Helgafell - 01.04.1954, Síða 118

Helgafell - 01.04.1954, Síða 118
116 HELGAFELL vegna vanrækir hann alveg gjörend- urna í sögunum og vísar þeim í skugg- ann. Þolendur og þjáðir eru alltaf, eða hérumbil alltaf höfuðpersónur. Þetta er skaði, því að gjörendurnir væru fróðlegri persónur, einkum frá drama- tísku sjónarmiði. En þá er að minnast þess enn, höfundi til afbötunar, að hann er að fara með sögugerð, sem eftir hefðinni greinir ekki frá öðru en hinu einfaldasta sálarlífi. Til þess að lýsa gjörendum, bölvöldunum, yrði höfundur að skapa stórum flóknari manngerðir, heldur en hann ber nokk- urs staðar við að lýsa. Hann yrði að búa til samsettar skapgerðir, þar sem blandast saman gott og illt innræti. Því að kvikulaust, óklofið illmenni er ekki söguhæft sem aðalpersóna. En klof- in og blönduð skapgerð, sem getur ým- ist hneigzt til góðs eða ills, býður hins vegar óðara dramatískri meðferð heim. Og dramatísk uppistaða ætti tæplega heima í ,,svipmyndum“ eins og Ekki veiztu . . . Hún myndi blátt áfram vera of ,,skáldleg“, of skáldskaparleg, og myndi spilla þeirri tegund ,,senni- leika“, sem höf. stundar framar öllu. Mannlýsingar eru samt uppistaða bókarinnar. Ekki veit ég, hvort nokkur einstök persóna verður sérstaklega minnisstæð; það er engin nógu vel auðennd til þess. Og þar að auki renna þær saman hver við aðra, af því að þær eru svo líkar. En þær eru ,,senni- legar“ að svo miklu leyti, sem okkur er gefið að kynnast þeim. Og höf. nær þessuim sennileikablæ fyrst og fremst með því að hafa mynd þeirra nógu daufa og einfalda. Sögurnar eru eins og gömul, fölnuð hópmynd, þar sem allir eru eins klæddir og klipptir og hver öðrum líkur. Þarna er allt á rétt- um stað, að því er séð verður, augu, nef og munnur. En andlitin eru svo óskýr, að það er varla hægt að greina, nema það allra nauðsynlegasta í mannsmyndinni. Eins eru allir leyni- drættir, allt, sem orkar tvímælis, öll vandræðamótsögn numin burt úr sálar- lífi fólksins í þessum sögum. Hópurinn geymist í minni í einu lagi, af því að allt er þetta fólk, þó að óskýrt sé, lif- andi fólk bak við sögurnar, og af því að það hefur allt saman nokkuð að segja, einni röddu. Ég vildi, þó að ekki væri annað, geta forðað höf. frá þeirri væntanlegu ásök- un, að hann bresti form; hann brestur ekki tiltakanlega form, nema einhverj- ir telji allar stuttar sögur aðrar en dramatískar sonásögur ófullburða. Þeir um það. En þetta er líka hægt. Og höfundur um það. Kristján Karlsson. Sóleyjarsaga Elías Mar — Helgafell 1954 Eitt af þýðingarmestu hlutverkum skáldsagnahöfunda hefir á öllum tím- um verið það að sýna samtíð sinni sjálfa sig í spegli, bregða upp fyrir henni mynd af hennar umhverfi, vekja hana til umhugsunar um vandamál sín, vera hennar samvizka. Hvemig skáldið dregur sínar mynd- ir, fer eftir skaphöfn þess og vinnu- brögðum þeim, er það hefir tamið sér. Þær geta verið dregnar með smáat- riðanákvæmu raunsæi, þær geta ver- ið ýktar og færðar í stíl, á þær getur bjarmað af mjúkri birtu húmors og þær geta verið litaðar skerandi litum háðs. En tveimur skilyrðum verða þær að fullnægja til að geta talizt skáldverk, þær verða að vera í grund- vallaratriðum sannar, og þær verða að vera listrænar. Styrkur Elíasar Marar liggur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.