Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ✝ GuðmundurSigurðsson fæddist í Reykjavík hinn 8. janúar 1944. Hann lést á heila- og taugaskurð- lækningadeild Landspítalans í Fossvogi 14. des- ember 2012. Foreldrar hans voru: Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 3.9. 1914 í Þórðarkoti í Selvogi í Ár- nessýslu, d. 2.3. 2001, og Sig- urður Hlíðdal Pétursson, f. 22.7. 1919 á Mel í Staðarhreppi, d. 11.6. 1952. Guðmundur kvæntist Hafdísi Hafsteinsdóttur sjúkraliða, f. 6.5. 1945 hinn 5.7. 1969. Dætur þeirra eru: 1) Helga Sigurósk, starfsmaður á Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hveragerði, f. 27.12. 1971, maki hennar er Júlíus Jón Þorsteinsson, f. 14.10. 1969, börn þeirra eru: 1) Elva Karen Júlíusdóttir, f. 27.12. 1997, 2) Lilja Rós, f. 17.1. 2003, 3) Aron var að byggingu Meitilsins. Ungur að árum hóf hann störf við fiskvinnslu hjá sama fyr- irtæki og vann sig upp í stöðu skrifstofustjóra þar sem hann vann lungann af starfsævinni. Meðfram vinnu sinni hjá Meitl- inum var hann fréttaritari hjá RÚV. Hann var mjög virkur í fé- lagsmálum og uppbygging- arstarfi í Sveitarfélaginu Ölfusi, s.s. í stjórn meðferðarheimilis SÁÁ að Sogni, einn af upphafs- mönnum Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn ásamt Jónasi Ingimundarsyni o.fl. og var í stjórn FÍB um árabil. Hann vann um árabil sem umboðsmaður hjá Hagtryggingu, Sjóvá Al- mennum og Tryggingamiðstöð- inni. Guðmundur vann síðar hjá Útgerðarfélaginu Árnesi í Þor- lákshöfn áður en hann flutti til Reykjavíkur veturinn 1997. Eft- ir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni vann hann við útkeyrslu hjá Íslandspósti og síðar hjá Ör- yggismiðstöðinni. Síðustu árin vann hann sem liðveislufulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Útför Guðmundar Sigurðs- sonar fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 20. desember 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar Ísak, f. 2.11. 2006. Börn Júlíusar frá fyrra sambandi eru: 1) Þorsteinn Grétar, f. 14.2. 1991, 2) Matthías Elí, f. 11.7. 1995. 2) Halldóra Björk kennaranemi, f. 23.4. 1981, eig- inmaður hennar er Sigurður Elvar Sig- urðsson, f. 7.1. 1976, barn þeirra er 1) Stefán Ingi Sigurðarson, f. 29.5. 2008, barn Halldóru frá fyrra sam- bandi er Þórey Katla Brynj- arsdóttir, f. 17.7. 2000, og barn Sigurðar frá fyrra sambandi er Axel Bergmann, f. 8.10. 1996. 3) Sigrún Elva, hjúkrunarfræð- ingur, f. 9.4. 1983, maki hennar er Sigurður Kristján Jensson, f. 29.8. 1982, barn þeirra er Jens Sigurðsson, f. 27.5. 2011. Starfsævi Guðmundar hófst snemma í Þorlákshöfn en strax sem lítill polli byrjaði hann að handlanga spýtur þegar unnið Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur og við fjölskylda þín sitjum eftir yfirbuguð af sorg. Þú varst svo ánægður og hress og búinn að jafna þig vel eftir hjartaaðgerðina þína. Svo lentir þú í hræðilegu slysi sem tók þig frá okkur. Tímarnir á spítalanum voru okkur mjög erf- iðir og alltaf héldum við í vonina, en sú von brást og þú kvaddir þennan heim 14. desember. Barnabörnin þín komu upp á spítala og fengu að kveðja þig og það var dýrmæt stund. Ég held að þú hafir alltaf vitað af okkur þarna, þótt þú hafir ekki svarað okkur, en nú ertu laus úr þjáða líkamanum þínum og kominn heim til Drottins. Það er svo margs að minnast þessi ár sem við höfum fengið saman. Þú varst mjög iðinn að gera eitthvað með mér þegar ég var barn og þér fannst nú ekkert leiðinlegt að ég hafði gaman af bílum og iðulega eftir hverja bæjarferð komstu með einn lít- inn bíl handa mér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig. Þú varst mikill fjölskyldumaður og helg- aðir líf þitt mömmu og okkur systrunum. Þú hafðir gaman af því að ferðast og fórum við á hverju sumri til Akureyrar. Það var alltaf jafnmikill spenningur að komast norður og þú varst ekki síður spenntur. Þú varst nú aðeins farinn að kitla pinnann þegar komið var niður í Öxnadal- inn. Hápunktur þessara ferða var að fara í Fljótin til Línu og Björgvins, og þér fannst ekkert betra en að fara niður að sjó eða Miklavatni og renna fyrir fisk. Þú elskaðir að vera úti í nátt- úrunni. Þú barst mjög mikla um- hyggju fyrir okkur systrunum og varst ekki alveg tilbúinn að hleypa okkur út í lífið og hafðir alltaf smá áhyggjur af okkur. Ég fór í framhaldsskóla til Reykja- víkur 1987 og bjó hjá ömmu. Ég kom svo heim um helgar, og ég var ekki fyrr komin en þú byrj- aðir að þvo og bóna fína rauða Fíatinn minn, þetta gerðir þú nánast hverja einustu helgi og ef vont var veður keyrðir þú stund- um fyrir mig í bæinn á sunnu- dagskvöldum og tókst svo rút- una heim. Svona varstu við okkur systurnar, umhyggjusam- ur og góður. Þegar ég kynntist Júlla tókstu honum strax vel og þið urðuð góðir vinir. Í rauninni gekkstu honum í föðurstað þar sem hann var búinn að missa föður sinn og fráfall þitt er honum afar erfitt. Þið spjölluðuð oft mikið saman, og þegar Júlli var á sjónum í haust hringdi hann oft í þig og það þótti þér afar vænt um. Mér er minnisstæður göngu- túrinn sem við fórum í saman í sumar um Þorlákshöfn. Við fór- um niður á höfn og skoðuðum bátana, við kíktum á myndirnar á Selvogsbrautinni og þar voru myndir af þér í viðtali við sjón- varpið, þar sem þú varst í for- svari fyrir betrumbættum Þor- lákshafnarvegi. Þú lést þig öll góð málefni varða, pabbi minn, og varst vinamargur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku pabbi minn, það er sárt að kveðja þig, og það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Ég sakna þín mikið. Þín dóttir, Helga. Elsku pabbi. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért ekki lengur til staðar, að ég muni aldrei framar sjá þig né heyra rödd þína aftur. En lífið heldur áfram og ég hef minningarnar um þig sem voru margar mjög góðar. Alveg síðan ég var lítil átt- irðu við andleg veikindi að stríða sem skutu upp kollinum á vissum tímum. Þú náðir þér alltaf upp úr þeim veikindum og hélst áfram að lifa þínu lífi. Þegar þú fórst í stóra hjartaaðgerð í fyrra stóðstu þig eins og hetja. Eftir aðgerðina náðirðu góðri heilsu og varst í góðu líkamlegu formi. Læknarnir ráðlögðu þér að hreyfa þig og eftir það fórstu í göngutúra á hverjum morgni, þ.e. ef veðrið var ekki mjög vont. Þrátt fyrir snemmbúin starfslok tókstu að þér að veita þeim sem þurftu á að halda liðveislu og fórst í gönguferðir bæði í hluta- starfi, með vinum þínum og einn í morgungönguna. Einnig varstu duglegur að hjálpa mömmu. Í sorg minni er ég heppin að eiga hann Sigga minn og son okkar, Jens. Þú varst mjög hrif- inn af þeim báðum og kysstir alltaf Sigga bless, en þannig varstu bara, elsku pabbi. Þú varst alltaf svo ánægður þegar Jens kom í heimsókn og lék sér í dótinu. Ég man að þér fannst svo ótrúlegt hversu rólegur hann væri og sniðugur þegar hann gekk alltaf frá dótinu aftur í kassann. Mér finnst erfið sú til- hugsun að þú fáir ekki að sjá Jens vaxa úr grasi en ég veit að þú verður alltaf í kringum okkur. Kvöldið fyrir slysið sá ég tvö svöruð símtöl frá þér en ég ákvað að hringja ekki til baka því klukkan var orðin svo margt og þú varst alltaf vanur að sofna snemma á kvöldin. Þú hringdir næstum daglega í mig, eða jafn- vel oft á dag. Ég vildi að ég hefði hringt oftar í þig en ég gerði, og sérstaklega þetta kvöld. Þá hefði ég sagt þér að nota endurskins- merki og fara varlega í umferð- inni. Dóra systir var oft búin að biðja þig um að nota endurskins- merki en þú varst bara stundum svolítið þrjóskur. Við Dóra grín- uðumst oft með það á spítalanum að við ætluðum að vefja þig allan í endurskinsmerki þegar þú fær- ir aftur út að ganga, en því mið- ur verður ekkert af því. En fyrst og fremst hefði ég sagt þér þetta kvöld hversu mik- ið ég elska þig. Ég er því mjög þakklát að þú varstu ekki tekinn samstundis frá okkur þegar slys- ið varð. Við gátum öll setið hjá þér í þrjár vikur og haldið í höndina á þér á meðan þú barð- ist fyrir lífi þínu. Þú hefur verið algjör hetja og einnig starfsfólk- ið sem annaðist þig á Landspít- alanum sem stóð sig vel og hjálp- aði þér eins og það gat í þessari baráttu sem reyndist þér of erf- ið. Nú líður þér vel og þú ert kominn á góðan stað til ömmu Siggu og Sigurðar afa. Ég er nokkuð viss um að Dóri frændi þinn sé þarna hjá þér. Elsu pabbi minn. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði Þín dóttir, Sigrún Elva. Afi, mig langaði að senda þér kæra kveðju. Þessar bænir eru frá mér og mömmu. Fel ég mig í faðminn þinn feginsamlega Drottinn minn. Þá stund þú lætur mig lifa hér, Láttu þinn engil gæta’ að mér. Haltu mér í traustri trú, til þín fagnandi flý ég nú. (Höf. ókunnur.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þín, Þórey Katla. Ég á mér draum um garð sem grær það gildir einu hvar hann er, en hann er mínu hjarta nær en hæðin sem á milli ber. Guðmundur Sigurðsson ✝ SigurbergHelgi Elent- ínusson fæddist í Hvítanesi í Kjós 4. september 1927. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 2. desember 2012. Foreldrar hans voru Elentínus Elí- as Valdemar Guð- brandsson, f. 1902, d. 1934, ættaður frá Hækings- dal í Kjós og Jódís Runólfs- dóttir, f. 1901, d. 1994, frá Sogni. Sigurberg Helgi var næstelstur í hópi fimm systkina. Elst var Kristín Ósk, f. 1925, d. 2000, Héðinn, f. 1929, Guðfinna, f. 1930, d. 2010, og Runólfur, f. 1933. Sigurberg kynntist eiginkonu sinni Söru Jóhannsdóttur, f. 1930 í Lyngholti í Garðabæ, 1949, áttu þau 60 ára brúð- kaupsafmæli á þessu ári. Börn þeirra eru fimm 1) Guðbrandur Sigurbergsson, f. 1951, eig- inkona hans Þórdís Geirsdóttir, f. 1965, eiga þau þrjá syni, Sig- urberg, f. 1988, sambýliskona Elín Anna og sonur þeirra Guð- brandur Gísli, f. 2012, Geir, f. 1991, og Þráinn, f. 1994, 2) Jó- hann, f. 1960, eiginkona hans sinnar og systkina. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, fyrrihluta prófi í verkfræði frá HÍ 1953 og hélt svo til náms í byggingarverkfræði til Þýska- lands og lauk prófi frá TH í Aachen 1960. Hóf síðan störf hjá Almenna byggingafélaginu, einkum við útreikninga burð- arþols í byggingum og öðrum mannvirkjum m.a. orkuverum á Vestfjörum og víðar ásamt hafnarmannvirkjum við Sunda- höfn í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt öðrum Almennu verk- fræðistofuna 1971 sem hann starfaði á til starfsloka. Sig- urberg bjó lengst af á Álfa- skeiði 74 í Hafnarfirði eða í 46 ár. Helsta áhugamál hans utan vinnunnar var sumarhúsið á Fossá sem tengdi hann sveitinni hans Kjósinni. Áhugi hans á sauðfé var mikill og fylgdist hann vel með þegar ærnar frá frændum hans komu yfir á Fossá á vorin. Skógrækt stund- aði hann af miklum áhuga í landinu sínu og var búinn að leggja á ráðin hvað ætti að setja niður næsta vor. Hann hafði mikinn áhuga á hugaríþróttum eins og skák og bridge og stundaði þær talsvert. Hann hóf að leika golf á fullorðinsaldri og lagði ríka stund á það ásamt börnum sínum og barnabörnum og hefur verið virkur félagi í Golfklúbbnum Keili. Útför Sigurbergs fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 20. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Aldís Drífa Þórð- ardóttir, f. 1960, áttu þau þrjú börn Söru, f. 1978, eig- inmaður hennar Einar Gunnarsson, f. 1976, þeirra börn Kristófer Tjörvi, f. 2001, Amelía Dís, f. 2004, og Aron Gunnar, f. 2010, Kristófer, f. 1982, d. 1985 og Tinna, f. 1986, 3) Kristín, f. 1963, eig- inmaður Bóas Jónsson, f. 1963, eiga þau þrjú börn Axel, f. 1990, Jódísi, f. 1992, og Arnar Frey, f. 1993, 4) Björgvin, f. 1969, eiginkona Heiðrún Jó- hannsdóttir, f. 1971, eiga þau tvö börn Guðrúnu Brá, f. 1994 og Helga Snæ, f. 1998, 5) Anna Jódís, f. 1969, eiginmaður henn- ar Bjarki Sigurðsson, f. 1965, eiga þau tvö börn Gústaf Orra, f. 1996, og Hörpu Líf, f. 1998, fyrir á Bjarki Guðrún Evu, f. 1991, sambýlismaður Davíð Örn, sonur þeirra er Viktor Örn, f. 2012. Sigurberg missti föður sinn 7 ára og ólst hann upp í Hækings- dal og Fossá í Kjós í skjóli ömmu sinnar og föðurbræðra til 15 ára aldurs. Frá Fossá fór hann til Reykjavíkur til móður Pabbi var mikil íþróttamaður og hafði gaman af hugarleikfimi, tefldi, spilaði brids og réð kross- gátur allt fram til síðasta dags. Hann var að ráða sína síðustu krossgátu í Morgunblaðinu á líknardeildinni og var hann eitt- hvað óhress með hana og beið eftir að sunnudagsblaðið kæmi til að geta séð hvort hann hefði rétt fyrir sér, en hann lifði ekki nógu lengi til þess. En þetta er lýsandi fyrir pabba, hann var ekkert að fara alveg strax en sjúkdómurinn tók af honum völdin. Pabbi var einstakur mað- ur, hægur og yfirvegaður en allt- af mikill keppnismaður og feng- um við systkinin og börnin okkar að njóta þess að spila og keppa við hann í spilum eða í golfi. Pabbi var alltaf tilbúinn að að- stoða ef við þurftum aðstoð hvort sem það var að passa fyrir okkur börnin eða hjálpa okkur við að byggja hús. Öll börn hændust að honum hvar sem hann kom, hann var alltaf tilbúinn að bregða á leik með þeim, stundum heldur mikinn leik. Við kveðjum pabba í dag en hann mun samt lifa með okkur áfram alla daga. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig. Þínar dætur, Kristín, Anna Jódís og fjölskyldur. Lífið stöðvast ekki, það lætur ekki bíða eftir sér. – Það er und- arlegt til þess að hugsa þegar ég labba yfir á Fossá að geta ekki farið til Begga frænda til að fá upplýsingar um örnefni eða ann- að sem mig langar að vita. Ég kom aldrei að tómum kofunum þar. Eða bara til að spjalla. Frá því ég var lítil hefur hann verið mér innan handar með svo margt og mér fannst ég eiga alveg jafn mikið í honum og Guðbrandur, alla vega svona yfir sumarið. Það var svo ómetanlegt að fá að vera svona mikið með þessu frænd- fólki. Hann átti djúpar rætur á Fossá og var hann Björgvin frænda mikil hjálparhella og eyddi þar miklum tíma hvort sem var að sumrinu, í réttum eða um páska. Þá var oft tekið í spil og kenndi hann mér það sem ég kann í spilum. Þegar Jóhann fæddist fannst mér ég eiga mikið í honum, það var því skemmtileg tilviljun að fá svo að passa Söru hans þegar hún var lítil. Kristín fæddist svo um svipað leyti og Arna systir. Beggi orti margar skemmtilegar vísur og á ég nokkrar sem hann orti um mig og kallaði mig þá gjarnan nöfnu sína. Hann átti líka til góðlátlega stríðni, sem bara gerði lífið skemmtilegra. Þegar ég varð fullorðin og fór að búa var það í nágrenni við Söru og Begga. Guðrún mín og Anna Jódís og Björgvin voru fædd á sama árinu. Það var svo gaman að koma til þeirra og fylgjast með þessum litlu tvíburum vaxa upp sem áttu svo eftir að deila mörgum stundum saman á Fossá með mínum börnum. Beggi var til staðar fyrir okkur þegar við fórum að byggja á Fossá. Þegar hann fór að stunda golf- ið gerði hann það af mikilli ástríðu eins og og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Það var gaman að heyra hann tala um golfið sem við skildum lítið í. Sara studdi Begga í þessu og krakkarnir byrjuðu líka í golfinu og nú er fjölskyldan hans orðin ein af öflugustu golffjölskyldum landsins. Beggi fylgdist náið með börnum og barnabörnum ýmist úti á velli eða hann var í beinu símasambandi við þau og svo í tölvunni þegar hann var hér í sveitinni og gat látið okkur vita hvernig staðan væri. Ég fór til Begga nokkrum dögum áður en hann dó og rifj- uðum við upp gamlar minningar úr sveitinni sem tengdust Gunna sem þá var nýdáinn, það var stutt á milli þeirra frænda. Hann sagði mér fréttir af Tinnu, Axel og hvað hann Sigurberg nafni hans væri natinn faðir og væri mikið með Guðbrand litla. Það var svo yndislegt að hlusta á hann tala lágum yfirveg- uðum rómi um fólkið af svo mik- illi umhyggjusemi. Er þeirra missir mikill en mikið eiga þau af góðum minningum. Ég þakka honum frænda mínum allt það góða sem hann var mér og mín- um. Fjölskyldan sendir Söru, börnum, tengdabörnum og þeirra afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Helga Einarsdóttir. Góður vinur og samstarfs- félagi í meira en fjóra áratugi, Sigurberg Helgi Elentínusson, lést á líknardeild Landspítalans 2. desember sl. eftir erfiða van- heilsu síðustu vikurnar. Við Sigurberg vorum vinnu- félagar nánast alla okkar starfs- ævi. Við stunduðum báðir verk- fræðinám í Þýskalandi á seinni hluta sjötta áratugarins. Sigur- berg var í námi í Aachen þar sem hann lauk meistaraprófi í bygg- ingaverkfræði (Dipl. Ing.) árið 1960. Báðir hófum við störf hjá Al- menna byggingafélaginu (ABF) í Reykjavík 1959/1960. Höfðum reyndar áður starfað hjá ABF í námsleyfum. Árið 1970 stofnuðum við með félögum okkar Almennu verk- fræðistofuna hf. Við félagarnir níu að tölu vorum allir starfs- menn ABF og tókum yfir rekst- ur Verkfræðistofu ABF og breyttum nafni hennar í Al- menna verkfræðistofan hf. Allir vorum við starfsmenn hennar til eðlilegra starfsloka eða þar til yngri menn tóku alfarið við rekstri stofunnar. Sigurberg starfaði einkum við virkjanaáætlanir, hönnun virkj- ana og virkjanaframkvæmdir, auk burðarþolshönnunar og ann- arrar verkfræðihönnunar. Hann var afar vandvirkur hönnuður og útsjónarsamur og hafði næmt auga fyrir hagkvæm- um lausnum. Hann var einnig frábær félagi, einstaklega fé- lagslyndur, spilaði mikið brids við samstarfsfélagana og var einnig mjög liðtækur skákmað- ur. Mikla rækt lagði hann við golfíþróttina sem hann stundaði í fjöldamörg ár og alveg fram á síðasta ár. Hann kenndi og börn- um sínum þá göfugu íþrótt með þeim árangri að sum þeirra ásamt barnabörnum voru og eru í allra fremstu röð íslenskra golf- ara. Við félagarnir, stofnendur Al- mennu verkfræðistofunnar, söknum einstaks félaga og vinar og samvistanna við hann í ára- tugi, sem aldrei bar hinn minnsta skugga á. Við Marta kveðjum í dag góð- an vin og félaga og biðjum hon- um guðs blessunar. Söru og af- komendum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Svavar Jónatansson. Sigurberg Helgi Elentínusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.