Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Þ ess var minnst hér á landi að í haust voru 5 ár liðin frá því að íslenska fjármálakerfið fór á hliðina með öll- um þeim fylgikvillum sem því fylgdu. Mynd blekkinga dofnar stöðugt Ekki þarf lengur um það að deila, að hið sam- tvinnaða íslenska bankakerfi í kringum furðu fá- mennan hóp eða klíkur hlaut að eiga ein sameiginleg örlög. Sá kostur var ekki fyrir hendi að einn banki færi en öðrum yrði bjargað. Meira að segja spari- sjóðakerfið hafði verið sogað með og bundið örlögum hinna. Örfáa menn hafði grunað á undan öðrum að svona væri sennilega komið. Sumir þessara fáu sátu undir skipulögðu níði, sem beint var annars vegar út á við og hins vegar inn á við, að hinu pólitíska valda- kerfi landsins. Og flesta langaði mjög til að trúa því að glansmyndin sem hafði verið dregin upp og of- urgróðinn sem um tíma hraut af til margra væri raunveruleiki. Þeir sem vöruðu við voru sagðir gera það af annarlegum ástæðum og jafnvel af óvild í garð þeirra sem glönsuðu helst. En grunsemdir af slíku tagi var ekki auðvelt að sanna og jafnvel ekki að byggja þokkalega undir. Ástæður þess voru margar, en þær urðu ekki augljósar fyrr en eftir bankafallið, en þá höfðu margir ríka hagsmuni af því að heyra það ekki eða sjá. Það voru ekki aðeins þeir sem fóru fyrir gróðalestunum sem hrokkið höfðu af sínum teinum. Við þann hóp bættust óvænt nær- sýnir sjálfskipaðir álitsgjafar og stjórnendur um- ræðu og reyndust nytsamir hjálparkokkar við að snúa umræðunni á haus, þegar þarna var komið. Því nytsama sakleysingja er ekki einu sinni hægt að kalla þá. Skipulögð skrumskæling veruleikans Fyrir skömmu var upplýst að helstu fyrirferð- armenn íslensku efnahagsbólunnar sem sprakk réðu atvinnuspunameistara til að afvegaleiða umræðuna eftir „hrun“ og vörðu til þess myndarlegum hluta af misvel fengnu fé sínu. Spunameistararnir sáust ekki fremur en spottamenn strengjabrúðanna, en urðu kostunarmenn annarra sem áttu ótrúlega greiðan aðgang að umræðuþáttum fjölmiðlanna, auk þess sem þeir beittu sér óspart, með öðrum aðkeyptum kröftum, á veraldarvefnum. Brennuvargur þykist bjargvættur Sjálfstæðisflokkurinn slóst ekki í ferð með ólík- indatólum útrásarinnar fyrr en fáeinum árum fyrir „hrun“, en Samfylkingin hafði hins vegar lengi verið sverð þeirra og skjöldur, hefði átt að hafa minna en engan sóma af því. Þar fóru því miður fleiri illa að ráði sínu og má t.d. lesa um þátt forsetans á Bessa- stöðum í Rannsóknarskýrslu Alþingis og er hann þó ekki tæmandi talinn þar. Í ljósi þessa alls má segja að það hafi litið út eins og pólitískt kraftaverk að takast skyldi að draga upp þá mynd, þegar að tjaldið lyftist af svikamyllunni, að Samfylkingin væri rétti aðilinn til að „moka flórinn“ eftir Sjálfstæðisflokkinn og leiða ríkisstjórn í þeim tilgangi. (Að vísu hefur Steingrímur J. Sigfússon ítrekað gefið til kynna að vinstristjórnin hafi verið einhvers konar eins manns stjórn hans, án svefns og matar, í beinu umboði ör- lagadísanna). En lykilinn að þessum undarlega öf- ugsnúningi á öllu því sem hafði gerst er þó ekki að finna í kraftaverki af neinu tagi. Það lögðust allir á eitt. Baugsmiðlarnir, sem lengi höfðu verið síamstvíburi Samfylkingarinnar, og eru enn, gerðu sitt til að hafa endaskipti á staðreyndunum, enda áttu tvíburarnir ríka sameiginlega hagsmuni. Allir vita hvernig Frétta- stofa Ríkisútvarpsins, sem rekin er fyrir nauðung- aráskrift, einhenti sér í hið sameiginlega verkefni og hagaði sér eins og hún væri ráðherra án ráðuneytis í síðustu ríkisstjórn. Og þannig vildi til að Morgunblaðið, undir skammlífri ritstjórn, sem tekið hafði við af Styrmi Gunnarssyni, lét ekki sitt eftir liggja, enda var aðalhugðarefni hennar að nota tímabundnar ófarir Ís- lands til að koma því í ESB. Sennilega er þetta ein- stætt í samtímasögu Íslendinga. Allir fjölmiðlar lands- ins, sem máli ná, voru samtaka og fylgdu takti sem handhafi einstæðs skuldsöfnunar mets sló við að end- urskrifa söguna í þágu aðila sem leikið höfðu landið svo grátt. Sami stormur geisaði víðar En Ísland var ekki eyland í efnahagslegum skilningi þegar bankarnir fóru í þrot. Allur heimurinn var undir í þeim efnahagslega afturkipp sem varð þegar snögg- hemlað var haustið 2007. Hraðinn var svo mikill og hleðslan svo þung, að rúmt ár tók að fara bremsu- vegalengdina. Á endapunkti hennar, haustið eftir, laukst upp að kenningin um að óþrjótandi ódýrt lánsfé í alþjóðavæðingu hefði stökkbreytt grundvelli efnahags- mála varanlega og raunar mannlífi öllu, þar með heil- brigðri skynsemi, var ekki haldbetri en geimveruvís- indi. Efnahagslegir kraftaverkamenn, hér sem annars staðar, urðu að sætta sig við það að 2x2 voru enn þá 4. Erfiðir tímar eru ekki fyrir atvinnuþref Reykjavíkurbréf 15.11.13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.