Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1987, Blaðsíða 8
Margrét Frímannsdóttir er skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í Suðurlandsk jördæmi í einkaviðtali við Fréttir: Þegar þetta er skrifað eru 40 dagar til Alþingiskosninga. Lítið hefur horið á kosningaslag ennþá og er útlit fyrir stutta og harða baráttu. Líkur eru á að Þingi verði slitið í dag og hefst þá slagurinn affullri hörku. Ritstjórn Frétta hefur ákveðið að kynna væntanleg þing- mannsefni, með viðtölum við þau ogsegja stuttlega frá þeim. Fyrsta fórnardýrið er Margrét Frímannsdóttir Oddviti Stokkseyrarhrepps, þarsem hún erfædd og uppalin. Margrét skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjör- dæmi. Margrét er 32 ára til heimilis að íragerði 12, Stokkseyri. Hún hefur verið oddviti Stokkseyrarhrepps síðan 1982. Maki er Baldur Birgisson og eiga þau tvö börn. Margrét kemur í stað Garðars Sigurðssonar, sem ekki gaf kost á sér í forvali ttokksins s.I. haust. Garðar, sem hefur setið á þingi fyrir flokk sinn síðan 1971, sagði í viðtali við Fréttir í haust að hann teldi mál til komið að að fara hætta eftir rúmlega 15 ára setu á þingi og eins það að hann væri orðinn leiður á naggi samherjanna út sig. Á undan Garðari sat Karl Guðjónsson frá Vestmannaeyjum á þingi þannig að nú eiga Vestmannaeyingar ekki mann í efsta sæti listans í fyrsta skipti frá kjördæmabreytingunni 1959. Um síðustu helgi var Margrét á ferðinni hér í Eyjum vegna opnunar kosningaskrifstofu Alþýðubandalagsins og gripum við tækifærið og tókum hana á beinið. „ Get ekki hugsað mér samstarf við Albvðuflokkinn meðan hann heldur óbreyttrí stefnu í utanríkismálum “ Af hverju valdir þú Alþýdu- bandalagið? -Ég held að það liggi í upp- vextinum. Fólk í minni fjöl- skyldu er vinstri sinnað. Mikil pólitísk umræða átti sér stað á heimilinu, svo kynntist ég kjör- um fiskvinnslufólks, með því að vinna sjálf í fiski. í fyrsta skipti sem ég mátti kjósa var ég að vinna að ritgerð, vegna skóla, sem átti að fjalla um stefnur flokkanna. Það voru kosningar framundan og ég sótti fundi allra stjórn- málaflokkanna og kynnti mér sögu og stefnu þeirra. Niðurstaðan af þessu öllu var sú að stefna Alþýðubandalags- ins gengi næst minni lífsskoð- un. -Hvaða reynslu hefur þú sem gæti komið þér að gagni í störfum á Alþingi? Störf í sveitarstjórn og kynni mín af sveitarstjórnarmálum og þeim vandamálum sem koma upp í störfum sveitarstjórna . Það að hafa verið þátttakandi úti á vinnumarkaðinum í fisk- vinnu frá 14 ára aldri er sú reynsla sem þarf til ræða kjör hins almenna verkamanns. -/Vií er þetta í fyrsta skipti frá því að núverandi kjördæma- skipan komst á, 1959, að ekki er maður í fyrsta sæti á lista ykkar frá Vestmannaeyjum, sem er stærsti byggðarkjarni kjördæmisins ? Það ætti ekki að korna að sök, því allir á listanum eru í framboði fyrir allt kjördæmið. Við höfum litið á Garðar Sig- urðsson sem okkar þingmann og átt gott samstarf við hann sem slíkan. -Fyrst að þú minnist á Garðar, sem hefur setið á Al- þingi síðan 1971, nú er hvergi minnst á hann í ykkar skrifum, er hann út í kuldanum hjá ykkur? Garðar Sigurðsson er ekki einn þeirra þingmanna sem er duglegur við að auglýsa sig eða sín störf, en ég get þó fullyrt að störf hans sem þingmanns Sunnlendinga eru engu minni en annarra þingmanna sem við Sunnlendingar höfum átt þar. Við höfum lítið tekið vinnu einstakra þingmanna út úr, heidur störf flokksins sem heildar, þetta á ekkert frekar við um Garðar en aðra þingmenn. / FRÉTTUM í haust segir Garðar að hann sé búinn að sitja á Alþingi í 15 ár og það sé kominn tími til að hætta, enn fremur segir hann: „Ég er orðinn liundleiður á eilífu naggi út í mig sem þingmann, af þeim sem teljast mínir samherjar í pólitíkinni. Mikið er búið að reyna koma mér í burtu og mér skilst á ýmsum flokksmönnum mínum að þeir telji mig dragbít á fylgi Alþýðubandalagsins hér í Suðurlandskjördæmi. Flokk- urinn fær líklega góða kosningu þegar ég verð hættur. “ Þetta er þungur dómur hjá Garðari um sína samherja, stóð hann sig ekki sem þingmaður og er þetta það álit sem hann hefur innan flokksins? Ég skal ekkert urn það segja. Hann var reyndar ekki á þingi þegar ég sat þar, enda sat ég á þingi fyrir hann, en þegar minnst var á Garðar var ég ekki vör við annað en að menn bæru til hans hlýhug. Hér í kjördæminu bera rnenn hlýhug til hans og hafa átt við hann gott samstarf. „Garðar Sigurösson er ekki einn þeirra þingmanna sem cr duglegur við að auglýsa sig eða sín störf...“ -Á öðrum stað segir Garðar að þig skorti pólitíska reynslu og víðsýni til að gegna störfum þingmanns. Það er vissulega rétt hjá Garðari, ég hef ekki sama póli- tíska víðsýni og sá sem setið hefur um langt árabil á þingi og horfi e.t.v. öðrum augum á ýrnis málefni, en þarf það að vera ókostur? Ég get svo bætt því við að ég sat í 4 mánuði á þingi og ég held að störf mín þar hafi ekki feng- ið slæman dóm. —Svo við snúum okkur ao væntanlegum kosningum. Á hvern hátt telur þú þig geta þjónað okkur Vestmanna- eyingum sem þingmaður? Ég kem frá stað sem byggir á því sama og Vestmannaeyjar og þekki að hluta til þeirra sérmála sem snúa að Vest- mannaeyingum t.d. Fjarhitun. Ég hef kynnt mér þessi mál vel og ekki síst í gegnum forseta bæjarstjórnar, Ragnar Óskars- son. Sveitarstjórnarmenn hljóta að fylgjast með því sem er að gerast annars staðar, í öðrum sveitarfélögum. Varðandi Fjarhitun vil ég segja að sanngjarnt orkuverð er sanngirnismál og þar verður ríkið að koma inn í, því þetta er samfélagslegt vandamál sem Vestmannaeyingar eiga ekki að axla einir. Atvinnumálin hér hljóta að vera í brennidepli eins og annars staðar og þar kemur margt til greina svo sem full- vinnsla sjávarafurða. Þessu tengist einnig verndun fiski- miða, sbr. samþykkt bæjar- stjórnar Vestmannaeyja frá því í haust. Þessi mál þarf að skoða í samhengi við heildar- skipulagningu veiða við Suður- ströndina. Uppbygging smáiðnaðar er einnig atriði sem þarf að skoða. „Ég kem frá stað sem byggir á því sama og Vestmannaeyjar og þekki að hluta til þeirra sérmála sem snúa að Vest- mannaeyingum." Nú er unnið að uppbyggingu grunnskóla hér og það er mikil- vægt að ríkið standi við skuld- bindingar vegna grunnskóla hér sem annars staðar. —/Vií ert þú frekar óþekkt hér í Eyjum. Telur þú ekki að það verði veikleiki fyrir þig og eigi eftir að gera þér erfitt fyrir í kosningabaráttunni? Stefnan er þekkt, þ.e. stefna Alþýðubandalagsins, og vissu- lega er kosið um stefnur, en það að sá sem er í framboði er óþekktur gerir þetta auðvitað erfiðara en ella, en svo er það spurning hvort fóik treystir mér til að framfylgja stefnu flokks- ins eða ekki. —Helsti keppinautur ykkar í komandi kosningum ? Ég held að Kvennalistinn sé okkar helsti keppinautur, þær leggja áherslu á sömu mál og sækja atkvæði á sömu mið. Sveitarstjórnarmál hafa kennt mér að grunnur að málun- um er unninn í sveitarstjórnun- um og þingmaður getur lítið gert ef sá grunnur er ekki vel og samviskusamlega unninn. Þeg- ar þarf að fylgja þeim málum eftir, sem koma frá sveitarfé- lögunum er nauðsynlegt að þingmenn kjördæmisins standi saman. Flokkspólitík má ekki trufla samstarf þingmanna við sveitarstjórnarmenn eða at- vinnurekendur úti í kjör- dæmunum. - Hefurðu einhverjar hug- myndir um væntanlega ríkis- stjórn? Ég sé ekki hilla undir mína drauma ríkisstjórn, þ.e. stjórn sameinaðra jafnaðarmanna undir forystu Alþýðubanda- lagsins með þátttöku Alþýðu- „Ég sé ekki hilla undir mína drauma ríkisstjórn, þ.e. stjórn sameinaðra jafnaðarmanna undir forystu Alþýðubanda- lagsins.“ flokksins, sem mér finnst í dag reyndar enginn jafnaðar- mannaflokkur. Svo get ég ekki hugsað mér samstarf við Al- þýðuflokkinn meðan hann heldur óbreyttri stefnu í utan- ríkismálum, því við Alþýðu- bandalagsmenn erum friðar- sinnar, en það eru kratarnir ekki meðan þeir eru undir stjórn Jóns Baldvins og boða stefnu hans. Helstu baráttumálin? Það sem kosið verður um er stefna ríkisstjórnarinnar m.a. í byggðamálum. Vilja menn áframhaldandi niðurskurð sem bitnar helst á landsbyggðinni? Niðurskurði á félagslega þættinum, s.s. til menntamála, skerðing á framlögum ríkis til sveitarfélaga, heilsugæslu og skólamála? Öll þessi mál eru hluti af byggðastefnunni. Stórátak þarf til að þess til að stöðva þessa þróun sem á sér stað, að fjár- magn og fólk flytji á höfuð- borgarsvæðið Fyrir utan þessar spurningar sem Margrét svaraði beint kom fram hjá henni að á Stokkseyri tíðkaðist það eftir almenna stjórnmálafundi að komið var saman og rætt hvernig þessi og hinn hefði staðið sig. Menn úr öllum flokkum tóku þátt í þess- um samræðum. Sagði Margrét að þetta hefði verið hin besta skemmtun og hafi hún sem unglingur fylgst með þessu af athygli. Margrét fer snemma að vinna í fiskvinnu eins og algengt er um unglinga í sjávarplássum. Segist hún hafa verið 14 ára og seinna fer hún að vinna við verslunarstörf. Margrét var innan við tvítugt þegar hún hóf búskap og eignaðist sitt fyrsta barn. Þetta er lífshlaup hennar í mjög stuttu máli. Haft er eftir henni í viðtali í Eyjablaðinu, sem er blað Al- þýðubandalagsins í Eyjum, að sem unglingi hafi sér fundist mikill aðstöðumunur milli ung- linga úr Reykjavík og félaga hennar á Stokkseyri. Mikið er um sumarbústaði við Stokkseyri og var það algengt, að hennar sögn, að unglingar úr Reykjavík komu austur í sumarbústaði foreldra sinna til að skemmta sér éða lesa undir próf. Upp á þetta horfði hún og félagar hennar meðan þau urðu að vinna myrkranna á milli í fiski. Þetta segir hún að hafi opnað augu sín fyrir misrétti í þjóðfélaginu. Margrét lauk landsprófi og stundaði um tíma nám í öld- ungadeild, en hefur ekki getað sinnt því vegna anna undanfar- ið, enda trúlegt að ekki sé mikiil tími aflögu hjá henni. Margrét hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn og gengið þar upp eins og gerist og gengur, en hefur samt annan bakhjarl en flestir aðrir, scm skipa efstu sæti listanna fyrir væntanlegar þingkosning- ar. Reynslan á eftir að skera úr um það hvort það á eftir að skila sér fyrir liana eða ekki, en eitt er víst að viss frískleikablær fylgir henni og ekki er á henni að skilja að hún ætli að Iáta sitt eftir liggja í kosningabarátt- unni. Ó.G. Þá er lokið viðtali við Mar- gréti en við verðum með viðtal við annan frambjóðanda í næsta blaði. Þjóðhátíð: Þjóðhátíðarnefnd ræður starfsmann Þjóðhátíð Vestmannaeyja er mikið fyrirtæki og er ekki eitthvað sem er hrist fram úr erminni á síðustu þrem vikun- um fyrir hverja þjóðhátíð. Strax eftir áramót er farið að huga að næstu þjóðhátíð og í ár er það Knattspyrnufélagið Týr sem heldur þjóðhátíð og hafa þeir ráðið sér starfsmann, Lár- us Jakobsson. Lárus sagði í samtali við FRÉTTIR að undirbúningur væri allur á frumstigi. „Ég verð starfsmaður þjóðhátíðarnefnd- ar þetta árið og það er það eina sem er komið á hreint. Það er búið að ræða við nokkra aðila, en þetta verður ekki tekið föst- um tökum fyrr en að lokinni loðnubræðslu, en þá verður byrjað af fuilum krafti," sagði Lárus. Lögregla: Tveir teknir grunaðir um ölvunvið akstur Agnar Angantýsson yfir- lögregluþjónn var spurður hvernig hclgin hefði verið hjá lögreglunni. Sagði hann að hún hefði verið sæmileg, þrátt fyrir talsvert ölvunarþvarg. Tveir voru teknir um helg- ina grunaðir um ölvun við akstur og eru þeir þá orðnir 13 á þessu ári. # Lárus Jakobsson, starfsmað- ur Þjóðhátíðarnefndar. [ FKÉTTIK j MÁLGAGN VESTMANNAEYINGA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.