Malmö sem varð meistari annað árið í röð og er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildar kvenna, og hjá landsliði Íslands sem átti sitt besta ár frá upphafi. Þóra átti drjúgan þátt í sigrum Íslands gegn þremur af sterkustu lands- liðum heims, Svíþjóð, Danmörku og Noregi, og varði m.a. vítaspyrnu gegn Dönum. Þóra Björg Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.