Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 3900 Stórlækkað verð á útsölu- vörum OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Stráka skór St. 27-35 Herra skór St. 40-46 Dömu kuldaskór St. 36–41 5900 Dömu æfingaskór St. 36–41 6900 7900 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjórar fjölskyldur búa nú í nýjum hesthúsum í Almannadal ofan við Reykjavík. Félag hesthúsaeigenda í Almannadal hefur sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að leyft verði að skrá lögheimili á efri hæðum hesthúsanna. Stjórn Hesta- mannafélagsins Fáks hefur lýst yfir stuðningi við umsóknina en Al- mannadalur er á starfssvæði Fáks. Bjarni Jónsson húsasmíðameist- ari er formaður Félags hesthúsaeig- enda í Almannadal. Hann sagði að hesthúsin séu byggð samkvæmt nú- tíma kröfum og byggingarreglu- gerð. Þau eru steinsteypt, ýmist staðsteypt eða úr forsteyptum ein- ingum. „Það er miklu meira lagt í þessi hús en nokkurn tíma í gripahús,“ sagði Bjarni. „Það voru gerðar kröf- ur um brunavarnir eins og um at- vinnuhúsnæði væri að ræða. Húsin eru brunahólfuð á milli hæða. Kröf- urnar eru langt umfram það sem al- mennt er gert til íbúðarhúsa.“ Bjarni sagði að húsin séu á einni til tveimur hæðum með lofti. Mönnum fannst betra að steypa plötuna á milli hæða vegna eld- varna og þá opnaðist möguleiki á að nýta efri hæðina. Hita- veita er lögð í húsin og eru þau með gólfhitun á báðum hæðum. Einnig eru húsin tengd frá- veitukerfi borgarinnar, bæði skólp og drenvatn. Bjarni á hlut í einu hús- inu í fyrri áfanga. Efri Mannréttindadómstóll Evrópu hef- ur vísaði frá máli Baldurs Guð- laugssonar gegn Íslandi. Þetta staðfestir Karl Axelsson, lögmaður Baldurs, við mbl.is. Baldur taldi að í dómi Hæstaréttar yfir honum hafi í veigamiklum atriðum verið brotinn á honum réttur í skilningi ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi vegna inn- herjasvika og brota í opinberu starfi, en hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. sept- ember 2008 þegar hann var ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat í samráðshópi íslenskra stjórnvalda um fjármálastöðug- leika. Kæran til MDE var í fimm lið- um. Í fyrsta lagi taldi Baldur að brotið hafi verið gegn rétti hans til að þurfa ekki að sæta endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi en sá réttur sé sérstak- lega varinn í viðauka við Mann- réttindasáttmála Evrópu. Í öðru lagi taldi Baldur að réttur til réttlátrar málsmeðferðar hafi ekki verið virtur þar sem hann var sakfelldur fyrir annað en hann var ákærður fyrir. Baldur var ákærður fyrir að hafa verið annar innherji í skilningi laga en sakfelldur fyrir að hafa verið tímabundinn inn- herji. Í þriðja lagi taldi Baldur að rétt- urinn til réttlátrar málsmeðferðar hafi ekki verið virtur þar sem Hæstiréttur tók ekki afstöðu til ýmissa veigamikilla atriða í vörn Baldurs, þar með talins þess að hvorki Landsbankinn né Fjármála- eftirlitið töldu þær upplýsingar sem Baldur var dæmdur fyrir að hafa búið yfir vera innherjaupplýs- ingar. Í fjórða lagi taldi Baldur að rétt- urinn til réttlátrar málsmeðferðar hafi ekki verið virtur þar sem sönnunarbyrði í málinu hafi í reynd verið snúið við og hann því ekki notið þeirra grundvallarrétt- inda að teljast saklaus uns sekt væri sönnuð. Í fimmta dagi taldi Baldur að réttur sinn hafi ekki verið virtur þar sem verulegur vafi léki á því að mál hans hafi í raun notið óvil- hallrar meðferðar fyrir dómi. andri@mbl.is Dómstóllinn vísaði máli Baldurs frá Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Helsti kostur á flutningi raforku um sæstreng er aukið orkuöryggi, hvort heldur sem er vegna bilana eða vatnsskorts. Hefði Landsvirkjun verið komin með sæstreng milli Ís- lands og Evrópu þá er líklegt að fyr- irtækið hefði ekki þurft að grípa til orkuskerðingar til stóriðju hér á landi vegna lélegs vatnsbúskapar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þessa stöðu vissulega geta komið upp en það ráðist þó af þeim samningum sem gerðir yrðu vegna mögulegs sæ- strengs. Hann bendir á að orkugetan sveiflist jafnan í raforkukerfi sem byggi á vatnsorku. Landsvirkjun hafi haft umframorku nokkur und- anfarin ár en síðan geti komið upp óvenjulegt veðurfar, líkt og nú, þar sem skerða þarf orkuna lítillega vegna lakari stöðu miðlunarlóna Landsvirkjunar. „Sala á raforku um sæstreng fer fram með öðrum hætti þar sem orkan er flutt í báðar áttir. Við- skiptavinurinn er sveigjanlegri,“ segir Hörður og tekur dæmi af Norðmönnum sem hafi árin 2010 og 2011 lent í þeirri stöðu að nota sæstrengstengingar við önnur lönd til að flytja inn raforku til að koma í veg fyrir skerta afhendingu til stórnotenda. Hörður segir Norð- menn telja þetta stærsta kostinn við sæstrengina, og þar sem þeir byggi sitt kerfi fyrst og fremst á vatnsork- unni þá geti hið sama átt við hér á landi. „Með sæstreng kæmi sá valkostur að nýta orkukerfið betur, auka af- hendingaröryggi og minnka sóun með því að fá meiri sveigjanleika í afhendinguna. Núverandi viðskipta- vinir þurfa helst alla orkuna alltaf,“ segir Hörður ennfremur. Aukið öryggi með sæstreng  Sæstrengur gæti komið í veg fyrir orkuskerðingu Landsvirkjunar til stóriðju  Orkan flutt í báðar áttir og viðskiptin sveigjanlegri  Góð reynsla Norðmanna Hörður Arnarson Úthlutað var 15 húsum með 48 eignarhlutum í fyrsta áfanga Almanna- dals árið 2006. Gert var ráð fyrir að í húsunum rúmuðust samtals 532 hestar. Eignarhlutarnir voru frá sex hesta húsi til 42 hesta húss. Öll húsin voru á tveimur hæðum samkvæmt skipulagi. Bygging níu húsa af þess- um 15 hófst á árunum 2007 til 2008. Vorið 2008 var úthlutað í öðrum áfanga í Almannadal 28 húsum fyrir 782 hesta. Áætlað er að þau skiptist í um 60 eignarhluta, en eftir er að hanna húsin. Byrjað var á grunnum tveggja húsa úr öðrum áfanga árið 2011, en framkvæmdir hafa legið niðri síðan. Nú er byrjað að nýta tíu eignarhluta sem eru í sjö hest- húsum úr fyrsta áfanga byggðarinnar í Almannadal, sam- kvæmt bréfi Félags hesthúsaeigenda í Almannadal til skipulagsyfirvalda. 108 eignarhlutum úthlutað NÝ HESTHÚSABYGGÐ ER AÐ RÍSA Í ALMANNADAL Í REYKJAVÍK Bjarni Jónsson hæðin þar er um 120 fermetrar og hún er með sérinngang. Hann á eftir að innrétta hana og sagði að þar gæti vel verið íbúð. Bjarni sagði að Reykjavíkurborg sé búin að leggja tugi milljóna í gatnagerð og lagnir á svæðinu. Hún fái ekki nema brot af væntum tekjum, miðað við ef hverfið væri fullbyggt, vegna þess hvað bygging- arnar eru skammt á veg komnar. „Fólk er farið að nota sum húsin meðan önnur eru ekki orðin fok- held,“ sagði Bjarni. Hann sagði að í hesthúsunum búi nú fjórar fjöl- skyldur. Þær hafi lent í kreppunni eins og aðrir og tekið þennan kost. „Þeim líkar vel að búa þarna, þó það hafi ekki verið ætlunin í byrjun. Þetta er eina fasteignin sem fólkið á í Reykjavík. Það ákvað að flytja þangað af ýmsum ástæðum. Hús- næðið hjá þessu fólki uppfyllir allt sem þarf til að búa í því og stenst all- ar kröfur gagnvart eldvörnum og allt það.“ Bjarni sagði að fólkið óski eftir því að fá að flytja lögheimili sitt í hest- húsin, án þess að kalla eftir meiri þjónustu frá Reykjavíkurborg en þegar er veitt. Nú annast einkaað- ilar t.d. sorphirðu á svæðinu. Íbúðarrétturinn verði eingöngu bundinn við efri hæðir húsanna. Fá- ist hann samþykktur telur Bjarni að fleiri geti hugsað sér að fara í bygg- ingarframkvæmdir í hverfinu, enda aukist þá lánshæfi húsanna. Við það muni tekjur borgarinnar af hverfinu aukast. Morgunblaðið/Kristinn Almannadalur Hesthúsin eru byggð eftir ströngustu kröfum. Efri hæðin gefur kost á fjölskyldurými sem sumir hafa innréttað sem íbúð. Eigendur vilja geta skráð lögheimili sín í hesthúsunum og hafa sótt um það til borgarinnar. Fjórar fjölskyldur búa í hesthúsum  Ný hesthús í Almannadal með íbúðarrými á efri hæð Áform um sæstreng milli Ís- lands og Evrópu eru enn í for- athugun hjá Landsvirkjun. Al- þingi er með til umfjöllunar skýrslu ráðgjafahóps um efnið og Hörður Arnarson segir að forathugunin geti tekið nokkur ár til viðbótar. Vanda þurfi til verka og m.a. þurfi að skoða já- kvæðu áhrifin í slökum vatns- árum, líkt og nú eru. Hörður telur allt að þrjú ár geta liðið þar til fyrstu ákvarð- anir verði teknar um verkefnið. Til umfjöll- unar á þingi LAGNING SÆSTRENGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.