Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 26
ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð 26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Skyldi hrunið vera farið að naga í hæl- ana á íslenska skóla- kerfinu? Í PISA – könnun 2009 höfðu íslenskir grunnskóla- nemendur bætt sig verulega í sam- anburði við aðra og komu vel út. Í könn- uninni 2012 hallar á ógæfuhliðina. Sér- staklega kemur landsbyggðin illa út og drengir. Í tölum frá OECD kemur einnig fram að hvergi hefur orðið meiri niðurskurður í skólakerfinu en á Íslandi. Menn geta svo sem böl- sótast út í kennara eins og þeir eru vanir. En rétt er að menn átti sig á því áður en þeir fara að rífa sig hver staða kennarastétt- arinnar er. Annars verðum við aldrei í stöðu til að bæta skóla- starf á Íslandi. Ég fullyrði að það skipti mestu máli að við eigum gæðakennara sem beiti vísinda- legum aðferðum af kunnáttu við kennsl- una og mennsku. Annað skiptir minna máli í að bæta stöð- una. En margir vilja kenna öðru um. Þær raddir heyrast oft að kennslustundir á grunnskólakennara séu færri en almennt gerist og kostnaður á hvern nemanda sé hár. En þá verða menn að skoða tvennt. Kjarasamn- ingar kennara eru þannig að í stað þess að hækka laun kennara með hærri aldri eins og gerist víða annars staðar hafa þeir feng- ið afslátt af kennslu. Meðalaldur kennara er hár og því er meðaltal kennslustunda á hvern kennara lægri en annars staðar. Á hinn bóginn er leitun að kennurum er- lendis sem vinna eins mikið önn- ur, skilgreind störf þannig að heildarvinnutími þeirra er meira en sambærilegur við það sem annars staðar gerist. Vissulega er kostnaður við hvern nemanda á Íslandi í hærri kantinum. En ekki vegna hárra kennaralauna heldur af því hversu dreifð byggð er á Íslandi og dýrt að halda uppi litlum skólum víða um land, vegna þess að sem betur fer hafa sveitarfélög verið metnaðarfull í því að byggja upp góðar skóla- byggingar og reikna sér því háa húsaleigu og sökum þess að skól- ar á Íslandi reka í senn frístunda- heimili og mötuneyti sem ekki er alltaf reiknað með í samanburð- artölum annarra þjóða. Raunar eru kennaralaun á Ís- landi svo fáránlega lág að menntamálaráðherra gat ekki orða bundist nýlega í fjölmiðlum landsins. En hversu lág eru þau miðað við aðrar menntastéttir og kennara nokkurra erlendra ríkja? Í töflu hér að neðan sem fengin er úr skýrslum frá OECD kemur þetta glögglega fram. Þar eru árslaun kennara OECD-landanna miðað við fullt starf árið 2011 reiknuð í bandaríkjadölum. Miðað er við 15 ára kennslureynslu: Lönd Laun Ísland 26.991 Danmörk 50.332 Lúxemborg 93.397 Portúgal 39.424 Finnland 43.327 Holland 63.695 Chile 23.623 Slóvenía 32.193 Bandaríkin 46.130 Meðaltal OECD: 38. 1361) Enn meiri munur er á árs- launum kennara ef reiknað er með hæstu kennaralaunum land- anna. Af þessu sést að árslaun kenn- ara í fullu starfi á Íslandi eftir 15 ára kennslu eru innan við 70% af meðallaunum kennara í OECD- landanna. Íslenskir kennarar eru hálfdrættingar á við Dani og fá rétt rúmlega fjórðung af árs- launum kennara í Lúxemborg. Það er helst að laun íslenskra kennara séu sambærileg við laun kennara í Chile þar sem verðlag er með allt öðrum hætti en hér á landi. Skýrsluhöfundar OECD- skýrslu um Ísland komast einnig svo að orði um laun kennara mið- að við annað háskólamenntað starfsfólk á Íslandi (Lausleg þýð- ing mín): „Um þessar mundir greiða Íslendingar mjög lág kenn- aralaun – þau eru einungis 50- 60% af árslaunum háskólamennt- aðra starfsmanna í fullu starfi, mun lægra hlutfall en í flestum öðrum OECD-ríkjum. Þetta leiðir til þess að erfitt verður að laða góða útskriftarstúdenta að kenn- aranámi. En niðurstöður PISA- rannsóknanna benda til þess að gæði kennara skipti meira máli í árangri nemenda en bekkj- arstærð. Í ljósi þess að mikill hluti kennara fer á eftirlaun næsta áratug er ljóst að knýjandi þörf er á því að taka á þessu máli.“2) Staðreyndirnar liggja á borð- inu. Laun kennara eru fyrir neð- an allar hellur. Næstu ár hættir rúmlega þriðjungur kennara vegna aldurs. Stöðugt færri sækja um kennaranám og brott- fall í náminu er himinhrópandi. Næstu tvö ár útskrifast sárafáir kennarar. Yfirvofandi er kenn- araskortur eða að minnsta kosti skortur á hæfum kennurum með góða menntun. Í starfi mínu sem deildarstjóri grunnskóla fylgist ég með kennurum fara út úr skól- anum eftir langan vinnudag í hina vinnuna, kvöldvinnuna og helg- arvinnuna til þess að geta haft í sig og á. Karlmenn hafa að mestu leyti flúið þessa stétt vegna lágra kjara og niðrandi tals um kenn- ara. Hætta er á að stéttin nánast fjari út. Vilji Íslendingar áfram eiga góða skóla og koma í veg fyrir að stórtjón verði á grunn- skólahaldi, sem er raunar þegar að verða, verðum við að gera kröfu til sveitarfélaga og rík- isvalds að taka á launakjörum kennara. Við þurfum að setja okkur það langtímamarkmið að þeir nái a.m.k. meðaltali OECD landanna. Heimild: 1) OECD i Library. http://www.oecd- ilibrary.org/education/teachers- salaries_teachsal-table-en 2) OECD Economic Surveys: Iceland 2013, bls. 100-101. Eftir Skafta Þ. Halldórsson Skafti Þ. Halldórsson »Er samhengi í ár- angri íslenskra nem- enda í nýlegri PISA- könnun, niðurskurði í ís- lenska skólakerfinu og launum grunnskóla- kennara? Höfundur er deildarstjóri í Álfhólsskóla Áður en kennarastéttin fjarar út Er á Facebook Jurtir í jólagjöf Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd- og húðolía. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrkblettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir 24 stunda kremið er einstak- lega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.