Helgafell - 01.12.1943, Síða 12

Helgafell - 01.12.1943, Síða 12
TÓMAS GUÐMUNDSSON: Riddarinn blindi - Einn dag fyrir þúsundum ára, um ókunnan skóg ókunns lands, hleypti riddarinn blindi á bleikum jó frá bústað hins fyrsta manns. Og þaðan liggja spor hans austan um aldir yfir sundraða vegi og hrundar borgir týndra þjóða, sem dreifðust veg allra vinda. Og vei þeirri jörð, er sofnar við fótatak hans! Því óraveg inn í draum hinna óbornu daga ber hófadyn frá helreið riddarans blinda. Og loks þegar kvöldar mun riddarinn blindi brynna bleikum fnæsandi jó, meðan veröldin hvílir úrvinda í sinni sorg, og náttlöngum teyg svoígrar riddarans fákur úr fljóti dauðans svefnsins svalandi veig, unz upp er drukkin hver dregg þeirrar móðu, sem daganna angist skýlir. Og myrkrið fjarar — í marmarahvítu morgunljósinu jörðin vaknar

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.