Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 hring. Svo er þetta tekið upp næsta dag og brauðið er algjört lostæti með smjöri,“ segir Narfi. Matargerð af þessum toga segir Nafi lengi hafa verið stundaða á Laugarvatni og sé hún nánast hluti af menningarhefð staðarins. „Ann- ars er þetta ekkert nýtt fyrir mér,“ segir Narfi sem er frá bænum Deild- artungu í Reykholtsdal í Borg- arfirði. Í túnfætinum þar er vatns- mesti hver Evrópu og í þeim suðupotti er yfirbyggt hús sem not- að er við rúgbrauðsbakstur. „Í minni sveit er jarðhiti víða og rúgbrauð bakað í hverum á fjölda bæja.“ Að sögn Narfa rokkar fjöldi rúg- brauðsgesta dag frá degi. Í gær voru þeir um tuttugu en þegar best lætur á góðum degi eru þeir allt að 100. Byrjar dagskrá gestanna þá á því að fylgjast með bakstri í hvernum, því næst er bragað á brauðinu góða og svo farið í böð og gufu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veisla Útlendingarnir gera rúgbrauðinu góð skil sem er snarpheitt svo íslenska smjörið á því bráðnar fljótt. Rúgbrauð aðdráttarafl meðal ferðamanna  Hverabakað brauð vinsælt að Laugarvatni  100 gráður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bakari Narfi Jónsson með eldhúspottinn á skóflublaði. Eftir sólarhring í 100 gráðu hverahita er brauðið tilbúið á borð og þykir herramannsmatur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Útlendingunum finnst þetta mjög óvenjulegt. Samkvæmt ferðalýsing- unni vita þeir raunar hvað stendur til. Jarðhiti er þeim þó svo framandi að þeir geta ómögulega framkallað í huganum mynd af því hvernig brauð er bakað í heitum hver,“ segir Narfi Jónsson að Laugarvatni. Hann er vaktstjóri í Fontana-gufubaðinu sem er vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Má þar nefna fólk erlendis frá sem fer Gullna hringinn, það er á Þing- velli, að Geysi og Gullfossi. Í reisum sem Kynnisferðir gera út á þessari leið stendur fólki sá kaupauki til boða að koma við í gufunni. Þá er forsmekkurinn rúgbrauð sem bakað er í sjóðheitum hverum á bökkum Laugarvatns, það er beint niður af hinum sögufræga héraðsskóla. Rúgur, hveiti, salt og sykur „Þetta er sáraeinföld uppskrift. Maður setur saman rúg, hveiti, syk- ur, salt og lyftduft og mjólk, hrærir þessu saman og setur í venjulegan eldhúspott. Svo setur maður pottinn í sandinn í flæðarmálinu, mokar sandi yfir og svo lætur þetta svo malla í hundrað gráðu hita í sólar- Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi flísar Skeljungur hefur ráðist í breytingar á bensínstöð Orkunnar við Miklubraut suður, Kringlumegin, í Reykjavík. Opna á undir merkjum Shell, um leið og 10-11 opnar litla verslun og veit- ingasölu í fyrrverandi bensínstöðinni sjálfri. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skelj- ungs, segir forráðamenn 10-11 hafa sýnt áhuga á staðsetningunni en ekki standi til að gera samskonar breyt- ingar norðan við Miklubrautina, þar sem Orkan er til staðar. „Við höfum verið í samstarfi við 10- 11 á Dalvegi, sem hefur gengið vel, þannig að við vorum til í þetta. Um leið langaði okkur að prófa að breyta þessu í Shell, sem hefur verið í mikilli sókn. Við höfum oft breytt úr Shell í Orkuna en aldrei í hina áttina og lang- ar að prófa þetta,“ segir Einar Örn en svonefnd „útimannaþjónusta“ verður á bensínstöðinni, sem er nútímalegri útgáfa af þjónustu sem „bensíntittir“ veittu áður. bjb@mbl.is Veitingasala 10-11 á bensín- stöð Shell við Miklubraut  Stöð Orkunnar breytt sunnan megin Morgunblaðið/Þórður Bensínstöð Til stendur að opna verslun 10-11 við bensínstöð Shell. Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið stöðugt síðan um hádegi í gær þegar hlaupið náði hámarki þar, samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni. Talið er að hlaupið sem hófst á sunnudaginn komi úr minni jarðhitakatlinum í Vatnajökli, hinum vestari, en ekki er hægt að útiloka að sá stærri, eystri ketillinn, fylgi á eftir með tilheyrandi stórflóði. Nokkuð er um liðið síðan hann hljóp síðast. „Eins og staðan er núna er þetta lítið hlaup og rennslið eins og oft er á sumrin og hlaupið ætti ekki að valda neinu tjóni í byggð,“ segir í til- kynningu frá Veðurstofunni. Náið er þó áfram fylgst með framvindu hlaupsins. Til stóð að fljúga í þyrlu yfir Skaftárkatla í gær og kanna aðstæð- ur, en vegna skýjafars reyndist það ekki hægt. Verður það væntanlega gert í dag. Stærsti hlutinn í Eldvatn Stærsti hluti hlaupsins fer í Eld- vatn og þaðan í Kúðafljót en minni hlutinn fer í Skaftá við Kirkjubæjar- klaustur. Megn brennisteinslykt er af ánni en magn brennisteinsvetnis getur verið hættulegt fólki nærri upptökum hlaupsins. Getur það skaðað slímhúð í augum og öndunar- vegi. Eru menn beðnir að sýna varð- úð á svæðinu. Kortið að ofan sýnir uppruna hlaupsins, þær ár sem verða fyrir áhrifum vegna þess og staðsetningu rennslistöðva. Hlaupið í Skaftá hefur reynst lítið  Óvissa um eystri ketilinn í jöklinum Vatnasvið Skaftár Mýrdalsjökull VATNAJÖKULL Vík Háabunga Síðujökull Eystri Skaftárketill Vestari Skaftárketill La ng isj ór Þó ris va tn Torfajökull Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kúðafljót Sk af tá Kirkjubæjarklaustur Skaf tá Skaftá Eldvatn Skaftá Hverfisfljót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.