Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Jón Daði Böðvarsson, 19 ára knattspyrnumaður frá Selfossi sem kosinn var efnilegasti leik- maður Pepsi-deildarinnar í sumar, var í gærkvöldi kallaður inní landsliðshóp Íslands sem mætir Andorra í vináttuleik ytra á mið- vikudaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem Jón Daði er í landsliðs- hópnum. „Tilfinningin er alveg frábær,“ sagði Jón Daði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. „Þetta er eitthvað sem ég bjóst ekki við núna sem gerir þetta ennþá sæt- ara.“ Start búið að gera tilboð En hvar var Jón Daði þegar hann fékk símtalið? „Ég var bara úti í búð hérna í Stokkhólmi þegar ég fékk sms frá Heimi Hallgríms- syni aðstoðarþjálfara þar sem stóð að ég ætti að hringja í hann. Ég fattaði hvað var í gangi strax,“ segir Jón Daði. Jón Daði er við æfingar hjá Djurgården í Stokkhólmi þessa dagana en hann flýgur til Andorra með stoppum í Osló og Barcelona í dag. Hann hefur verið að skoða aðstæður hjá liðum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eftir að tíma- bilinu lauk hér heima og líður brátt að því að hann þurfi að taka ákvörðun um hvert hann fari. „Ég er kominn með góða mynd af þessu. Ég veit ekki alveg hverju ég hef mestan áhuga á. Ég á eftir að sjá hvað Viking gerir en ég veit að það er áhugasamt. Svo er Start búið að gera tilboð en ég á eftir að sjá hvað Djurgården vill. Það væri frábær valkostur að geta bara val- ið úr liðum en þetta kemur allt í ljós,“ segir Jón Daði Böðvarsson. „Tilfinningin er alveg frábær“ Morgunblaðið/Golli Efnilegur Jón Daði er á leið í atvinnumennsku og kominn í landsliðið en hann ferðast til Andorra í dag þar sem Ísland spilar vináttuleik. SKÍÐI Kristján Jónsson kris@mbl.is María Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíð- um, fékk góðar fréttir fyrir helgina. Hún fékk þá þann úrskurð að hún mætti stíga aftur á skíði en einungis sex mánuðir eru liðnir frá því hún fór á skurðarborðið í Noregi vegna kross- bandsslits síðasta vetur. Mikið var um meiðsli Maríu fjallað á sínum tíma en hún varð fyrir því óláni að slíta kross- band í hné í keppni á Skíðalandsmóti Íslands á Akureyri. Skíðafólkið keppti þá við erfiðar að- stæður og var keppni frestað eftir óhapp Mar- íu. Voru mótshaldarar talsvert gagnrýndir fyr- ir að hafa ekki frestað keppninni fyrr. Sex mánuðir liðnir frá aðgerð „Ég var prófuð í Osló í síðustu viku þar sem styrkur í lærvöðvunum á báðum fótum er mældur. Í aðgerðinni var tekin sin úr lærinu framanverðu, rétt fyrir ofan hnéð, og ég gat til dæmis ekki lyft fætinum í viku. Sinin myndast aftur og þá gat ég farið að styrkja þetta en það tók svolítið langan tíma. Til þess að fá að fara á skíði þarf styrkurinn að vera nokkuð mikill. Ég fór í aðgerðina 3. maí og því eru liðnir að- eins meira en sex mánuðir. Enginn fær að fara á skíði fyrr en lágmark sex mánuðir eru liðnir frá aðgerð. Prófið kom vel út og ég má byrja að fara aðeins á skíði og prófa mig áfram. Ég má ekki fara í brautir eða slíkt strax og má einungis skíða frjálst til að byrja með. Það er bara góð byrjun,“ útskýrði María þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til hennar og kannaði stöðuna. „Rosalega glöð“ María var að vonum alsæl með niðurstöðuna og gat ekki neitað því að hún hefði verið orðin leið á því að komast ekki í brekkurnar. „Ég er náttúrlega búin að vera hrikalega dugleg og ætlaði mér að standast þetta próf. Ég var mjög stressuð áður en ég fór í prófið því ég hefði orðið svo leið yfir því að komast ekki á skíði þar sem ég var farin að vonast til þess. Ég var rosalega glöð og fór strax á skíði því ég gat ekki beðið lengur,“ sagði María sem var skorin upp í Drammen í Noregi. Aðgerðina framkvæmdi afar hæfur læknir sem María segir vera mesta krossbands- sérfræðing í Noregi. María komst til hans þar sem hann hefur verið læknir skíðaskólans í Geilo þar sem hún var nemandi. „Það var frá- bært. Allir sem ég hef rætt við segja það hafa verið gott að ég endaði hjá honum. Hann er með master í krossbandsslitum og vissi alveg hvað hann var að gera,“ sagði María og hló. Ný æfingaáætlun María mun vitaskuld þurfa að vera þolinmóð á næstu vikum en ekki er óvarlegt að ætla að hún geti hugsanlega keppt á ný snemma á næsta ári. „Endurhæfingarferlið breytist að- eins hjá mér þar sem ég má fara á skíði. Ég er komin með nýja æfingaáætlun í hendurnar. Ennþá vantar svolítið upp á styrkinn í fram- anverðu lærinu og ég á að gera þungar styrkt- aræfingar annan hvern dag. Ég má sennilega fara að skíða aftur í braut um miðjan desem- ber ef allt gengur vel. Ég fer aftur í samskon- ar próf um miðjan janúar eða í lok janúar. Þá er ætlast til þess að styrkurinn verði orðinn jafnmikill í báðum fótum. Þegar það verður niðurstaðan má ég fara að keppa aftur,“ sagði María Guðmundsdóttir sem keppir fyrir Skíða- félag Akureyrar og hefur verið ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gömul. María Guðmundsdóttir fékk góðar fréttir í Osló  Fékk að stíga aftur á skíði  Áframhaldandi endurhæfing fram í janúar Morgunblaðið/Árni Sæberg Á batavegi María á hækjum eftir Skíðalandsmótið í vor ásamt föður sínum Guðmundi Sigurjónssyni. Þeir AlfreðFinn- bogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sig- urðsson hafa all- ir orðið að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir An- dorra í æfingaleik í knattspyrnu á miðvikudag vegna meiðsla. Garðar Jóhannsson hefur verið kallaður inn sem og Jón Daði Böðvarsson eins og lesa má neðar á síðunni.    Ólafur Bjarki Ragnarsson skor-aði sjö mörk fyrir Emsdetten sem er áfram á toppi þýsku B- deildarinnar í handknattleik eftir 27:27-jafntefli við lærisveina Að- alsteins Eyjólfssonar í Eisenach um helgina. Emsdetten er með 19 stig, fjórum stigum á undan Eise- nach sem er í 3. sæti. Þriðja Ís- lendingaliðið, Bergischer, er í 2. sæti eftir 31:28-útisigur á Hildes- heim þar sem Arnór Þór Gunn- arsson skoraði fjögur mörk.    Körfubolta-stórveldið Los Angeles La- kers hefur stað- fest að viðræður standi yfir við þjálfarann sig- ursæla Phil Jackson um að hann taki aftur að sér þjálfun liðsins. Lakers sagði þjálfaranum Mike Brown upp störfum fyrir helgi vegna slaks gengis en Lakers hefur aðeins unn- ið einn af fimm leikjum sínum á tímabilinu þrátt fyrir að hafa feng- ið til sín stjörnur á borð við Steve Nash og Dwight Howard í sumar. Jackson yfirgaf Lakers sumarið 2011 af heilsufarsástæðum en hann vann sex NBA-titla sem þjálfari Chicago Bulls og bætti við fimm sem þjálfari Lakers.    Eyjamaðurinn Tryggvi Guð-mundsson gengur í raðir Fylkis á næstu dögum samkvæmt vefmiðlinum 433.is en Tryggvi hef- ur æft með og rætt við hin ýmsu lið síðastliðnar vikur. Tryggvi, sem varð í sumar markahæsti leik- maður efstu deildar frá upphafi, er án félags eftir að samningur hans við ÍBV rann út eftir leiktíðina. Hann var einnig í viðræðum við Breiðablik og nýliða Þórs frá Ak- ureyri en mun spila í Árbænum næsta sumar.    Tveir ungir knattspyrnumenn,Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson úr Þrótti, eru á leið til hollenska liðs- ins NEC Nijmegen en þeir fóru til reynslu til liðsins fyrr á árinu. Pilt- arnir flytja til Hollands í janúar standist þeir læknisskoðun hjá lið- inu. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.