Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 14
SIGURGEIR JÓNSSON SKRIFAR FRÉTTIR AF ÐRYGGJUNUM TÍDARFAR: Eftir heldur tilbreytingarlítið veðurfar það sem af hefur verið árinu, brá heldur til breytinga. Nú á síðustu dögum höfum við fengið að kynnast a.m.k. þrem- ur tegundum af vetrarveðri og öll í hressilegri kantinum. í síðustu viku gerði suðaustan hvell og undir helgina blés hann svo úr suðvestri, virkilegur vetrarútsynningur og haugasjór sem því fylgdi. Aðeins dúraði svo á sunnudag og mánudag en að morgni þriðjudags brá mörgum í brún. Snjó hafði kyngt niður og æði langt síðan jafnhressilega hefur snjóað hér. Snögglega var þó brugðið við af starfsmönnum bæjarins, mokstur þegar hafinn og tókst að halda helstu umferðarleið- um greiðum. Einhver truflun varð þó af þessum óvænta gesti en nú er bara að vona að þetta rigni sem fyrst í burtu. En ekki hefur verið hægt að kvarta yfir tilbreytingarleysi í tíðarfari þessa dagana, þegar hvert til- brigðið rekur annað með látum. Og það segir sig nokkuð sjálft að svona tíð gerir mönn- um erfitt um vik til sjávarins, gæftir eru náttúrlega í réttu samhengi við það sem að ofan greinir. spretturinn þessa dagana. Afli hefur verið mjög góður upp á síðkastið, t.d. var mánudagur- inn góður en norðanrok á þriðjudag setti strik í reikning- inn. En hér hefur ekki verið stansað í löndun, ævinlega ein- hverjir undir og aðrir sem hafa beðið, sem sagt, gengið liðugt. Það mun enda orðið framorðið í kvótamálum margra loðnu- skipanna, sumir þegar búnir, aðrir sem ganga á „sparisjóð- inn“ og einhverjir að veiða úr kvóta annarra. Sú loðna sem veiðst hefur að undanförnu, hefur öll verið sótt að Reykja- nesi en frést hefur af nýrri göngu að austan og hafa þeir, sem enn eiga kvóta eftir, verið að binda vonir við hana þótt ekkert verði líklega af frystingu úr henni. Svo er vonandi að þeim gulu, austur í Japan, verði gott af hrognunum en sem kunnugt er, neyta þeir loðnu- hrogna í ákveðnum tilgangi og ekki þeim einum að fylla svang- an maga, heldur býr annað sjónarmið þar að baki og ekki síðra. Ekki mun mikið um neyslu íslendinga á þessum afurðum (og kannski engin þörf) en þó hefur frést af nokkr- um sem reynt hafa góðgætið og líkað misjafnlega. Þetta þarf kannski að lærast eins og annað. hér aðeins um þann afla að ræða sem farið hefur til vinnslu hér en sá fiskur sem farið hefur utan í gámum er ekki meðtal- inn. Fyrir helgi var Sigurbára með sex tonn og aftur með 11 tonn, aðrir lönduðu mestu af sínu í gáma. Á mánudag var afli Þór- unnar Sveinsdóttur 22 tonn, Valdimar Sveinsson var með 31 tonn, Katrín 13,5, Sigurbára 12, Glófaxi 10, Suðurey 20 og Gullborg 33 tonn. Þá landaði Sólborg SU hér 37 tonnum. Á þriðjudag var vitað um Ófeig með 16 tonn, Gandí var með 20 tonn af langlúru, en hann er enn á dragnót og Þórunn Sveinsdóttir var með 28,5 tonn. Heildarafli þeirra á Þórunni mun losa 800 tonn frá vertíðar- byrjun og er ómögulega hægt annað að segja en að þar sé vel að verki verið, að öðrum ól- östuðum. Af togurum er að geta þess að undir vikulokin lönduðu Gideon 10 tonnum, Halkion 35 og Bergey 58 tonnum. Eitthvað mun hafa farið í gáma frá öllum. Þá kom Klakkur inn á mánudag vegna bilunar og landaði 43 tonnum. Þar með er upptalið hið helsta í aflabrögð- um síðustu daga. # Bjarni Sighvatsson og Ólafur Kristinsson ræða málin. LOÐNA: VERTIÐIN: Enn er allt á fullu við hrogna- frystingu þegar þetta er skrifað en eins víst að búið verði að loka fyrir þegar þetta kemur á þrykk á fimmtudag. Hvort tveggja hefur hjálpað til, góður gangur í veiðum og góður gang- ur í vinnslunni í landi að nú sér fyrir endann á hrognatöku. Því sem næst búið að frysta upp í gerða samninga við Japani en sem kunnugt er, var samið um allmiklu meira magn hrogna á þessari vertíð en áður hefur verið. En einhvern tíma tekur allt enda og sennilega er enda- Aflabrögð eru almennt mjög þokkaieg þegar gefur á sjó en eins og áður er getið, hefur gæftaleysi hamlað undanfarið. En miklu hefur verið landað í gáma upp á síðkastið og nú fyrir síðustu helgi var einhverju landað í gáma af flestum bátum. Það hefur í för með sér m.a. að erfitt er að henda reiður á aflatölur hvers um sig þegar aðeins hluti affans fer hér á land til vinnslu. Því eru les- endur beðnir að hafa það bak við eyrað í upptalningu hér á eftir að í flestum tilfellum er VELARBILUN: Á sunnudag varð vélarbilun hjá Dala Rafni. Mun um úr- bræðslu á „krúntappa" að ræða og er ekki vitað hversu lengi hann verður frá veiðum. Von- andi verður það sem allra skemmst. GUÐLAUGS- SUND: Nemendur Stýrimannaskól- ans syntu hið árlega Guðlaugs- # Gígja VE 340 á loðnumiðunum. Myndina tók Grímur Gíslason um borð í Huginn VE. sund s.l. fimmtudag, hinn 12. mars. 21 nemandi þreytti sund- ið og synti hver þeirra í rúmar 17 mínútur. Með því var álíka lengi verið á sundi og talið er að Guðlaugur hafi verið hér um árið. Sundið hófst kl. rúmlega 10 um morguninn með ávarpi Jóhanns Friðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra Bátaábyrgðar- félagsins. Síðan syntu nemend- ur, einn af öðrum, og lauk sundinu um hálffimmleytið. Alls lögðu piltarnir að baki tæplega 12,5 km eða u.þ.b. 6,7 sjómílur. Meðan á sundinu stóð voru til sýnis og prófunar flotbúningar frá Hjálparsveit skáta. Að loknu sundinu fór fram hin árlega boðsundskeppni milli I. og II. stigs en þar er leyfilegt að beita ýmsum brögð- um sem ekki tíðkast í venjuleg- um sundkeppnum. Leikar fóru þannig að II. stig sigraði naum- lega eftir harðvítuga baráttu. Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp að allir þátttakendur í Guðlaugssundi fá nú afhent skjal til minja, undirritað af Guðlaugi Friðþórssyni og er ætlunin að svo verði í framtíð- inni. Skjalið teiknaði Guðjón Ólafsson frá Gíslholti og er það smekklega unnið eins og vænta mátti. Sigurg. ATVINNA Fólk óskast í saltfiskverkun, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar 0“ 2366. ATVINNA Ef þú ert hress og vantar vinnu, þá ert þú rétti maðurinn. Okkur vantar starfskraft. Vaktavinna. Einnig vantar starfsfólk um helgar og í næturþjónustu. BJÖSSABAR ATVINNA Konu vantar í þvottahúsið, 3/4 starf. Einnig vantar konu til afleysinga. S7,&4'U7H'U‘R — Þvottahús • efnalaug Sími 1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.