Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559 Liporfir - fiskur frá okkur er í hæsta gæðaflokki Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári Saltaður og þurrkaður þorskur - Gadus Morhua morhuaProdutos Alimentares, S.A. ARMAZENISTAS IMP. - EXP. Vilborg Arna Gissurardóttir hefur sent jóla- kveðju frá Suð- urskautslandinu en í nýrri blogg- færslu segist hún hafa vaknað spennt síðastlið- inn laugardags- morgun eftir gott færi síðustu daga. Þegar hún leit hinsvegar út úr tjald- inu sínu þá var byrjað að snjóa og færðin því þung þann daginn. Þrátt fyrir það tókst henni að skíða 22 kílómetra. Meðan á pólgöngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Lífi – styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Hægt er að heita á hana í síma 908-1515 (1.500 kr.) eða með frjálsum fram- lögum á vefsíðunni www.lifsspor.is Jólakveðja frá suður- pólnum  Vilborg skíðaði 22 km í slæmri færð Vilborg Arna Gissurardóttir Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Gullhringurinn er vinsæll. Í ár eru ívið fleiri bókanir en í fyrra, sem gefur til kynna að fleiri ferðamenn séu á landinu,“ segir Kristján Daní- elsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann reiknar með að á bilinu 100 til 200 ferðamenn fari Gullna hringinn svokallaða í dag, aðfangadag. Í gær höfðu um hundrað manns skráð sig í ferðina. Kristján sagði það ekki alveg mark- tækt, því fólk bókaði gjarnan ferðina samdæg- urs og eflaust væri von á fleirum í ferðirnar. Þetta eru tvöfalt til þrefalt fleiri en á venjuleg- um degi, þá eru bókanir í kringum 80. Auk skipulagðra ferða um svæðið ferðast margir á eigin vegum og leggja leið sína um Gullfoss og Geysi, segir Mábil Másdóttir, hót- elstjóri á Hótel Geysi. Hún býst við 200 til 300 manns í dag. Ljóst er að margir munu dást að þessari náttúruperlu á aðfangadag. Gullni hringurinn er dagsferð þar sem farið er um hverasvæðið í Haukadal, Gullfoss er skoðaður og keyrt um Þingvelli. Kristján segir aðfangadag vera stóran hjá Kynnisferðum. „Það er ekki mikið í boði fyrir fólk á þessum tíma. Það mætti því vera meiri fjölbreytni fyrir útlendinga,“ segir Kristján og bendir á að töluvert margir útlendingar séu á landinu yfir jólin. Hann segir einnig fjölda ferðamanna fara í Bláa lónið á aðfangadag. Þeir eru með áætlun þangað á klukkutíma fresti til sjö í kvöld. „Við erum við öllu búin og höfum gert ráð- stafanir því við búumst við mörgum til okkar á morgun. Hingað til hefur mér virst ferðamað- urinn nokkuð rólegur og nýtur þess meira að skoða svæðið. Það er ekkert stress og enginn asi á þessum degi,“ segir Mábil. Hún hlakkar til að taka á móti ferðamönnunum og sagði skemmtilegan anda ríkja í vinnunni á þessum degi. Á Geysi veitingahúsi geta ferðamennirnir gætt sér á ýmsum kræsingum í bland við þjóð- lega rétti eins og hangikjöt, hamborgarhrygg og sörur svo fátt eitt sé nefnt. „Við viljum að ferðamaðurinn geti gætt sér á hefðinni. Þótt hann sé ekki vanur uppstúf er það oft forvitnin sem drífur hann áfram,“ segir Mábil. Hún segir ekki koma að sök ef veðrið verði ekki skemmtilegt á aðfangadag því útsýnið af veitingastaðnum yfir hverasvæðið sé stórgott. Jólalegt er um að litast í Haukadalnum um þessar mundir því Íslendingar dvelja nú í bú- stöðunum sínum í kring. „Það er frábært að sjá hvað sumarhúsin eru mikið skreytt,“ segir Má- bil glaðbeitt að lokum. Gullni hringurinn vinsæll Morgunblaðið/Ómar Strokkur Margir ferðamenn kjósa að skoða nátt- úruperluna Hveravelli í Haukadal á aðfangadag. Þeirra á meðal er goshverinn Strokkur.  Fjöldi ferðamanna fer gullna hringinn á aðfangadag  Mætti vera meiri fjöl- breytni fyrir útlendinga um jólin, segir framkvæmdastjóri Kynnisferða Fjölmenni var við vígslu og afhend- ingu nýja knatthússins á Hornfirði á laugardaginn og íbúar í hátíðarskapi. Efnt var til samkeppni um nafn á húsinu og alls bárust 140 tillögur. Níu ára stúlka, Salvör Dalla Hjaltadóttir, átti vinningstillöguna og nefnist húsið Báran. Nafnið hefur víðtæka skír- skotun, þar má nefna bygginguna sjálfa, umhverfið og samfélagið á Hornafirði. Dagskráin var fjölbreytt með tón- list, ávörpum, leikjum og hamborg- araveislu. Gunnar Ásgeirsson, stjórn- arformaður Skinneyjar-Þinganess, rakti aðdraganda og byggingarsögu hússins í ávarpi sínu. Til að setja stærð hússins í samhengi nefndi hann að öll sjö skip og bátar fyrirtækisins rúmuðust inni í því. Þakkaði hann öll- um sem komu að undirbúningi og framkvæmd byggingarinnar og lagði áherslu á að allir aðilar hefðu lagt sig fram um að vanda til verksins. Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri tók við húsinu fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði þessa einstöku gjöf. Séra Gunnar Stígur Reynisson blessaði húsið í takkaskónum. Hornstein að byggingunni lagði Al- bert Eymundsson með aðstoð Ástu Ásgeirsdóttur konu sinnar en Albert er frumkvöðull að knattspyrnuupp- byggingu á Hornafirði. Við vígsluna heiðruðu fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands Að- alstein Ingólfsson, framkvæmda- stjóra Skinneyjar-Þinganess, og Gunnar Ásgeirsson og afhentu þeim gullmerki sambandsins. Í lokin var farið í ýmsa leiki og greinilegt að unga fólkið kunni sér varla læti að komast í svona frábæra aðstöðu til að fá útrás fyrir hreyfi- og athafnaþörf sína. Viðstaddir fengu að sannreyna gildi hússins en það gerði úrhell- isrigningu og kalda meðan á athöfn- inni stóð. Þessi góða aðstaða er kær- komin en frá því að byrjað var að byggja upp knattspyrnustarf á Hornafirði hefur verið lögð sérstök rækt jafnt við drengja- og stúlkna- flokka, sem skilar sér í mikilli þátt- töku unga fólksins. Hornfirðingar fagna Bárunni  Nýtt fjölnota knatthús vígt á Höfn í Hornafirði  Efnt til samkeppni um nafn á húsinu  Bæjarstjórinn tók við húsinu fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði þessa einstöku gjöf Ljósmynd/Þórgunnur Þórsdóttir Íþróttahúsið Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess flytur ávarp sitt að viðstöddu fjölmenni á vígsludaginn á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.