Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 41
miklu. Hann vissi að hinumegin væri önnur veröld og að þar biði amma eftir honum. Sam- band þeirra einkenndist af virð- ingu, samvinnu og hlýju. Það sást þegar amma veiktist og afi annaðist hana. Það eru án efa fagnaðarfundir þar efra. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku afi, minning þín lifir með okkur. Jórunn Edda, Kristján Helgi og Ívar Freyr. Það er margs að minnast þegar ég fer í huganum yfir þær samverustundir sem mér hlotnaðist að eiga með afa mín- um, Stefáni Guðmundssyni í Túni, frá því ég var lítill strákur og fékk að dvelja hjá afa og ömmu í sveitinni og fram á hans síðustu daga. Flestar þær minn- ingar sem koma upp í hugann eiga það sameiginlegt að hann afi var mikill húmoristi og átti mjög gott með að koma auga á spaugilega hluti og koma þeim skemmtilega frá sér, enda var oft hlegið dátt við eldhúsborðið í Túni. Það var svo dásamlegt hvað afi var klár í kollinum og með allt á hreinu þó að skrokk- urinn væri farinn að gefa eftir á lokasprettinum á hans löngu ævi. „Sæll væni minn“ eru orð sem koma upp í hugann, því það voru iðulega hans orð þegar hann heilsaði mér og finnst mér þau einkar lýsandi fyrir þann kærleika sem afi bar með sér. Þétt handtak, með stórum höndum, fylgdi ávallt kveðjunni. Afi var hávaxinn, myndarlegur og hraustlegur dugnaðarforkur sem lét fátt, ef eitthvað, stoppa sig og framtakssemi var ein- kennandi í fari hans. Þegar ald- urinn færðist yfir hélt hann áfram, eins og heilsan leyfði, að gera það sem honum þótti skemmtilegt og fór til dæmis á hestbak kominn á tíræðisaldur- inn, geri aðrir betur. Afi var heillandi maður og greindur mjög og hafði frá mörgu skemmtilegu og gagn- legu að segja. Hann var mikil félagsvera og mjög virkur í fé- lagsstarfi, þar má nefna sveita- pólitíkina þar sem hann sat í sveitarstjórn í nokkra áratugi og lengst af sem oddviti, Bún- aðarfélagið og Ræktó. Þessu sinnti hann öllu meðfram bú- störfum og ég er ekki frá því að sólarhringurinn hjá honum afa hafi verið lengri en hjá flestum öðrum. Þau eru mörg verkin sem eftir hann liggja og sá sem nær að afreka helminginn af því sem afi afrekaði á sinni ævi má vera stoltur af sínu ævistarfi. Það eru sjálfsagt fagnaðar- fundir á himnaríki núna, þar sem afi hittir fyrir Jórunni ömmu og annað samferðafólk, og þar fagna eflaust allir að gleðigjafinn hann afi hafi gengið í lið með þeim. Guð blessi þig, elsku afi minn, þín verður sárt saknað en minningarnar lifa með okkur alla ævi. Stefán Jóhannsson. Elsku afi. Þó að það sé sárt að kveðja getum við verið viss um að það verður tekið vel á móti þér þarna hinum megin. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með þig á heimilinu og fengið að kynnast þér svona vel. Þú áttir mikinn þátt í lífi okkar systkina og er- um við þakklát fyrir það. Þú varst alltaf svo góður og já- kvæður. Ekki var leiðinlegt að fá að skríða upp í til þín þegar við vorum lítil og kúra þar þeg- ar mamma og pabbi voru úti. Eða þá að sitja hjá þér, yfirleitt tvö, hvort á sínum arminum, og horfa á kvöldfréttirnar með þér. Alltaf var líka gott að tala við þig. Þú varst alltaf tilbúinn til að hlusta og hafðir alltaf áhuga á öllu sem maður hafði að segja, sama hversu ómerkilegur hlut- urinn var. Þegar eitthvað bját- aði á náðir þú að koma manni í gott skap með jákvæðni þinni og kímnigáfu. Oft á tíðum raul- aðir þú líka vísur og sagðir okk- ur sögur frá því í gamla daga. Þolinmæðin sem þú hafðir var ómetanleg. Þú hafðir mikið dálæti á hestum og hesta- mennsku og kenndir okkur krökkunum að sitja hest og um- gangast þá. Þú fórst með okkur í útreiðartúra, hjálpaðir okkur og leiðbeindir. Þú leyfðir manni að keyra traktor eða bíl í fyrsta skipti. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa manni ef þú gast. Allt- af varstu til í að sendast fram og til baka með okkur, hvert sem tilefnið var. Þú eldaðir líka oft mat, gerðir kleinur með mömmu og bjóst alltaf til gul- rótarmarmelaði úr gulrótunum sem þú ræktaðir úti í garði. Við viljum þakka þér fyrir allar þær stundir sem við feng- um að njóta með þér. Guð geymi þig. Þín barnabörn, Birgitta Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Stefán Narfi Bjarnason, Jórunn Fríða Bjarnadóttir. Elsku Stefán, þá er komið að kveðjustund, síðan þú yfirgafst þessa jarðvist hefur margt kom- ið upp í huga mér því okkar kynni ná yfir 35 ára tímabil. Ungur var ég að árum þegar ég hóf að venja komur mínar í Tún til þín og Jórunnar móðursystur minnar, ætli ég hafi ekki verið átta ára gutti þegar ég fór að koma til ykkar, nánast um hverja helgi. Um leið og skólinn var búinn á föstudögum sagði ég við mömmu mína: Hvenær skutlar þú mér í Tún, því ég vil komast í fjósið og fjárhúsið með Stebba? Þessar helgarferðir eru mér ógleymanlegar og er ég hugsa til baka nú í dag sé ég að í raun mótaðist mín framtíð af þeim heiðurshjónum Stefáni og Jórunni. Árin urðu mörg í Túni því eftir að ég missti föður minn ungur að árum fór að halla und- an fæti hjá mér í skóla þannig að um 10 ára aldur fór ég í skóla í Þingborg og þar var ég í 3-4 ár og á þessum tíma átti ég fast heimili í Túni. Á þessum tíma lærði ég æði margt og það að fara í útiverkin með Stefáni kenndi mér margt gott og að hafa hann sem leiðbeinanda var sönn Guðs gjöf. Stefán kenndi mér margt um lífið, að bera virðingu fyrir verðmætum, um- hverfinu, náttúrunni og gestum og gangandi. Ekki mátti gleyma að sýna dýrunum virðingu því alltaf var lykilatriði að þeim liði vel enda var Stefán góður bóndi og öllum skepnum leið vel í hans návist. Þegar ég varð eldri var ég mörg sumur sem vinnu- maður hjá Stefáni og þegar ég var 17 ára eignaðist ég minn fyrsta hest. Útreiðartúrar okk- ar voru ófáir, ýmist um heima- lönd til ánægju eða smölunar, eins varð Uppsala-hringurinn oft fyrir valinu. Svo voru lengri ferðir farnar, t.d. á Murneyrar og í Reykjaréttir sem eru nefndar Skeiðaréttir í okkar daglega tali. Alltaf var Stefán vel ríðandi og átti hann einn hest sem hann hélt mikið upp á, hann hét Fákur og var undan Sörla frá Sauðárkrók. Svo viljugur var hann að oft kom það fyrir í þessum ferðum okkar, sem voru oft góðar dag- leiðir, að ég varð að teyma aukahrossin hans. Stefán var áhugasamur og fróðleiksfús með eindæmum og þegar ég fullorðnaðist og hóf starfsferil spurði hann alltaf frétta af öllu sem ég fékkst við hverju sinni. Þjóðfélagsmál ræddum við líka og þá sérstaklega fyrir kosn- ingar. Alltaf var gott að hitta Stefán og spjalla, nú eða rétta hjálparhönd og svo er enn í dag því hugur minn er alltaf kær að Túni því þar mótaðist mín bar- næska. Þar sem mér er efst í huga þegar ég kveð Stefán í hinsta sinn er þakklæti fyrir það sem hann kenndi mér í lífinu, þol- inmæðina og tækifærin sem hann gaf mér. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast og fylgja Stefáni. Stefán, þín ævi var löng og góð því hraust- menni varstu, þín verður sárt saknað en minning þín verður geymd í hjarta mínu um ókomna tíð. Kæri vinur, hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þinn Sigurbjörn Snævar Kjartansson. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósabraut og heiminn að himnaríki. Í þessum ljóðlínum Einars Benediktssonar liggur sú lífs- speki sem Stefán í Túni tamdi sér á langri ævi. Hann átti sér bæði rósabraut og fallegt himnaríki sem hann ræktaði vel. Hann var höfðingi og mann- vinur, fyrir nokkrum árum átti ég viðræður við ungan mann um Stefán hversu ungur hann væri í anda. Þá sagði ungi mað- urinn: „Já, hann Stefán er svo flottur bæði að utan og innan.“ Á kveðjustund verður mér hugsað til þessara orða. Hann sýndi öllu fólki vinsemd, heils- aði og spurði, var klæddur í samræmi við tilefnið, á stóru stundunum í sparifötunum sín- um með hattinn sinn á höfðinu, hærri en aðrir menn. Stefán var mikill fjölskyldumaður og bjuggu þau við mikla rausn í Túni hann og Jórunn kona hans og héldu vel utan um sitt fólk. Væri þjóðhátíð í Einbúanum eða þorrablót í Þingborg var stórfjölskyldan mætt. Stefán var í áratugi forystu- maður sinnar sveitar, oddviti og leiðandi maður á öllum sviðum. Hann kom mörgum stórum verkefnum áfram sem breyttu lífi fólksins, svo sem skólabygg- ingu og nýju félagsheimili í Þingborg, kaldavatnsveitu og hitaveitu. Framganga hans í fé- lagsmálum bar vott um virð- ingu fyrir skoðunum fólksins, hann var ekki maður margra eða stórra orða, góður hlust- andi en vissi hvert hann vildi fara. Stefán var kominn af hinni rótgrónu ætt Árnesinga Haukdælum, en um þá var sagt að þeir væru friðsamir, stjórn- liprir og rótgrónir í innlendri höfðingjamenningu. Og hafði Stefán alla þessa kosti til að bera, seinþreyttur til vandræða og ef menn vildu útkljá einhver deilumál á góðri stundu sagði Stefán kankvís og brosandi: „Ja, ég skildi nú oddvitann eft- ir heima.“ Túnshúmorinn er þekktur austanfjalls, hárfínn og fyndinn. Fyrir félagsmálastörfin ber að þakka en hitt stendur þó uppúr, maðurinn sjálfur, hver hann var og hvernig hann ræktaði garðinn sinn. Hann var maður margra alda, þekkti fólk sem fætt var uppúr miðri nítjándu öldinni nam af vörum þess fróðleik og sögur. Stefán var gleðimaður og stundaði út- reiðar fram á síðustu ár og þegar þeir öldungarnir hann og Guðjón frændi hans í Uppsöl- um voru á ferð með Flóaveg- inum riðu hetjur um héruð. Og væri nú nesti við bogann og bikar með var hratt riðið í hlaðið á fljúgandi gæðingum. Höfuðbólið Tún stendur í þjóðbraut, gamli grjótgarður- inn kringum bæinn ber vitni um fastheldni og virðingu, stafninn á gamla íbúðarhúsinu skrýddur jólaljósum á jólaföst- unni og búskapurinn alltaf í fremstu röð. Enda sama ættin í beinan karllegg setið jörðina í eitt hundrað og níutíu ár. Stefán ræktaði sál og lík- ama, hann tók þátt í starfi Rotarymanna og leshringum og ferðalögum eldri borgara og naut þess að lifa. Ævikvöldið var slegið þeim roða sem vest- urhiminn ber fegurstan frá Túni séð. „Einn straumur, sem líður, ein stund, sem þver! Streymandi mannhaf, sem kemur og fer, ég hverf þér í opna arma.“ Við Margrét sendum fólkinu hans öllu samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Okkar ástkæra móðir og systir, GUÐMUNDA V. GUÐMUNDSDÓTTIR, Stella, Sigtúni 33, Reykjavík, sem lést á föstudaginn langa, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13.00. Kristjana Ársælsdóttir, Einar G. Ársælsson, Jón Óskar Guðmundsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, AUÐUNN VALDIMARSSON, Kríuhólum 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi fimmtudaginn 4. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Gréta Oddsdóttir, Þuríður L. Auðunsdóttir, Þ. Skorri Steingrímsson, Valdimar Auðunsson, Julia Doppler, Sæunn Auðunsdóttir, Róbert Ó. Skúlason, Steingrímur og Bjarkar Þormóðssynir. ✝ Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, IÐUNN GÍSLADÓTTIR frá Stóru-Reykjum Í Hraungerðishreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 13.30. Sigfinnur Snorrason, Guðbjörg J. Sveinbjörnsdóttir, Bryndís Snorradóttir, Magnús G. Guðmundsson, Hannes Snorrason, Elísabet Hermundardóttir, Björn Snorrason, Ingibjörg Harðardóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN MARÍA ÁRMANN, Espigerði 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. apríl. Úförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 11. apríl kl. 15.00. Þórhallur Arason, Ágúst Ármann Þórhallsson,Hallbera Friðriksdóttir, Helgi Þórhallsson, Bryndís Þorvaldsdóttir, Valdimar Þórhallsson, Nína Nikolína, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR JÓNSSON verkfræðingur, Skjólbraut 16, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 13.00. Edda Magnúsdóttir, Magnús Haukur Rögnvaldsson, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, Joachim Beat Schmidt, Björn Þór Rögnvaldsson, Alma Belem Serrato, Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, Heiðdís Elisabeth Joachimsdóttir, Ásdís Elva Björnsdóttir. ✝ Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR KOLBEINSDÓTTIR, Skarðshlíð 3, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð laugardaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum samúð og vinarhug. Kristinn Magnússon, Kristjana Guðrún Halldórsdóttir, Hallfríður Kristinsdóttir, Halldór Kristinsson. ✝ Ástkær dóttir mín, SIGRÍÐUR MARÍA SIGURGEIRSDÓTTIR, Sigga Mæja, sambýlinu Sólheimum 21b, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 30. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðrún K. Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.