Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Það var margt varðandiStríðsyfirlýsinguna semvakti athygli undirritaðsáður en stigið var inn í bíósalinn. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes klöppuðu áhorfendur stanslaust í 20 mínútur að lokinni sýningu og var myndin valin sú besta þar í landi á síðastliðnu ári. Myndin var einnig framlag Frakka til Óskarsverðlaunanna en komst ekki í gegnum niðurskurð. Myndinni er leikstýrt af Valérie Donzelli en hún og maki hennar, Jérémie Elkaïm, skrifuðu hand- ritið saman. Stríðsyfirlýsingin er aðeins önnur mynd í fullri lengd sem Donzelli leikstýrir en hún og Elkaïm eru bæði þekktir leikarar í heimalandi sínu. Myndin er byggð á sögu höf- undanna sjálfra en þau skötuhjú eignuðust barn fyrir ekki löngu. Kvikmyndin fjallar einmitt um Ro- méo (Elkaïm) og Juliett (Donzelli), ungt par sem þarf að takast á við þann harmleik að sonur þeirra greinist með illkynja heilaæxli. Myndin er sögð í réttri tímaröð ef litið er framhjá upphafsatriði hennar. Myndin kemur svolítið á óvart hvað varðar aðferðir við framsetningu sögunnar og fram- andleikaáhrif ýmissa atriða gera áhorfandann meðvitaðan um stöðu sína sem áhorfandi í annars mjög raunsærri mynd. Í miðri mynd er til að mynda söngatriði þar sem Juliett syngur angurvært lag og móðukennt andlit Roméos birtist á skjánum og syngur með henni. At- riðið er eins og versta tónlistar- myndband frá áttunda áratugnum og hefur eflaust farið fyrir brjóst- ið á einhverjum. Þó svo söngatriði veki almennt ekki mikla lukku hjá undirrituðum þá léttir þetta hall- ærislega atriði þungan andann og gerir manni auðveldara að með- taka myndina. Hljóðvinnsla mynd- arinnar er einnig áhugaverð en hljóðbrýr eru óspart notaðar auk þess sem sögumannsrödd fær að njóta sín. Einnig er vert að gefa gaum að tónlist myndarinnar. Bæði Donzelli og Elkaïm eru virkilega sannfærandi í hlut- verkum sínum og fá fullt hús stiga fyrir leik sinn. Það sem er þó hvað best við myndina er hvað hún end- urspeglar raunveruleikann vel. Þeim svarthvíta heimi sem margir kvikmyndagerðarmenn gera sig seka um þar sem einum of skýr greinarmunur er á góðu og illu, hvað sé rétt og hvað sé rangt og að sögur geti eingöngu endað vel eða illa er þarna rutt til hliðar. At- burðir raunveruleikans eru flókn- ari en svo að þeir endi annaðhvort í fullkominni gleði eða fullkomnum harmleik og tekst þeim skötuhjú- um vel að fanga það. Átakanleg skemmtun Stríðsyfirlýsing „Bæði Donzelli og Elkaïm eru virkilega sannfærandi í hlutverkum sínum og fá fullt hús stiga fyrir leik sinn,“ segir m.a. í dómnum. Háskólabíó: Frönsk kvikmyndahátíð Stríðsyfirlýsing (La guerre est déclarée)bbbb m Leikstjórn: Valérie Donzelli. Handrit: Va- lérie Donzelli og Jérémie Elkaïm. Aðal- hlutverk: Valérie Donzelli og Jérémie Elkaïm. 100 mín. Frakkland, 2011. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nýjasta plata Vals Heiðars Sævars- sonar, Íslenska konan, er fyrsta sólóplata söngvarans sem áður hef- ur gefið út sex plötur með fyrrver- andi hljómsveit sinni Buttercup. Plötuna, sem er af rólegra taginu, vann Valur með píanóleikaranum Stefáni Henrýssyni. „Þótt ég hafi staðið einn í þessu að mestu þá hjálpaði Stefán mér mikið við að út- setja lögin í þennan lágstemmda gír. Það er allt öðruvísi að standa einn í útgáfu og þurfa að taka allar ákvarðanir sjálfur og geta ekki treyst á hljómsveitarmeðlimi eins og þegar ég stóð í því að gefa út plötur með Buttercup,“ segir Valur spurður um fyrstu sólóplötu sína. Platan hefur verið í tvö ár í smíð- um en hugmyndina fékk Valur eftir að hafa sungið lagið Íslenska konan í jarðarför ömmu sinnar. „Í raun og veru var þetta þannig að ég hef ver- ið lengi á leiðinni að gera sólóplötu og hef átt smá lager af lögum. Það var hins vegar eftir að ég söng lagið Íslenska konan í jarðarför ömmu að mér datt í hug að gefa út þessa þemaplötu og tileinka hana íslensku konunni, alþýðuhetjunni.“ Syngur á meðan aðrir fara í golf „Söngurinn hefur mér ávallt verið kær og á meðan aðrir fara í golf eða aðra tómstundaiðju þá eyði ég mín- um tíma við tónlistina sem er mitt hobbí.“ Valur segir tónlistina ein- ungis vera sér til skemmtunar í dag en hann treysti ekki lengur á hana sem tekjulind. „Ég hætti að treysta á tónlistina sem tekju- lind eftir að ég hætti á sveitaballarúntinum með Buttercup. Þá var ég líka búinn að fá nóg af bröltinu sem fylgir íslenska túrnum. Hann getur verið mjög þreytandi til lengdar. Nýja platan mín er því einungis hugsuð sem áhugamál og mér var mest í mun að hún myndi standa undir sér sem hún hefur gert og þá er það fyrir öllu.“ Sólóplatan og tónleikar Valur stundaði nám í söngskól- annum CVI í Danmörku áður en hann gaf út plötuna og segir að þar hafi hann fengið hugmyndina að því að útfæra plötuna á þennan rólega og lágstemmda hátt. „Ég var að spila mikið á píanó og syngja með í náminu og síðan söng ég nokkur lög þarna úti sem mér fannst að gæti verið gaman að útfæra á íslensku og hafa á plötunni. Síðan settist ég líka niður og samdi nokkur lög. Þetta urðu allt í allt 16 lög og ég valdi svo þessi 11 sem eru á disknum.“ Valur stefnir á að halda útgáfu- tónleika 4. apríl í Rósenberg ásamt völdum hópi tónlistarmanna. „Ég stefni nú ekki á tónleika víða og er ekkert að stressa mig yfir þessum útgáfutónleikum enda úrval tónlist- armanna með mér þar. Þeir sem verða með mér eru þeir Stefán Hen- rýsson píanóleikari, Jens Hansson saxafónleikari og Davíð Þór Hlina- son gítarleikari.“ Íslenska kona Vals Heiðars  Fyrrverandi Buttercup-meðlimurinn Valur Heiðar gefur út sína fyrstu sóló- plötu  Fékk hugmynd að plötunni eftir að hafa sungið í jarðarför ömmu sinnar Valur „Söngurinn hefur mér ávallt verið kær og á meðan aðrir fara í golf eða aðra tómstundaiðju þá eyði ég mínum tíma við tónlistina sem er mitt hobbí.“ Á fimmtudagskvöld er öllum þeim, sem tóku sig í gegn eftir jólin og ákváðu að „detoxa“, boðið að koma á Kaffibarinn og „retoxa“. Hið ár- lega retox-partí hefst kl. 21 og er sagt vera fyrir alla sem detoxuðu í janúar, í litlum eða miklum mæli, og auðvitað fyrir Alla líka. Plötusnúðarnir Karíus og Baktus munu þeyta skífum og sjá um að halda uppi fjörinu á meðan fólkið bætir upp fyrir yfirgengilega heil- brigðan lífsstíl í nýliðnum janúar- mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Kaffibarinn Retox-partí á fimmtudag. Öllum boðið í ár- legt retox-partí á Kaffibarnum Samningur um þriðju þáttaröðina af gamanþættinum Hæ Gosi! var undirritaður um borð í túnfisk- bátnum Húna II um helgina á milli SkjásEins og Zetafilm sem fram- leiðir þættina. Húni II var í höfninni á Akureyri en það þótti viðeigandi að undirrita samninginn í höfuðstað Norður- lands þar sem bærinn leikur stórt hlutverk í þáttunum. Leikkonan og uppistandarinn Anna Svava Knútsdóttir bættist ný- verið í hóp handritshöfunda og ku handritið að þriðju þáttaröðinni vera vel á veg komið. Samið Um borð í túnfiskbátnum Húna II. Samið um Hæ Gosa! í túnfisk- bátnum Húna II Góðri skemmtun er heitið á Café Amor á Akureyri á föstudaginn þegar hljómsveitin Úlfur Úlfur, sem nýverið gaf út plötuna Föstu- dagurinn langi, og Emmsjé Gauti troða þar upp. Á fésbókarsíðu viðburðarins seg- ir að Úlfur Úlfur sé glænýtt band sem hafi á furðuskömmum tíma eignast mikinn fjölda aðdáenda. „Með fallegu undirspili og úthugs- uðum textapælingum munu Úlf- arnir fá þig til að dansa þangað til laugardagsmorgunn kemur í heim- sókn.“ Greinilega viðburður sem enginn fyrir norðan má missa af. Morgunblaðið/Ernir Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti á Café Amor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.