Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Jólabað Skyrgámur fór í sitt árlega jólabað í Laugardalslaug ásamt bræðrum sínum en að því loknu afhentu þeir Hjálparstarfi kirkjunnar 836.500 krónur af veltu Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Ómar Það má vera að það sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla frekar um niðurstöður PISA-rannsóknarinnar. Mennta- mál eiga hins vegar sífellt að vera til umræðu og endurskoð- unar; það samtal eiga allir að vera óhræddir við að taka. Niðurstöður PISA fyrir árið 2012 er verulegt áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga og ís- lenskt skólakerfi. Varasamt er að afgreiða rannsóknina út af borðinu með því að segja hana ekki mæla réttu hlutina. Miklu frekar eiga niðurstöð- urnar að vera okkur öllum áskorun um að snúa þróuninni við með sameiginlegu og samræmdu átaki. Niðurstöðurnar benda til að frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi, stærð- fræðilæsi og náttúrufræði hafi hrakað veru- lega. Þó svo að PISA-rannsóknin sé ekki al- gildur mælikvarði á getu nemenda og skólakerfisins til menntunar þá er þar að finna mælingu á grundvallarþáttum sem öll menntun byggist á. Stóri lærdómurinn er sá að við þurfum að einbeita okkur að því að bæta lestrarkunn- áttu barna og unglinga. Fimmtán ára ung- lingi sem ekki getur lesið sér til gagns mun verða það fjötur um fót síðar á lífsleiðinni, hvort heldur í áfram- haldandi námi eða starfi á vinnumarkaði. Hann mun eiga erfitt með að læra allt annað, hvort sem það er tungumál, stærðfræði eða náttúruvísindi. Samkeppnishæft atvinnulíf mun í vaxandi mæli byggjast á menntun og nýsköpun. Störf á vinnumarkaði munu halda áfram að þróast og gera aukna kröfu um kunnáttu sem ekki verður lærð án þess að leskunnátta komi þar verulega við sögu. Hverjir eiga að taka upp þráðinn? Flestir vita að breytingar á skólakerfinu eru brýnar, hvort sem litið er til kennslu- hátta, innihalds kennaramenntunar, lengdar námstíma – eða kjarasamninga. Vissulega er mikilvægt að skólastarfið sé skilvirkt og ár- angursríkt fyrir þá nemendur sem þar fara um. Jafnframt skiptir miklu að þeir sem móta og framkvæma skólastefnuna hverju sinni geti á grundvelli árangursmats áttað sig á hvort siglt sé í rétta átt og leiðrétt kúrsinn ef með þarf. Draga á lærdóm af því sem vel er gert í tilteknum skólum og sveit- arfélögum. Það væri þó mikil einföldun og til lítils nýtilegt að kenna skólastarfinu og menntayfirvöldum alfarið um hvernig komið er. Foreldrar og atvinnulíf Á uppvaxtar- og mótunarárum barna og unglinga er hlutverk foreldra og forráða- manna aldrei ofmetið. Það hlutverk verður ekki afhent skólunum einum saman eins og sumir virðast ganga út frá. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar eru tilefni fyrir upp- alendur að líta í eigin barm. Fátt er ung- lingnum mikilvægara en jákvæð og stöðug uppörvun og elska frá þeim sem standa hon- um næst. Foreldrar hafa bestu vitneskjuna um áhugasvið, skapferli og hæfileika barns- ins eða unglingsins. Hvatning til lesturs á áhugasviði viðkomandi ásamt eftirfylgni mun gagnast unglingnum vel þegar fram í sækir. Atvinnulífið hefur einnig sínum skyldum að gegna, einkanlega þegar einstaklingurinn er á vinnumarkaði. Nýliðaþjálfun, starfsþróun, símenntun, fullorðinsfræðsla og endur- menntun skilar aukinni þekkingu, hæfni, starfsánægju og afköstum hjá starfsmann- inum sem gagnast hverju fyrirtæki eða stofnun til aukins árangurs. En fyrir atvinnu- lífið skiptir jafnframt miklu hvernig einstakl- ingar koma nestaðir frá menntakerfinu. Nið- urstöður PISA-rannsóknarinnar eru því ekki eingöngu áhyggjuefni fyrir menntayfirvöld; atvinnulífið hefur mikla hagsmuni af því að niðurstöðurnar verði teknar föstum tökum. Nýjar áskoranir innan atvinnulífsins Nýjar áskoranir blasa við atvinnulífinu. Líklegt er að við munum upplifa hefð- bundnar atvinnugreinar verða fjölbreyttari í ljósi skapandi hugsunar og óhefðbundinnar nálgunar verkefna. Þrátt fyrir fjörugt hug- myndaflug er sennilegt að við vitum ekki nú hvaða atvinnugreinar og störf munu spretta fram innan nokkurra ára með nýrri tækni, þróun og hönnun. Við höfum jafnvel ekki nöfn yfir þau störf sem munu skapast. En til þess að við getum farið á fleygiferð inn í framtíðina þarf menntakerfið að vera reiðubúið í breytingar. Námsmenn verða að vera vel undirbúnir fyrir síbreytilegt og krefjandi umhverfi at- vinnulífsins. Lestur er grunnurinn. Viðvör- unarmerki um hugsanlega stöðnun ber að taka alvarlega. Hér eiga allir mikla hagsmuni undir. Þess vegna eru Samtök atvinnulífsins tilbúin til breytinga – tilbúin til að breyta því og styðja það sem þarf til að Ísland verði í forystu á sviði þekkingar, rannsókna og sköpunar á komandi árum. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Atvinnulífið hefur mikla hagsmuni af því að nið- urstöður PISA-rannsókn- arinnar verði teknar föstum tökum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Við erum til í breytingar Höfundur er forstöðumaður mennta- og nýsköp- unarsviðs Samtaka atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.