Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 ✝ Guðný ElínVésteins- dóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 1. des- ember 1944. Hún lést á líkn- ardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. desember 2011. Foreldrar hennar voru Vé- steinn Guðmundsson, verk- fræðingur, f. á Hafurhesti í Önundarfirði 14. ágúst 1914, d. 15. janúar 1980 og Elín Guðbrandsdóttir, versl- unarmaður, f. í Reykjavík 1. ágúst 1914, d. 16. sept. 1996. Þau skildu. Systur Guðnýjar eru Auður Sigurborg og Gunnhildur Margrét. Hálf- systkini Guðnýjar, samfeðra, barnsmóðir Valgerður Árna- dóttir, eru Árni, Valgerður og Vésteinn. Guðný Elín giftist 9. nóv- ember 1963 Guðmundi Helga- syni, hann er trésmiður, Baldursson. Börn þeirra eru Hrafnhildur Hrönn, sambýlis- maður er Atli Örn Snorrason, dóttir þeirra er Álfheiður Björg, Hafsteinn Þór, Guðný Björk, Karitas Lind, Aron Björn, Elvar Örn og Helgi Páll. 3) Jóna Þórunn, við- skiptafræðingur, f. á Ísafirði 4. júlí 1979, sonur hennar er Jason Daði, barnsfaðir Svan- þór Einarsson. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Guðný á Hjalteyri ásamt for- eldrum sínum en við skilnað þeirra flyst hún til Reykjavík- ur þar sem hún bjó hjá föð- urbróður sínum í nokkur ár. Guðný gekk í Laugarnesskóla. Ung að árum kynnist hún Guðmundi og þau hófu sinn búskap í Reykjavík. Árið 1976 flytjast þau hjónin til Ísafjarð- ar og búa þar í 10 ár. Þá lá leiðin í Mosfellssveit. Sum- ardvalarstaður þeirra hjóna var frá árinu 1970 Hvalseyjar á Mýrum og árið 1994 flytjast þau alfarið þangað en voru þó alltaf með annan fótinn í Mos- fellsbæ. Guðný vann ýmis störf, aðallega verslunarstörf, fiskvinnslu og sjómennsku. Útför Guðnýjar Elínar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 6. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. slökkviliðsmaður og sjómaður, f. í Reykjavík. 30. apríl 1943. For. Helgi Guðjón Guðmunds- son, bifvélavirki, f. 4. júní 1898, d. 8. febr. 1965 og Sig- ríður Sigurð- ardóttir, mats- maður, f. 22. jan. 1917, d. 6. maí 1993. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Lára, kenn- ari, f. í Reykjavík 2. maí 1964, sambýlismaður hennar er Sig- mundur Arnar Arnórsson. Börn þeirra eru Guðmundur Arnar, sambýliskona hans, Sigrún Kristjánsdóttir, sonur þeirra er Rúnar Atli, Vé- steinn, sambýliskona hans Þóra Lind Sigurðardóttir, Ingibjörg Unnur, sonur henn- ar er Valgarður Orri Eiríks- son, barnsfaðir Eiríkur Lár- usson, Vigdís Erla. 2) Hildur Margrét, vaktstjóri, f. í Reykjavík 20. júlí 1965, maður hennar er Óðinn Magnús Elsku Guðný amma. Nú ert þú horfin frá okkur eftir langt stríð við erfiðan sjúk- dóm. Eftir sitjum við full tóm- leika en með góðar minningar. Okkar síðasta stund sem við átt- um saman á annan í jólum er ógleymanleg. Þar rættist þín hinsta ósk um að sjá fjölskyldu þína saman komna, áhyggju- lausa, að gleðjast um stund. Það lýsir þér svo vel hvað þú lagðir þig alltaf fram við að setja okkur í fyrsta sætið. Þínar stærstu áhyggjur á hverri stundu voru hvort okkur liði vel og hvort við værum nokkuð svöng. Öll eigum við minningar um það að hafa sótt þig og afa heim, þar sem þú varst í eldhús- inu að taka til eftir síðasta mat- artíma, á meðan undirbjóst þú þann næsta. Allt svo að ungarnir þínir yrðu nú ekki svangir, þar á meðal afi. Svo er ekki hægt að minnast þín öðruvísi en að hugsa um Hvalseyjar, paradísina sem þú og afi bjugguð til. Óhætt er að segja að minningar okkar allra séu meira og minna bundnar við eyjarnar þínar. Að fá að vera með þér heilu sumrin við að tína dún og svartbaksegg, fara á sjó og háfa lunda, voru forréttindi fyrir okkur öll. Okkar bestu stundir voru með þér á þessum stað. Við minnumst þess sér- staklega hversu gaman það var í þau skipti sem þú vildir losna skyndilega við drasl og ákvaðst því að halda varðeld. Þá samein- uðumst við oft og sungum saman fram á nótt. Það voru góðar stundir. Þetta væri ekki svona sjálf- gefið ef þín hefði ekki notið við, því að þú vannst það einstaka af- rek að skila af þér afar sam- rýmdri fjölskyldu. Okkur kemur öllum svo vel saman og þó þú sért ekki lengur meðal okkar þá mun arfleifð þín tryggja að svo mun áfram vera. Nú kveðjum við þig úr þessum heimi. Elsku besta amma okkar. En allar minningar um þig, ég geymi. Þín fagurbláu augu og fallegu hárlokka. Við skulum passa þína paradís. Sem án þín er ekki jafnblómleg. Hvalsey er algjör draumadís. Án þín verður ferðin afar tómleg. Þín minning er ljós sem mun lifa og lýsa um ókomna tíð. Amma þú ert hetja. Amma þú ert engill. (Guðný Björk Óðinsdóttir) Þín barnabörn Guðmundur, Hrafnhildur, Vésteinn, Ingibjörg, Hafsteinn, Guðný, Karitas, Aron, Vigdís, Jason, Elvar og Helgi Páll Kveðja Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur, Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. Þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður mín – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku systir og mágkona, blessuð sé minning þín. Gunnhildur og Hafsteinn. Guðný mágkona mín er fallin frá eftir erfiða glímu við illvígan sjúkdóm. Það er raunalegt að hugsa til þess að hennar njóti ekki lengur við á samfundum stórfjölskyldunnar, en þar hefur hún jafnan verið hrókur alls fagnaðar, alltaf jafn blíðleg og glaðvær. Það skein af henni lífs- gleði og baráttuandi. Guðný var atorkusöm í meira lagi. Dugnaður var einkennis- merki hennar – og hún vílaði ekki fyrir sér að taka til hend- inni hvar sem hún fór, jafnt til sjós og lands. Hún var enginn eftirbátur Gumma síns á grá- sleppunni úti fyrir Hvalseyjum á Mýrum og naut sín hvar sem nóg var að gera. Systurnar Guðný, Auður kona mín og Gunnhildur voru afar ná- komnar alla sína tíð. Milli þeirra var sterkur strengur sem aldrei gaf sig í lífsins ólgusjó – og það var unun að vera í návist þeirra þegar þær tóku tal saman. Þá var jafnan stutt í hláturinn. Fyr- ir allar þessar samvistir ber að þakka af heilum hug. Mestur er missir Gumma, dætranna og fjölskyldna þeirra. Við Auður sendum þeim hug- heilar samúðarkveðjur og biðj- um þess að góður Guð styðji þau og verndi á erfiðum tíma. Bless- uð sé minning góðrar systur og mágkonu. Sveinn Viðar Jónsson. Það er næsta óbærilegt að eiga þess ekki lengur kost að heyra hláturinn hennar Guðnýj- ar frænku óma um eldhús, stof- ur og sali. Nú þegar hún hefur kvatt þessa jarðvist, svo alltof fljótt, hlýja minningarnar og munu aldrei gleymast. Það er enda svo að móðursystir okkar kenndi okkur margt í lífinu; ein- lægnin, stoltið og heiðarleikinn sem bjó í fari hennar var ávallt til staðar, ásamt allri glaðværð- inni. Hún var milliröddin í hlátrasköllum elstu systranna þriggja sem gátu aldrei látið hjá líða að skemmta sér rækilega á samfundum sínum – og þá var ekki ónýtt fyrir litlar stelpur að vera nærri og smitast af dillandi sagnaandanum sem sveif yfir heitum kaffibolla. Guðný var heilsteypt mann- eskja og sönn í sínum verkum. Hún var móðir í dýpstu og feg- urstu merkingu þess orðs; alltaf til staðar, ávallt hrein og bein og var ævinlega svo umhugað um sína nánustu ættingja að eftir var tekið. Í svip hennar var bæði kyrrð og festa, fegurð og ákveðni, en umfram allt ylur og góðvild sem gerði hana að ein- stakri persónu. Við systurnar kveðjum hana fullar þakklætis og virðingar, en finnum að innra með okkur hefur strengur brost- ið. Það heggur enda nærri að missa konu sem kom fram við okkur eins og við værum hennar eigin dætur. Hún gaf aldrei af- slátt af þeirri ríku ástúð sem umlék nærveru hennar. Elsku Gummi, Sigga Lára, Hildur, Jóna og fjölskyldur; hug- ur okkar systra er hjá ykkur – en munið að hláturinn og glað- værðin lifir áfram í góðri og fal- legri minningu sem verður alltaf stoð ykkar og stytta. Elín, Hrönn og Auður Ýr Sveinsdætur. Elsku Guðný, þakka þér fyrir allt. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vin- ahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Guðmundur og fjöl- skylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Óskar Fannar Guðmundsson, Elísabet Tómasdóttir og Heiðdís Eva Óskarsdóttir. Aðdragandinn var langur og erfiður, en nú er baráttunni lok- ið og Guðný vinkona okkar er látin. Við eigum mörg ár að baki sem vinir, þó umgengnin hafi ekki alltaf verið mikil. Vegna starfa fluttu fjölskyldur okkar hvor í sinn landshlutann, Guð- mundur og Guðný til Ísafjarðar og við til Reyðarfjarðar. Við vor- um samt alltaf í símasambandi og hittumst af og til. Skömmu áður en við fluttum til Svíþjóðar fyrir þremur og hálfu ári vissum við að Guðný hafði greinst með þann sjúkdóm sem dró hana til dauða. Við höf- um talað við hana annað slagið í síma og hvatt hana og þau hjón að koma í heimsókn. Hún var alltaf jákvæð og bjartsýn á að hún treysti sér til þess, en af því varð þó aldrei. Guðný var ótrúlega sterk, ekki bara í baráttunni við veik- indi sín, heldur líka í lífsbarátt- unni allri. Þau hjón voru mjög samhent og tókust á við marga erfiðleika á sjó og landi. Það var áreiðanlega enginn barnaleikur að búa í Hvalseyjum og nýta það sem þær gáfu af sér. En þeim voru eyjarnar paradís á jörðu og þangað fóru þau lengur en fæt- urnir báru hana Guðnýju. Barnalán Guðnýjar og Guð- mundar var mikið. Dæturnar Sigga Lára, Hildur og Jóna Þór- unn og fjölskyldur þeirra voru þeim allt. Við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur og Guðmundi vini okkar sendum við dýpstu hluttekningu og vonum að allar góðu minningarnar um fallegu og traustu konuna hans mildi sorgina. Kolfinna og Þorsteinn. Mig langar að minnast Guð- nýjar Elínar Vésteinsdóttur með örfáum orðum. Ég kynntist Guðnýju fyrir rúmum 25 árum þegar ég og Jóna Þórunn, yngsta dóttir hennar og Guðmundar, urðum vinkonur. Fljótlega upp úr því gerðist ég hálfgerður heimaln- ingur hjá þeim í Grundartanga- num. Guðný var ávallt þolin- mæðin uppmáluð gagnvart öllum uppátækjum okkar Jónu, hvort sem það var að snúa eldhúsinu á hvolf við bakstur eða vaka allar nætur þegar ég fékk að gista eða gramsa í skartgripunum hennar og kremum. Og ekki urðum við auðveldari byrði þegar við urð- um eldri, unglingaveikari en allt og óðum áfram í vitleysunni en alltaf var Guðný til staðar til að reyna að tala í okkur vitið. Guðný vissi meira en margur lærir á ævinni um vináttu og fjölskyldu og um hvað skiptir raunverulega máli í þessu lífi. Hún setti alltaf sitt fólk fram fyrir sjálfa sig og gaf sig alla í að hugsa um fjölskylduna sína og alla þá sem tengdust henni. Þrátt fyrir fjöldann, þrjár dætur og fjölda barnabarna, var alltaf pláss fyrir mig. Lagkakan henn- ar átti sér ekki hliðstæðu og eft- ir að ég hafði orð á því tók hún alltaf frá smá bút fyrir mig hver jól. Og jafnvel þessi síðustu jól þegar hún hafði ekki heilsu í að baka þá hugsaði hún um að ég fengi mitt og skikkaði Hildi dótt- ur sína til að gefa mér minn bút. Guðnýju var margt til lista lagt og var til að mynda alveg ein- stök prjónakona og á ég tvö prjónavesti eftir hana sem ég mun varðveita sem gersemar um ókomna tíð. Sumrin í Hvalseyjum voru ávallt yndisleg, þarna kom mað- ur, gleymdi tíð og tíma og lá í vellystingum. Guðný var alltaf á tánum að gæta þess að allir hefðu nóg og liði vel. Fyrst á fætur og síðust að sofa, hún var gestgjafi af guðs náð og það geta ófáir vinir hennar Jónu vottað, því alltaf voru allir velkomnir og ávallt var glatt á hjalla. Sjaldan heyrði ég í Guðnýju í síma en þó kom það fyrir og var hún ávallt hress og glaðvær og tilbúin til að ræða um daginn og veginn og spurði ólm frétta af manni. Það er erfitt að hugsa til þess að heyra ekki rödd hennar aftur og hlátur. Guðný var sterk kona, eins sterk og þær gerast, þrátt fyrir mótlæti í lífinu var aldrei að sjá að uppgjöf væri kostur. Jafnvel undir það síðasta þá barðist hún með sínu ljónshjarta við þessi erfiðu veikindi. Á gamlárskvöld fyrir tveimur árum bað Guðný mig um að lofa sér að passa upp á Jónu þegar hún færi því henni myndi líða betur með að vita það. Þetta lof- orð mun ég reyna eftir fremsta megni að efna. Ég vil votta Gumma, Jónu minni, Hildi og Siggu, mökum þeirra, börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð, missir ykk- ar er mikill og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Minningin um góða konu lifir. Bryndís Matthíasdóttir. Guðný Elín Vésteinsdóttir Það er með sorg í hjarta sem ég skrifa þessa grein. Við vorum kannski ekki búnir að þekkjast lengi en nógu lengi til að ég leit á þig sem einn minn besta vin. Þú varst ótrúlega hæfileikaríkur strákur, það var eins og þú gætir allt, leikið, samið lög, skrifað handrit og verið með uppistand. Við áttum ófáar stundirnar þar sem við hentum á milli okkar hugmyndum og hlógum eins og vitleysingar. Ég mun alltaf meta tímann sem við áttum saman og ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Það eru allir sam- mála um það sem þekktu þig að þú varst góður vinur og þú gladd- ir svo marga með þinni sérstöku kímnigáfu. Ég mun alltaf varð- veita minningarnar um að hafa starfað með þér, hugmyndaflug þitt var ótrúlegt og stundum öf- undaði ég þig af hversu frjór þú gast verið. Þú kvaddir þennan Haukur Heiðar Þorsteinsson ✝ Haukur HeiðarÞorsteinsson fæddist 8. ágúst 1986. Hann lést á heimili foreldra sinna 13. desember 2011. Útför Hauks Heiðars fór fram frá Hjallakirkju 22. desember 2011. heim alltof snemma vinur minn en ég vona að þú sért ein- hvers staðar núna þar sem þér líður vel og ert reytandi af þér brandarana. Hvíl í friði elsku Haukur minn. Þórhallur Þórhallsson. Við urðum þess heiðurs að- njótandi að fá að vera með Hauki H. Þorsteinssyni í Kvikmynda- skóla Íslands á árunum 2005 til 2007. Haukur var úrvalsnemandi sem aldrei gleymdi að þroska smekk sinn, með þátttöku í kvik- myndagerð og listskoðun. Hann hafði skarpar skoðanir, þótt stundum leyndi hann þeim vegna hlédrægni. Ljúfur í umgengni og á allan hátt efnilegur listaskóla- stúdent sem lauk prófi með sóma. Eftir útskrift var hann mun af- kastameiri í listsköpun en hann sjálfur gerði sér grein fyrir. Margt af því sem hann var að starfa með sínum félögum var og er mjög framsækin kvikmynda- gerð. Það er þyngra en tárum taki að svo efnilegur listamaður skuli falla frá svo ungur. Við vottum öllum aðstandend- um og vinum dýpstu samúð. Böðvar Bjarki Pétursson, Inga Rut Sigurðardóttir. Þá hefur hún tengdamóðir mín kvatt þennan heim. Með henni hefur horfið á braut sterkur persónuleiki sem einkenndist af ákveðni, áræðni, stefnufestu og einstæðum dugn- aði. Þessir eiginleikar gerðu henni kleift að ná langt á þeim sviðum sem henni voru hugleikin. Ekki þarf að rekja feril hennar sem afreksíþróttakonu en margt annað kanna að vera hulið þeim sem lítið þekktu til hennar. Það má segja að allt sem hún tók sér fyrir hendur hafi verið gert af einskærri alúð með miklu tilliti til smámuna og stakri einbeitingu. Ekkert var tilviljunum háð. Hannyrðir léku í höndunum á henni og geta allir afkomendur hennar státað af rúmteppum, dúkum og öðrum hekluðum list- munum. Karólína var mikill bók- menntaaðdáandi og las rit allra íslenskra höfunda af athygli og sönnum áhuga og kunni verkum þeirra góð skil. Hún var sann- Karólína Guðmundsdóttir ✝ Karólína Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1931. Hún lést föstudag- inn 16. desember sl. Karólína var jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 27. desember 2011. gjörn en á sama tíma hafði hún skýr- ar skoðanir á mönn- um og málefnum og lét þær óhrædd í ljós. Hún hafði stjórnmálalegan áhuga og hafði sam- félagslega kennd sem kom skýrt fram í skoðunum hennar. Barnabörn Karólínu þekktu hana sem hlýja og mjög eftirminnilega per- sónu og báru mikla virðingu fyrir henni. Íþróttir áttu hug Karólínu all- an og fylgdist hún náið með því sem var að gerast í þeim greinum sem hún hafði mestan áhuga á en var einnig vel heima í öðrum íþóttagreinum. Karólína var að mörgu leyti einfari og virtist líða vel með sjálfri sér. Sá sjúkdómur sem varð henni að aldurtila, heilabil- un, hefur að líkindum komið fram fyrr en hennar nánustu áttuðu sig á en samt má með sanni segja að sorgarferli okkar hafi verið hafið löngu fyrir andlát hennar. Ég kveð Karólínu tengdamóð- ur mína með söknuði og hlýjum tilfinningum. Minning hennar mun lengi hrærast í hjörtum þeirra sem hafa orðið þess að- njótandi að kynnast henni á lit- ríkum æviferli hennar. Haraldur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.