Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ✝ Ingvar RagnarHárlaugsson fæddist í Austurhlíð í Biskupstungum 6. desember 1956. Hann lést 10. des- ember sl. Foreldrar hans eru Hárlaugur Ingvarsson, f. á Hvítárbakka í Bisk- upstungum 14. júní 1928, d. 1. sept- ember 2003, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. í Austurhlíð 21. desember 1932. Systkini hans eru: Guðrún Steinunn, f. 1954, hún á fjórar dætur. Guðmundur, f. 1959, hann á þrjá syni. Elín Margrét, f. 1961, hún á þrjár dætur og einn son. Árið 1995 hóf Ingvar sambúð kraftur vegna afkasta og sam- viskusemi í öllum sínum störfum. Ingvar naut ekki langrar skóla- göngu en tók meirapróf og vann síðan við bifreiðaakstur, fyrst hjá Hagvirki og Olíudreifingu en síðustu 20 árin hjá Gámaþjónust- unni, bæði í Reykjavík og Akur- eyri. Ingvar og Svala bjuggu fyrst á Selfossi, síðan í Reykjavík og síðustu 11 árin á Akureyri. Ingvar söng með Karlakór Sel- foss, Þröstum í Hafnarfirði og Karlakór Eyjafjarðar sér til mik- illar ánægju og yndisauka, hafði enda fallega tenórrödd og var tónviss með afbrigðum. Þótt Ingvar eignaðist ekki börn sjálf- ur voru barnabörn Svölu hans gleði í lífinu. Þær Aníta og Helga voru gersemarnar hans og þær áttu í honum besta afa í heimi. Eins var með systkinabörnin, þeim sýndi hann alltaf ein- skæran áhuga og fylgdist vel með öllu í þeirra lífi. Ingvar var jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju 18. desem- ber 2012. með Svölu Hjalta- dóttur. Hún fæddist 1. maí 1959. Dóttir hennar er Íris Björg Helgadóttir, f. 1976. Dætur Íris- ar eru Aníta Ósk Einarsdóttir, f. 1994, og Helga Guðrún Þorbjörns- dóttir, f. 1998. Ingvar ólst upp í Hlíðatúni í Biskups- tungum með foreldrum sínum og systkinum við almenn sveita- störf á búi þeirra og jafnframt ýmis störf, sem til féllu í sveitum í þá daga, svo sem vinnu í girðingaflokkum, sláturhúsum og fiskvinnslu á vetrarvertíðum. Ingvar varð snemma stór og sterkur og eftirsóttur vinnu- Elsku besti afi minn, ég trúi því varla að þú sért farinn úr þessum heimi, farinn frá okkur, en ég trúi því að þér líði vel og þú sért glaður þar sem þú ert núna. Þegar ég hugsa til þín koma ótal yndislegar og skemmtilegar minn- ingar upp í hugann eins og hvað þú varst alltaf ótrúlega þolinmóður og rólegur í farþegasætinu þegar ég var að læra að keyra, ég þurfti líka virkilega á því að halda. Eða þegar þú settir boxý-strokleðrið mitt upp í þig og beist í það því þú hélst að það væri lakkrís og við „ömmgurn- ar“ hlógum okkur máttlausar. Ég mun heldur aldrei gleyma því þeg- ar við fjölskyldan sátum saman í bílnum og hlustuðum á karlakór- inn á löngum ferðalögum, þið amma sunguð alltaf með og héld- ust í hendur, mér fannst það alltaf svo gaman. Þú varst alltaf svo glaður og brosmildur og þannig vil ég líka muna eftir þér. Ég á eftir að sakna þín svo mik- ið elsku afi minn en ég er þakklát fyrir allar frábæru minningarnar. Í hvert skipti sem ég heyri karla- kór syngja, hlusta á Elton John eða heyri talað um Manchester United mun ég hugsa til þín. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öll- um og ég veit að ég þarf ekki að biðja þig að vaka yfir ömmu minni, gullinu þínu, alla daga. Ég elska þig elsku afi minn. Eldra barnabarnið þitt, Aníta Ósk (kósarinn þinn). Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís og hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn – og þögnin hverf- ur alltof fljótt. En þó augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því tár sem þerrað burt – aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag sem hinsta væri það því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund – því feg- urðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Minn kæri bróðir hefur kvatt þennan heim og er farinn þann veg sem bíður okkar allra. Við bræðurnir vorum alla tíð nánir, hann var rúmum tveimur árum eldri og var einn af okkur frændsystkinunum sem ólumst upp saman í Hlíðartúni og Aust- urhlíð á æskuárunum. Minning- arnar eru margar en verða ekki raktar hér. Ingvar var mér ætíð góður bróðir, passaði upp á mig þegar ég var lítill og kærleikur hélst með okkur upp frá því. Hann var einstaklega barngóður og fengu synir mínir að kynnast hjartahlýju hans og manngæsku þegar þeir voru að alast upp. Hann var áreiðanlegur og traustur mað- ur, hörkuduglegur til vinnu og stóð allt eins og stafur á bók sem að honum sneri. Ingvar varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Svölu konunni sinni fyrir rúmum 17 árum, þau voru alla tíð mjög samrýnd og átti fjölskyldulífið vel við bróður minn. Tók hann dóttur Svölu, Írisi, sem sinni eigin og síðar Anítu og Helgu, dætrum Írisar. Mannkostir Ingv- ars fengu að njóta sín í fjölskyldu- lífinu og ekki fór á milli mála hvursu vænt honum þótti um stelpurnar sínar. Það er sárara en orð fá lýst að kveðja elskulegan bróður minn og lífið verður ekki það sama án hans. Megi þeir sem eiga um sárt að binda fá styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning Ingv- ars. Guðmundur Hárlaugsson. Mig langar í fáum orðum að minnast kærs frænda míns og vinnufélaga Ingvars Hárlaugsson- ar. Við Ingvar vorum aðeins meiri systkinabörn en gengur og gerist því mæður okkar voru systur og feður okkar bræður. Frændgarð- urinn er stór, upprunninn í Bisk- upstungum. Krakkahópurinn á Austurhlíð- artorfunni var stór og fyrirferðar- mikill og margar góðar minningar streyma fram í hugann. Við lékum okkur saman í sveitinni og til varð samheldni og traust vinátta í stórum hópi frændsystkina, sem heldur enn í dag. Segja má að leiðir okkar Ingv- ars hafi legið saman á ný og að við höfum verið miklu meiri félagar og vinir á okkar fullorðinsárum hjá Gámaþjónustunni, þar sem við báðir unnum í áratugi og hann allt fram á síðasta dag. Ég get fullyrt að varla var hægt að finna sam- viskusamari starfsmann en Ingv- ar, alltaf skyldi vinna öll verk og klára allt vel og vandlega. Dags- verkið alltaf til fyrirmyndar. Oft var leitað til Ingvars, bæði við störf og leik, þegar þurfti að rifja upp staðreyndir sem höfðu skolast til, t.d. hvenær einhver átti afmæli, hvaða númer hefði verið á ákveðnum bíl eða hvenær ákveð- inn vörubíll hefði verið tekinn í notkun hjá fyrirtækinu. Þessu var öllu hægt að fletta upp hjá Ingvari, hann hafði þetta allt í kollinum. Við Ingvar töluðum oft saman í síma eftir að hann flutti með Svölu sinni til Akureyrar og alltaf var gott að koma til þeirra þegar leiðin lá norður. Það var mikið áfall þeg- ar Ingvar veiktist á síðasta ári og heilsu hans hrakaði til muna. Með- al annars leiddi þetta til það mik- illar heyrnarskerðingar að Ingvar átti t.d. bágt með að tala í síma og þannig missti hann mikið samband við marga sem söknuðu upplífg- andi símtala hans, en Ingvar hafði brennandi áhuga á málefnum líð- andi stundar og var alltaf til við- ræðu um allt milli himins og jarð- ar. Við hjónin viljum að leiðarlok- um þakka Ingvari fyrir samfylgd- ina og trausta vináttu í gegnum tíð- ina. Hans verður sárt saknað. Svölu, öðrum ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Guð blessi góðan dreng. Guðmundur Ingi Sumarliðason. „Já, það var 25. maí 1975, það var árið áður en þú fæddist Jón- ína.“ Svona setningar mátti oft heyra hjá Ingvari. Þetta er með því fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um Ingvar frænda minn. Ártöl og dagsetningar lágu alltaf vel fyrir honum, enda var hann fyrsti maðurinn sem var hringt í ef eitthvað var óljóst í umræðu fjöl- skyldunnar um liðna atburði eða afmælisdaga. Ingvar var traustur maður með stórt hjarta. Hann elskaði söng og var í ýmsum kórum, allt eftir því hvar hann bjó á landinu. Hann fylgdist með enska boltanum og fannst ekki leiðinlegt að rökræða úrslit leikja dagsins við frændur og vini. Hann var barngóður og vorum við systkinabörn hans hænd að honum. Þegar við elstu í hópnum vorum í Fjölbraut á Selfossi var alltaf gott að kíkja til Ingvars, sem bjó þá einn. Alltaf tók hann vel á móti okkur og var til í spjall. Gæfa Ingvars í lífinu var hún Svala. Þau voru alla tíð samhent og stóð Svala eins og klettur við hlið hans í veikindum hans síðasta ár. Þegar þau hófu búskap eignaðist hann tvær afastelpur, sem áttu alla tíð stóran sess í lífi hans. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Ingvars og Svölu, gott spjall og miklar veitingar ein- kenndu þessar heimsóknir, enda gaf maður sér alltaf tíma til að kíkja á þau þegar farið var til Ak- ureyrar. Ég er þakklát fyrir sein- ustu stundir mínar með honum í október. Eins og vani var kíkti ég á þau og við áttum gæðastund, þar sem margt var spjallað og rifjað upp og auðvitað allt tímasett, með ári og dagsetningu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir. Með Ingvari er einn af mínum allra bestu vinum fallinn í valinn. Þegar ég hafði meðtekið þau dap- urlegu tíðindi var það fyrsta sem upp í hugann kom að hans skarð sem vinar yrði aldrei fyllt. Með okkur var náinn vinskapur sem var á vissan hátt allt öðruvísi en vin- skapur sem ég hef átt með öðru samferðafólki. Þar fór framúrskar- andi minnugur drengur, glaðsinna og stálheiðarlegur. Elsta minningin í huganum um Ingvar er síðhærður unglingur í Hlíðarréttum sem hátt lá rómur og hló skærum hlátri. Níu ár voru á milli okkar svo ég hef verið á að giska sex ára. Við ólumst upp við sama fjall- garðinn. Talsverður samgangur var milli bæjanna okkar, svo við vissum hvor af öðrum. Það var svo árið 1982 sem eiginlegur vinskapur okkar Ingvars hófst. Þá hagaði þannig til að við lentum saman í byggingarvinnu. Þar uppgötvuð- um við báðir sameiginleg áhuga- mál, býsna furðuleg. Hugur okkar hændist að bílnúmerum, ártölum og fæðingarárum fólks. Ég komst reyndar fljótt að því að Ingvar var ofjarl minn á þessu sviði. Allar götur síðan tengdu þessi hugðarefni okkur saman. En við þau spannst einlægur vinskapur. Sem unglingur trúði ég honum fyrir leyndarmálum, það var öruggt að þau fóru ekki lengra. Þar sem langt var milli heimila okkar til margra ára lá beinast við að nota símann í samskiptum og var það regla hjá okkur að taka símtal ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Þau símtöl tóku yf- irleitt ekki minni tíma en tvær klukkustundir. Auk bílnúmera- og ártalaupprifjunar var rætt um gamla tíma. Sveitunga okkar og einkenni þeirra. Pólitík og búskap- arhættir voru einnig vinsæl um- ræðuefni. Þessi símtöl og samvistir með Ingvari gáfu mér afar mikið. Það er mér enn ljósara nú við leiðarlok. Ingvar var gleðigjafi, hafði jákvætt viðhorf til lífsins og það duldist engum að hann var stálminnugur og glöggur. Ég efast um að nokkur hafi búið yfir meiri vitneskju en Ingvar um viðburði í Tungunum síðustu 50 árin eða svo. Að auki var hann vel að sér um flest er gerðist í þjóðfélaginu. Það var fljótlegra að hringja í Ingvar en fletta upp í bók- um ef vantaði dagsetningu. Þá sjaldan hann hafði ekki viðburði á hreinu var hann reiður út í sjálfan sig og strauk sér hratt um ennið. Það hefði legið vel við Ingvari að ganga menntaveginn og hafði ég stundum orð á því við hann að það væri hálfgerð sóun að hann eyddi starfsævinni í akstur vörubíla með þó fullri virðingu fyrir slíkum störfum. Rétt eins og ég var Ingv- ar seinn til að ná sér í lífsförunaut. En það var honum gæfa að kynn- ast Svölu. Þeirra sambúð var far- sæl. Við áttum eftir að taka mörg símtöl Ingvar minn og ég sá fyrir mér að við myndum eiga margar stundir á næstu árum og í ellinni. Það er leitt að hugsa til að svo verður ekki. Svo lengi sem ég lifi mun hugurinn leita oft til þín. Mikill er missir okkar allra sem þekktum Ingvar. Mestur er missir ykkar Svala mín og Rúna og stjúp- dóttur og afabarna. Hugur okkar Sigrúnar hefur verið hjá ykkur síð- ustu daga. Megi almættið styrkja ykkur í sorginni. Kristófer Tómasson. Nú hefur vinur minn Ingvar lokið sinni göngu og komin kveðju- stund. Margs er hægt að minnast frá okkar kynnum sem hófust fyrir um það bil 40 árum. Ég er ekki í vafa um að Ingvar hefði getað svar- að því með nákvæmri dagsetningu hvenær vinskapur okkar hófst, enda var það hans sérgáfa að geta munað ýmsar tölur og nákvæmar tímasetningar með fullri vissu. Eitt er víst að við náðum prýð- isvel saman þegar við vorum í girð- ingaflokki Jóns frá Neðra-Dal í Biskupstungum, ásamt fleiri mönnum á ýmsum aldri. Eðlilega var oft kátt á hjalla og sagðar kostulegar sögur af ýmsum sam- ferðamönnum sem og öðrum. Ingv- ar hafði góðan húmor og hló stund- um af lífs og sálar kröftum með öllum líkamanum, en hann var með hærri mönnum og mikill krafta- og úthaldsmaður í girðingarvinnu. Mér er ekki grunlaust um að ég hafi nýtt mér hæð og krafta vinar míns þegar sleggjan var annars vegar, enda var sleggja í höndum Ingvars líkt og slaghamar hjá með- almanni. Því urðu höggin trúlega fleiri og þyngri frá vini mínum en öðrum vinnufélögum þegar reka- viðarstaurar voru hamraðir í jörð. Einu skiptin sem Ingvar hafði ekki burði til að lyfta sleggju voru þegar hann lenti á þeirri hálu braut að hlæja sig máttlausan. Einnig fórum við á þessum áratug saman nokkrar ferðir á Kjöl í eftirsafni Tungnamanna undir forystu Guð- jóns frá Tjörn með mörgum öðrum sem nú eru horfnir af sviði. Kynni okkar Ingvars hafa staðið óslitið síðan þetta var og saman fórum við í margar ferðir með okk- ar konum, þeim frænkum Svölu og Halllveigu, bæði hérlendis sem og nokkrum sinnum til útlanda þar sem gleði og gamansemi réð ríkj- um allar stundir, þar sem oft voru rifjaðar upp sögur af ýmsum sam- ferðamönnum sem við báðir eða við öll þekktum. Ingvar vinur minn var líkt og fleiri hans frændur mikill dugnaðarforkur og einstakt snyrti- menni á alla hluti, en ekki minnist ég þess að hann hafi lagt í vana sinn að kvarta eða bera á torg sinn vanda sem þó varð stór við veikindi hans, enda varð þá ekki um að ræða áframhaldandi kórstarf né heldur tónlistarhlustun sem var örugglega þungbær raun. Við Hallveig óskum þess að Svala og þeirra stelpur, sem allar voru Ingvari kærar, öðlist styrk til að standa af sér þetta áfall með hjálp góðra minninga frá liðnum gleðistundum. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Magnús Halldórsson. Á fögrum morgni á miðri að- ventu fæ ég frétt um að Ingvar frá Hlíðartúni væri látinn. Eins og oft er þegar slíkar fréttir ber- ast vill maður helst ekki trúa því að hún sé sönn. En raunveruleik- inn er miskunnarlaus og eftir stendur minning um látinn vin sem var aðeins 56 ára. Hann hafði að vísu fengið slæman vírus í höf- uðið rúmu ári áður og var lengi að ná heilsu á ný og þótt heilsan væri ekki komin aftur að fullu var hann samt farinn að vinna aftur hjá Gámaþjónustunni á Akureyri, en hjá því fyrirtæki hafði hann starf- að um árabil og reynst þeim góð- ur starfsmaður. Við gamlir nágrannar hans frá æsku- og uppvaxtarárum minn- umst þessa góða vinar með mikl- um söknuði. Þótt hann flytti norð- ur yfir heiðar slitnuðu vinaböndin ekki, né heldur við börnin mín sem höfðu sent honum afmælis- kveðju í netheimum, aðeins örfá- um dögum áður en hann skildi við. Ingvar ólst upp í stórri fjöl- skyldu Austurhlíðarfólksins þar sem afinn og amman fóru með stórt hlutverk í uppeldinu og studdu við unga fólkið þegar það var að feta sig fyrstu skrefin í líf- inu. Síðar tóku Hárlaugur faðir hans og Kristinn föðurbróðir hans við uppeldinu og Ingvar stækkaði hratt og líktist í mörgu föðurafa sínum, Ingvari á Hvítár- bakka, en hann bar nafnið hans. Ingvar var á yngri árum virkur vel í öllum störfum og félagslífi, fjallmaður góður og einstakur drengur er þeir sem minna máttu sín leituðu til. Mér er minnisstætt hversu hjálpsamur og duglegur hann var er hann dvaldi hér í Út- hlíð og sá með okkur um bú Jóns bróður míns sem lá lamaður á spítala. Margt þurfti að gera og ekki var spurt um hvort vinnudagur- inn væri búinn. Ég spurði Ingvar eitt sinn, eftir langan vinnudag, hvort hann væri ekki þreyttur. Hann svaraði fljótt: „Nei, mér finnst svo gaman að geta unnið og hjálpað til við störfin.“ Með slíkan dreng við hlið sér var gaman að sjá stóru ævintýrin gerast er möttullinn græni lagðist yfir land- ið og vornóttin færðist yfir Bisk- upstungurnar. Ingvar minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi ástvinum Ingvars mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, megi minningin um góðan dreng lifa. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Ingvar Ragnar Hárlaugsson HINSTA KVEÐJA Ingvar frændi minn var stór og sterkur maður með óendanlega hlýju í augun- um. Hvíldu í friði kæri frændi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hugrún Ásta Kristjánsdóttir. Jóhannes Ágústsson ✝ Jóhannesfæddist í Reykjavík 11. jan- úar 1953. Hann andaðist á krabba- meinslækn- ingadeild Landspít- alans 15. nóvember 2012. Útför Jóhann- esar fór fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 23. nóv- ember 2012. hins nýja Gagn- fræðaskóla 1966- 1968 þar sem fimm mínútna innifrímín- útur tíðkuðust, þær voru þá algjör nýj- ung. Nemendur létu sig stundum hverfa úr skarkal- anun á göngum skólans inn í komp- urnar undir stigun- um upp á aðra hæð skólans þar sem rædd voru ýmis mál. Ekki var laust við að kapp- hlaup myndaðist um hverjir næðu kompunum fyrstir til fundahalda við upphaf fimm mínútna frímínútnanna. Næðu Jóhannes er farinn heim. Kynni okkar hófust í skátafélag- inu Heiðabúum 1963-1964. Þau kynni styrktust síðan á göngum menn þangað inn áttu þeir kompuna til loka uns hringt var inn í næsta tíma. Þarna og á göngunum mynd- aðist einskonar ósýnilegt félag án forms þar sem rædd voru ýmis mál þjóðleg og alþjóðleg, líka utan dyra í löngum frímín- útum t.d. björgun minja í bæn- um, handritamálið og hugmynd um útgáfu á frímerki með mynd Jörundar hundadagakonugs. Vinátta Jóhannesar stóðst eldraun tíma og fjarlægðar eftir að hann flutti til Svíþjóðar. Lengi vel meðan foreldrar hans bjuggu við Háaleiti í Keflavík bauð hann mér í mat heim um hver áramót er hann kom til landsins. Voru þá gömul og ný mál rædd og metin. Nú hefur skólabjallan hringt hinsta sinni en ósýnilega félagið heldur til- vist áfram, án forms og form- legheita. Skúli Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.