Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. MALTAKUR 7 GARÐABÆ Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Um er að ræða glæsilega 118,4 fm 3ja herbergja íbúð með sér inngangi, ásamt sér 24,8 fm geymslu og stæði í bílgeymslu samtals birt séreign 143,2 fm. Verð 36.9 m. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 19. ÁGÚST FRÁ KL.17-18 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Starfsleyfi og bókhald leigubílstjóra voru til athugunar við Keflavíkur- flugvöll í gær. Skoðunin er hluti af eftirlitskerfi sem er samstarfsverk- efni ríkisskattstjóra, ASÍ og SA. „Við byrjuðum á þessu í fyrra og markmiðið er að vera ekki að marg- vinna sama hlutinn heldur kanna stöðuna hjá ýmsum atvinnugreinum á einu bretti. Það gerum við með því að kanna saman hvort menn séu ekki með tilskilin starfsleyfi og samhliða hvort bókhald sé ekki í lagi,“ segir Steinþór Haraldsson, starfsmaður hjá ríkisskattstjóra. Að sögn Steinþórs var samstarfið sett á fót í fyrra sem hluti af átaks- verkefni Vinnumálastofnunar „Vinn- andi vegi“. Það hafi gefið góða raun og því hafi samstarfinu verið haldið áfram. „Að vera leigubílstjóri er verndað starfsheiti og þarna var meðal annars verið að kanna hvort bílstjórar tækju farþega fyrir gjald án þess að hafa til þess leyfi. Í raun- inni að sjá til þess að menn væru ekki að harka. Hlutverk skattsins í þessu tilviki var bara að skoða í leiðinni hvort allar færslur væru ekki eins og reglur segja til um og allt væri í lagi.“ Hann segir ríkisskattstjóra senda sína „reyndustu menn“ því óþægi- legt geti verið að lenda í slíku eft- irliti. „Við reynum að sjálfsögðu að stuða fólk ekki og láta það halda að það sé undir einhverju sérstöku eft- irliti. Auðvitað upplifir fólk sig þann- ig að það sé með stöðu sakbornings jafnvel þótt það hafi ekkert gert af sér,“ segir Steinþór. Byggingariðnaður og rútu- bílstjórar áður í skoðun Hann segir að slíkar aðgerðir séu alvanalegar. Í fyrra hafi byggingar- iðnaður verið skoðaður sérstaklega og fyrir skömmu hafi staða rútubíl- stjóra verið könnuð á Þingvöllum. ,,Mínir menn voru nokkuð hissa í því tilviki því fréttir af komu okkar á Þingvelli höfðu borist í fjölmiðla áður en við stigum upp í eina einustu rútu. Það gefur til kynna að menn hafi ver- ið í einhverri vörn,“ segir Steinþór. Bílstjórar undir eftirliti  Yfirvöld reyna að koma í veg fyrir „hark“ á leigubílum  Starfsleyfi og bókhald til athugunar við Keflavíkurflugvöll Undir eftirliti Leyfi og bókhald leigubílstjóra voru til skoðunar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tæplega 45% þeirra sem voru á at- vinnuleysisskrá í Reykjanesbæ í júlí síðastliðnum, eða 280 manns, hafa verið þar í tvö ár eða lengur og eru því á leiðinni að missa réttinn til at- vinnuleysisbóta. Tugir manna hafa þegar misst þann rétt og 64 eru nú komnir alfarið á framfæri Reykja- nesbæjar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að þessi hóp- ur, bæði þeir sem eru langtíma- atvinnulausir en enn á skrá og þeir sem hafa misst bótaréttinn, sæki nú af auknum þunga til félagsþjónustu Reykjanesbæjar eftir lausnum. Hann segir að 179 manns hafi sótt um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins í júlímánuði. Ítrekað hvatt til samstarfs Árni segir að hið dökka ástand sem blasti við öðrum sveitarfélögum í málefnum langtímaatvinnulausra í vetur sé orðið að veruleika í Reykja- nesbæ, því að fjöldi þeirra hafi fjór- faldast frá því í júlí árið 2010. „Framlög til fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins hafa nær tvöfaldast frá áætlun og stefnir í að fjárhags- aðstoðin nemi 270 milljónum króna, um 120 milljónum króna yfir áætlun. Við stöndum undir því en óneitan- lega væri æskilegra að þessir fjár- munir nýttust fólkinu til atvinnu- uppbyggingar.“ Árni segir að öllum megi vera ljóst að rót vandans liggi í skorti á störfum. Reykjanesbær hafi reynt á undanförnum árum að bæta þar úr. „Þau fjölmörgu atvinnuúrræði sem bæjarfélagið hefur lagt drög að með fjárfestum, innlendum sem erlend- um, geta gjörbreytt þessari stöðu á örfáum mánuðum. Við höfum ítrek- að hvatt til aukinnar samstöðu rík- isins og bæjarfélagsins um þau verkefni.“ Vandinn að veruleika í Reykjanesbæ  Tugir manna hafa misst bótaréttinn Langtímaatvinnuleysi » Langtímaatvinnulausir í Reykjanesbæ voru 70 í júlí 2010 en 280 í júlí á þessu ári, eða sem nemur um 45% þeirra á atvinnuleysisskrá. » Tugir manna hafa þegar misst bótarétt og 64 eru alfar- ið komnir á framfæri Reykja- nesbæjar. » Heildarframlög til fjárhags- aðstoðar sveitarfélagsins stefna í um 270 milljónir. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Allt frá stofnun lýðveldisins hefur forsetavaldið verið flutt frá forseta til handhafa forsetavalds með handabandi við brottför forsetans. Þetta segir í yfirlýsingu frá skrif- stofu forseta Íslands sem gefin var út í gær vegna umfjöllunar fjölmiðla síðustu daga. Þar segir að samkvæmt stjórn- arskrá lýðveldisins færist forseta- valdið til handhafa þess um leið og forsetinn fer úr landi. Málið snúist því ekki um það hvort forsetanum sé fylgt á flugvöllinn eða ekki, heldur um það hvenær og hvernig forseta- valdið færist frá forseta til handhafa forsetavalds. „Stjórnskipun byggist ekki aðeins á formlegum reglum heldur líka á hefðum sem löng venja hefur helgað,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hafi fundist annað form sem tryggi jafnvel og handabandið að enginn vafi sé um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu, en það vald geti skipt sköpum, til dæmis við setningu laga. Þá segir einnig að þangað til stjórnarskránni verði breytt eða haldbærar tillögur berist um það hvernig haga eigi þessum grundvall- arþætti stjórnskipunarinnar með öruggum hætti á annan veg geti hvorki forsetinn né handhafar for- setavalds sett ábyrgðina yfir á aðra, enda geri stjórnarskrá lýðveldisins ekki ráð fyrir að embættismenn deili ábyrgð sem samkvæmt henni er for- seta og handhafanna einna. Forsetavaldið flyst yfir með handabandinu  Geta ekki flutt ábyrgð á aðra Aðstandendur Reykjavíkurmaraþonsins elduðu pasta ofan í þátttakendur hlaupsins í gær en það þykir góður siður að gefa hlaupurum næringarríkan mat daginn fyrir hlaup. Um 800 kg af pasta, 450 lítrar af sósu og 400 kg af brauði og salati fóru ofan í 7.000 hlaupara sem þáðu boðið í Laugardalshöllinni í gær. Pastaveisla fyrir Reykjavíkurmaraþonið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir að skýringin á því að flosnað hafi upp úr viðræðum um endurfjár- mögnun á skuldum Hafnarfjarðar- bæjar sé sú að Landsbankinn hafi sett það skilyrði fyrir þátttöku sinni að þrír milljarðar króna yrðu felldir niður af erlendu láni sem Hafnar- fjarðarbær tók hjá Depfa-bankan- um. Þessari staðreynd hafi verið hald- ið leyndri fyrir fulltrúum Sjálfstæð- isflokks, sem hafi áður sagt að í ljósi fjárhagsstöðu bæjarfélagsins væri nauðsynlegt að fá hluta þess láns felldan niður, en fulltrúar meirihluta VG og Samfylkingar hafi sagt það óábyrgt tal. Þrautalendingin varð því samningur við þrotabú Depfa- bankans, þar sem bankanum tókst að tryggja mjög veðstöðu sína gagn- vart Hafnarfjarðarbæ. „Þannig setti bærinn allar óseldar lóðir bæjarins sem tryggingu fyrir greiðslu,“ segir Rósa. »25 Upplýsingum haldið leynd- um fyrir bæjarfulltrúum Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að í öllum stjórnskipunum þurfi að myndast ákveðnar hefð- ir um það hvernig valdhafar eiga í samskiptum. Því sé ekki óeðli- legt að forseta bregði ef brjóta á upp hefðir sem hafa myndast á löngum tíma án þess að skýrar reglur eða náið samráð sé haft um framhaldið. Hafsteinn segist þó vel geta trúað því að til séu betri leiðir til að haga þessum þætti stjórnskipunarinnar. Hefðir þurfa að myndast STJÓRNSKIPUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.