Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 31
AFP Drekafluga á reyrstilk við tjörn ná- lægt Briesen í Þýskalandi. Dreka- flugur eru stór skordýr, með lang- an bol, stór augu og fagur- mynstraða vængi sem haldið er útréttum á flugi og í hvíldarstöðu. Bláeygð drekafluga FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn breska Íhaldsflokksins hefur hótað að beita neitunarvaldi innan Evrópusambandsins í annað skipti á tæpu ári ef leiðtogar evrulandanna samþykkja pólitískan samruna og breytingar á fjármálakerfinu sem ógni hagsmunum Bretlands á innri markaði sambandsins. Breska blaðið The Telegraph hafði eftir David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, að hann væri staðráðinn í því að vernda „Bretland gegn áformum Þjóðverja um ofur- ríki á evrusvæðinu“ með sameigin- legu bankakerfi og pólitískum samruna. Ýjar að þjóðaratkvæði Þýska stjórnin vill að brugðist verði við skuldavandanum með auknum pólitískum samruna sem myndi auka áhrif Þýskalands á evru- svæðinu, auk þess sem komið yrði á bandalagi í banka- og ríkisfjármál- um sem fæli í sér fullveldisafsal evruríkja. Talið er að slíkur samruni krefjist breytinga á Lissabon-sátt- málanum sem öll 27 aðildarríki ESB myndu þurfa að samþykkja. George Osborne, fjármálaráðherra Bret- lands, sagði að breska stjórnin myndi hafna bankabandalagi sem ógnaði hagsmunum „mikilvægustu atvinnugreinar Bretlands og stærstu fjármálamiðstöðvar Evr- ópu“. Osborne sagði að fyrirhugað bankabandalag myndi líklega krefj- ast breytinga á Lissabon-sáttmálan- um og breska þingið hefði sett lög sem kvæðu á um að allar breytingar sem fælu í sér fullveldisafsal til Brussel þyrfti að bera undir þjóðar- atkvæði í Bretlandi. Breska stjórnin varar við ofurríki  Hótar að beita neitunarvaldi gegn auknum samruna AFP Leiðtogafundur David Cameron og Angela Merkel í Berlín í fyrradag. Bretar í bankabandalag? » Breska stjórnin hafnaði sáttmála um aukið aðhald í ríkisfjármálum á leiðtogafundi ESB í desember. Cameron sagði að Bretland myndi ekki heldur ganga í bankabandalag sem fæli í sér að breskir skatt- borgarar ábyrgðust innstæður í bönkum evrulanda. » Framkvæmdastjórn ESB segir að lagt verði til að öll ESB-ríkin verði í bandalaginu. Elsta kona í Evr- ópu, Marie- Therese Bardet, lést í Frakklandi í gær, nokkrum dögum eftir að hún hélt upp á 114 ára afmæli sitt. Bardet lést á elliheimili í þorpi sínu, Pontchateau. Bardet var sjötta elsta mann- eskjan í heimi samkvæmt gögnum bandaríska rannsóknarfyrirtækis- ins Gerontology Research Group, sem safnar fæðingarvottorðum fólks sem er eldra en 110 ára. 70 eru nú á skrá GRG og elst þeirra er bandaríska konan Besse Cooper, 115 ára gömul. FRAKKLAND Elsta kona Evrópu látin Marie-Therese Bardet Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins birti í gær niðurstöður Eurobarometer-könnunar sem bendir til þess að stuðningur við mannúðaraðstoð hafi aukist í ríkj- um ESB þrátt fyrir efnahagsþreng- ingar. Um 88% þátttakenda í könnuninni sögðust telja mikilvægt að ESB héldi áfram að leggja fram fé til mannúðaraðstoðar. Stuðn- ingurinn við aðstoðina var níu pró- sentustigum meiri en í samskonar könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. 84% aðspurðra sögðu að ESB ætti að halda áfram mannúðar- aðstoðinni þrátt fyrir efnahags- vanda og sparnaðaraðgerðir í að- ildarríkjunum. EVRÓPUSAMBANDIÐ Aukinn stuðningur við mannúðaraðstoð DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Eruð þið búin að kíkja á okkur í Smáralindinni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.