Morgunblaðið - 24.12.2012, Side 26

Morgunblaðið - 24.12.2012, Side 26
26 FRÉTTIRViðskipti| | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Kæru landsmenn! Óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á komandi ári Sambandsmiðlun.is er systurfyrirtæki Blush.is sem kom fram á sjónarsviðið fyrir rösku ári. Þær Gerð- ur og Rakel höfðu kynnst þegar þær voru báðar með barni og barst tal þeirra einn daginn að hjálpartækjum ástarlifsins. „Okkur fannst vera gat á markaðinum fyrir fallega hannaða gæðavöru fyrir bæði karla og konur. Það sem var fyrir á mark- aðinum þótti okkur vera helst til „subbulegt“ og jafnvel „dóna- legt“ og ekkert framboð af fáguðum hjálpartækjum. Við ákváðum að stíga ófeimnar fram sem ungar og brattar konur, vorum ekki feimnar við að tengja andlitin okkar við þessa vöru og gefum okkur út fyrir aðrar áherslur en hafa einkennt þennan markað hingað til.“ Blush byrjaði á að flytja inn vörur frá fyrirtækinu Lelo sem m.a. vann hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun árið 2012. „Við- tökurnar voru margfalt betri en við höfðum leyft okkur að vona. Bæði hefur selst mjög vel í netversluninni og einnig hefur okkur orðið mjög vel ágengt með heimakynningum hjá saumaklúbbum og vinkvennahópum. Hefur árangurinn verið svo góður að á nýju ári stefnum við að því að opna verslun á góðum stað í bænum.“ Stílhrein hjálpar- tæki vekja lukku FUNDU GAT Á MARKAÐINUM Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það getur verið þrautin þyngri að finna ástina. Fyrir nútímamenn og -konur vill makaleitin vera afskaplega flókin, ekki alltaf jafnskemmtileg og tímafrek fyrir framafólk á þeytingi. Úti í heimi hafa stefnumótaþjónustur fyrir löngu rutt sér til rúms og hjálpað til við pörunina á meðan Íslendingar hafa þurft að leita sér að kærustum og mökum með „gamla laginu“. En nú er framtíðin loksins komin með Sam- bandsmiðlun.is. „Við byrjuðum að safna fólki inn i gagnagrunn í sumar og erum í dag með á bilinu 400 til 500 manns á skrá. Það var ekki fyrr en við vorum komnar með þennan stóra hóp að við gátum hafist handa við að para fólk saman,“ útskýrir Gerður Huld Arinbjarnardóttir sem á og rekur fyrirtækið með vinkonu sinni Rakel Ósk Orradóttur. Fyrir eiga þær Gerður og Rakel netverslunina Blush.is sem selur hjálpartæki ástarlífsins. Flott og frambærileg „Við erum með alls konar fólk á skrá hjá okkur. Aldursdreifingin spannar frá 25 til 75, kynjahlutföllin eru jöfn og upp til hópa er þetta metnaðarfullt og glæsi- legt fólk í góðum störfum. Það er hægt að lýsa þessum hópi sem mjög flottu fólki sem maður á í raun bágt með að skilja að skuli vera á lausu,“ útskýrir Gerður. Fyrirtækið tekur bæði við gagnkynhneigðum og samkynhneigð- um en enn sem komið er eru of fáir sam- kynhneigðir á skrá til að hægt sé að hefja paranir. Sú ímynd hefur viljað loða við stefnu- mótaþjónustur að þær séu einhvers konar neyðarúrræði fyrir þá sem eiga sér enga von. Lesendur þekkja t.d. örugglega úr bandarískum kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum þann söguþráð að söguhetjan kemst í kynni við kynlega kvisti í gegnum stefnumótaþjónustu. Gerður segir þessa staðalmynd ekki í samræmi við veruleikann: „Margir sem nota þessa þjónustu hafa t.d. áttað sig á að það höfðar ekki til þeirra að leita að rómantík úti á nætur- lífinu og að það kann ekki góðri lukku að stýra að hefja samband á þriðja glasi inni á myrkvuðum skemmtistað,“ út- skýrir Gerður. „Aðrir standa frammi fyrir því að stefnumótamenningin á Ís- landi er skammt á veg komin og lítil hefð fyrir sakleysislegu daðri og öðrum leiðum til að brjóta ísinn við áhugavert fólk á förnum vegi.“ Draumar og þrár Hjá Sambandsmiðlun er mjög vand- að til pörunarinnar og vísindalegum að- ferðum beitt. „Þetta hefst með því að fólk kemur til okkar og á viðtal við sál- fræðing. Viðtalið er ítarlegt, skoðað er bæði hverju fólk er að leita að og á hvaða forsendum og reynt um leið að draga upp sem skýrasta mynd af ein- staklingnum, áhugamálum hans og per- sónuleika,“ segir Gerður og tekur fram að þjónustan sé ekki ætluð þeim sem eru að vinna mikla vinnu í sjálfum sér svo sem í 12 spora kerfinu. Þá er saka- skrá allra viðskiptavina skoðuð og ein- staklingar með skráða kynferðisglæpi eru ekki teknir inn í kerfið. „Þorri fólksins sem við erum með á skrá er á aldrinum 35 til 70 ára, oft fólk sem er nýbúið að skilja eða hefur misst maka sinn og vantar ákveðna hjálp við að komast aftur af stað. Þarna eru líka manneskjur sem eru einfaldlega að vinna að því að beina lífi sínu á nýja braut, og leita að skemmtilegum ferða- félaga til að deila með nýju og betra lífi.“ Með viðtalsskýrslurnar í höndunum hefjast starfsmenn Sambandsmiðlunn- ar handa við að para saman fólk sem ætti að eiga góða samleið og taka í leið- inni tillit til þeirra útlitsóska sem komið hafa fram í viðtalinu. „Við höfum sam- band við báða aðila, segjum frá þeim sem við höfum fundið og höldum að passi, og ef bæði eru til í tuskið hjálpum við þeim að skipuleggja fyrsta stefnu- mótið,“ útskýrir Gerður en þjónusta Sambandsmiðlunar kostar 55.000 kr. Blind stefnumót Þeir sem paraðir eru saman fá ekki að sjá myndir hvor af öðrum nema í al- gjörum undantekningartilvikum. „Fólkið er ekki að berja hvort annað augum fyrr en á stefnumótinu, sem er iðulega létt og vinalegt spjall á kaffi- húsi. Ef góð tenging reynist vera til staðar þá hafa hlutirnir einfaldlega sinn gang, en ef ekki þá þarf enginn að skammast sín. Viðskiptavinir okkar geta reiknað með að fara á nokkur stefnumót áður en leitinni lýkur: sumir smellpassa strax við fyrsta kandidatinn en aðrir vilja þreifa sig áfram. Við ráð- leggjum viðskiptavinum okkar að fara á 4-5 ólík stefnumót til að fá sem mest út úr þjónustunni.“ En þá er það stóra spurningin: Virk- ar stefnumótaþjónustan? „Bara í síð- ustu viku veit ég að við bjuggum til tvö pör. Við höfum til þessa sent 80 manns á stefnumót og af þeim eru 10 manns í sambandi í dag.“ „Tvö ný pör bara í síðustu viku“  Íslendingum stendur nú til boða stefnumótaþjónusta eins og þekkist erlendis  Fara í gegnum ítar- legt viðtal með sálfræðingi  Hentar ekki öllum að finna sér nýjan maka á skemmtistað um miðja nótt Morgunblaðið/Ómar Rómantík Gerður segir þjónustu Sambandsmiðlunar.is m.a. sniðna að þörfum fólks sem hefur áttað sig á að það er ekki endilega sniðugt að byrja sam- band í glasi á myrkvuðum skemmtistað um miðja nótt. Fyrirtækið parar fólk saman byggt á ítarlegu viðtali. Karl og kona knúsast í Bláa lóninu. Gerður Huld Arinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.