Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 6
’Vatn hefur mikinnlækningar- ogheilunarmátt. V atn hefur mikinn lækn- ingar- og heilunarmátt og víst er að við eigum nóg af því á Íslandi. Hugmyndin byggist á því að nýta þessa auðlegð til heilsubótar og auðga um leið baðmenningu okkar,“ segir Unn- ur Valdís Kristjánsdóttir hönnuður um Float-vörulínu sína, flothettu og fótaflot, sem þróaðist út frá verkefni við Listaháskóla Íslands. „Float miðar að því að upplifa vel- líðan í vatni, losa um streitu og eiga nærandi kyrrðarstund. Rannsóknir sýna að flot er einstaklega róandi og við það eitt að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta um í þyngdarleysi eiga sér stað ákveðin efnaskipti í lík- amanum. Streituvaldandi hormón, adrenalín og kortisól, víkja fyrir ham- ingjuhormóninu endorfíni og beta- endorfíni sem dregur úr sársauka og verkjum. Þegar líkaminn er þannig umluk- inn vatni hægir á huganum, heila- hvelin samstillast og dýpra stig slök- unar næst, eða svokallað þetabylgjuástand en það er hið ómót- stæðilega notalega ástand sem skap- ast rétt áður en við svífum inn í svefn- inn, þegar alger ró færist yfir okkur.“ Nýir baðsiðir Aðspurð segist Unnur alltaf hafa heillast af vatni. „Ég hef stundað sundlaugarnar frá því að ég var barn, eins og þorri þjóðarinnar, og syndi jafnframt í sjónum. Float varð því ekki til fyrir hreina tilviljun og nær ekki bara til hönnunar á flotstuðn- ingsvörum; verkefnið snýst að miklu leyti um að innleiða nýja siði í bað- menningu okkar, sem miða að nær- andi stund í kyrrð og ró, og vekja at- hygli á áhugaverðum nýtingarmöguleikum vatns. Vatnið er dýrmætasta auðlind Ís- lands og enginn þarf að efast um slök- unar- og endurnærandi mátt þess. Flot veitir frelsi frá öllu utanaðkom- andi áreiti. Það skapar aðstæður til djúpslökunar og þegar þyngdaraflinu sleppir fá þeir hlutar líkamans frí sem bera mesta þungann; miðtaugakerfið, vöðvarnir og hryggjarsúlan. Um leið leysist mikilvæg orka úr læðingi sem breytir um farveg og efnaskipti eiga sér stað án áreynslu. Þetta er öflug, nærandi orka sem nýtist okkar innri líffærum til eflingar og endurnýjunar á skemmri tíma en annars.“ Samflot á Nesinu Unnur segir Float-vörurnar hafa fengið mjög góðar viðtökur, bæði hjá Íslendingum og erlendum ferða- mönnum, en þær eru m.a. fáanlegar í Spark á Klapparstíg, Sóley Natura Spa, Bláa Lóninu og Systrasamlag- inu á Seltjarnarnesi. „Við leggjum mikla áherslu á samstarf við aðila sem starfa á sviði heilsu, ferða- og menningarmála. Samstarf við Sóley Natura Spa varð mér hvati til að gera alvöru úr þróun og framleiðslu vöru- línunnar og gat af sér sérstaka flot- tíma þar sem vörur Float eru í lyk- ilhlutverki. Í framhaldinu fæddist hugmyndin að Samfloti í Sundlaug Seltjarn- arness. Verkefnið hefur verið í gangi frá því sl. haust en tvö kvöld í viku er hluti sundlaugarinnar afmarkaður fyrir þá sem vilja njóta fljótandi slök- unar. Í samflotinu hefur myndast mjög falleg stemning; þessi kyrrð- arstund sameinar allt það góða sem sundstaður býður upp á, heilandi mátt vatnsins og gefandi sam- verustund. Hugmyndin er svo að út- víkka samflotið í vetur með stjörnu- og norðurljósaskoðun.“ Hún bendir á að flotið sé alls ekki bundið við sundlaugar. „Í Neslaug getur fólk komið og prófað og síðan getur hver stundað sína fljótandi slökun eins og hentar; í sundi, í sjón- um, í fallegri náttúrulaug eða í heita pottinum í bústaðnum.“ Sundhof í 101 Unnur segir það von sína að sam- flot verði innleitt í fleiri sundlaugum og draumurinn sé auðvitað að það verði í boði um land allt. „Ég sé mikla möguleika í ferðaþjónustu þar sem hægt væri að tengja Float saman við áhugaverða og nærandi vatnsupp- lifun, bæði meðal erlendra og ís- lenskra ferðamanna. Ísland er land vatnsauðlegðar og hér eru kjörað- stæður fyrir nýsköpun og frumlega hugsun á sviði vatnsmeðferðar til heilsueflingar. Ég geng með þá hugmynd í mag- anum að koma upp sundhofi í Reykjavík, ólíkt hefðbundnum laug- um, þar sem áhersla yrði lögð á kyrrð og ró og heilandi vatnsupplifun. Framtíðin liggur í núvitundinni, fólk er orðið þreytt á hraðanum og spenn- unni og leitar nú frekar inn á við. Sundhofið yrði í þeim anda, það myndi ekki fá á sig lúxusstimpil held- ur vera aðgengilegt öllum í einfald- leika sínum og sérlega freistandi fyrir ferðamenn.“ Aðspurð kveðst Unnur hafa rætt málið við ýmsa aðila og margir deili með henni áhuganum á því að reisa annars konar baðhús, t.d. við höfnina í Reykjavík. „Við eigum allt þetta hreina, ómengaða vatn og sitjum á gullkistu, nýtum okkur það. Hug- myndin er fædd, nú lýsi ég eftir bjart- sýnum fjárfestum sem vilja sjá feg- urð í framkvæmd.“ beggo@mbl.is Unnur Valdís Kristjáns- dóttir stundar fljótandi djúpslökun og hannaði í því skyni vörulínuna Float. Hún segir flotið nærandi, bæði andlega og lík- amlega, en hugmyndin að baki sé að auðga bað- menningu þjóðarinnar. Ljósmynd/Gunnar Svanberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíðarsýn „Ég geng með þá hugmynd í maganum að koma upp sundhofi í Reykjavík, ólíkt hefðbundnum laugum, þar sem áhersla yrði lögð á kyrrð og ró og heilandi vatnsupplifun,“ segir Unnur Valdís Kristjánsdóttir. Djúpslökun Hugleiðsla í vatni. Varurð í vatni 6 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.