Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 ✝ Sigrún Guðna-dóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1935. Hún andaðist að heimili sínu 22. janúar 2012. For- eldrar hennar voru Þórunn Jónína Meyvantsdóttir, f. 2. ágúst 1914, d. 11. ágúst 1981 og Guðni Sigurðsson, f. 31. janúar 1914, d. 24. október 1937 er hann tók út af togaranum Hilmi RE. Þórunn giftist síðar Halldóri Þórhallssyni, f. 18. september 1919, d. 9. febrúar 1978. Hall- dór gekk Sigrúnu í föðurstað. Systkini Sigrúnar, sammæðra, eru Þórhallur Páll, f. 26. júlí 1941, kvæntur Guðbjörgu Jóns- dóttur, María Elísabet Mey- vants, f. 3. október 1942, d. 23. október 1943. Már Elías Mey- vant, f. 22. nóvember 1945, kvæntur Jónu Geirnýju Jóns- dóttur. Lilja Hjördís, f. 7. maí 1951, gift Hafþóri Jónssyni. Sigurbjörn Frímann, f. 19. ágúst 1957, kvæntur Gunnhildi Arnardóttur. Þeirra börn eru: a) Daníel, f. 30. september 1991 og b) El- ísabet, f. 12. febrúar 1995. 5) Valgerður, f. 22. janúar 1968, hennar dóttir er Sigrún Mist Gunnarsdóttir, f. 29. apríl 1995. Faðir hennar er Gunnar Marel Einarsson. Sigrún ólst upp á Eiði á Sel- tjarnarnesi. Hún stundaði al- mennt gagnfræðanám auk þess sem hún sótti námskeið í Mynd- lista- og handíðaskólanum. Að námi loknu starfaði hún við al- menn verslunarstörf, lengst af hjá Silla og Valda. Árið 1957 flutti Sigrún með verðandi eig- inmanni sínum til Reyð- arfjarðar. Þar bjuggu þau fyrst í Dvergasteini, æskuheimili Vigfúsar en síðar í Johansen- húsi. Árið 1967 flutti fjöl- skyldan í Brekkugötu 4 þar sem hún bjó lengst af. Árið 1979 festu Vigfús og Sigrún kaup á húsinu Ártúni þar sem Sigrún stofnaði og rak versl- unina Fis allt þar til 1991 þegar þau hjónin fluttu til Egilsstaða þar sem Vigfús stýrði útibúi Landsbankans næstu árin. Árið 2000 fluttu Sigrún og Vigfús til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dauðadags, fyrst í Álftahól- um 8 en síðar að Sléttuvegi 23. Útför Sigrúnar verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag, 1. febrúar 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. Eftirlifandi eig- inmaður Sigrúnar er Vigfús Ólafsson, f. 11. júní 1938 á Reyðarfirði, sonur Valgerðar Vigfús- dóttur, f. 7. apríl 1898, d. 21. janúar 1954 og Ólafs Sig- urjónssonar, f. 31. júlí 1896, d. 3. nóv- ember 1980. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 21. október 1961. Sigrún og Vigfús eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ólafur, f. 24. ágúst 1959, kvæntur Mar- íu Önnu Clausen. Þeirra synir eru: a) Egill Daði, f. 1. október 1984, sambýliskona hans er Sif Sigþórsdóttir, b) Andri, f. 7. febrúar 1987 og c) Vigfús, f. 11. júlí 1996. 2) Guðni, f. 29. september 1961, d. 21. mars 1962. 3) Vigfús Már, f. 8. des- ember 1964, kvæntur Ingunni J. Sigurðardóttur. Þeirra dæt- ur eru: a) Hugrún Arna, f. 5. nóvember 1990 og b) Margrét Dögg, f. 12. janúar 1995. 4) Þórhallur, f. 11. mars 1966, kvæntur Þuríði Guðjónsdóttur. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. (Megas) Af og til í gegnum árin þegar hver ósköpin á fætur öðrum voru lögð á þig, elsku mamma mín, hef ég mátað þessa hugsun, „hvað ef hún fer núna“ en eytt henni jafn hratt og hún læddist að. Aldrei fór hún lengra en í kollinn. Aldrei í hjartað eins og ég þarf að fara með þessa vondu staðreynd núna. Þrátt fyrir allt sem á þig var lagt varstu þakklát fyrir svo margt. Þú varst þakklát fyrir fjölskylduna þína og þú varst svo stolt af öllum hópnum þínum. Svo oft talaðir þú um það hversu heppin við værum, fjölskyldan. Allir niðjar ykkar pabba hraustir og allir í svo góðum málum í líf- inu. Núna ber mér að vera þakklát. Það sem ég er fyrst og fremst þakklát fyrir, er að þú skulir hafa verið mamma mín. Þakklát fyrir hvað við fengum í raun að hafa þig lengi hérna. Þakklát fyrir hvernig þú fékkst að fara frá okk- ur. Þú kenndir mér líka að af og til þarf að hörfa ögn, leita vars og hvíla sig, en aldrei á að gefast upp. Það ætla ég að hafa að leið- arljósi, elskan mín. Með söknuð í hjarta kveð ég þig, þín elskandi dóttir, Valgerður. Á meðan myndin dofnar og ómurinn hljóðnar, koma þær upp í hugann ein af annarri, í smáum brotum; minningarnar. Brotin birtast smátt og smátt eins og lýsi viti í huganum sem varpar ljósi á orðin. Orðin falla eitt og eitt eins og regndropar á lygna tjörn sem draga hring um kjarna málsins. Og hringirnir víkka út eins og merking orðanna sem dýpkar með tímanum. Orðin sem koma upp í hugann tákna það sem í hjartanu býr. harm söknuð frið gleði þakklæti ást (VMV) Vigfús M. Vigfússon. Kveðja frá tengdadætrum Kynni okkar og Sigrúnar tengdamóður okkar spanna yfir þrjá áratugi og er nú stórt skarð hoggið í okkar líf. Sigrún var kona með stórt hjarta og alltaf tilbúin til að taka á móti fólki og umvefja hlýju og gestrisni. Ekki skipti máli hversu marga um var að ræða, alltaf var hægt að galdra fram dýrindis veislu með engum fyrirvara. Barnabörnunum var hún mjög kær og þótti þeim gaman að spjalla við hana, ekki var verra þegar hún tók í spil með þeim. Samskiptin jukust og efldust til muna þegar þau hjónin fluttu til Reykjavíkur frá Reyðarfirði árið 2000. Ekki skemmdi fyrir að þau settust að í sama hverfi og öll börnin og þeirra fjölskyldur bjuggu í. Það var notalegt og veitti barnabörnunum öryggis- kennd að vita af ömmu og afa í nágrenninu. Það fyllti þau hjónin stolti að öll átta barnabörnin fóru í gegnum sama grunnskólann, Hólabrekkuskóla. Sem dæmi um staðfestu og endalausa elsku til barnabarnanna er að þegar elsta barnabarnið fermdist spurði hún hann hvað hann vildi fá í ferming- argjöf frá ömmu og afa. Svarið kom fljótt, „Amma, ég vil að þú hættir að reykja“. Auðvitað fékk barnið það sem hann bað um og amma hætti að reykja árið sem hann fermdist. Sigrún var listfeng og bjó til marga fallega muni og bar heim- ili tengdaforeldra okkar þess glöggt merki. Perlusaumur, málun á postu- lín, silki og léreft, útskurður í tré, að ógleymdum tækifæriskortun- um sem hún útbjó með margvís- legum aðferðum, eru bara örfá dæmi um hluti sem urðu til í hennar höndum um ævina. Það er ótrúlegt að þetta sé veruleiki, að hún sé ekki lengur hjá okkur því alltaf tókst henni að standa upp úr þeim veikindum sem hún glímdi við í gegnum lífið. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þessa kjarna- konu en um leið þökkum fyrir að fá að hafa kynnst henni og átt með henni öll þessi ár, þau eru mikill fjársjóður minninga sem verða vel varðveittar. María, Ingunn (Inga) og Þuríður. Amma okkar var yndisleg manneskja. Hún var alltaf góð við okkur og það var alltaf til eitt- hvað gott í skápunum þegar mað- ur kom í heimsókn til hennar og afa, eins og til dæmis skonsur, sírópslengjur og súkkulaðikoss- ar. Einnig bakaði hún bestu pönnukökur í heiminum. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og fá hana til að spila við okkur, hún var alltaf til í það. Við munum þegar þau bjuggu á Reyðarfirði og við komum í heimsókn til þeirra, þá stóðu hún og afi alltaf fyrir utan húsið og biðu eftir okkur, enda voru þau örugglega jafnspennt að sjá okk- ur og við að sjá þau. Þegar þau fluttu í bæinn var gott að hafa hana heima í þarnæsta húsi ef maður var læstur úti eða langaði í eitthvað gott í gogginn. Það var þó oft erfitt að ná í hana þegar maður vildi koma í heimsókn því hún var alltaf í símanum, enda átti hún marga góða vini og kunn- ingja sem hringdu oft í hana. Hún var einnig dugleg við að búa til hluti úr perlum, t.d. kjóla á dúkk- ur, og föndra hina ótrúlegustu hluti, eins og jólakort. Elsku amma okkar, við sökn- um þín mjög mikið og munum aldrei gleyma þér. Hugrún Arna og Margrét Dögg. Í dag er til moldar borin okkar ástkæra systir og mágkona Sig- rún Guðnadóttir. Föður Sigrún- ar, Guðna Sigurðsson, tók út af Hilmi RE-240 hinn 24. október 1937. Móðir okkar, Þórunn J. Meyvantsdóttir, kynntist eigin- manni sínum, Halldóri Þórhalls- syni, árið 1939, hann tók Sigrúnu sem sinni eigin dóttur og þannig ólumst við systkinin upp við ást og kærleik. Okkar glöðu upp- vaxtarár voru á Eiði 2, Seltjarn- arnesi, sem á þeim tíma tilheyrði Reykjavík og var sveit í vaxandi borg. Systkinahópurinn sem samanstóð af fimm börnum var afar samheldinn þótt aldursmun- ur væri talsverður. Glens, gaman og ef til vill smáhrekkir í góðu, einkenndu samband okkar og þar var pabbi oftar en ekki virkur þátttakandi. Gæfan bankaði á dyr hjá Sig- rúnu árið 1954 þegar hún hitti verðandi eiginmann sinn, öðling- inn Vigfús Ólafsson frá Reyðar- firði sem stundaði nám í bifvéla- virkjun. Hinn 18. september árið 1957 flytjast þau til Reyðarfjarð- ar. Þau giftu sig árið 1961 og alls urðu börn þeirra 5 að tölu, þar af einn drengur sem þau misstu 6 mánaða gamlan. Eftir nokkurra ára búsetu á Reyðarfirði byggðu þau fallega húsið sitt á Brekku- götu 4. Við systkinin, makar okk- ar og börn fengum svo sannar- lega að njóta þess þegar við lögðumst í heimsóknir. Ávallt var nóg húsrými, sama hve mörg við vorum. Morgun- hádegis- og kvöldverður var framreiddur hvern dag og ekki má gleyma síð- degiskaffinu með óteljandi teg- undum af bakkelsi. Enda spurðu börnin okkar „sefur hún Sigrún aldrei“ því ávallt var hún fyrst á fætur og síðust í rúmið. Í gegnum tíðina skóp hún ein- stök listaverk í postulínsmálun, úr perlum, í hekli og mörgu fleiru. Sigrún og Vigfús stofnuðu og ráku verslunina Fis um árabil. Sigrún annaðist verslunina, en Vigfús starfaði sem útibússtjóri í Landsbankanum. Árið 1991 flytj- ast þau hjón til Egilsstaða þar sem Vigfús tók við stöðu útibús- stjóra þar og síðan aftur til Reyð- arfjarðar 1996. Til Reykjavíkur fluttust þau árið 2000, en þar voru öll börn þeirra búsett með sínum fjölskyldum. Fyrst bjuggu þau í Álftahólum og síðan á Sléttuvegi 23. Þegar á leið tók heilsu systur okkar að hraka en ávallt bar hún sig betur en efni stóðu til. Er frá leið gat hún vart dulið hvað hún var mikið veik. En með stuðningi síns frábæra eiginmanns og barna átti hún góða daga. Fyrir liðlega hálfum mánuði fékk hún áfall og var lögð á spítala. Þaðan fékk hún leyfi til að dvelja heima yfir helgi. Þar andaðist okkar yndislega systir við hlið síns elsk- aða eiginmanns. Það að hafa eignast Sigrúnu fyrir systur og mágkonu gerir okkur öll mun rík- ari en ella og perlufesti minning- anna verður litríkari vegna fölskvalausrar vináttu hennar. Hún hafði stórt hjarta, mikla reisn og miðlaði ávallt því besta sem hún átti. Fyrir það þökkum við og einstaka samfylgd og kær- leika allan. Kæru vinir Vigfús, Ólafur, Vigfús Már, Þórhallur, Valgerð- Sigrún Guðnadóttir Okkar ástkæra KATRÍN VILHELMSDÓTTIR, Flúðaseli 32, Reykjavík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 26. janúar. Minningarathöfn verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á stuðningsfélagið Kraft. Snorri B. Arnar, Inga Björk Ingólfsdóttir, Vilhelm Arthúrsson, Kristjana Vilhelmsdóttir, Bryndís Gylfadóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Haukur Eiríksson, Jóhann Bjarki Hauksson, Kristján Örn Hauksson, María S. Arnar, Birgir Arnar, Ester María Ragnhildardóttir, Ottó B. Arnar, Ottó Bjarki Arnar. ✝ Okkar ástkæri STEINÞÓR HAUKUR ODDSSON, Ránargötu 21, Akureyri, lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Gréta Kolbrún Guðvarðardóttir, Harpa Þorbjörg Jónsdóttir, Guðjón Eiríksson, Hallur Þeyr Reykdal, Kirsten Reykdal, Oddur Stefán Steinþórsson, Medha Ilana Sector, Guðvarður Steinþórsson, Saichon Khlaiphut, Henning Storm Jakobsen, Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir, Rúnar Ingvi Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, VALGEIR ÓLAFUR HELGASON, Reykjanesvegi 12, Njarðvík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 27. janúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 14.00. Júlíus H. Valgeirsson, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir, Sigfús R. Eysteinsson, Leifur Gunnlaugsson, Erla Valgeirsdóttir, Guðni Grétarsson, Einar Valgeirsson, Unnur M. Magnadóttir, Susan A. Wilson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR, Sléttahrauni 30, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Björk Einarsdóttir, Gísli Þ. Einarsson, Sóldögg Hafliðadóttir, Jonatan Hertel og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR THORLACIUS frá Moldhaugum, lést á dvalarheiminu Hlíð mánudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþór Jón Þorsteinsson, Guðlaug H. Jónsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Þröstur Þorsteinsson, Saard Wijannarong, Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir, Bjarni Rafn Ingvason, Eygló Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Jón Helgason, Margrét Harpa Þorsteinsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Ása Björk Þorsteinsdóttir, Kristþór Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR fyrrverandi alþingismaður, varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn 29. janúar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Anna Kristín Ólafsdóttir, Hjörleifur B. Kvaran, Ingvi Steinar Ólafsson, Sigrún Guðný Markúsdóttir, Atli Ragnar Ólafsson, Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Hallgrímur Tómas Ragnarsson, Anna Haraldsdóttir, Lísa Margrét, Eysteinn, Bjarki, Anika Embla, Salvör Íva, Auður Ísold og Katrín Rán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.