Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 8
Á HLÍÐARENDA Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Eitt mark, aðeins eitt mark þurfti til að tryggja sæti Vals í 16 liða úrslitum EHF keppni kvenna í handknattleik. Þær töpuðu fyrir rúmenska liðinu Za- lau í seinni viðureign liðanna á laug- ardaginn 22:21 og þar með einvíginu á færri mörkum skoruðum á útivelli, því fyrri viðureignin endaði 23:22. Það var eiginlegur heimaleikur Vals þó báðir hafi þeir verið leiknir á Hlíð- arenda. Leikmenn Vals trúðu ekki nið- urstöðunni að leik loknum, ekki frek- ar en aðrir í húsinu. Þá er hægt að ímynda sér að leikmenn gestanna frá Rúmeníu hafi varla trúað þessu held- ur. Í það minnsta fögnuðu þær inni- lega í leikslok enda eflaust búist við auðveldari andstæðing en raunin varð. Skoruðu ekki í 12 mínútur Eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Val þar sem staðan var 16:9 að honum loknum, hrundi leikur liðsins og silf- urliðið í þessari sömu keppni á síðasta tímabili, gekk á lagið. Valskonur skor- uðu aðeins fimm mörk í seinni hálf- leiknum og það varð þeim heldur bet- ur að falli. Leikurinn er skólabókadæmi um það að sigurinn er aldrei öruggur fyrr en flautað er til leiksloka. Sá sem þetta skrifar féll í þá gildru í hálfleik að vera svo gott sem búinn að bóka Val í 16-liða úrslitin. Ef til vill var það raunin með einhverja leikmenn liðsins. Liðið skoraði aðeins fimm mörk á þrjátíu mínútum í seinni hálfleik og ekki mark síðustu 12 mín- úturnar eða frá því Hrafnhildur Ósk Skúladóttir kom liðinu í fimm marka forskot 21:16. Eftir það kom ótrúleg- ur kafli þar sem hver sóknin á fætur annarri rann út í sandinn og blá- klæddum Valskonum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Þorgerður Anna Atladóttir sem var markahæst með fimm mörk, orðaði það kannski best í leikslok þegar hún sagði í sam- tali við mbl.is; „Ég vildi að ég gæti spólað 10 mínútur aftur í tímann.“ Þær fengu svo sannarlega tækifæri til að skora þetta eina mark sem uppá vantaði. Nær þeim bestu en karlarnir Það sem stendur eftir þegar horft er framhjá síðustu 12 mínútunum er frábær framganga Vals í Evr- ópukeppninni. Þær lögðu sterkt spænskt lið, Valencia, að velli og voru svo hársbreidd frá því að gera það sama gegn þessu öfluga rúmenska liði. Það er því ljóst að Valur er nær sterkustu liðum heims í kvennabolt- anum en íslensk félagslið karla eru öðrum liðum. Þær geta borið höfuðið hátt en mega og eiga að svekkja sig á lokakaflanum. Af honum þurfa þær að læra og koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Valur hefði komist áfram. Zalau er það gott lið að önnur, ekki eins sterk lið hefðu getað beðið í næstu umferð. Í þessu tilviki er í lagi að tala um ef og hefði því Valur var svo nálægt því að komast áfram og skrifa Evrópuævintýri. Það er svo alltaf næsta ár! Morgunblaðið/Kristinn Daprar Þorgerður Anna Atladóttir, Dagný Skúladóttir, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok þegar liðið féll úr leik í EHF-keppni kvenna í handknattleik með minnsta mun gegn Zalau frá Rúmeníu. Sorglegur viðsnúningur  Ekki búið fyrr en það er búið  Valur úr leik í Evrópukeppni  Leikmenn trúðu því ekki  Skoruðu aðeins fimm mörk í seinni hálfleik  Hvað hefði gerst ef Zalau hefði verið rutt úr vegi? 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Vodafonehöllin, EHF-keppni kvenna, laugardaginn 10. nóvember 2012. Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 4:9, 5:12, 7:14, 9:16, 12:16, 12:19, 16:19, 16:21, 22:21. Mörk Zalau: Ibolya Szucs 9, Aurica Bese 4, Roxana Rob 4/4, Roxana Varga 2/1, Crina Pinea 1, Andrada Trif 1, Lorena Pera 1/1. Varin skot: Adina Muresan 13 (þar af 2 til mótherja), Andreea Mures- an 2 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Þorgerður Anna Atla- dóttir 5, Karolína Bæhrenz Láru- dóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir 4/4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Dagný Skúla- dóttir 2. Varin skot: Guðný Jenný Ás- mundsdóttir 15/2 (þar af 3 til mót- herja), Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 3/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gytis Sniurevicus og Laurynas Mykolaitis, Litháen. Áhorfendur: Um 500. Zalau – Valur 22:21 Það spurðu sig líklega flestir hvernig Valur fór að því að glutra niður forystunni gegn Zalau eins og skrifað er um hér til hliðar. Morgunblaðið leitaði skýringa hjá þjálfaranum Stefáni Arn- arsyni sem var jafn-, ef ekki meira, undrandi og svekktur og aðrir sem á horfðu. „Við spiluðum bara ekki nægjanlega vel í seinni hálfleik. Svo fannst mér þrír vítadómar mjög undarlegir sem við vorum ekki að fá hinumegin á vellinum. En fyrst og fremst erum það bara við sem klikkum. Spurður af hverju liðið hefði hreinlega bara hætt að skora síð- ustu 12 mínúturnar sagði Stefán; „Þegar er svona mikill stærðar- munur á liðunum þá útheimtir það mikla orku, leikmenn voru bara orðnir þreyttir. Við komumst frá fyrri hálfleiknum með góða stöðu og ég held að við höfum bara mætt værukær til leiks. Það þýðir ekki að sofna á verðinum gegn svona sterku liði.“ Stefán var engu að síður stoltur af sínu liði. „Þær lögðu sig allar fram en því miður þá gekk þetta ekki.“ Framganga Vals í Evrópukeppn- inni hefur verið góð síðan Stefán tók við liðinu fyrir fjórum árum. Það er búið að spila átta leiki á þeim vettvangi og aðeins tapa tveimur. omt@mbl.is Má ekki sofna á verðinum Stefán Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.