Helgafell - 01.12.1954, Qupperneq 25

Helgafell - 01.12.1954, Qupperneq 25
KAUPVERÐ GÆFUNNAR 23 mundi sökkva á kaf í leðjuna. Hvernig væri að þeir skryppu heim og sæktu þá gömlu ferniseruðu með blýkjölinn, þetta var óskabyr og fyrirtaks leiði til vesturbakkans. — Nei, sagði drengurinn. Þeir gengu hljóðir góða stund. Þá sagði lögregluþjónninn: — Hvar var það, sem þú bjargaðir litla stráknum í rauðu fötunum? — Hvaða strák? — Litla stráknum, sem datt í vökina? sagði faðir hans. — Var það ekki í vetur sem leið? — Nú, honum, sagði drengurinn, það var löngu fyrir jól. Það var þarna úti í miðri syðri tjörninni. Lögregluþjónninn leit á son sinn. Hann hafði alltaf verið hreykinn af þessu verki og miklað það fyrir sér, nú var líkt og móða félli á minninguna um hetjudáðina, og kannske var hún uppspuni einn. Hvaða strák? hafði sonur hans sagt. Hann mundi ekki eftir þessu afreki, sem hann hafði útskýrt fyrir föður sínum með sterkum orðum þegar hann kom heim, blautur eins og hund- ur dreginn af sundi, skjálfandi og kaldur og skautalaus, þeir höfðu orðið eftir á tjörninni og fundust aldrei. Ef til vill var sagan bara uppspuni til að fela eigin afglöp. Hann stundi. Svo sagði hann: — Varstu einn, þegar þú bjargaðir litla stráknum í rauðu fötunum? Hann vildi hvorki kvelja sig né drenginn, en hann mátti til að halda áfram. — Einn? spurði sonur hans, nei, það var fullt af fólki á tjörninni, það er að segja á stóru tjörninni. — En á syðri tjörninni, voru þið einir þar? — Nei, það voru nokkrir litlir krakkar þar. — Hvar var Siggi? Voru þið ekki saman? — Jú. en hann var á stóru tjörninni. —1 Og hvað varð svo um litla strákinn í rauðu fötunum? — Hann fór heim til sín. — Hvar átti hann heima? — Það veit ég ekki. — Fór hann einn? — Nei, það var lítill strákur, sem var með honum, þeir fóru saman. Það tók þá bíli og fór með þá. — Og enginn af félögum þínum vissi um þetta? — Nei,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.