Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 39

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 39
BRÉF FRÁ LESENDUM 267 þeir áttu «ér líka sinn Ragnar í Smára; það var Ísafoldar-Björn, ekki mjög vel ræmdur af öllum í þann tíð. En svo andvaralaus var þjóðin þá, að enginn sá Hættuna, sem máli henn- ar og menningu gæti stafað af Fomsöguþátt- unum. Enginn maður kom þá úr norðlægu Iandi, sem hnekkja skyldi böli mannkynsins. Og aldrei skildist þjóðinni það, meðan þeir lifðu, Þórhallur biskup og Björn Jónsson, að þeir væru sjálfri tungunni háskalegir. Jón Ó- feigsson kom, og færðist þá skörin enn upp 1 bekkinn, því að hann tók kafla úr Njálu og Laxdælu og prentaði í ,,Lesköflum“ sfnum, með þeirri stafsetningu, sem þá var lögleg og næst hefur komizt því, sem vera ætti. Leskaflar Jóns Ófeigssonar orkuðu því, að mörgu barni og mörgum unglingi fannst þá, að Njála og Laxdæla væru, þegar til kom, á al- veg sama tungumáli og Morgunblaðið; nema hvað sömu orðunum var kannski öðruvísi fyr- ir komið, eitthvað öðruvísi raðað; en það var ekki til neinna lýta. Jóni Ófeigssyni var aldrei refsað beinlínis fyrir verknað sinn. Enginn vissi þá, hvað í húfi var. Og á þeim dögum hafði menntaskóli Norðlendinga ekki fundið vizku- steininn, sem síðar kom í leitirnar innan hans veggja. Orð drottins kom til Amosar spámanns, þar sem hann gætti hjarðar sinnar f Tekóa. Það var í forneskju. En þar sem vitrunin nú varð, þar höfðu áður þróast mikil vísindi í kyrrþey, svo sem fyrirboði hinna meiri tíðinda. Sá hinn sami maður, sem nú hefur hnekkt þeim mis- skilningi, að fornsögurnar séu á fslenzku, hafði áður fundið mikilsverðan hlut: að enn mætti koma fyrir einu kái í einu orði tungunnar, þó að vel væri áskipað áður, og skyldi héðan í frá rita ,,þókknast“; mundi þá hag þjóðarinnar betur borgið, að ekki væri höfð hin háskalega villukenning zetu-liðsmanna fyrir sunnan, að skrifa ,,þóknast“ og innræta slíkt æskulýðnum. Slíka uppgötvun hafði og þessi maður gert um annað orð til, sem fávizka vor man nú ekki í svipinn hvert er. En það afrek er engu síður niikilsvert og stórum gagnlegt. En óvíst mun, hvort zetu-liðsmenn hér syðra láta sér heldur skiljast þessa vizkuna, enda er þeim meir gef- staðfesta en víðsýni eður skilningur á aug- ljósum hlutum. Þannig má svo fara, að þessi hinn stórvirki málafjölgunarmaður megi koma þvi fram, sem mikið nauðsynjaverk var, að ein tunga sé í Norðurlandi, en önnur á SuSurlandi, V*S þeirra hæfi, sem hana eiga aS hafa. Er mihils um það vert, að fámennur flokkur manna, er svo vítt sjá og hátt, skulu nú halda alla aesku landsins eins og hvítar rottur í staf- krókabúri sínu. Sönnur eru nú þar á færðar, að Hrafnkels- saga er ekki rituð á vora tungu; sanna það slík höfuðorð tungunnar sem ok og at, svo og það, að Sámr og Sámur er ekki ein tunga, enda skilja nú þetta allir. En svo fer jafnan, er mikil og einföld sannindi koma fram, að marg- ir hlutir skýrast þá í senn, sem áður voru misskildir. Nú verður það t. d. ljóst, að ,,Ið- unn" eldri, sem þeir gáfu út Björn Jónsson og Jón Ólafsson, er ekki á vorri tungu nema að litlu leyti, og hefur mönnum mjög dulizt þetta hér til. Þótti það máj þeirra jafnvel hin bezta íslenzka um eitt skeið. En þess er hér áð- ur getið, að það er nú og sannað, að Laxdæla er ekki rituð á vora tungu. „Halldór og ek. höfum engi þrek". Hér er framandi tunga, það er að segja ,,gammelnorsk“. Þar með verður nú og sönnuð sú kenning, sem um hríð átti erfitt uppdráttar með oss, að eign okkar á bókmenntum Norð- manna hér á landi var ekki nema uppgerð ein og mont. Það þykir nú mikil kurteisi, að gefa út svokallaðar fslendingasögur sem fylgirit, til nánari skýringar á formálanum fyrir sjálfum þeim. Laxdælu hafa og verið gerð svo vfsinda- leg skil, að mörgum manni mun létta heldur um hjartað, er hann heyrir það nú, að hún er þá loksins ekki skráð á vora tungu. Það ræksni, sem tennur vísindanna leifðu, á þá sveit annarsstaðar en hér. ..Liggjum báðir í lamasessi, Halldór og ek, höfum engi þrek". Fyrri hluti kviðlingsins er að vísu talsvert svipaður fslenzku alþýðumáli. En hvað um það. Tennur vísindanna ganga með beini. Þær naga sig áfram. Passíusálmarnir munu líka sýna sig, ef þeir komast í kvörn vísindanna: „kóngur englanna, kóngur vór, kóngur almættis tignarstór." „Þeir góðu andar eru oss nær alla tíma, þá biðjum vær". „uppskerutímann óttast ég, angrast því sálin næsta még". — og fjöldi annarra slíkra staða. Og þetta verður þar að auki næst komizt ís- lenzkri tungu. Þessar línur er búið að „þýða" úr frummálinu, þó að ekki hafi reynzt auðið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.