Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist á Syðra-Velli í Flóa 29. september 1925. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 13. desember 2012. Foreldrar henn- ar voru Margrét Steinsdóttir, f. 17. maí 1890, d. 18. des. 1970, og Ólafur Sveinn Sveinsson, f. 15. jan. 1889, d. 17. júlí 1976. Systkini Margrétar: Sigursteinn, f. 1914, d. 2010, Guðrún, f. 1915, d. 2011, Sveinbjörn, f. 1916, d. 2012, Ólafur, f. 1917, d. 2005, Ingvar, f. 1919, d. 2007, Gísli, f. 1920, d. 1920, Ólöf, f. 1921, d. 2007, Guðfinna, f. 1922, d. 2008, Kristján, f. 1923, Soffía, f. 1924, Sigurður, f. 1928, Gísli, f. 1929, d. 1991, Aðalheiður, f. 1930, Jón, f. 1931 og Ágúst Helgi, f. 1934. Synir þeirra eru Tómas Freyr og Sæþór Berg. 2) Ingi Guðjónsson, f. 1959, sambýliskona Ólöf Sig- ríður Valsdóttir, f. 1969. Börn Inga eru Þuríður Helga, Eirný Halla, Kolbrún Erna og Bergvin Logi. 3) Ólöf Guðjónsdóttir, f. 1959, d. 2005, maki Ingólfur Birgisson, f. 1958. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru Marvin og Þóra Björk. Eitt barnabarn. Margrét ólst upp á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi. Þau Baldvin hófu búskap í Sandgerði árið 1943 en fluttu að Ham- arshjáleigu í Gaulverjabæj- arhreppi árið 1950 og stunduðu þar búskap til 1974 er þau fluttu til Selfoss. Margrét starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands, síðan á varahlutalager KÁ og endaði sinn starfsferil í fiskbúð KÁ. Eft- ir að hún hætti að vinna tók hún virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og fékkst m.a. við út- skurð, glerlist o.fl. Hún átti er yf- ir lauk veglegt safn útskorinna muna. Margrét verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 20. des- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hinn 13. nóv- ember 1943 giftist Margrét Baldvini Stefáni Júlíussyni, f. 9. nóvember 1910, d. 10. júní 1991, frá Býjaskerjum á Mið- nesi. Foreldrar hans voru Guðrún Hólmfríður Bene- diktsdóttir, f. 3. júlí 1874, d. 25. nóv- ember 1918, og Ei- ríkur Júlíus Brynjólfsson, f. 30. júlí 1885, d. 29. nóvember 1918. Kjörsonur Margrétar og Bald- vins er Júlíus Hólm, f. 1948, maki Guðlaug Ásgeirsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru Helena Hólm, Elísabet Hólm, Ásgeir Hólm og Baldvin Hólm, barnabörnin eru sex. Fósturbörn Margrétar og Baldvins eru: 1) Ásgeir Svavar Ólafsson, f. 1951, maki Hrefna Tómasar Tómasdóttir, f. 1969. Látin er í hárri elli elskuleg fósturmóðir mín, Margrét Ólafsdóttir. Minningarnar leiða mig til uppvaxtaráranna í Ham- arshjáleigu þar sem sveitasam- félagið í Flóanum mótaði mig og þroskaði. Við Ólöf tvíburasystir mín heitin vorum sjö ára þegar Magga og Baldur, eins og við systir mín kölluðum þau æv- inlega, tóku okkur í fóstur. Þetta voru mikil umskipti í okk- ar lífi og í fyrstu vorum við svo- lítið smeyk við Möggu. Okkur þótti hún svo virðuleg og al- vörugefin. Það breyttist þó fljótt og frá fyrsta degi varð Magga kletturinn í lífi okkar, klettur sem aldrei brást. Magga var ákveðin en þó alltaf sann- gjörn, enda bárum við mikla virðingu fyrir henni. Hún kenndi mér þá gullvægu reglu í lífinu að orð skulu standa. Ef við suðuðum í henni sagði hún iðulega: „þetta er útrætt mál“. Við systkinin komum frá brot- inni fjölskyldu og fengum hjá Möggu þá festu, öryggi og væntumþykju sem við þurftum svo mikið á að halda. Magga var mikil mannkostamanneskja, traust, heiðarleg, atorkusöm, rólynd og hjartahlý og algjör- lega heil í gegn. Yfirbragð hennar bar með sér fágaðan virðuleika og hún hafði yfirveg- aðan húmor. Allt voru þetta sterkir þættir í persónuleika hennar sem við fengum að njóta svo ríkulega í uppvextinum. Þessi ár í sveitinni átti Baldur fósturfaðir minn við veikindi að stríða og var langdvölum á sjúkrahúsi. Magga sá þá bæði um úti- og inniverkin. Hún var þannig manneskja að hún kvart- aði aldrei þótt í móti blési held- ur tókst hún á við mótlætið af festu en um leið af stillingu. Magga var heilsuhraust alla tíð og andlega hress. Hún hafði gaman af því að ferðast og mér er sérstaklega minnisstætt þeg- ar hún heimsótti mig til Kaup- mannahafnar árið 1984 þar sem ég var við nám. Það var hennar fyrsta utanlandsferð og við átt- um yndislegan tíma saman. Við versluðum á Strikinu, skoðuðum söfn og heimsóttum Paul og Else á Falstri, en þau voru vinafólk Möggu og Baldurs frá fyrri tíð. Einn daginn afrekaði ég það að draga hana, rétt að verða sextuga, með mér í rússí- banann í Tívolí. Hún var fámál að lokinni þeirri ferð. Það var eitt af örfáum skiptum á ævinni sem ég sá votta fyrir angist- arsvip á Möggu, en það var annars fátt sem hún vílaði fyrir sér. Milli Möggu og Baldurs ríkti ávallt ást og væntumþykja. Eft- ir að hann lést bjó Magga ein á Fossheiðinni og þangað var allt- af gott að koma, hlýlegar mót- tökur og kræsingar á borðum. Hjá henni voru flatkökurnar og skonsurnar bestar og í hinu ár- lega jólaboði var rjómatertan fræga ómissandi. Síðustu árin var hennar helsta áhugamál að búa til ýmsa listmuni hvort heldur var út- skurður í tré eða vinna með gler. Allt sem hún gerði var ein- staklega vandað og fallegt, enda var hún með afbrigðum hand- lagin og listfeng. Í síðustu viku var Magga lögð inn á bráðadeild Landspít- alans með blóðtappa og fljótlega kom í ljós að við ekkert varð ráðið. Þær stundir, sem við fjöl- skyldan áttum með henni síð- ustu dagana, voru dýrmætar og eiga eftir að vera okkur ómet- anlegar í minningunni. Ég er þess fullviss að Magga hafi not- ið þess að hafa sína nánustu fjölskyldu, sem var henni svo kær, sér við hlið síðustu stund- irnar og fá að sofna ró í faðmi hennar. Hvíl í friði, elsku móðir. Ingi Guðjónsson. Elsku amma, dagurinn sem þú færir frá okkur var okkur svo fjarlægur að við höfðum vart hugsað til þess, en hann kom því miður og nú lítum við öll til baka á þá tíma sem við áttum saman. Við gleymum aldrei hversu góð þú hefur verið okkur og mörgum öðrum, alltaf til í að hjálpa, sama hvers kyns vanda- mál bar að garði, og leystir þau alltaf með stökustu ró. Við munum aldrei gleyma þínum einstöku kræsingum, þínu stóra hjarta og þinni lúmsku en frábæru kímnigáfu. Aldrei féll þér verk úr hendi og eignuðumst við marga fallega muni sem eru okkur dýrmætir. Við þökkum fyrir að hafa fengið að fara gegnum þessa lífsleið með þér og þú átt alltaf stað í hjörtum okkar. Með ást og söknuði. Þín barnabörn, Helena, Elísabet, Ásgeir og Baldvin. Elsku amma. Mig langaði að minnast þín í nokkrum orðum. Ég gæti setið hér í marga daga og skrifað niður minningar um öll jólin og páskana sem við átt- um saman, þá mánuði sem við Marvin bjuggum hjá þér og sóttum skóla á Selfossi, sumrin þar og svo mætti lengi telja. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin og ekki lengur hægt að koma við hjá þér í Fossheiðinni. Alltaf tókstu vel á móti mér og ætíð voru kræs- ingar á borðum, þínar rómuðu skonsur og flatkökur. Í raun hef ég ekki enn áttað mig á því að þú sért farin frá okkur, allt er svo óraunverulegt. Þú varst yndisleg og einstök manneskja, með svo góðan húmor. Dugleg varstu amma mín og gerðir nánast allt sjálf, það var ekki að spyrja að því, þú komst hlut- unum strax í verk. Ávallt var allt í röð og reglu heima hjá þér og hver hlutur á sínum stað. Einkar handlagin varstu í tré- og glerskurði, í saumi, hekli og prjóni. Það lék allt í höndunum á þér. Ómetanlegt er að eiga þessa muni sem þú bjóst til og gafst mér í jóla- og afmælisgjaf- ir. Minningarnar frá gömlu góðu dögunum þegar við Mar- vin vorum hjá þér um helgar eru mér einnig dýrmætar. Þú elskaðir að dekra við okkur, keyptir alltaf sömu karamellus- úrmjólkina, Cocoa Puffs og auð- vitað kinderegg. Þú bjóst um okkur í sófanum með teppum og púðum og leigðir fyrir okkur vídeóspólu. Mörg handboltamót voru tekin í ganginum heima hjá þér sem og körfuboltamót úti á palli og þótti þér alltaf gaman að. Okkur leið alltaf vel hjá þér amma mín og fundum væntumþykju þína. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið tæki- færi til að vera hjá þér síðustu dagana áður en þú fórst og hafa fengið að kveðja þig. Elsku amma, ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, því eins og þú sagðir; þá getum við alltaf talað við þá sem farnir eru, þeir munu alltaf heyra. Guð geymi þig gullið mitt, elska þig alltaf. Þín Þóra Björk. „Þú fagri dimmblái fjallahringur, sem faðminn breiðir út á hafsins kalda djúp“ segir Margrét í ljóði um sveitina sína kæru. Hún hreifst af fjallahringnum séðum af lág- lendi Flóans. Með hvíta kolla að vetrinum en dimmblár þegar sól hækkaði á lofti. Margrét hefur lokið sínu lífs- hlaupi eftir stutt en snöggt áfall, en varð aldrei misdægurt að öðru leyti um dagana. Hún var bráðþroska unglingur, var fullvaxin um fermingu, tápmikil og vel á sig komin andlega og líkamlega. Hún lék sér að því að lyfta sátum á klakk á móti bræðrum sínum þegar hey var reitt heim af mýrinni. Hún gekk í ungmennafélagið og vann þar að hinum ýmsu málum, svo sem íþróttum og leiklist. Hún skrif- aði í félagsblaðið, bæði bundið og óbundið mál og átti létt með að gera vísur og kvæði. Margrét tók oft þátt í leiklist, var fædd- ur leikari. Í sveitinni voru sett upp leikrit árlega, má segja, og tók hún ætíð þátt í að færa þau upp og lék oftast aðalhlutverkið. Hún var innan við tvítugt komin í hjónaband og farin að búa með manni sínum, honum Baldvini, suður með sjó í Sand- gerði. Eins voru þau í nokkur ár í Saltvík á Kjalarnesi. En síðan færðu þau sig austur, í hennar heimasveit að Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi og þar hófst nýr kafli í þeirra sögu sem varði í 24 ár. Í Hamarshjáleigu var baðstofa og lítið eldhús við hliðina í viðbyggingu, þetta voru gamlar byggingar og farnar að láta á sjá. Að þessu húsnæði dyttuðu þau og lagfærðu. Mar- grét var laghent með hamarinn og sögina og vann að þessu mik- ið til sjálf með smáaðstoð. Fljót- lega eftir að hún kom í sveitina aftur gekk hún í kvenfélagið og var fljótlega orðin formaður þess og stjórnaði af röggsemi í mörg ár. „Hún er skrítin konan í Ham- arshjáleigu, hún reykir pípu,“ sagði lítill strákur þegar hann kom heim frá því að hafa komið til Margrétar. Honum hefur þótt pípan tilheyra frekar körl- unum, en þetta fannst Margréti toppurinn á tilverunni, að litli strákurinn taldi hana þessu marki brennda. Hún hafði gam- an af því að vera ekki alveg eins og konan á næsta bæ. Stóri systkinahópurinn á Syðra-Velli var má segja allt söngfólk, með örfáum undan- tekningum og var Margrét í þeim hópi og var laglaus. En henni fannst það síður en svo galli og sagði að það þyrftu ein- hverjir að hlusta. Hún hafði yndi af tónlist og var Baldvin, maðurinn hennar, bæði söng- maður og lék á hljóðfæri og samdi lög. Árið 1974 fluttu þau að Sel- fossi. Þar keyptu þau sér rað- hús og áttu fallegt heimili og fór Margrét að vinna úti. Meðal annars vann hún á bílalager KÁ við að selja skrúfur og vara- hluti, sem var talin frekar karlavinna. Margrét missti manninn sinn 1991 og bjó hún ein í húsinu sínu í um tuttugu ár. Á síðustu árum starfaði hún í félagi eldri borgara í Árborg og vann meðal annars við útskurð, glerlist og fleira. Eftir hana liggja margir fallegir munir. „Ef fjarlægð skilur ég dvel í draumi í dalnum þar sem ég bernskuskónum sleit,“ segir að lokum í ljóði Mar- grétar. Jón Ólafsson. Meira: mbl.is/minningar Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til Möggu frænku fyrir gömlu, góðu dag- ana í Hamarshjáleigu, þegar veröldin var lítil og náði eig- inlega ekki lengra en vestur að Dalbæ, til afa og ömmu og aust- ur að Hamarshjáleigu, til Möggu, Baldurs og tvíburanna. Dögunum var eytt í leik og lærdóm í félagi með Ólöfu og Inga. Iðulega fór ég austur að Hammó með skólabílnum eftir skóla eða þau komu með mér að Velli. Magga var ávallt skammt undan, gaf okkur að drekka og borða, rak okkur áfram við lær- dóminn og skammaði okkur ef við gerðumst heldur fyrirferð- armikil. Allt var þetta gert af kærleik og þeirri röggsemi sem einkenndi Möggu frænku. Hún gerði ekki mannamun og sagði það sem henni bjó í brjósti. Hún var eins ekta og nokkur maður getur verið. Hún var iðulega með okkur í félagsstörfunum í ungmenna- félaginu, kirkjunni, nú eða á hjónaböllunum sem við fengum nasaþefinn af í fyrstu á gene- ralprufum á leikritum og ljóðum sem hún samdi og/eða leik- stýrði. Eftir að þau fluttu á Selfoss var ég daglegur gestur hjá þeim fjórum, því Ólöf var mín besta vinkona. Þangað var gott að koma eftir skóla meðan beðið var eftir skólabílnum. Allt er þetta dásamlega skemmtilegt í minningunni og ber að þakka. Veri Magga frænka kært kvödd. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir.) Þóra Bjarney Jónsdóttir. Það kom auðvitað sem áfall eins og alltaf þegar fréttist í síðustu viku að frænka mín hefði orðið alvarlega veik og óvíst væri um bata. Þótt ald- urinn væri orðinn nokkuð hár eða rúm 86 ár kemur slík frétt sem óþægilegt högg í daglega lífið. Magga var ellefta barnið í 16 barna hópi þeirra hjóna á Syðra-Velli Margrétar Steins- dóttur og Ólafs Sveinssonar. Án efa hefur verið þar líf og fjör með allan þennan barnahóp ásamt því að stunda bústörf sem ekki voru tæknivædd á þessum tíma. Best man ég eftir Möggu þegar hún bjó ásamt manni sínum Baldvini Júl- íussyni (d. 1991) og syni þeirra Júlíusi í Hamarshjáleigu og ég átti þá heima á næsta bæ. Á þessum árum var hlutverka- skipting kynjanna önnur en nú. Þess vegna braut Magga blað með því að ganga til allra verka til jafns við karlana, hvort sem það voru fjósverkin eða akstur á Farmal Cub. Það er engum of- sögum sagt að hún hafi gengið óhrædd til allra verka. Magga gat líka tekið á mjúku málunum af myndarskap og var mikil og traust mamma sem sást á því að hún lét sér ekki nægja að hugsa um sitt eigið fólk heldur tók inn á heimilið þrjú fósturbörn um ævina, Ásgeir sem kom inn á heimilið í Hamarshjáleigu við 10 ára aldur og systkinin Inga og Ólöfu sem komu 1966 (Ólöf dó langt um aldur fram 2005). Kæra frænka, það er með söknuði sem við kveðjum þig og þökkum fyrir skemmtilegar samverustundir. Megi minningin um þig lifa. Ingólfur Kristmundsson og fjölskylda. Hún stendur í pontu á ung- mennafélagsfundi og les eigin hugarsmíð upp úr félagsblaðinu Viljanum. Fundarmenn hlæja, sem von var, enda Magga meinfyndin. Mér varð þó á að hugsa hvers vegna hún hlægi ekki og þá skildi ég hvernig farið er með gamanmál; flytjandinn byrjar ekki að veltast um af kæti heldur kannar viðbrögð áheyrenda eins og Magga gerði í þessu tilfelli, en í lokin brosti hún eilítið út í annað munn- vikið. Hún var líka hagorð og vafalaust geymir fyrrnefnt blað einhverjar stökur eða ljóð eftir hana, a.m.k. man ég eftir haustljóði sem hún orti um góða tíð og uppskeru liðins sumars. Það var svo sem sama hvar Magga kom að hlutunum, hún gat leyst alla skapaða hluti úti sem inni. Eitt sinn er ég var krakki fékk ég blóðeitrun í tvo fingur sinn á hvorri hendi. Farið var með mig til Bjarna læknis á Selfossi, sem sprautaði mig. Ekki fannst lækninum ástæða til að ég kæmi daglega í sprautu til sín, eins og með þurfti, og sendi því Möggu lyf- ið. Ég fór því til Möggu, sem sprautaði mig af sannri fag- mennsku, gætti alls hreinlætis með græjurnar og sauð þær í fati á eldavélinni í litla torf- bænum sínum. Seinna þegar Magga flutti að Selfossi fékkst hún við ýmis störf og vann m.a. á bílalager KÁ. Einhverju sinni stend ég og bíð þar við afgreiðsluborðið, en á undan mér er karlmaður á besta aldri. Magga kemur fram með um- beðinn hlut og sýnir mannin- um, en jafnframt veitir hún ráðgjöf um hvernig hluturinn komi honum að gagni. Með stjörnur í augunum segir mað- urinn: „Ja, svona kona hefði nú þurft að búa í sveit.“ „Það gerði ég nú lengst af,“ svaraði Magga eilítið kaldranalega og brá ekki svip við hrósið. Magga var ákaflega virðing- arverð kona, laus við fjas og tildur, og ég get ekki ímyndað mér að fólk hafi staðið í því að mótmæla henni því hún lét ekki orðin óígrunduð frá sér fara. Ég man þó er þetta brást einu sinni er þær töluðust við í síma mamma og Magga. Mamma var að vandræðast yfir því að það væri rafmagnslaust og því gæti hún ekkert gert. „Geturðu ekki ryksugað,“ svaraði þá Magga. Magga starfaði lengi í kven- félaginu í Gaulverjabæjar- hreppnum af miklum skörungs- skap. Ef einhver ætti að bera titilinn kvenfélagsformaður, í víðustu merkingu þess orðs með rentu, þá var það hún Magga. Nú kveð ég þennan fyrrver- andi nágranna úr sveitinni með þökkum og votta börnunum hennar og aðstandendum sam- úð mína. Þórdís Kristjánsdóttir. Margrét Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Magga, þú varst alltaf mjög góð við alla og bakaðir mjög gott. Ég sakna þín mjög mikið. Hvíldu í friði og láttu þér líða afskaplega vel. Ég elska þig og takk fyrir allar góðu og þægilegu stundirn- ar. Þú ert best. Þín Díana Dögg. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVANHVÍT STELLA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Grundargerði 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 18. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Helena Á. Brynjólfsdóttir, Valur Waage, Ólafur Brynjólfsson, Hrefna Björnsdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Steinunn Þórisdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Kristján Jónasson, Sverrir Brynjólfsson, Guðríður Ólafsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Gunnar Óskarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.