Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Áheitasöfnun Nú standa yfir þemadagar í Tjarnarskóla og njóta félagasamtökin Barnaheill (barnaheill.is) áheita, sem nemendur safna, en þeir hafa búið til jólapeysur vegna átaksins. Ómar Við heyrum stöðugt um niðurskurð í heilbrigðis- og menntakerfinu og erum með- vituð um slæma stöðu ríkissjóðs. Sumar rík- isstofnanir hafa skorið mikið niður til að halda sig innan fjárlagarammans, en aðrar fara síendurtekið fram úr fjárheimildum. Rökrétt væri að umbuna þeim stofnunum sem halda sig við settan ramma, en skoða nánar mál þeirra sem keyra framúr. Það vekur því furðu að sjá enn og aftur skorið niður hjá Menntaskólanum í Reykja- vík, sem ekki hefur farið framúr fjárheimildum síð- astliðin ár. Þrátt fyrir afar þröngan húsakost og að- stæður, sem margir myndu ekki láta bjóða sér, fær MR lægsta fjár- framlag per nemanda, allra framhaldsskóla á landinu. Nú er ljóst að náms- framboð framhaldsskóla er misjafnt og kostnaður mis- mikill eftir því hvort um verknám eða bóknám er að ræða. En þegar skólar með yfir 95% bóknám eru bornir saman, kemur mis- munur á framlagi ríkisins berlega í ljós. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 er árlegt framlag á hvern MR-nemanda áætlað 633.800 kr. og fær enginn framhaldsskóli á landinu lægra framlag til sinna nemenda. Þetta lága framlag er athyglisvert í ljósi könn- unar kennslu- málanefndar háskólaráðs frá árinu 2010, sem sýnir að nem- endur MR telja sig hafa bestan und- irbúning allra nemenda HÍ fyrir háskólanám. Einnig hafa nemendur skólans sýnt frábæran árangur í háskólanámi. Það er tímabært að stjórnendur menntamála á Íslandi fari að skoða heild- armyndina þegar kemur að útdeilingu skattpeninga. Skynsamlegt er að veita skattfé til þeirra skóla sem reknir hafa verið án fram- úrkeyrslu fjárheimilda og sem skilað hafa bestum ár- angri. Í því ljósi er al- gjörlega óskiljanlegt að Menntaskólinn í Reykjavík skuli fá lægst framlag allra framhaldsskóla á Ís- landi. Eftir Kristínu Heimisdóttur » Því er al- gjörlega óskilj- anlegt að Mennta- skólinn í Reykjavík skuli fá lægst framlag allra framhalds- skóla á Íslandi. Kristín Heimisdóttir Höfndur situr í stjórn Holl- vinasamtaka Menntaskólans í Reykjavík. Refsað fyrir að ná árangri Í bók sinni Frá Hruni og heim gerir Steingrímur J. Sig- fússon tilraun til að réttlæta umsóknina um aðild að Evr- ópusambandinu í formannstíð sinni. Andstaðan við aðild Ís- lands að ESB var einn af horn- steinum í stefnu VG allt frá stofnun flokksins 1999. Þess- ari undirstöðu var kippt burt við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingunni vorið 2009. Nú situr VG uppi í stjórn- arandstöðu með landsfundarsamþykkt frá mars 2013 þar sem gerð er krafa um að ljúka aðildarviðræðum við ESB sem fyrst og að bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla verði um niðurstöðu þeirra. Undanhaldið hófst í vetrarbyrjun 2008 Undanhald VG frá markaðri stefnu hófst fyrr en fram kemur í bók Steingríms, þ.e. þegar á flokksstjórnarfundi í byrjun að- ventu 2008 á meðan ríkisstjórn Geirs H. Haarde var enn við völd. Þá varð til klisjan um að niðurstöður viðræðna við ESB verði fengnar „á lýðræðislegan hátt“ og „lagðar í dóm þjóðarinnar að undangenginni vand- aðri kynningu“. Í umdeildri ályktun lands- fundar í mars 2009 sagði síðan: „Lands- fundur VG leggur áherslu á að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Hér kemur fram sú tvöfeldni sem fylgt hefur málflutningi VG- forustunnar alla götu síðan. Í sjónvarps- umræðum flokksformanna kvöldið fyrir al- þingiskosningarnar 2009 þvertók Stein- grímur fyrir að til greina kæmi að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að ESB. Orðrétt sagði hann við alþjóð: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.“ Hálfum mánuði síðar var búið að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að leiðarljósi nýrrar ríkisstjórnar og lagt að þingmönnum VG að styðja tillögu þar að lútandi. „Loks hægt að fá botn í þetta mál“ Á síðu 142 í Frá Hruni og heim má lesa eftirfarandi: „Þrátt fyrir að VG hafi alltaf verið á móti aðild að Evrópusambandinu var Steingrímur því ekki mót- fallinn að tekist yrði á við málið. Það var því ekki gegn hans vilja að það var á verk- efnalista ríkisstjórnarinnar þótt hann hefði vissulega viljað fara hægar í sakirnar en Samfylkingin og standa öðruvísi að málum. „Mín hugsun var sú að loks væri þá hægt að fá einhvern botn í þetta mál sem hafði hangið svo lengi yfir okkur. Við skyldum bara láta á þetta reyna.““ Um afstöðu mína segir Steingrímur (s. 147): „Það var auðvitað leiðinlegt þegar gaml- ir félagar eins og Hjörleifur urðu viðskila en við því var ekkert að gera. Hann og fleiri töluðu mikið um sjálfstæðið en við þurftum nú fyrst að endurheimta sjálfstæðið áður en við gátum samið það af okkur. Í mínum huga var það alltaf mun stærra og mik- ilvægara mál að endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins heldur en að hafa áhyggjur af því að það væri stórhættulegt að ræða við Evrópusambandið.“ Ekki skal lítið gert úr alvöru hrunsins haustið 2008, en að halda því fram að þjóðin hafi með því tapað efnahagslegu sjálfstæði er blinda eða vísvitandi blekking. Jafn- framt var forðast eins og heitan eld að við- urkenna að til að fullburða samningur við ESB liti dagsins ljós, sem vísa mætti síðan í þjóðaratkvæði, þyrfti VG sem aðili að rík- isstjórn að standa að honum. IPA-styrkir gagnrýndir „algjörlega að ósekju“ Svo virðist sem Steingrímur og fleiri í forystusveit VG hafi haft mjög takmarkaða þekkingu á leikreglum ESB áður en ákvörðun var tekin um að sækja um aðild. Í aðdraganda umsóknar Íslands vísaði for- ysta VG t.d. ítrekað í aðildarsamning ESB og Noregs frá árinu 1994. Eftir aldamótin 2000 hafði framkvæmdastjórn ESB hins vegar breytt leikreglum, innleitt svonefnt aðlögunarferli, og útdeilir í því skyni um- talsverðum fjármunum í formi IPA- styrkja. Þetta fé er notað í aðdraganda að- ildar til að undirbúa lagaumhverfi og stjórnsýslu umsóknarlandsins og til að plægja akurinn að öðru leyti, hérlendis m.a. með rekstri sérstakrar ESB- skrifstofu. Steingrímur talar um „fjand- ans“ IPA-styrkina og segir ástæðuna „að þeir voru notaðir í andspyrnunni gegn mál- inu, algjörlega að ósekju að hans mati“ (s. 149). Forðaðist að ræða við „þrönga hópa“ Í ráðherratíð sinni síðustu fjögur árin vék Steingrímur sér undan að ræða við þá sem ósáttir voru með umsóknina um ESB- aðild og fleiri stórmál. Þannig forðaðist hann t.d. að ræða við talsmenn þeirra 100 stuðningsmanna VG sem haustið 2010 komu á framfæri áskorun til forystu flokksins um að beita sér gegn aðild að ESB og aðlögunarferlinu. Síðast heyrði ég frá honum í aðdraganda flokksráðsfundar VG í desember 2008. Hann segist sjálfur hafa sett sér „þá meginreglu sem formaður að funda ekki með þröngum hópum í flokknum“ (s.198). Það kom fyrir lítið að landsfundur VG samþykkti haustið 2011 sem „eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róð- urinn við að upplýsa þjóðina um eðli og af- leiðingar ESB-aðildar“. Hvorki heyrðist hósti né stuna í þessa veru frá Steingrími og hans nánasta samstarfsfólki. Erindum mínum til þingflokksins vegna ESB- umsóknar og fleiri mála, var í engu svarað. Kannski ber að líta á þetta rit Steingríms sem síðbúið svar, en ekki er ég viss um að það bæti orðstír hans sem stjórnmála- manns. Eftir Hjörleif Guttormsson » Tvöfeldni hefur ein- kennt málflutning Steingríms og VG-foryst- unnar um aðild að Evrópu- sambandinu allt frá hruni haustið 2008. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Skriftamál Steingríms J og ESB-aðildarumsóknin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.