Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Ársfundur ÚRVINNSLUSJÓÐS ÁRSFUNDUR ÚRVINNSLUSJÓÐS VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER KL 13:30 Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA • Formaður stjórnar setur fundinn • Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs • Ársreikningur 2012 og starfsemi • Söfnun, flokkun og endurvinnsla plastumbúða frá heimilum í Noregi – Svein Eirik Røvik • Umræður DAGSKRÁ Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað Stjórn Úrvinnslusjóðs P O R T h ön n u n Það var hluti af spunanum aðneita því að hinir sérstöku styrkir ESB í framhaldi af umsókn um aðild Íslands væru mýking- argreiðslur, bundnar við að Ísland væri á leið inn í sambandið, en ekki á gægjum „í pakkann.“    En nú hefur þessiþáttur spunans verið höggvinn í spað og hjó sá sem hlífa skyldi, sjálfur stækk- unarstjóri ESB.    Jón Bjarnason, fyrrverandi sjáv-arútvegsráðherra, hefur skoðun á málinu:    Ekki verður séð hvaða tilgangiskýrslugerð um stöðu samn- ingaviðræðna þjónar lengur.    Ríkisstjórn og Alþingi hlýtur aðbregðast við með sama hætti og afturkalla formlega umsóknina af sinni hálfu.    Þjóðin var hvort eð er aldreispurð hvort hún vildi ganga í ESB.    En það hefði átt að gera áður enslíkt umsóknar- og aðlög- unarferli færi í gang.    Það er að mínu mati heiðarlegastog réttast að afturkalla um- sóknina formlega eins og lofað var fyrir síðustu kosningar.    Með hreint borð getum við lagtáherslu á góð samskipti Ís- lands og ESB á grunni tvíhliða samninga eins og við gerum við aðr- ar þjóðir.“    Er málið nokkuð flóknara? Jón Bjarnason Hjó þá sá STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -8 heiðskírt Bolungarvík -8 skýjað Akureyri -8 snjókoma Nuuk -11 skafrenningur Þórshöfn 1 skúrir Ósló -1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -6 heiðskírt Lúxemborg 2 alskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 heiðskírt París 7 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 0 þoka Moskva 0 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -2 skýjað New York 8 heiðskírt Chicago 9 þoka Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:57 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 11:36 15:12 SIGLUFJÖRÐUR 11:20 14:53 DJÚPIVOGUR 10:35 15:02 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkur síldveiðiskipanna settu í gær strikið á mið undan Suðaustur- landi. Skipverjar á rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni urðu varir við talsvert af síld þar í fyrrinótt, en skipið er í síldarleiðangri þar sem verkefnið er að mæla magn og út- breiðslu síldarinnar. Síldin fyrir austan er smærri en í Breiðafirði, en eigi að síður talin góð til vinnslu. Undan Suður- og Suðausturlandi hafa yngri árgangar síldarinnar haft vetrarstöðvar að verulegu leyti síð- ustu ár. Dauft hefur verið yfir síldveiðum í Breiðafirði í allt haust og útgerðar- maður sem rætt var við í gær sagði að ekki væri eftir neinu að bíða með að reyna fyrir sér fyrir Suðurlandi. Enn gera menn sér þó vonir um að úr rætist í Breiðafirði og síld gangi inn á svæðið, hugsanlega úr Kolluál. Tvö skip voru við leit í grennd við Stykkishólm og Grundarfjörð í gær, en síðustu daga hafa litlar fréttir borist af afla. Búið er að veiða um 55 þúsund tonn af íslenskri sumargots- síld í haust, en heildarkvótinn er 87 þúsund tonn. Súrefnismettun yfir mörkum Í Kolgrafafirði er talið að séu um 60 þúsund tonn af síld þessa dagana, en þegar mest var í fyrra voru þar um 270 þúsund tonn. Þar voru fjórir minni bátar að veiðum í gær með reknet. Í dag er fyrirhugað að gera tilraun til að fæla síldina úr stað í firðinum með hátölurum sem líkja eftir hljóð- um háhyrninga. Súrefnismettun í firðinum var í gær talin vel yfir þeim mörkum sem duga fyrir síldina. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á miðunum Vilhelm Þorsteinsson EA 11, Börkur NK 122 og Ingunn AK 150 utan brúar í Kolgrafafirði undir Bjarnarhafnarfjalli fyrir nokkru. Stefna á miðin fyrir Suðurlandi  Dauft í Breiðafirðinum og „ekki eftir neinu að bíða“  Fjórir í Kolgrafafirði Grænlenska útgerðarfélagið Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan á Norðfirði á þriðjungshlut í, hefur fest kaup á vinnsluskipinu Gardar af útgerðarfyrirtækinu K. Hals- tensen AS í Noregi. Beitir NK mun ganga upp í kaupin en núver- andi uppsjávarskip Polar Pelagic, Polar Amaroq, mun verða eign Síldarvinnslunnar og fá nafnið Beitir. Þetta kom fram á vefsíðu Síld- arvinnslunar í gær. Þar segir að meginástæðan fyrir kaupunum á Gardar sé nauðsyn þess að Polar Pelagic eignist vinnsluskip, ekki síst vegna nýtingar á makrílnum sem veiddur er innan grænlenskr- ar lögsögu. Segir á vefsíðunni að Gardar sé stórt og öflugt skip sem hentar vel fyrir þær aðstæður sem grænlenska útgerðarfélagið býr við. Beitir NK mun ganga upp í kaupin á Gardar en Síldarvinnslan festi kaup á honum árið 2009. Gert er ráð fyrir að Gardar verði afhentur nýjum eiganda 15.- 18. desember og Beitir NK verði afhentur á sama tíma. Polar Am- aroq (hinn nýi Beitir) verður af- hentur Síldarvinnslunni um svipað leyti. vidar@mbl.is Skipahrókeringar hjá Síldarvinnslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.