Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í gær að nærri þúsund hefðu látið lífið í átökum í borginni Bangui í Mið-Afríkulýð- veldinu fyrir tveimur vikum. Nokkr- ar Evrópuþjóðir hafa heitið aðstoð við að stöðva öldu ofbeldis í landinu, sem fór af stað þegar forseta lands- ins var steypt af stóli í mars síðast- liðnum. Átökin í Bangui, sem stóðu yfir í tvo daga, brutust út eftir að kristnir uppreisnarhermenn, kallaðir anti- balaka, fóru hús úr húsi í nokkrum hverfum borgarinnar og myrtu ná- lægt 60 múslímska karlmenn. Í hefndarskyni fóru fyrrverandi liðs- menn Seleka, bandalags múslímskra uppreisnarmanna, um borgina, rændu og rupluðu og drápu nærri þúsund manns, þ.á m. konur og börn. Eins og fyrr segir varð upplausn í landinu, þar sem kristnir eru í meiri- hluta, þegar Seleka-uppreisnarmenn steyptu forsetanum, Francois Boz- ize, af stóli. Af honum tók við Michel Djotodia, núverandi forseti, sem leysti upp Seleka, en margir með- lima hópsins héldu áfram að eigin frumkvæði og hrylltu borgara með morðum, nauðgunum og ránum. Til að mæta ofbeldismönnunum mynd- uðu kristnir eigin baráttuhópa, sem leiddi til aukinna átaka í landinu. Kalla eftir alþjóðlegu inngripi Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 210.000 manns hafi neyðst til að flýja heimili sín í Bangui og aðrar borgir sem hafa orðið illa úti í átökunum, s.s. Bossangoa í norðvesturhluta landsins, líkjast nú helst draugabæj- um. Íbúarnir dvelja í búðum fyrir múslíma annars vegar og kristna hins vegar og milli þeirra liggur einskismannsland sem engin þorir að fara um nema hjálparstarfsmenn. Christian Mukosa, sérfræðingur Amnesty í málefnum Mið-Afríku, segir engum vafa undirorpið að allir aðilar að átökunum hafi gerst sekir um stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyninu. Þrátt fyrir inngrip erlendra ríkja, s.s. Frakka, sem eru með 1.600 hermenn innan landamæra Mið-Afr- íkulýðveldisins, deyja almennir borgarar á hverjum degi og sam- kvæmt Amnesty hafa a.m.k. 90 látið lífið síðan 8. desember. Mannréttindavaktin hvatti til þess á fimmtudag að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna léti til sín taka til að stöðva ofbeldið í landinu. Höfundur skýrslu samtakanna um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu sagði verulega hættu á því að aftur brytust út átök sem myndu kosta fjölda fólks lífið. AFP Ógnir Ung stúlka horfir til ljósmyndara í búðum kristinna í Bossangoa. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín. Nærri 1.000 látnir  Amnesty International uggandi vegna ástandsins í Mið- Afríkulýðveldinu  Allir aðilar sekir um stríðsglæpi AFP Átök Frakkar tilkynntu í gær að önnur Evrópuríki myndu senda hersveitir til Mið-Afríkulýðveldisins til að aðstoða við afvopnun ofbeldismanna. Ógnarástand » Amnesty International áætlar að 1.000 hafi látið lífið í Bangui en Sameinuðu þjóð- irnar höfðu áður talið að 450 hefðu verið drepnir í höfuð- borginni og 150 annars staðar í landinu. » Samantha Power, sendi- fulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, flaug til Mið-Afríkulýðveldisins í gær. Hún sagði að ráðamenn vest- anhafs hefðu verulegar áhyggjur af ofbeldinu í landinu og alþjóðasamfélaginu bæri skylda til að hjálpa íbúum Mið-Afríkulýðveldisins frá hyl- dýpinu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Aftökum hefur fækkað í Bandaríkj- unum en það má m.a. rekja til þess að fangelsisyfirvöldum hefur reynst erfitt að komast yfir efnin sem notuð eru til þess að framfylgja dauðarefs- ingum. Það sem af er ári hafa 39 fangar verið teknir af lífi vestanhafs en engar aftökur eru fyrirhugaðar fyrir áramót. Þetta mun vera í annað sinn á tveimur áratugum sem færri en 40 eru líflátnir þar í landi. Richard Dieter, framkvæmda- stjóri samtakanna Death Penalty Information Center, segir að ítrekuð vandamál við framkvæmd dauða- refsinga hafi valdið því að þær séu orðnar fátíðar og sé jafnvel frestað um áratugi. Dauðadómar eru kveðn- ir upp í 32 ríkjum Bandaríkjanna en Dieter segir líklegt að fleiri ríki muni á næstu árum endurskoða að viðhafa þessa kostnaðarsömu og óskilvirku refsingu. Fyrsta konan í þrjú ár Níu ríki tóku fanga af lífi með banvænni innspýtingu í ár, þeirra á meðal Texas, sem tók 16 af lífi með þessari aðferð. Texas er eitt þeirra ríkja sem hafa lent í vandræðum með að framfylgja dauðadómum eft- ir að framleiðendur í Evrópu bönn- uðu bandarískum fangelsum að nota efni frá þeim við framkvæmd dauða- refsinga. Þeirra á meðal er danski framleiðandinn Lundbeck, sem framleiðir pentobarbital, en það er það efni sem oftast er notað við af- tökur, ýmist eitt eða í bland við önn- ur efni. Bannið hefur leitt til þess að ríkin hafa reynt önnur efni eða efna- blöndur við fullnustu refsinga en í sumum tilvikum hafa dómstólar frestað fyrirhuguðum aftökum vegna vafa um lögmæti notkunar þessara nýju efna. Í Missouri frest- aði ríkisstjórinn Jay Nixon tveimur aftökum þar sem til stóð að notast eingöngu við svæfingalyfið propofol en Evrópusambandið hótaði að tak- marka útflutning á lyfinu vegna ann- arra nota ef það yrði notað til að líf- láta fangana. Maryland varð á árinu sjötta ríkið á jafnmörgum árum til að banna dauðarefsingar. Þá varð Kim- berly McCarthy fyrsta konan til að vera tekin af lífi í þrjú ár en hún var dæmd til dauða fyrir að hafa myrt nágranna sinn. Frá því að Hæsti- réttur Bandaríkjanna ákvað árið 1976 að leyfa dauðarefsingar hafa alls 1.359 einstaklingar verið teknir af lífi þar í landi, þar af þrír alrík- isfangar, en á næstu mánuðum verð- ur ákveðið hvort farið verður fram á dauðadóm yfir Dzokhar Tsarnaev, sem hefur verið sakaður um að standa að baki sprengjutilræðinu í Boston-maraþoninu. Aftökum fækkar í Bandaríkjunum  39 teknir af lífi á þessu ári  Eiga erfitt með að komast yfir efnin AFP Refsing 79 voru dæmdir til dauða í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt CNN velta lögspekingar því nú fyrir sér hvort tími sé kominn til að Hæstiréttur endur- skoði lögmæti dauðarefsinga, í ljósi þess að þeim hefur fækkað og stuðningur almennings við þær sömuleiðis minnkað. Þá myndi meðal annars koma til álita hvort dauðarefsing flokkist sem „grimmileg og óvenjuleg“ refsing á 21. öldinni. Lagaprófessorinn Evan Mandery segir sann- arlega tilefni til að Hæstiréttur fjalli aftur um mál- ið, rúmum 40 árum eftir að hann heimilaði dauða- refsingar. Margt bendi til þess að hæstaréttardómarinn Anthony Kennedy, hófsamur íhaldssmaður, sé opinn fyrir umræðu um málið og því sé ómögulegt að segja fyrir um hvernig dómur myndi falla. Engar vís- bendingar eru hins vegar um að rétturinn hyggist taka málið fyrir í náinni framtíð. Breyttar forsendur á 21. öld? TÍMABÆRT AÐ ENDURSKOÐA LÖGMÆTI DAUÐAREFSINGA Aðsetur Hæstaréttar. X E IN N IX 13 12 00 2 Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík og skoðaðu fallega og skemmtilega öðruvísi gjafavöru frá BoConcept. Jólatilboð 30% afsláttur af fallegri gjafavöru frá BoConcept! Púði „turn me around“ Púði „Sari“ Bollar „Collectors“ Vasi „Owl purple“ verð kr. 10.790,- stk. verð kr. 8.990,- stk. verð kr. 9.690,- 6 í pakka verð kr. 10.190,- stk. Jólatilboð kr. 7.553,- stk. Jólatilboð kr. 6.293,- stk. Jólatilboð kr. 6.783,- 6 í pk. Jólatilboð kr. 7.133,- stk. Púði „Six assortments“ Teppi „Sari vintage“ Kertastjakar „Japanese Dolls“ Veggklukka „Mega numbers“ verð kr. 9.190,- stk. verð kr. 18.390,- stk. verð kr. 2.995,- stk. verð kr. 9.490,- stk. Jólatilboð kr. 6.433,- stk. Jólatilboð kr. 13.153,- stk. Jólatilboð kr. 2.097,- stk. Jólatilboð kr. 6.643,- stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.