Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ L esendur ættu flestir að kannast við Pilates æf- ingakefið sem slegið hefur í gegn víða um heim. Hér á landi má finna nokkra staði sem bjóða upp á Pilates- æfingar en þeirra á meðal er JSB þar sem Anna Þorsteinsdóttir stýr- ir tímum í Fit.Pilates. „Finna má mörg aðskilin æf- ingakerfi innan Pilates-hugmynda- fræðinnar og er Fit.Pilates eitt þeirra. Sérkenni Fit.Pilates er að þar er notast við stóra æfingabolta. Í æfingunum erum við því að nota óstöðugt undirlag og reynum fyrir vikið á innri jafnvægisvöðva lík- amans. Þetta eru litlu vöðvarnir sem liggja upp eftir hryggnum og kviðnum og stuðla að því að við getum haldið góðu jafnvægi við daglegar athafnir,“ útskýrir Anna. Margir óttast tækjasalina Fit.Pilates, eins og önnur æf- ingakerfi Pilates, er stundað án alls hamagangs, eins og Anna orðar það, en þar með er ekki sagt að æf- ingarnar geti ekki reynt á og skilað góðum árangri fyrir þá sem eru í leit að fallegra vaxtarlagi og færri aukakílóum. „Mikil áhersla virðist lögð á það nú til dags að til að komast í gott form verði að hamast með lóðum og spretta á hlaupa- brettum. Fyrir vikið skelfast marg- ir við það eitt að koma inn í líkams- ræktarstöð. Pilates-æfingar fara fram í rólegheitum, lausar við allan hamagang, en geta samt tekið rosa- lega mikið á ef rétt er að þeim staðið, hvað þá þegar unnið er á æfingabolta og líkaminn þarf stöð- ugt að vinna að því að halda jafn- vægi.“ Æfingarnar eru gerðar án allra lóða og notast eingöngu við líkams- þyngdina. „Þetta eru æfingar sem móta líkamann vel og við tökum sértakar áhersluæfingar til að móta fallegri rassvöðva og læri, styrkja handleggi og kviðvöðva.“ Fyrir venjulegar konur Ýmsar spengilegar stjörnur úr Hollywood hafa lofað og prísað Pílates en Anna segir ekki þurfa að vera með kvikmyndastjörnuvaxta- lag til að hafa gagn og gaman af Fit.Pilates-æfingatímum. „Þessar æfingar eiga að henta öllum, þar á meðal fólki sem glímir við stoðkerf- isvandamál og á erfitt með að gera aðrar æfingar. Æfingarnar gera stoðkerfinu gott og hjálpa til að bæta jafnvægið. Karlar eiga líka erindi í Pilates en JSB er þó fyrir konur eingöngu og fæ ég þar til mín í tíma konur á öllum aldri og í misjafnlega góðu formi. Hlutverk kennarans í Fit.Pilates er ekki síst að lesa vel í salinn og velja æfingar sem koma til móts við þá ein- staklinga sem þar eru, hvort sem þar eru stórar konur eða nettar, ungar eða aldnar.“ Anna segir að enginn þurfi að vera feiminn við að prufa Fit.Pila- tes, og boltaæfingarnar kalli ekki á mikla fimleika. „Það er alltaf ein- hver sem rennur á rassinn í hverj- um tíma en það er bara hluti af æf- ingunum og ekkert til að skammast sín fyrir, né heldur eitthvað til að óttast enda ekki um langt fall að ræða og mjúkt undirlag sem dreg- ur í sig fallið. Jafnvel ef konur eru komnar af allraléttasta skeiði og finnst jafnvægið ekki eins gott og það var eitt sinn þá eiga þær ekki að hika við að koma í tíma því að æfingarnar hér þjálfa og bæta jafn- vægisskynið. Vöðvarnir og jafn- vægisviðbrögðin sem eru þjálfuð í tímunum eru svo ekki aðeins að hjálpa til við að halda líkamanum í formi heldur koma sér líka vel í snjó og hálku eins og nú enda erum við að þjálfa sömu vöðvana og hjálpa til við að halda fótunum á jörðinni í fljúgandi hálku.“ Aðspurð hvaða árangurs má vænta segir Anna að miklu skipti að vera raunsær og muna að ekk- ert æfingakerfi sé töfrapilla sem lagi allt fyrir alla. „En með því að stunda Fit.Pilates samviskusamlega og huga vel að mataræðinu er þetta ein leið til að grennast og rækta hraustan líkama.“ ai@mbl.is Góðar æfingar en lausar við allan hamagang Með því að gera æfingar á bolta er reynt á alla litlu stoðkerfisvöðvana. Í Fit.Pilates eru líka gerðar æfingar gagngert til að móta maga, rass og læri. Kraftur Þar sem unnið er með óstöðugt undirlag fá jafnvægisvöðvarnir mikla þjálfun, brenna hitaeiningum og bæta íkamann á ýmsa vegu. Lausn Anna Þorsteinsdóttir segir Fit Pilates eiga að geta höfða til allra og m.a. henta þeim sem eiga erfitt með að stunda aðrar iþróttir. Úps Anna segir alltaf einhvern renna til á æfingum, en það sé bara skondið. Morgunblaðið/Ómar … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Einnig bjóðum við upp á trimform og í janúar mun hefjast hressilegt 6 vikna lífstílsnámskeið. Námskeiðin verða einu sinni í viku kl 19:30 og verða með ýmsum fróðleik og skemmtilegheitum ásamt hressandi æfingum. Konur sem koma á námskeiðið fá frían aðgang að stöðinni í 6 vikur. Curves er heilsurækt fyrir konur. Það tekur einungis 30 mínútur á dag að koma sál og líkama í betra form. Við tökum vel á móti ykkur og bjóðum upp á notalegt andrúmsloft og skemmtilegan félagsskap. Fyrir nánari upplýsingar getur þú sent póst á curves@curves.is eða hringt í síma 5666161. Skráning er hafin. Gleðilegt nýtt heils uár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.