Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Jazz leðursófi 3ja sæta áður kr. 321.000 nú kr. 239.900 ÚTSALA Vintage púðar áður kr. 8.900 nú kr. 4.450 Puzzle svefnsófi 120x200 áður kr. 119.800 nú kr. 95.800 50% afsláttur 25% afsláttur Jazz sófi Takmarkað magn af hverri vöru 20% afsláttur Ýmissa grasa gætir í dagskrá Menningarnætur en hér má sjá nokkra viðburði sem freista blaða- manns: Kl. 10-14  Fjölskylduvæn listasmiðja er opin á Kjarvalsstöðum í frá kl. 10- 17.  Hópur atvinnulistamanna ætlar að kafa ofan í glæpasöguna. Loka- sýningin er í dag klukkan 13 við Laugaveg 100.  Fallegir gamlir plötuspilarar verða til sýnis í Gallerí Fold á Rauðarárstíg 14 frá klukkan 11 í dag til 22.  Dansverkstæðið býður gestum og gangandi að búa til dansverk með atvinnudönsurum við Skúla- götu 30.  Fjörug 30 mínútna sýning um Fjörkálf fyrir börn og fullorðna í Norræna húsinu klukkan 12 og svo aftur klukkan 14.  Í Hljómskálagarðinum verður svona hér um bil sett upp annað Landsmót skáta í dag. Klukkan 12.30-18. Kl. 14-16  Mæðgurnar Rakel og Elsa bjóða fólki að koma með plöntur eða tré úr eigin garði og láta fóstra þau í Mæðragarðinum við Lækjargötu, frá klukkan 14-17.  Kl. 13-18 verður testofa starf- rækt í Tjarnarbíói. Gestum býðst ókeypis tesopi og fræðsla um te.  Höfundum sem heimsótt hafa Bókmenntahátíð í Reykjavík síð- ustu árin eru gerð skil í Hörpu í dag og þá er litið til næstu bók- menntahátíðar. Frá kl. 14-21.  Listamenn bjóða til veislu í Saltfélagshúsnæðinu við Granda- garð 2 milli klukkan 13 og 22.  Varðskipið Týr liggur við bryggju í Faxagarði í dag, hjá Hörpu. Kl. 14-18 geta gestir virt ljósainnsetningu þar fyrir sér.  Kl. 14-18 verður opið hús í Austurstræti 12, á þriðju hæð, á færeysku ræðismannsskrifstof- unni. Færeysk list og léttar fær- eyskar veitingar. Kl. 16-18  Alþýðuóperan bregður á leik á Káratorgi, Kárastíg 1, kl. 16.30.  Elíza Newman í Iðnó frumflytur lög af væntanlegri breiðskífu sinni klukkan 16.  Kl. 16.30 er sögustund fyrir börn í Borgarbókasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu.  Guðný Gerður borgarminjavörð- ur leiðir gesti um húsið við Aðal- stræti 10 sem er elsta hús lands- ins og 250 ára í ár. Leiðsögnin hefst klukkan 16.30. Kl. 18-23  Elísabet Jökulsdóttir frumsýnir leikrit sitt, Paddan, á eigin heimili að Framnesvegi 56a kl. 20.  Stórtónleikar Bylgjunnar á Ing- ólfstorgi kl. 20.30-22.30.  Í Þjóðminjasafninu spila Langi- Seli og skuggarnir á sannkölluðu Rokkabillýballi frá klukkan 21-22.  Flugeldasýning við hafnarbakk- ann kl. 23. Valdir viðburðir á Menningarnótt Fjörug dagskrá Gamalt Sjarmerandi antíkplötuspil- arar eru til sýnis í Gallerí Fold. Morgunblaðið/Júlíus Leiðsögn Aðalstræti 10 er 250 ára og af því tilefni er leiðsögn um húsið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokagleðin Árleg flugeldasýning hefst við hafnarbakkann kl. 23 í kvöld. Morgunblaðið/Jim Smart Gróður Plöntur og tré eru boðin velkomin í fóstur í Mæðragarðinum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Menningarnótt er haldin 17. árið í röð og bærinn mun iða af lífi. Spenn- andi sýningar, tónleikar og uppá- komur eru úti um allar trissur en á heimasíðu Menningarnætur, menn- ingarnott.is, er að finna heildar- yfirlit yfir þá viðburði sem fram- undan eru í dag og kvöld. Um kvöldið er að finna fastan lið, stórtónleika Rásar 2; Tónaflóð 2012. en vinsælustu listamenn þjóðarinnar koma þar fram. Tónleikarnir fara fram við Arnarhól og hefjast kl. 20.30 og standa þar til komið er að hápunktinum, sjálfri flugeldasýning- unni, kl. 23. Mikil áhersla er lögð á það í ár að borgarbúar og aðrir gestir hátíð- arhaldanna gangi vel um borgina. Jón Gnarr óskaði sérstaklega eftir því að fólk stillti neyslu áfengra drykkju í hóf. Ennfremur eru þeir sem ekki hafa tök á því að ganga í bæinn hvattir til að taka strætó og skilja einkabílinn eftir heima enda er það talsverðum erfiðleikum bundið að komast leiðar sinnar miðsvæðis í Reykjavík í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með sérstaka vakt á Facebook í dag þar sem tíðar upp- færslur um gang mála verður að finna. Á heimasíðu Menningarnætur er sú nýbreytni tekin upp í ár að hægt er að leita uppi dagskrárliði eftir hverfahlutum. Ef fólk vill finna dag- skrárliði í sínu næsta nágrenni er því auðvelt að finna þá á þann hátt. Biðlað til borgarbúa um góða umgengni  Margt er um að vera í dag og stórtónleikar og flugelda- sýning klukkan 23 er rúsínan í pylsuendanum í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Hlaupagarpar Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er að morgni Menningarnætur og ungir hlauparar skella sér gjarnan í Latabæjarhlaupið. Margt er um manninn þennan dag og mikilvægt að allir passi upp á sig og sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.