Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona þegar liðið vann 4:2-útisigur á Mallorca í gær- kvöldi í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Bör- sungar eru því enn ósigraðir með 31 stig á toppi deildarinnar eftir aðeins ellefu leiki. Xavi og Cristian Tello skoruðu einnig fyrir Börsunga, sem voru 3:0 yfir í hálfleik, en heima- menn náðu að minnka muninn í 3:2 áður en Messi skoraði sitt seinna mark. Messi hefur nú skorað heil 76 mörk í 59 leikj- um á árinu og þar með gert fleiri mörk á einu almanaksári en sjálfur Pelé sem skoraði mest 75 mörk á einu ári á sínum ferli. Metið á Þjóðverjinn Gerd Müller sem skoraði 85 sinnum í 60 leikjum árið 1972, en Messi getur vitaskuld enn bætt það met. Atlético Madrid vann Get- afe 2:0 og er í 2. sæti deild- arinnar með 28 stig en Real Madrid er í 3. sæti með 23 stig eftir dramatískan 2:1- útisigur á Levante. Hinn tví- tugi Álvaro Morata skoraði sigurmarkið þar með skalla skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið inni á vellinum í eina mínútu. Cristiano Ro- naldo skoraði fyrra mark Real en heimamenn höfðu jafnað hálftíma fyrir leikslok. sindris@mbl.is Ung hetja Real og Messi náði Pelé Álvaro Morata Molde, sem þjálfað er af fyrrverandi Man. United-hetjunni Ole Gunnar Solskjær, fagnaði í gærkvöldi sigri í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Ís- lendingaliðinu Hønefoss á heimavelli, 1:0. Strømsgodset var eina liðið sem gat gert Molde skráveifu í lokaumferðinni færi svo að strákarnir hans Oles Gunnars myndu leggja Arnór Svein Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson og félaga að velli en Strømsgodset tapaði fyrir öðru Íslendingaliði, Sandnes Ulf. „Þetta er frábært. Strákarnir voru stað- ráðnir í að klára þetta í kvöld. Nú erum við búnir að sýna að það er hægt að vinna deildina tvö ár í röð,“ sagði Ole Gunnar kampakátur í viðtali við TV2 í Noregi eft- ir leikinn. Ole Gunnar hefur verið orðaður við stjórastöður á Englandi vegna árangurs síns með Molde en hann hefur nú unnið tvo meist- aratitla á fyrstu tveimur ár- um sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Þá er Molde komið með fleiri stig en það fékk í fyrra. „Það er nokkuð sterkt. Það eru bara fjögur lið sem hafa fengið svona mörg stig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. tomas@mbl.is Tveir Noregstitlar í röð hjá Solskjær Ole Gunnar Solskjær FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Javier Hernández Balcázar, betur þekktur sem Chicharito eða litla baunin, getur ekki hætt að skora þessa dagana fyrir Manchester United en hann var hetja liðsins í enn einni endurkomunni um helgina. Eftir að hafa spilað illa gegn Aston Villa og lent undir, 2:0, eftir 50 mínútur tók Mexíkóinn knái til sinna ráða. Hann hafði komið inná sem varamaður í byrjun seinni hálf- leiks og kom United á bragðið á 58. mínútu. Fimm mínútum síðar var hann réttur maður á réttum stað en fékk hjálp frá Ron Vlaar, miðverði, Villa sem skaut boltanum í eigið net. Endurkoman og frammistaða Hern- ández var svo fullkomnuð á 88. mín- útu þegar hann skallaði aukaspyrnu Robins van Persie í netið. Þrjú stig í hús, Man. United áfram á toppnum og ekkert lát á velgengni Mexíkó- ans. Sjö mörk í fimm leikjum Chicharito hafði legið í dvala í nokkurn tíma en stuðningsmenn Man. United voru orðnir langeygir eftir góðri spilamennsku og mörkum framherjans unga sem sló í gegn á sínu fyrsta tímabili. Hann bauð svo góðan daginn þeg- ar hann skoraði einnig tvö mörk í annarri endurkomu gegn Braga í Meistaradeildinni þar sem Man. United lenti einnig tveimur mörkum undir. Hernández hélt upp á þá frammistöðu með sigurmarki gegn Chelsea í eftirminnilegum leik eftir að hafa komið inná sem varamaður. Áfram hélt Hernández að skora en hann setti eitt í deildabik- arleiknum gegn Chelsea og svo eitt skrautlegt mark gegn Braga í vik- unni. Chelsea og Braga eru greini- lega lið sem Mexíkóanum líkar vel að spila á móti. „Hann verður í byrjunarliðinu í næsta leik,“ sagði Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Man. United, eftir frammistöðu Hernández gegn Aston Villa. Þegar þú skorar þrennu ertu að velja þig sjálfur í liðið í næsta leik. Hann hefur verið fersk- ur á tímabilinu eftir gott sumarfrí. Það skipti hann miklu máli. Hann er að gera hlutina sem við sáum þegar hann kom til okkar fyrst,“ sagði Sir Alex. Sæti Hughes orðið sjóðheitt Þegar ellefu, já ellefu!, leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni eru enn tvö lið sem hafa ekki unnið leik. Það eru QPR, fékk ekki til sín nema þrettán nýja leikmenn, og nýliðar Reading, sem voru ekki jafnöflugir á leikmannamarkaðnum. Ellefu leikir eru 990 mínútur af fótbolta fyrir þá sem ekki eru með vasareikni við höndina. Á ein- hverjum tímapunkti hljóta lið að grísa á einn sigur en það verður ekki sagt um þessi lið. Reading virðist al- veg ófært um að vinna leik og þegar QPR er í góðri stöðu fær vanalega einhver í liðinu rautt spjald. Nú síðast tapaði QPR fyrir Stoke og vilja margir sparkspekingar meina að Mark Hughes, knatt- spyrnustjóri liðsins, fái að taka pok- ann sinni vinni liðið ekki nýliða Southampton í næstu umferð. Þá geti Tony Fernandes, eigandi og stjórnarformaður QPR, einfaldlega ekki gefið Walesverjanum fleiri stuðningsyfirlýsingar. „Þetta hefur verið erfitt fyrir alla hjá félaginu. En við verðum bara að vera sterkir og reyna komast í gegn- um þennan erfiða kafla,“ sagði Mark Hughes niðurlútur eftir tapið gegn Stoke um helgina. „Önnur lið munu líka ganga í gegnum svona erfiða tíma þannig að þetta snýst bara um að halda haus og reyna að komast að því hvað er í gangi,“ sagði Mark Hughes enn- fremur. „Litla baunin“ vöknuð  Javier „Chicharito“ Hernández kominn úr dvala og hættir ekki að skora  QPR og Reading hafa ekki enn unnið leik í ensku úrvalsdeildinni AFP Markheppinn Javier Hernández er markheppinn með eindæmum en hann er búinn að skora 7 mörk í 5 leikjum. Steinþór FreyrÞor- steinsson lék fram í uppbót- artíma Sandnes Ulf sem lyfti sér upp úr fallsæti í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær- kvöldi með sigri á Strømsgodset, 2:1. Arnór Ingvi Traustason kom inná sem varamaður fyrir Sandnes en Óskar Örn Hauksson sat allan tím- ann á varamannabekknum.    Hønefoss tapaði fyrir Molde, 1:0,þar sem Arnór Sveinn Að- alsteinsson og Kristján Örn Sig- urðsson spiluðu allan leikinn. Høne- foss og Sandnes eru bæði í fallhættu fyrir lokaumferðina en bæði eru í hættu á að fara beint niður um deild eða lenda í þriðja neðsta sæti og þurfa að spila umspilsleiki um áframhaldandi veru í efstu deild.    Þökk sér Sta-bæk er Sogndal nú í um- spilssætinu en Bjarni Ólafur Ei- ríksson lagði upp annað mark Sta- bæk í 2:1-sigri gegn Sogndal í gærkvöldi. Veig- ar Páll Gunnarsson var í byrj- unarliðinu en var tekinn af velli und- ir lok leiksins. Elfar Freyr Helgason sat allan tímann á varamannabekkn- um en Stabæk er fyrir löngu fallið í B-deildina.    Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyr-ir Lilleström sem vann Våle- renga, 2:1, í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði Pálmi Rafn á 68. mínútu en Lille- ström siglir lygnan sæ um miðja deild.    GuðmundurKrist- jánsson skoraði mark Start sem tapaði fyrir No- todden, 2:1, í lokaumferð norsku B- deildarinnar í fót- bolta í gær en Guðmundur kom Start yfir í leikn- um. Start var fyrir umferðina búið að vinna deildina og leikur á meðal þeirra bestu á næsta ári. Matthías Vilhjálmsson missti af markakóngs- titlinum til Martins Wiig sem skor- aði tvö mörk í sigri Sarpsborg. Matt- hías endaði tímabilið samt sem áður með 18 mörk.    Gylfi Þór Sigurðsson ónotaðurvaramaður annan leikinn í röð hjá Tottenham sem tapaði fyrir Englandsmeisturum Man. City, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi hefur aðeins byrjað inná í ein- um af síðustu sex leikjum Totten- ham eftir að vera fastamaður í byrj- unarliðinu í upphafi tímabilsins. Fólk sport@mbl.is Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Tveir menn sem þekkja það báðir að vera í umræðunni fyrir allt annað en fótbolta, John Terry og Luis Suárez, létu verkin tala þegar lið þeirra Chelsea og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær- kvöldi. Terry var að snúa aftur úr fjögurra leikja banni fyrir að beita Anton Ferdinand kyn- þáttaníði og hann mætti aftur til starfa með látum. Fyrirliðinn kom Chelsea yfir með skallamarki eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Terry náði þó ekki að klára hálfleikinn því hann var borinn af velli vegna meiðsla á 39. mínútu. Ramires, liðsfélagi Terrys, felldi Suárez með þeim af- leiðingum að hann féll með allan þungann ofan á löpp Terrys sem lá sárþjáður eft- ir og gat ekki haldið áfram keppni. „Terry er enn hér á Stam- ford Bridge,“ sagði Roberto Di Matteo, knatt- spyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn en fyrirlið- anum var ekki ekið rakleiðis á sjúkrahús. „Þetta er mikil synd fyrir Terry sem var bara að koma aftur eftir leikbann. Ég vona að meiðslin séu ekki alvarleg,“ sagði Ítalinn en Terry mun fara í myndatöku á hnénu í dag og þá kemur væntanlega í ljós hversu lengi hann verður frá. Luis Suárez jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik með skallamarki eftir stoð- sendingu frá Jamie Carragher. Úrúgvæinn er búinn að skora átta mörk í ensku úrvalsdeild- inni og er markahæstur ásamt Hollend- ingnum Robin van Persie hjá Manchester United. Terry sneri aftur, skoraði og meiddist  Suárez óvart skaðvaldur Terrys og er orðinn markahæstur ásamt Robin van Persie John Terry

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.