Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Þótt við höfum popp- að okkur dálítið upp er samt heilmikið þungarokk í þessu ennþá 36 » Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst mjög spennandi að leika í Eldborg enda er þetta einstaklega fallegur salur og hljómburðurinn lof- ar góðu, þótt auðvitað sé ekki hægt að meta hann til fulls fyrr en áhorf- endur mæta því nærvera þeirra breytir öllu,“ segir Hilary Hahn fiðluleikari sem verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í kvöld kl. 19.30. Hahn lék síð- ast með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrra við góðar undirtektir og lét þá þegar í ljós ósk sína að koma aftur til landsins og leika í Hörpu. „Ég man hvað allir voru spenntir fyrir nýja tónlistarhúsinu,“ rifjar Hahn upp og tekur fram að sér finn- ist sérlega gaman að vinna með Sin- fóníuhljómsveit Íslands þar sem greinilegt sé að sköpunargleði hljóð- færaleikaranna ráði ríkjum sem skili sér í líflegri tónsköpun. Á tónleikunum í kvöld leikur Hahn fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr eftir W.A. Mozart. Spurð um fyrstu kynni sín af verkinu segist Hahn ekki muna hve- nær hún lék verkið fyrst, þótt senni- lega hafi það verið snemma á tán- ingsaldri. „Ég hef heldur ekki leikið verkið í nokkur ár, þar til ég lék það í Berlín fyrir rúmri viku. Ég er því að koma nokkuð fersk að því aftur. Það gefur mér raunar tækifæri á að end- uruppgötva verkið,“ segir Hahn og bendir á að eðlilega breytist túlkunin með tímanum þegar verk fái að gerj- ast með flytjandanum. „Ég reyni aldrei meðvitað að leika verk eins og ég lék það síðast heldur leyfi ég tón- listinni að leiða mig áfram í túlkun- inni sem breytist og mótast með tím- anum. Einfaldlega góð tónlist Það sem heillar mig sérlega við þetta verk er hversu hugvitssamlega það er samið og formgerðin á því spennandi. Að mínu mati er þetta fiðluverk einstakt af hendi Mozarts, því það býr yfir eiginleikum sem yfir- leitt frekar einkenna óperur hans,“ segir Hahn og tekur fram að sér finnist alltaf sérlega ánægjulegt að leika Mozart. „Ég hef tekið eftir því að tónlistar- fólk, hvort heldur er einleikarar eða heilu hljómsveitirnar, kemst nær undantekningarlaust í gott skap og líður vel þegar það leikur tónlist Mozarts. Auðvitað er tónlistin falleg, en það er ekki bara það. Hún veitir mikla fullnægju. Hún er einstaklega frjó, innihaldsrík og býr yfir tærleika sem er endurnærandi og skemmti- legur,“ segir Hahn og bætir jafn- harðan við: „Þótt tónlist sé skemmti- leg þýðir það samt ekki að meta eigi hana sem léttvæga. Langt í frá. Sumir reyna reyndar að skilgreina tónlist Mozarts um of og setja hana í tiltekinn bás. Að mínu mati þjónar það ekki tónlistinni, því hún talar með ólíkum hætti til áheyrenda og á þeirra forsendum. Í mínum huga er þetta einfaldlega góð tónlist.“ Hugvitssamlega samið og með spennnandi formgerð  Hilary Hahn leikur fiðlukonsert eftir Mozart í Hörpu Ljósmynd/Peter Miller Gleði „Ég hef tekið eftir því að tónlistarfólk kemst nær undantekningar- laust í gott skap þegar það leikur tónlist Mozarts,“ segir Hilary Hahn. Jón Gnarr, borg- arstjóri Reykja- víkur, setur Vetr- arhátíð í Reykja- vík á Skólavörðu- holti í kvöld kl. 19.30. Ríflega 300 viðburðir eru í boði á hátíðinni sem stendur fram á sunnudag. Dag- skrá hátíðarinnar er að finna á vetrarhatid.is, en hér er stiklað á stóru með viðburði kvölds- ins:  Kl. 10.00 Innsetningin Pharos eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur – ljósglærur streyma úr turni Frí- kirkjunnar og lýsa vegfarendum dag og nótt í þrjá daga. Ljósameistari er Jóhann Bjarni Pálmason.  Kl. 19.30 Jón Gnarr borgar- stjóri setur Vetrarhátíð í Reykjavík 2012 á Skólavörðuholti kl. 19:30. Að því loknu birtist opnunarverk hátíð- arinnar eftir Marcos Zotes sem um- breytir Hallgrímskirkju í upplifun ljóss, lita og hreyfingar.  Kl. 20.00 Elva Hreiðarsdóttir opnar sýningu á grafíkverkum unn- um með blandaðri tækni í Herberg- inu, sýningarsal Kirsuberjatrésins.  Kl. 20.00 Listvinafélag Hall- grímskirkju býður gestum að upp- lifa Klais-orgelið á stuttum tón- leikum. Einnig verður boðið upp á tónlistargjörning Sverris Guðjóns- sonar og Matthíasar Waage á sýn- ingu Sverris og Elínar Eddu Árna- dóttur, Credo, í Hallgrímskirkjunni.  Kl. 20.30 Skyggnst verður í skuggalegri hluta menningararfs þjóðarinnar í Norræna húsinu.  Kl. 20:30 Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju flytja þjóðlög og önnur verk íslenskra tón- skálda í Norræna húsinu. Að auki verður lesið úr þjóðsögum. Stjórn- andi er Egill Gunnarsson og með- leikari Friðrik Vignir Stefánsson.  Kl. 20.30 Óp-hópurinn fléttar atriði úr óperuheiminum inn í ólíkar aðstæður á tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Kl. 21:00 Egill Ólafsson syngur dægurlög með djasstríói í Iðnó. Vetrar- hátíð sett Jón Gnarr borgarstjóri Sýning á ljósmyndum eftir Sigurð Gunnarsson verður opnuð í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudag, klukkan 14.00. Er þetta fimmta sýning hans og nefnist Strætóskýli. Sýningin varpar ljósi á við- fangsefnið sjálft, strætóskýlin í Reykjavík; arkitektúr og form þeirra. Þótt hlutverk skýlanna virðist einfalt er útlit þeirra ekki einsleitt og hefur það breyst mikið frá því að þau voru fyrst sett upp fyrir meira en 50 árum. Þau eru líka kennileiti sem endurspegla íslenskt samfélag. Myndlist Sigurður sýnir strætóskýli Hluti eins verka Sigurðar. Í tilefni Vetrarhátíðar mun Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO gæða vetrar- myrkrið lífi með því að varpa ljóðum og skáldskap í bland við myndir af skáldum á valda glugga í miðbænum, frá fimmtudagskvöldi til mánu- dagsmorguns. Staðirnir eru Mokkakaffi á Skólavörðustíg, Laugavegur 11, Trúnó/ Barbara á Laugavegi 22, Hressingarskálinn og biðstöð strætó á Hlemmi. Textarnir eru eftir þekkt borgarskáld svo sem Stein Steinarr, Dag Sigurðarson, Ástu Sigurðar- dóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur. Bókmenntir Skáldagluggar Vetrarhátíðar Steinn Steinarr Á laugardaginn kemur, frá klukkan 13 til 17, verður haldið upp á heimsdag barna í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Mið- bergi. Á heimsdeginum verður börnum og fjölskyldum þeirra boðið að taka þátt í fjöl- breyttum listsmiðjum og njóta margs konar skemmtunar. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Að þessu sinni er þema heimsdagsins Magnað myrkur og dagskrána má nálgast á heimasíðu Gerðubergs þar sem hún er birt á sjö tungu- málum auk íslensku. Barnamenning Heimsdagur í Gerðubergi Frá heimsdegi barna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég sýni þessi prent, gerð með silki- þrykki, eitthvað á fjórða tuginn alls,“ segir kanadíska myndlistarkonan Janice Kerbel og flettir bunka af fal- lega prentuðum örkum. Myndefnið er keilur og hringir eins og sviðsljós sem varpað er á svið í leikhúsi eða hringleikahúsi. Kerbel bendir á að þegar sviðsljósin koma saman verð- ur til enn hvítari flötur en hún fer í gagnstæða átt í verkunum. „Í þessum verkum eru allt að tólf lög af prentsvertu, og svertan sem ég nota er að auki af sex mismunandi styrkleikum. Rétt eins og sífellt verður bjartara þegar ljósum fjölgar á sama blettinum, þá verður tónninn hér sífellt dekkri eftir því sem lögin verða fleiri. Það var mikilvægt að ná hárréttum svörtum tóni.“ Og hún dregur fram neðstu örkina sem verður á enda myndraðarinnar: þar má sjá hyldýpis-svartan tón. Sýning Janice Kerbel, sem verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu 16 klukkan 17 í dag, kallast Cue upp á ensku. Það er vandþýtt orð; hefur verið þýtt sem markorð eða bending, en í heimi leikhússins er það notað sem skipun um breytingu sem á að eiga sér stað, gjarnan í lýsingunni. Með það vinnur Kerbel í þessu verki. Fyrstu grafíkmyndirnar eru prent- aðar í afar ljósum tónum og dansa dökknandi formin um myndfletina. Kerbel starfar í Lundúnum og hefur haldið einkasýningar í virtum söfnum, meðal annars í Tate Britain og Moderna Museet í Stokkhólmi. Hún er kunn fyrir verk sem byggj- ast á ítarlegum rannsóknum sem hún færir inn í sýningarrýmið. Eitt byggðist á áætlun um hvernig ræna mætti banka í Lundúnum, annað var hátalari sem komið var fyrir í annars tómum sal og heyra mátti lýsingu á „meðaltals“-hafnaboltaleik. „Ég tek fyrir tungumál sem þekkist í ákveðnum athöfnum og reyni að ein- angra það á minn hátt,“ segir hún. „Þótt efniviðurinn sé sóttur annað, þá eru verkin alltaf unnin sér- staklega fyrir sýningarsalinn.“ Það var mikilvægt að ná hárréttum svörtum tóni  Janice Kerbel sýnir röð silki- þrykksverka í i8 Morgunblaðið/Einar Falur Dökknandi form Janice Kerbel raðar verkunum áður en þau eru hengd á veggi sýningarsalarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.