Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 11
í Copenhagen Fashion Week. Fatnaður frá Lúka verður sýndur á CPH Vision sem er sérstök sýning á völdum merkjum sem eiga að gefa mynd af því ferskasta í tískuheim- inum hverju sinni. Á þessa sýningu koma margir kaupendur og fjöl- miðlar og því mikilvægt fyrir hönn- uði að fá að sýna þar. „Þessi tískuvika hefur fest sig vel í sessi og margt gerst hjá Dön- unum síðastliðin tíu ár. Þeir kunna alveg að koma sér á kortið og þetta er líka góður stökkpallur fyrir önnur skandinavísk merki til að koma sér á framfæri,“ segir Brynhildur. Fylgihlutir hafa einnig verið hannaðir undir merkjum Lúka, bæði prjónuð hálsmen og skreyttar keðj- ur auk hárspanga og fleira. Brynhildur segir ullina vissu- lega hafa sótt á síðastliðin ár og fólk sé nú farið að nota hana á annan hátt en áður. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Umm ... beikonbragð! Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum, stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið! Kartöflugratín - alltaf ljúffengt – íslensk gæði eftir þínum smekk! N ýt t Í dag verða svokallaðir Framadagar háskólanna á milli klukkan 11-16 í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Í fyrra mættu um 2000 manns og í ár er reiknað með enn fleirum. Í tilkynningu segir að í ár verði viðburðurinn enn stærri en áður hefur verið og stefnir í glæsilegustu Framadaga sem haldnir hafa verið hér á landi. Á Framadögum háskólanna kynna 35 af fremstu fyrirtækjum landsins starfsemi sína, margir örfyrir- lestrar verða haldnir, árleg spurningakeppni á milli kennara Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík verður á sínum stað og gestum gefst kostur á að freista gæfunnar með því að snúa lukkuhjóli Framadaga. Stúdentasamtökin AIESEC standa að Framadögum og er þetta í 18. skipti sem þeir eru haldnir hér á landi. Framadagar eru ætlaðir háskólamenntuðum, útskrif- uðum sem og núverandi nemendum, þó að aðrir séu auðvitað einnig velkomnir. Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnst þeim fyrirtækjum sem koma og kannað sína möguleika varðandi sumarstörf, fram- tíðarstörf eða hvort í boði sé að vinna verkefni fyrir fyrirtækin. Einnig að fyrirtækin hafi möguleika á að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn. Eftirfarandi örfyrirlestrar verða á Framadögunum:  Atvinnulífið 2012: Orri Hauksson frá Samtökum iðnaðarins.  Á réttri hillu í lífi og starfi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent HÍ.  Að ná árangri í launaviðtalinu: Aðalsteinn Leifsson, lektor HR.  Hvernig á að landa draumastarfinu: Tryggvi F. Elínarson frá Netráðgjöf.  Að trúa á sjálfan sig: Ingrid Kuhlmann frá Þekkingarmiðlun.  Gerð ferilskrár: Gréta Matthíasdóttir frá Atvinnuþjónustu HR. Strætó á vegum Framadaganna mun ganga á milli Aðalbyggingar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík frá kl. 10:45-16:15 og verður í boði fyrir alla, þeim að kostnaðarlausu. Nánar: www.aiesec.is/framadagar Fremstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína Morgunblaðið/Golli Gaman Í fyrra var mikið fjör á Framadögum háskólanna eins og sjá má. Framadagar háskólanna Fyrsti kaffihúsahittingur Málbjargar í ár hefst í kvöld klukkan 20:30. Mál- björg er félag fyrir fólk sem stamar af öllum aldri og aðstandendur þeirra sem stama. Ætlunin er að hittast fyrsta miðvikudag í mánuði í vetur í óformlegu spjalli og er tilgangurinn með samkomunum að kynnast öðru fólki sem stamar, deila reynslu og hafa gagn og gaman hvert af öðru. Lífsgæði og sjálfsefling er ekki síst fólgið í því að kynnast fólki með svipaða reynslu og því vill félagið með þessu skapa vettvang fyrir fólk sem stamar til að koma saman. Allir þeir sem stama eru velkomnir, sem og aðstand- endur og annað áhugafólk um stam. Málbjörg, félag um stam, var stofnað árið 1991 en hl sérstaklega barna og að gera stam sýnilegra. Málbjörg er með síðu á Facebook þar sem nálgast má frekari upplýsingar. Félag fólks um stam Málbjargarfélagar hittast Konungur Kinǵs Speech segir frá Georg sjötta sem glímdi við stam. Hlýtt Ull hefur verið áberandi í fatn- aðinum frá Lúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.