Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 59
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Svæði í kastala fyrir mýrarbolta? (9) 7. Fara afhuga frá jarðmyndun með merki. (10) 9. Með tófu eruð hjá þeirri sem hefur verið vísað áfram. (7) 11. Véli hreyfi máleiningu með ummæli í ákveðnu tilefni. (12) 12. Nær ryk einfaldlega að verða meira á línu. (9) 14. Blönduósbær fær vind í útjaðri sínum. (4) 15. Jólasveinn laghentur í tónlist. (9) 16. Ofbeldi á hæð við fljót. (4) 18. Fugl að gefa syni Árna Tryggvasonar höfuðhögg. (9) 19. Stjórna tegund með fyrirætlun. (8) 22. Sviplaus tól gera einhvern brjálaðan. (11) 26. Gaf laukinn sterkum. (9) 27. Hreinsaði með því að bæta við sig taði. (7) 29. Enginn náttúrulegur lógaritmi með vopnaskeyti verður smáhögg. (11) 30. Blandar ræsi. (7) 31. Ef sast einn hjá Gunnari fannstu málfræðihugtak. (9) 32. Losið ryð og urð einhvern veginn við ummælin um dugleys- ið. (11) 33. Halló, eigandi austurlensks matsölustaðar er fyrir lokkun. (6) 34. Galli á fiski. (6) LÓÐRÉTT 1. Ærsl í Fjölbraut í Ármúla missa sig aðeins út af skráningu. (6) 2. Vesalings hjón eru sögð vera með hendur. (7) 3. Kyrrt alltaf klukkan eitt með flækt garn hjá öfgamönnum. (12) 4. 0,4825 l komast fyrir í íláti sem ekki heilt. (10) 5. Hrökk við þegar sjá augu yfir hluta af þessari þraut. (8) 6. Fljótasöngur er undirróður. (6) 7. Kvartið undan færeysku léni og jarðfræðifyrirbærinu. (8) 8. Standið við þraut í viðfangsefninu. (9) 10. Sá sem færir allt ofar er flöskulykill. (9) 13. Um skip tilkynni í breytingum. (8) 17. Borðaði Guðrún arð og goð flækta hjá þeim sem er dýrk- aður. (12) 20. Samkomulagið kennt við norrænar eyjar um vindáttina. (11) 21. Flottar stelpur alltaf til í svall í flugtækjum. (11) 23. Dáðlaus dreyri í amlóða. (8) 24. Drekkur úr fornu íláti við fjall. (10) 25. Það er albest að búa til sérstakan garð. (8) 27. Hæðast með því að segja: „Sko, pasta.“ (7) 28. Keyrði breið ein enn án hræðslu. (7) „Er þetta kannski einn af þessum stórkostlegu leikjum danska stór- meistarans? hugsaði ég,“ skrifaði gamli heimsmeistarinn Botvinnik örlítið háðskur í skýringum við skák sem hann tefldi við Bent Larsen árið 1967 í Palma á Mal- lorca. Á einum punkti hafði hann úr að velja fleiri en eina vinnings- leið. Þetta var mjög gott ár hjá Larsen og hann var þá helsta von Vesturlanda og Norðurlanda eins eins og Magnús Carlsen í dag. Heimsmeistarinn Anand gæti hafa spurt sig þessarar sömu spurn- ingar á meðan þriðja einvígisskák hans við Magnús stóð yfir. Óná- kvæmni og linkulega tefld byrjun héldust í hendur og ýmsir spá- menn voru farnir að efast um að Norðmaðurinn ungi hefði yfirleitt nokkuð fram að færa með hvítu sem hefur hingað til verið talið nauðsynlegt á þessum vettvangi. Hann náði þó jafntefli eftir tals- verða erfiðleika. Kannski er hann hættulegri með svörtu því að í fjórðu skákinni sló hann Anand út af laginu með bíræfnu peðsráni sem minnti á hinn fræga leik Fisc- hers í 1. skákinni við Spasskí, 29. … Bxh2. „Forskot Magnúsar Carlsen liggur ekki á sviði byrjana,“ sagði Garrí Kasparov, nýkominn til Chennai. Anand sá hinsvegar til þess að Garrí karlinn fengi ekki að sitja á fremsta bekk og vangavelt- ur voru uppi að þessi FIDE- forsetaframbjóðandi hefði orðið að kaupa sér aðgöngumiða þegar hann mætti á keppnisstað í Chennai sl. miðvikudag. 4. einvígisskák: Wiswanathan Anand – Magnús Carlsen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 Berlínar-vörnin er í vopnabúri Magnúsar. Svartur hefur ýmsar leiðir til að skipa liði sínu fram. Ýmsir hafa haldið því fram að þessi byrjun hafi velt Kasparov úr sessi sem heimsmeistara í HM- einvíginu við Kramnik árið 2000. 9. h3 Bd7 10. Hd1 Be7 11. Rc3 Kc8 12. Bg5 h6 13. Bxe7 Rxe7 14. Hd2 c5 15. Had1 Be6 16. Re1 Rg6 17. Rd3 b6 18. Re2? Ónákvæmni. Magnús hafði teflt byrjunina hratt og Anand á það enn til að tefla of hratt! - Sjá stöðumynd - 18. …Bxa2! Minnir óneitanlega á hinn fræga leik Fischers. Munurinn er sá að biskupinn sleppur út. 19. b3 c4! 20. Rdc1 cxb3 21. cxb3 Bb1 22. f4 Kb7 23. Rc3 Bf5 24. g4 Bc8 Aftur á heimareit eftir „peðs- ránið“. Svartur á góða möguleika að þróa þessa stöðu til vinnings en Anand hefur meira rými. 25. Rd3 h5 26. f5 Re7 27. Rb5 hxg4 28. hxg4 Hh4 29. Rf2 Rc6 30. Hc2 a5 31. Hc4 g6 32. Hdc1 Bd7 33. e6 fxe6 34. fxe6 Be8 35. Re4! Hxg4+ 36. Kf2 Hf4+ 37. Ke3 Hf8 37. … g5 var betra og svartur á nokkra vinningsmöguleika. 38. Rd4 Rxd4 39. Hxc7+ Ka6 40. Kxd4 Hd8+ 41. Kc3 Betra var 41. Ke3 og staðan má heita í jafnvægi. 41. … Hf3+ 42. Kb2 He3 43. Hc8 Hdd3 44. Ha8+ Kb7 45. Hxe8 Hxe4 46. e7 Hg3 47. Hc3 He2+ 48. Hc2 Hee3 49. Ka2 g5 50. Hd2 He5 51. Hd7+ Kc6 52. Hed8 Hge3 53. Hd6+ Kb7 54. H8d7 Ka6 55. Hd5 He2+ 56. Ka3 He6! Jafnteflið er auðfengið nái hvít- ur að skipta upp á hrókum en Magnús hefur náð að magna flækjustigið. Hér leggur hann læv- ísa gildru fyrir Anand, 57. Hxg5 er svarað með 57. … b5! og vinnur vegna hótunarinnar 58. … b4+. 57. Hd8 g4 58. Hg5 Hxe7 59. Ha8+ Kb7 60. Hag8 a4 61. Hxg4 axb3 62. H8g7! Ka6 63. Hxe7 Hxe7 64. Kxb3 Jafntefli! B-peð svarts er hættu- laust. Staðan 2:2. Frábær barátta. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Spennan magnast í heimsmeistaraeinvíginu Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 17. nóvember rennur út á hádegi föstudaginn 22. nóv- ember. Vinningshafi kross- gátunnar 10. nóvember er Sigrún Sighvatsdóttir, Fífuseli 15, 109 Reykjavík. Hlýtur hún bókina Dísusaga eftir Vigdísi Gríms- dóttur. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.