Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 öðrum konum með PIP-púða að þær vilji allar fá nýja púða inn í sömu að- gerð og hinir eru teknir út. Eins og kemur fram hér að ofan býst konan við að fara á einkastofu til að láta fjarlægja púðana og fá nýja í staðinn þar sem það verður líklega ekki í boði á Landspítalanum. Hún segir að það muni kosta sig á bilinu 500.000 til 650.000 kr. Það var í lok síðasta árs sem kom í ljós að PIP-púðarnir, sem voru fram- leiddir í Frakklandi, innihéldu ólöglegt iðnaðarsílikon og tíðni leka í þeim væri hærri en í sílikonpúðum annarra gerða. Konan segir að sér sé búið að líða öm- urlega síðan það kom í ljós. „Ekki bætti það úr skák þegar það kom í ljós fyrir viku að annar púðinn var sprunginn og sílikonið komið í vefi. Svo þarf ég að bíða núna eftir að komast í aðgerð en ég vil fá þetta fjarlægt sem fyrst.“ PIP-púðar erta meira en aðrir Lýtalæknir sem Morgunblaðið ræddi við segir að aðgerðin að fjar- lægja sprungna sílikonpúða sé yfirleitt flóknari en að fjarlægja ósprungna púða. „Það myndast alltaf örvefur í kringum aðskotahluti í líkamanum og ef púðinn er sprunginn og það eru bólg- ur eða annað er reynt að taka þann hluta líka.“ Hann segir yfirleitt hægt að setja nýja púða inn um leið og þeir eldri eru teknir út en það sé metið í hvert skipti. „Ef það er bólga og mikil örvefj- armyndun getur maður ákveðið að setja ekki nýja púða inn í það skiptið heldur velji að láta það bíða. Það er metið í hvert skipti.“ Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri eftirlits og gæða hjá Landlæknisemb- ættinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að konurnar gætu ekki fengið nýja púða um leið og PIP-púðarnir yrðu fjarlægðir. Ekki væri talið óhætt að setja strax nýja púða þar sem þeir leku gætu hafa ert vefi í líkama kvennanna. „Læknisfræðilegt mat bendir til þess að þessir leku púðar erti meira en aðrir og því er alls ekki ráðlegt að setja nýja púða strax. Konurnar verða að bíða á milli aðgerða, ef þær kjósa að fá nýja púða.“ Ekki óhætt að fá nýja púða strax Reuters Sprunginn Ónýtur PIP-brjóstapúði sem hefur verið fjarlægður úr konu. Búast má við að fjöldi sprunginna PIP- púða verði fjarlægður úr konum hér á landi á Landspítalanum á næstu mánuðum.  Kona með sprunginn PIP-brjóstapúða vill fá nýja púða setta inn í sömu aðgerð og hinir verða fjar- lægðir  Ekki talið óhætt að setja strax nýja púða þar sem þeir leku gætu hafa ert vefi í líkamanum BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég ætla að reyna að fá þetta gert í sömu aðgerðinni og fer því líklega á einkastofu. Ég er ekki tilbúin til að fara í tvær aðgerðir,“ segir kona sem er með brjóstasílikonpúða af gerðinni Poly Implant Prothese (PIP). Íslensk stjórnvöld ákváðu í vikunni að bjóða öllum þeim konum sem hafa fengið ígrædda PIP-brjóstapúða hér á landi að nema þá á brott konunum að kostn- aðarlausu. Brottnámsaðgerðirnar verða gerðar á Landspítalanum á næstu sex mánuðum og konurnar hafa ekki kost á að láta setja nýja púða inn í sömu aðgerð. „Ég er mjög ósátt við að fá ekki að greiða fyrir að nýir púðar verði settir inn í sömu aðgerð, það þýð- ir tvöfalda svæfingu og tvöfalt vinnu- tap ef maður velur ekki að fara á einkastofu,“ segir konan. Hún fór í ómskoðun á Leitarstöð krabbameinsfélagsins í síðustu viku. Kom þá í ljós að púðinn í öðru brjósti hennar er sprunginn og sílikonið farið að leka út í nærliggjandi vefi. „Ég fór í brjóstastækkun 2007 og þessi sprungni púði virðist vera farinn að leka fyrir löngu. Ég fór að finna fyrir einkennum og breytingum á brjóstum fyrir tveimur og hálfu ári. Sílikonið er komið í vefi í kring og þarf því að skafa og laga til þegar púðinn verður fjar- lægður.“ Öllum konum með PIP-púða er boð- ið upp á ómskoðun hjá Leitarstöð krabbameinsfélagsins. Búið er að óm- skoða 41 konu af þeim 400 sem eru með PIP-púða og eru 34 með leka púða. Samsvarar fjöldinn því að rúm- lega 80% kvennanna séu með leka púða en gert hafði verið ráð fyrir að hlutfallið yrði 1-7%. Hefur liðið ömurlega Konan á tíma hjá lýtalækni á Land- spítalanum í dag og ætlar þá að ræða stöðu mála við hann. Það kemur ekk- ert annað til greina hjá henni en að fá nýja púða og hún segist hafa heyrt á Reykjavíkurborg ber að greiða Frjálslynda flokknum 6,7 milljónir, auk vaxta, vegna vangoldins fjárframlags til flokksins á meðan hann átti fulltrúa í borgarstjórn. Hluti lögboðins framlags borgarinnar hafði verið greiddur beint inn á reikning Borgarmálafélags F-listans í Reykjavík sem Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgar- stjóri, hafði umráð yfir. Reykjavíkurborg greiðir lögbundið fjárframlag sam- kvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og fram- bjóðenda. Ólafur F. Magnússon sótti um framlagið í maí 2006. Í umsókninni kemur fram að framboðslistinn sé borinn fram af Frjálslynda flokknum. Borgin greiddi flokknum 2,8 milljónir í febrúar 2007. Ágreiningur kom síðan upp milli Frjálslynda flokksins og Ólafs sem leiddi til þess að hann sagði skilið við flokk- inn. Í júní 2008 greiddi borgin tæplega 3,4 milljónir inn á bankareikning Borgarmálafélags F-listans sem Ólafur hafi umráð yfir. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi kraf- ist þess að fá umrædd framlög til sín og höfðaði að lokum mál til að fá kröfuna viðurkennda. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til laganna og sagt að með orðinu stjórnmálasamtökum sé átt við flokka eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Al- þingis eða sveitarstjórna. „Einstakir framboðslistar eða frambjóðendur, sem stjórnmálasamtök hafa boðið fram við sveitarstjórnarkosningar, eiga ekki tilkall til þessa fjárframlags.“ Í dómnum er bent á að þegar seinni greiðslan var greidd, sem um er deilt í þessu máli, hafi Ólafur gegnt stöðu borgarstjóra. „Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu mátti honum vera ljóst að stefnandi, sem var rétthafi fjárframlagsins, [Frjálslyndi flokkur- inn] æskti þess að framlagið yrði greitt inn á tiltekinn reikning í eigu stefnanda. Í ljósi þeirrar stöðu sem rétt- argæslustefndi Ólafur gegndi hjá stefndu telur dómur- inn hana ekki geta borið því við að hafa verið grandlaus um að hann skorti heimild rétthafa greiðslunnar til að ákveða hvert henni yrði ráðstafað.“ „Þessi dómur kemur mér ekki á óvart,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann gagn- rýnir borgaryfirvöld harðlega og bendir á að innanríkis- ráðuneytið hafi hvatt þau til að halda málinu fyrir utan dómstóla. Sigurjón segir að milljónirnar sjö fari í að greiða reikninga en muni eflaust einnig nýtast í komandi kosn- ingabaráttu. Frjálslyndi flokkurinn hyggur á samstarf við nokkrar aðrar hreyfingar um framboð. Ber að greiða styrkina til Frjálslynda flokksins  Frjálslyndi flokkurinn fær peninga til að greiða reikninga Morgunblaðið/Kristinn F-listinn Ólafur Magnússon var borgarfulltrúi Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík og borgarstjóri um tíma. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að það séu tvær forsendur fyrir því að Landspítalinn muni ekki setja nýja púða inn í staðinn fyrir PIP-púðana sem verða fjarlægðir. „Önnur er sú að ef púðarnir eru lekir getur verið mikil bólga og erting í kringum þetta svo það er faglegt mat lækna að það eigi ekki að setja púða inn í sömu aðgerð, það þarf að hvíla brjóstið. Hitt er að Landspítalinn hefur ekki verið í því að gera fegrunar- aðgerðir. Þetta er mikið meira en að setja púðana inn, það þarf að fylgja þessu eftir og laga ef eitthvað kemur upp á. Við erum ekki í því að gera fegrunaraðgerðir og þær falla ekki undir opinbera heilbrigðiskerfið. Við vor- um beðin um það af landlækni og velferðarráðuneytinu að fjarlægja púðana en við förum ekki út í fleira.“ Þrír læknar munu sjá um að fjarlægja PIP-púðana úr konunum og segir Björn engan þeirra hafa hagsmuna að gæta í þessum efnum. „Tveir vinna eingöngu á Landspítalanum, þeir voru með stofur áður en buðu þá ekki upp á brjóstaaðgerðir. Síðan er læknir sem vinnur í 60% stöðu hjá okkur en er líka með sjálfstæðan rekstur en mun ekki taka að sér mál þessara kvenna á sinni sjálfstæðu stofu, hvorki mat né aðgerðir.“ Brottnámsaðgerðirnar á að fram- kvæma á næstu sex mánuðum og þær eiga ekki að raska biðlistum á spítalanum. Björn segir að aðgerð- irnar verði unnar um helgar að mestu leyti og kallað út aukafólk vegna þeirra. Komið hefur fram að áætlaður kostnaður ríkisins vegna þessara aðgerða er á bilinu 90 til 150 milljónir króna. „Þetta er mikið meira en að setja púðana inn“ FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS Björn Zoëga „Ég er þokkalega bjartsýnn á að þetta takist, þó það sjái ekki fyrir endann á þessu núna en það byggist á því að það verði mikil samstaða um að fara í gjaldeyrisútboðið,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka lífeyrissjóða, eftir fund í fjármála- ráðuneytinu í gær. Eins og fram hefur komið hefur verið leitað leiða til að fjármagna hlut lífeyrissjóðanna í vaxtaniður- greiðslum í fyrra og í ár, árið 2012. Verði gengið frá samkomulagi hefur ríkisstjórnin lofað að falla frá skatt- lagningu á eignir lífeyrissjóðanna, sem var samþykkt á Alþingi fyrir jól. Stjórnir um 30 lífeyrissjóða hafa fundað um hvort sjóðirnir eigi að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Ís- lands í þessum mánuði og síðar á árinu, með því að selja erlendar eign- ir og kaupa aflandskrónur. Arnar segir fyrsta skrefið að tryggja þátttöku lífeyrissjóðanna. Þeir hefðu vonast til að ná þessu fyrr en stjórnir sjóðanna hefðu verið að funda undanfarna daga og þetta tæki tíma. Aðspurður segir hann nokkra sjóði eiga eftir að svara en ekki marga. Eðlilega þyrftu sjóðsstjórn- irnar að fjalla um hvort þær væru til- búnar til að ganga í slíkt útboð. Þegar spurt er hvort nýbirt skýrsla um lífeyrissjóðina hafi þar áhrif seg- ir Arnar að það sem fyrst og fremst geti haft áhrif í svona máli sé það að erlendar eignir sjóðanna eru taldar vera núna um 24%. Menn vilji hafa áhættudreifinguna mjög mikla og vilji þar af leiðandi kannski ekki raska mikið þeirri stöðu. Arnar reiknaði með að fundum yrði haldið áfram á morgun, föstu- dag og þá yrði niðurstöðu að vænta. „Við teljum að á föstudaginn, sjáum við fyrir endann á því hvort okkur er að takast þetta,“ segir Arn- ar. sigrunrosa@mbl.is Beðið svara um gjaldeyrisútboð  Lífeyrissjóðir funda um þátttöku Morgunblaðið/Valdís Thor Hús Samþykkt var sérstök vaxta- niðurgreiðsla 2011 og 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.