Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 A lexei Navalní hefur verið einn há- værasti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og hef- ur lýst yfir því að hann hafi auga- stað á forsetastólnum. Það eru hins vegar ýmis ljón á veginum. Lagðar hafa verið fram þrjár kærur á hendur honum og á fimmtudag var tilkynnt að 17. apríl myndu hefj- ast réttarhöld í borginni Kírov vegna fjár- dráttar. Málið snýst um samning um viðskipti með timbur, sem stjórnvöld þar gerðu 2009 þegar hann var ráðgjafi þeirra. Verði hann sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að tíu ár í fangelsi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég verði fundinn sekur,“ sagði Navalní í vikunni. Hann fullyrðir að hann sé saklaus og bendir á að sam- kvæmt rússneskum lögum myndi hann ekki mega sækjast eftir pólitísku embætti ef svo færi, jafnvel þótt dómurinn yrði skilorðsbund- inn. Navalní vildi ekki segja hvað hann ætti von á að fá þungan dóm og gaf um leið til kynna að Pútín myndi sjálfur skera úr um það: „Það er erfitt að segja … ég hef ekki fjarskynjunarmátt til að komast inn í heila Pútíns.“ Vill breyta lífinu í Rússlandi Navalní sagði í viðtali við Dozhd, sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar, á fimmtudag að hann vildi verða forseti: „Ég vil breyta lífinu í þessu landi. Ég vil breyta hvernig því er stjórnað. Ég vil koma því til leiðar að þær 140 milljónir manna, sem búa í þessu landi og njóta þess að olía og gas koma upp úr jörðinni, þurfi ekki að lifa í fátækt og svartri eymd heldur geti lifað eðlilega eins og í evrópsku landi.“ Navalní hefur heitið því að verði hann forseti muni hann draga andstæðinga sína fyrir rétt, þar á meðal Pútín og tvo vini hans, auðkýf- ingana Gennadí Tímsjenkó og Arkadí Roten- berg. Þeir neita báðir alfarið ásökunum stjórn- arandstöðunnar um að hafa haft rangt við í viðskiptum sínum. Navalní vakti á sér athygli með því að halda úti skrifum á netinu þar sem hann rannsakaði spillingu. Hann var áberandi í kosningabarátt- unni fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Eftir að Pútín náði endurkjöri hefur Navalní ekki verið jafn áberandi á mótmælafundum, en skrif hans hafa haft áhrif. Í mars sagði Vítalí Malkin öld- ungadeildarþingmaður af sér eftir að Navalní greindi frá því að hann ætti eignir erlendis og væri með ísraelskan ríkisborgararétt. Í febrúar sagði formaður siðanefndar neðri deildar þings- ins, Vladimír Pektín, af sér vegna ásakana Na- valnís um að hann ætti eignir í Bandaríkjunum að andvirði rúmlega tveggja milljóna dollara. Yfirvöld hafa sótt hart að Navalní og ítrekað leitað á heimili hans og skrifstofu. Auk rétt- arhaldanna, sem eiga að hefjast í þarnæstu viku, eru honum gefin svik og fjár- dráttur að sök ásamt bróður sínum og að hafa stolið úr hirslum Frjálslynda flokksins, sem lagður hefur verið nið- ur. Navalní segir að yfirvöld vilji frekar saka sig um fjársvik en þátt- töku í mótmælum til þess að grafa undir trúverðugleika sínum við af- hjúpun spillingar í Rússlandi. Stjórnarand- stæðingur dreg- inn fyrir dóm ALEXEI NAVALNÍ HEFUR VERIÐ RÚSSNESKUM STJÓRNVÖLDUM ÓÞÆGUR LJÁR Í ÞÚFU. HANN SEGIR VLADIMÍR PÚTÍN OG HIRÐ HANS EIGA HEIMA Í FANGELSI OG VILL BJÓÐA SIG FRAM TIL FORSETA. NÚ Á AÐ DRAGA HANN FYRIR DÓM Í ÞREMUR MÁLUM. Alexei Navalní hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harkalega. Nú á að draga hann fyrir dóm. AFP * „Sá dagur mun koma að við sigrumog við munum setja þá í fangelsi.“ Alexei NavalníAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Alexei Navalní kveðst ætla að bjóða sig fram til forseta og vill leysa Vladimír Pútín af hólmi. Hann á hins vegar langt í land. Samkvæmt könnun sem birt var á fimmtudag vita aðeins 37% Rússa hver hann er. Aðeins 14% segjast líkleg til þess að greiða hon- um atkvæði sitt í kosningum. Navalní viðurkennir að hann eigi á brattann að sækja, en bætir við að fengi hann eðlilegan aðgang að opinberum sjónvarpsrásum, sem af fylgispekt fjalli rækilega um Pútín og rússneska valda- stétt, myndi dæmið snúast við. Hann segir að almenningsálitið myndi snúast ef sjónvarp stjórnarandstöðunnar, Dozhd, sem einkum er aðgengilegt á net- inu, gæti sjónvarpað um allt Rússland. ERFITT AÐ LÁTA RÖDDINA HEYRAST Vladimír Pútín HEIMURINN JAPAN TÓKÝÓ Japanar hafa veitt óvenju fáa hvali í suðurhöfum á þessari vertíð og sagði Yoshimasa Hayashi, sjávarút- vegsráðherra Japans, að „ófyr- irgefanlegum spellvirkjum“ umhverfisverndarsinna væri um að kenna. Aðeins veidd- ust 103 hrefnur, helmingi færri en í fyrra. Engin langreyður veiddist. Sagði Hayaski að aflinn væri sá minnsti frá því að Japanar hófu vísindaveiðar 1987. Samtökin Sea Shepherd hafa ítrekað truflað veiðarnar. NORÐUR-KÓREA PYONGYANG Stríðsyfirlýsingar og hótanir Norður-Kóreumanna um að beita kjarnorkuvopnum hafa valdið titringi. Þeir hafa flutt að austurströnd landsins eldflaug sem hægt væri að skjóta á Suður- Kóreu eða Japan. Bandaríkjamenn hafa brugðist við með yfirlýsingu um að þeir muni auka viðbúnað og koma upp eldflaugavörnum á eynni Guam í Kyrrahafi. Ekki er talið að Norður-Kóreumenn geti skotið eldflaugum á meginland Bandaríkjanna, en þeir gætu náð til herstöðva þeirra í Asíu og Kyrrahafi. SUÐUR-AFRÍKA JÓHANNESARBORG Nelson Mandela var sagður við góða heilsu eftir að hafa dvalið viku á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu. Graca Machel, eiginkona forsetans fyrrverandi, sagði að hann væri á batavegi. Mandela sat í fangelsi í 27 ár. Hann varð fyrsti blökkumaðurinn til að setjast í stól forseta í Suður- Afríku. Hann er 94 ára. BANDARÍKIN WASHINGTON Tugir fjölmiðla víða um heim birtu upplýsingar úr umfangsmiklum gögnum, sem bár- ust Alþjóðasamtökum rannsókn- arblaðamanna, ICIJ, í Washington um aflandsreikninga fyrirtækja og einstaklinga á Bresku jómfrúaeyjum og Caymaneyjum. Uppljóstranirnar höfðu áhrif í Frakklandi þar sem í ljós kom að Jean-Jacques Augier, náinn stuðningsmaður Francois Hollandes forseta, ætti félög í skattaskjóli og það teygði sig allt til Aserbaísjans og Mongólíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.