Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 7
Sjúkrahúsið: 13,3 milljón kr. gat í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið í ár kemur fram að 13,3 milljónir vantar upp á að endar nái saman í rekstrinum. Sjúkrahúsið er inn á fjárlögum ríkisins og er þau tæpar 100 milljónir. Áætlaður rekstrarkostnaður er 112 milljónir, þannig að rúmar 13 milljónir vantar upp á að endar nái saman. Gróft reiknað fara 70% af heildarrekstrarkostnaði Sjúkrahússins í laun og 30% ■ annan rekstur. Bæjarsjóður er rekstraraðili sjúkrahússins og skipar hann í stjórn til að að sjá um rekstur þess fyrir sína hönd. Magnús Jónasson situr í stjórn Sjúkrahússins f.h. Sjálf- stæðismanna og var hann beð- inn að segja álit sitt á þessum vanda sem þarna virðist blasa við. „Ég hef ekki mikið um þetta að segja, þessar 13,3 milljónir eru gat sem rekstraraðili sjúkrahússins, bærinn, hefur enn ekki tekið á. Annað hvort verður bærinn að taka þetta á sig, með því að leggja fram fé, eða skerða þjónustuna. Pegar gerðir eru iaunasamn- ingar umfram það sem ríkið samþykkir er þeim alveg sama, en bæjarfélögin verða að borga mismuninn. Fyrri meirihluti gerði samninga við sjúkraliða á síðasta kjörtímabili og borg- aði bærinn þennan mismun, enda var litið á þetta sem stað- aruppbót. Sama gildir um sjúkrahús annars staðar á land- inu t.d. í Keflavík þar sem 7 sveitarfélög eru um rekstur þess. Gerðir voru samningar um yfirborganir og borgar hvert sveitarfélag sinn hluta af þeim, og fá starfsmenn ekki greidd sín laun fyrr en sveitar- félögin hafa borgað sinn hluta. Sama giiti á Akureyri þegar samið var við hjúkrunarfræð- inga þar. Það er talið sjálfsagt að viðkomandi sveitarfélög borgi þennan aukakostnað.“ Þorbjörn Pálsson er formað- ur stjórnar Sjúkrahúss Vm. og hann hafði þetta um málið að segja. „Forstöðumenn Sjúkrahúss- ins fóru að skoða möguleika á aðhaldsaðgerðum, án þess að það bitni á þjónustu þrem til fjórum vikum áður en fjárhags- áætlun lá fyrir og var stjórninni ljóst að hallinn yrði u.þ.b. þessi, rúmar 13 millj., en þrátt fyrir það unnum við fjárhags- áætlunina út frá forsendum síð- asta árs. Það er óbreyttum rekstri án þess að fara sérstak- lega ofan í sparnað og aðhalds- aðgerðir. Síðan, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, kemur í ljós að hallinn er eingöngu vegna mismunar á launum hér og viðmiðunarlaunum frá Fjár- málaráðuneytinu. Stjórn Sjúkrahússins fer ekki með samninga vegna launa, heldur er það rekstraraðili Sjúkrahússins, bæjarstjórn. Við endurskoðun fjárhags- áætlunar Sjúkrahúss frá því í október stefnir í að halli á rekstri þess verði rúmar 6 mill- jónir á síðasta ári. í framhaldi af þessum niður- stöðum fóru forstjóri og stjórnarformaður Sjúkrahúss- ins í þau ráðuneyti sem hafa með rekstur sjúkrahúsa að gera, Fjármálaráðuneyti og Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti, og út úr þeim viðræðum fékkst leiðrétting á fjárlagatöl- um síðasta árs að upphæð 3 milljónir.“ Hverjar eru horfur fyrirþetta ár? „Þegar sjúkrahússtjórnin hafði afgreitt fjárhagsáætlunina fóru fulltrúar hennar á fund bæjarráðs þar sem ræddur var hallarekstur Sjúkrahússins og hefur þessi halli verið til um- ræðu hjá bæjarráði síðan í janúar og þeir staðið í bréfa- skriftum við Heilbrigðis- og fjármálaráðuneyti. Jafnframt hefur verið rætt við Alþingis- menn og ráðherra. Staðan í dag er sú að Fjár- málaráðuneytið hefur sam- þykkt lágmarkslaun, að upp- hæð kr. 26.500, jafnframt standa yfir viðræður launamál- aráðs bæjarfélaga og ráðuneyt- is um leiðréttingu launa sveitar- félaganna.“ Hvernig ganga þær viðræð- ur? „Þær viðræður verða nokkuð stefnumarkandi og eiga að liggja fyrir væntanlega í apríl. Tengjast þær uppsögnunum í Reykjavík, þrátt fyrir að ráðu- neytið viðurkenni ekki upp- sagnir sem baráttutæki í launa- baráttu." Hvað um hagræðingu í rekstri? „Um síðustu mánaðarmót óskaði bæjarstjóri eftir form- legum viðræðum við ráðuneyti, og einnig hefur bæjarráð falið stjórn Sjúkrahússins að leita leiða sem leitt gætu til hag- ræðingar og sparnaðar í rekstri án þess að minnka þjónustu. Þá hefur fagstjórn tekið upp þráðinn á ný. Svigrúm til sparnaðar án minni þjónustu er lítið, hins vegar koma til greina rekstrar og hagræðingar atriði. Þær að- gerðir miða að því engum manni verði sagt upp. Hins vegar verði rekstrinum hagrætt á orlofstímanum, en það hefur verið gert á undanförnum árum. Það er mjög dýrt að ráða afleysingafóllk og þetta því leið til sparnaðar. Þaö sem við getum gert riú er að bíða kjarasamninga og eins að heildarúttektin liggi fyrir.“ Eyjölfur Pálsson er fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Vm. og hefur hann unnið að tillög- um um hagræðingu ogsparnaði í rekstri þess síðan um áramót. Fréttir höfðu samband við Ey- jólf til að fá álit hans á málefn- um Sjúkrahússins. Eyjólfur sagði að í dag yrði fundur í stjórn Sjúkrahússins með fólki í stjórnunarstörfum Sjúkrahússins. „Það er ætlun okkar að kynna tillögur sem leitt gætu til sparnaðar í rekstn. Umtalsverðum sparnaði verður ekki náð nema að það komi að einhverju leyti niður á þjón- ustu. Mér finnst óeðlilegt að kynna þessar tillögur fyrr en •Sjukrahus Vestmannaeyja á nú við alvarlega fjárhagsörðugleika að etja. í dag verður fundur stjórnar Sjúkrahússins ásamt starfsfólki í stjórnunarstörfum innan stofnunarinnar, þar sem þessi fjárhagsvandi verður m.a. ræddur. búið er að kynna þær stjórn Sjúkrahúss og bæjarráði, en þar verða þær væntanlega kynntar á mánudag. Megin ástæða fyrir þeim vanda sem birtist í fjárhags- áætlun má rekja til misgengis launa hjá ríkinu annars vegar og sveitarfélaginu hins vegar. Ríkið hefur allt frá síðari hluta árs 1984, gert rekstraraðilum sjúkrahúsa grein fyrir þeirri stefnu sinni, að framlög þess vegna launa fylgi þeim launa- hækkunum sem umsemst hjá ríkinu. Á þessu tímabili hafa launahækkanir hér heima í hér- aði, eins og hjá sumum öðrum sveitafélögum orðið mun meiri, en hjá ríkinu. Þennan mismun vill hvorki ríki né bær taka á sig. Meðan að svo stendur býr Sjúkrahúsið við mjög alvarlega óvissu í rekstri. Eigi ekki að koma til verulegrar skerðingar á þjónustu verður þessu óvissu ástandi að linna sem fyrst,“ sagði Eyjólfur að lokum. Ekki kvaðst hann geta sagt meira að sinni en kvaðst vera fús til að gera grein fyrir tillögunum sem lagðar verða fyrir stjórn Sjúkrahússins í dag. Fréttir munu halda áfram að fylgjast með þessu mikla hags- munamáli byggðarlagsins. Kaupfélagið v/Bárugötu auglýsir: 1 helgarmat inn: ^Nauta-kótelettur j( Nauta-bógsteik k Nauta-grillsteik j( Nauta-gullach i Nauta-buff j( Nauta-hakk ÍNauta-filleoglundir í hádeginum á föstudag verður: Hangikjöt mlkartöflum og sósu og grœnum baunum. OPIÐ TILEL. 7 FÖSTUDAG Lokað laugardag kaupfelag Markaður v/Bárugötu V VESTMAHHAtYJA sími 1155. r j

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.