Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Ídymbilviku fór heimurinn á hliðina vegna ákvörðunar sænskumálnefndarinnar að taka ógúgglanlegur út af sænska nýyrðalista-listanum 2012. Orðið hafði verið skilgreint svo að það ætti við umeitthvað sem ekki væri hægt að finna á netinu með leitarvél. Þetta gátu lögfræðingar Google™ ekki sætt sig við og vildu að orðið ætti aðeins við um það sem ekki væri hægt að finna á netinu með aðstoð leitarvélar- innar Google™. Í kjölfarið fór fólk að blogga eins og óþekk börn sem blóta í kringum presta: „Ógúgglanlegur, ogooglebar, ungoogleable…“ Af þessu hefur sprottið misskilningur og umræða. Að sjálfsögðu geta fyrirtæki ekkert sagt um málnotkun almennings en það er merkilegt að einhverjum skuli detta í hug að fyrirtæki geti haft áhrif á hvernig merk- ing orða er skilgreind af málfræðingum. Í þessum dálki hefur verið vikið að því að málfræði og merking orða er ekki búin til af málfræðingum og höfundum orðabóka. Tungu- mál heimsins hafa orðið til á vörum fólks eftir ákveðnu kerfi og ómeðvituðum reglum sem málfræðingar reyna að skilja; jafnvel komast að frumreglum allra tungumála í anda áhrifamesta málfræð- ings okkar tíma Noam Chomsky sem hingað kom árið 2011 og íslenskir fjölmiðlamenn héldu að væri stjórnmálaskörungur. Öll málnotkun getur orðið viðfangsefni málfræðinnar og kallað á að vera felld inn í regluverk málsins. Það eitt er vitlaust sem stríðir gegn málvitund þeirra sem tala málið. Málfræðingar geta þó að sjálfsögðu tekið þátt í að leiðbeina fólki um að það fari misvel á ýmsu í tungumálinu; þeir eiga að hafa þjálfun og innsýn til slíkra verka. Hið sama á við um merkingu orða í orðabókum. Orðabókin, hversu góð sem hún er, hefur ekki síðasta orðið heldur málnotkunin. Verkefni orðabókarhöfunda er að leita uppi samhengi orðanna og skilgreina merkingu þeirra út frá dæmum af máli fólks. Tilmæli Google™ lýsa hug- mynd um að orðabókarmerkingin sé ákveðin að ofan í anda stjórn- endaræðisins á gróðæristímanum; þegar fyrirtæki og stofnanir náðu ekki máli nema stokka upp í skipuritinu og skilgreina ábyrgð stjórnenda. En gamli vandinn gleymdist: Hver gætir sjálfra varðanna, quis custodiet ipsos custodes? Sænska málnefndin lýsti því hvernig orðið ogooglebar er notað í sænsku, í anda veðurfræðings sem lýsir veðrinu en reynir ekki að láta það lúta vilja sínum. Einhvern veginn finnst manni að stjórnendur Goog- le™ ættu að gleðjast yfir þeirri upphefð að vörumerkið breytist í yfirhug- tak, líkt og Geysir okkar í Haukadal sem varð að almennu hugtaki um goshveri – án þess að handhafar samnefnds vörumerkis væru spurðir um leyfi. Sömu sögu er að segja af framleiðendum Scotch™-límbandsins og Hoover™-ryksuganna en bæði þessi vörumerki breyttust í almenn orð um vörurnar á ensku – eins og Cheerios™ sem Íslendingar nota um hafrahringi og Sól™-grjón sem börnin halda að merki hafragrjón. Málið El ín Es th er Hvað þýðir „ógúglanlegt“? Það er eitthvað sem er ekki hægt að finna á netinu með leitarvél. Þú veist, eins og Google. En fyrir 1998*? Hvaða orð var notað þá yfir það sem fannst ekki á netinu með leitarvél? Uuuu... „allt“? *Árið sem Google leitarvélin var sett á netið. Ógúgglanlegur Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, flutti merkaog mikilvæga prédikun í Dómkirkjunni ápáskadag. Hún sagði m.a.: „Það er ekki alltaf vinsælt hlutverk að benda öðrum á það sem betur má fara í lífi ein- staklinga eða samfélags. Meistarinn frá Nasaret fékk að kynnast því. Og það hafa margir fengið að kynn- ast því í aldanna rás. Jesús þoldi kvöl og aðkast og það hafa fleiri gert í gegnum tíðina. Hann beitti valdi kærleikans til að gera líf samborgara sinna ríkara að innihaldi og hamingju en var sjálfur beittur valdi illskunnar fyrir það. Fyrir orð lýðsins var hann handtekinn, festur á kross, hæddur og smáður uns yfir lauk. Ansi harkalegt finnst okkur en því miður gerist slíkt enn í dag. Víða um heiminn, en líka hér. Fréttir síðastliðinnar viku vitna um það sem gerðist fyrir 40 árum er saklaust fólk var dæmt til að eyða mörgum af sínum bestu árum bak við lás og slá. Hvers vegna gerðist það? Meðal annars vegna þess að lýðurinn hrópaði eins og í Jerúsalem forðum.“ Svonefnd Guðmundar- og Geirsfinnsmál eru mér minnisstæð vegna þess, að ég hafði fram að því ekki kynnzt því andrúmslofti, sem þá varð til í okkar litla samfélaginu, um land allt en þó fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Það var andrúmsloft galdra- brennunnar. Einhver eða einhverjir skyldu brenndir á báli. Sögusagnir flugu um bæinn, m.a. um tengsl stjórnmálamanna við undirheima Reykjavíkur. Fólk var heltekið af þessum sögum og erfitt að greina á milli hverju átti að trúa og hverju ekki. Rúmum áratug áður hafði ég lokið lagaprófi frá Háskóla Íslands og trúði því eftir það nám, að rétt- arkerfið á Íslandi væri óskeikult. Nú fór ég að efast og spurði sjálfan mig hvort verið gæti að laganámið og þessi trú á réttarkerfið þvældist fyrir mér í dag- legu starfi á Morgunblaðinu. Hvort verið gæti að réttarkerfið væri ekki óskeikult. Hvernig varð þetta andrúmsloft til? Með nokkurri einföldun má segja, að það hafi verið búið til af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum. Í stjórnmálabar- áttu þeirra tíma féllu óvarleg orð og fjölmiðlar gripu þau á lofti og kyntu undir. Jarðvegurinn fyrir hinar ótrúlegustu sögur virtist vera frjór – eins og hann er kannski alltaf í fámennum samfélögum. Það má fylgjast með því hvernig svona andrúms- loft verður til með því að horfa á dönsku kvikmynd- ina Jagten, sem er stórmerkileg og áhrifamikil kvik- mynd. Með sama hætti og ég gekk út úr Háskóla Íslands með takmarkalausa trú á íslenzkt réttarkerfi var ég líka sannfærður um að á Íslandi væru ekki kveðnir upp rangir dómar, þótt dæmi væri um slíkt í öðrum löndum. Auðvitað var þetta barnaleg afstaða. En hver er ekki barnalegur innan við þrítugt? Áratugum seinna og lífsreyndari sat ég á spjalli við nokkra dómara og spurði þá, hvort hugsanlegt væri að andrúmsloft í samfélaginu á hverjum tíma gæti haft áhrif á niðurstöður dómstóla. Þeir horfðu undrandi á mig og sögðu: Heldur þú að við séum ekki mannlegir? Þegar biskupinn spyr, hvernig það megi vera að saklaust fólk hafi verið dæmt í fangelsi fyrir 40 árum og svarar sjálf spurningunni á þann veg að hér hafi verið hrópað eins og í Jeúsalem forðum er því miður of mikið til í því sem hún segir. Alveg með sama hætti og dómararnir staðfestu að þeir yrðu fyrir áhrifum af andrúmsloftinu í samfélag- inu á hverjum tíma má ganga út frá því að þeir sem unnu að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmáls hafi upplifað mikinn þrýsting frá samfélaginu um að upp- lýsa málin. Það er gömul saga og ný, að stjórnmálamenn sjást ekki allt- af fyrir í málflutningi sínum og gera sér kannski ekki alltaf grein fyrir því til hvers það getur leitt að staðhæfa eitthvað sem þeir geta ekki staðið við. Fjölmiðlar telja sér skylt að fylgja málum eftir og gera það hver með sínum hætti. Það er áreiðanlega ekki markmið stjórnmálamanna eða fjölmiðla að búa til andrúmsloft galdrabrennunnar en það getur gerzt að niðurstaðan af aðgerðum hvers um sig í sínu horni leiði til þess. Svona samfélagslegt andrúm hefur orðið til á Ís- landi oftar en einu sinni frá dögum Guðmundar- og Geirfinnsmáls. Og oftar en ekki snýst það upp í ein- elti. Við erum öll sammála um að einelti barna og ung- linga í skólum sé ljótt og erum smátt og smátt að vakna upp við að það er þjóðfélagslegt böl, sem get- ur sett mark sitt á líf fólks sem fyrir því verður alla ævi. Samt er það svo að fullorðið fólk tekur þátt í einelti á hinu stærra sviði samfélagsins eða lætur það a.m.k. óátalið. Hvað veldur? Fram til þessa hafa hinir kjörnu fulltrúar þjóðar- innar ekki haft frumkvæði að því að ræða þessi mál á opinskáan hátt. Kannski telja þeir sig ekki færa um það. Kannski telja þeir sig tala úr glerhúsi. Hið sama á við um fjölmiðla. En nú er kominn fram nýr andlegur leiðtogi þjóð- arinnar, sem talar um þessi viðkvæmu en veigamiklu mál á látlausan en skýran hátt. Agnes M. Sigurðar- dóttir sýnir með þeirri prédikun sem hér er vísað til að hún hefur kjark og þor til að tala við þjóðina um mál sem aðrir leiða hjá sér. Það er mikilvægt fyrir þann fámenna hóp sem býr hér á þessari fallegu eyju að fá slíka leiðsögn. Merk og mikilvæg prédikun biskups Hvernig verða „galdrabrenn- ur“ okkar tíma til? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Skömmu eftir að Jón Trausti féllúr spánsku veikinni haustið 1918 lét Jón Stefánsson, bóndi á Hreiðarsstöðum í Fellahreppi í Norður-Múlasýslu, svo um mælt við Guðmund G. Hagalín: „Það er þjóð- inni til ævarandi skammar, að þjóð- skáldið Jón Trausti skyldi deyja með eiturörvar í hjartastað.“ Jón Trausti hafði oft sætt árásum drýld- inna skólamanna, enda sjálfmennt- aður og vandaði ekki alltaf stíl sinn sem skyldi, þótt hann bæri af um sköpunarmátt og frásagnargleði. Halldór Kiljan Laxness þáði margar hugmyndir af Jóni Trausta. Til dæmis er sagan um reiðferð Bjarts í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki sótt beint í smásögu eftir Jón Trausta í Eimreiðinni 1906. Sjálf hugmynd Kiljans um að semja skáldsögu um líf fólks á heiðinni er líklega upphaflega komin frá Jóni Trausta, þótt Kiljan útfæri hana allt öðru vísi. Þórbergur Þórðarson þáði líka hugmyndir af Jóni Trausta. Hann sagði til dæmis 1925 í deilu við Árna Sigurðsson fríkirkjuprest: „Kristur endaði ævi sína á krossi. Þér endið ævi yðar með krossi.“ Þessi snjalla líking er komin beint úr smásögu í Eimreiðinni 1915 eftir Jón Trausta, þegar prestur einn mótmælir pró- fastinum og minnir í því sambandi á Krist: „Hann bar sinn kross – ekki á brjóstinu, eins og prófasturinn þarna, heldur á blóðugu bakinu.“ Jón Trausti, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon, var ein- dreginn andstæðingur jafnaðar- manna. Í skáldsögunni Bessa gamla frá 1918 kvað hann kjörorð jafn- aðarmanna vera: „Upp með dalina! Niður með fjöllin!“ Í smásögunni „Kappsiglingunni“, sem kom á prent 1909, sagði hann: „Þeir sigra ekki alltaf miklu mennirnir, oddborgar- arnir, – ekki alltaf. Einokunaröldin er um garð gengin. Nú er öld sam- keppninnar og hins frjálsa mann- jafnaðar.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Með eiturörvar í hjartastað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.