Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 30. október!997 Útibússtjóraskiptin hjá íslandsbanka í Eyjum: Höfum miklar skyldvr við Vestmasmaeyjar -Bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, segir Börkur Grímsson sem tekið hefur við starfinu afAðalsteiniSigurjónssyni -Þetta er nú bara til málamynda, sagði Steini þegar hann afhenti Berki lyklana. -Ég kem til með að hafa lykil að Bankanum eitthvað áfram, bætti hann við. „Þad getur vel verið að útibú Islandsbanka í Vestmannaeyjum standi á tímamótum í dag, nú þegar ég læt af störfum og Börkur tekur við,“ segir Aðalsteinn Sigurjónsson fráfarandi útibússtjóri en Börkur Grímsson hefur tekið við starfi hans. „Við lifum á miklum breyt- ingatímum. Allt gerist með svo miklum hraða en hann á eftir að aukast. Það getur vel verið að okkur finnist þróunin hafa verið ör síðustu ár en hún verður ennþá örari og er alveg eins víst að eftir tvö ár standi bankinn aftur á tímamótum og þá miklu meiri,“ bætir Aðalsteinn við og vill með þessu segja að mannaskipti séu kannski ekki svo merkileg í sögu einnar stofnunar.“ Börkur tók undir þetta með breyt- ingamar. „Við erum að horfa upp á breytt hlutverk bankans í náinni framtíð. Fólk á eftir að sækja hingað fjölbreyttari þjónustu og á hærra stigi. Það getur ekki t.d. ekki orðið langt í að húsnæðislán, lífeyriristryggingar, svo fátt eitt sé nefnt, verði afgreitt í gegnum bankana,“segir Börkur. Útibússtjóraskiptin hafa gengið á- takalaust fyrir sig og voru ákveðin hér heima án þess að yfirstjómin hefði nokkuð um þau að segja. „Við ákváðum þetta fyrir þá,“ segir Steini og hlær. „Það var hringt í höfuð- stöðvamar og sagt að ég væri að hætta og Börkur ætti að taka við. Þannig gekk þetta nú fyrir sig.“ Steini, það er bara ekki hægt að kalla manninn Aðalstein, byrjaði í bank- anum 27. mars árið 1959. Húsnæðið var það sama en stofnunin önnur. Þá hét bankinn Útvegsbanki Islands og var eign íslenska ríkisins. Seinna var hann hann gerður að hlutafélagi og hét þá Útvegsbanki Islands hf. Loks sameinaðist hann Verslunarbankanum hf., Iðnaðarbapkanum og Samvinnu- bankanum og íslandsbanki hf. varð til. Steini segir að breytingin í Bankanum á þessum tæplega 40 ámm sé mikil. „Bankastaifsemi hefur breyst á allan hátt og í dag hefur banki allt annað hlutverk en fyrir bara tíu árum. Hlutverk hans hefur aukist og þjónustan hefur margfaldast um leið.“ Börkur og Steini eru sammála um að útibú íslandsbanka í Vestmannaeyjum eigi tilveru sína öllu leyti undir sjávarútvegi og eigi það santmerkt með íbúunum og bæjarfélaginu í heild. „Útlán em á bilinu 85% til 90% til sjávarútvegs og hinn hlutinn tengist sjónum með einum eða öðrum hætti. Úppsprettan hér í Eyjum er alls staðar sú sama og ég sé ekki að þessi hlutföll hafi breyst eða eigi eftir að breytast," segir Steini. Þegar þeir eru spurðir um stöðuna í sjávarútvegi í dag segir Steini að hún sé almennt góð. „Vinnsla og veiðar á síld og loðnu eru í góðum gangi en staðreyndin er sú að ekki er sömu sögu hægt að segja um bolfisk- vinnsluna." Steini segir að óneitanlega fylgi það starfi útibússtjóra að hafa hönd á púlsi bæjarlífsins og atvinnulífsins í heild. „Vestmannaeyjar, sjávarútvegurinn og útibú íslandsbanka verða ekki að- skilin," segir Steini og Börkur bætir við. „Miðað við íbúaíjölda er útibúið í Vestmannaeyjum líka stórt. Höfuð- stöðvar bankans eru á Kirkjusandi og út frá honum eru rekin 33 útibú og afgreiðslustaðir með útibús- og af- greiðslustjórum. Sem dæmi um stærð útibúsins héma má geta þess að í efnahag bankans er útibúið við Lækjargötuna stærst með 15% en við emm með 10%. Þannig að samanlagt eru þessi tvö útibú fjórðungur af efna- hag Islandsbanka. Hlutdeildin er hvergi meiri en hér. Það er því Ijóst að útibú Islandsbanka í Vestmannaeyjum hefur haft miklu efnahagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna í bænurn." Hefur yfirstjóm bankans í Reykjavík haft skilning á þessu hlutverki? „Mín reynsla er sú,“ svarar Steini. „Bankinn kont t.d. að sameiningu frystihúsanna hér með miklum skilningi á mikilvægi þeirra fyrir bæjarfélagið. Það hefur líka sýnt sig að sameiningin var rétt skref. Auðvitað gekk hún ekki átakalaust fyrir sig en okkar tilfmning er sú að hún hafi heppnast mjög vel. Hún hefur skilað sér í sterkari fyrirtækjum og afkoma almennings í Eyjum hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Það sjáum við best af stöðu hins almenna viðskiptamanns hjá okkur. Eins og því að vanskil í dag em hverfandi." Steini segir að útibúið hér hafi stækkað á undanfömum ámm og það hafi þróast með breyttum áherslunt í bankastarfsemi. „Það eru ekki ýkja mörg ár síðan gjaldeyrir var skammtaður og í skjóli þess þreifst alls konar brask. í dag getur þú labbað inn í hvaða banka sem er og keypt þann gjaldeyri sem þig vantar. Eins getur hver sem er keypt hér gjaldeyri í hvaða mynt sent er og látið senda hann út urn allan heim.“ Börkur segir að aukinn sveigjanleiki banka og meiri þekking starfsmanna sé krafa dagsins í dag. „Við sjáum bara hvað er að gerast í rafrænunt viðskiptum sem aukast sífellt með vaxandi kortanotkun. Skjáþjónustan er líka að aukast sem sparar mörgum sporin og svo eigum við eftir að sjá hvemig Intemetið á eftir að þróast. Bankamir og starfsfólk þeirra hafa tekið þátt í þessari þróun og náð að laga hana að þörfunt viðskiptavin- anna. Banki dagsins í dag er ólíkur því sem hann var fyrir tíu árum og við eigum eftir að sjá enn meiri breytíngú í banka morgundagsins," segir Börkur. Steini neitar því ekki að hann standi á ákveðnum tímamótum en það má skilja á honum að hann ætli ekki að skilja Börk eftír einan og yfirgefinn í stól útibússtjórans. „Ég er ekki búinn að skila inn lyklununt og ég hef ekki í huga að gera það alveg á næstunni." segir hann og hlær. „Ég er sáttur en ég er ekkert að hafa fyrir því að líta í baksýnisspegilinn. Dagurinn í dag er góður og ég sé enga ástæðu til annars en að morgundagurinn verði enn betri. Auðvitað eru þetta ákveðinn tímamót en þau leggjast vel í mig. Hvað ég ætla að fara að gera? Það verður bara að koma í ljós en ég verð ekki lengi atvinnulaus. Reyndar hef ég þegar fengið atvinnutilboð. Finnbogi Gunnarsson, sem er einn af ágætum götusópurum bæjarins, stoppaði mig um daginn og bauð mér að taka við af sér. Hann hefur hug á að snúa sér alfarið að því að bera út Moggann fyrir Sigurgeir." Börkur Grímsson er 33 ára og Vestfirðingur. Hann er uppalinn á Króksfjarðarnesi í Austur-Barða- strandarsýslu og þekkir því vel tíl út á hvað lífið gengur við sjávarsíðuna. Hann er stúdent frá Bifröst þaðan sem leiðin lá í viðskiptafræði í Há- skólanum. í Reykjavík kynntist hann eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigurgeirs- dóttur frá Eyjurn, sem dró hann hingað í sumarfrium og seinna settust þau hér að. Eitt suntar vann hann hjá Steina og Olla, síðan var hann þrjú ár á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar. Arið 1995 vann hann í sex mánuði í Islandsbanka eða þar til hann tók við starfi fjármálastjóra Vinnslustöðvarinnar. Þar var hann þar til hann var ráðinn aðstoðarúti- bússtjóri 1. febrúar á þessu ári og þann 15. október sl. tók hann við stöðu útibússtjóra. Þann dag voru nákvæmlega tfu ár liðin frá því Steini settist í þennan sama stól. Nýir siðir fylgja alltaf nýjunt mönnurn en Börkur segir að viðskiptavinir bankans ntuni ekki verða svo mikið varir við manna- skiptin. „Það verðaekki teknar miklar beygjur á næstunni enda tek ég við góðu búi eins og sjá má af tölulegum staðreyndum um reksturinn. Það er sama hvar litið er. Vanskil eru ótrúlega lítíl, afskriftir litlar sem engar og afkoman er góð. Þetta er styrk stofnun sem notið hefur góðrar stjóm- unar og stendur traustum fótum í bæjarlífinu. Hlutverk mitt verður að mæta auknum kröfum sem verða um sveigjanlegri þjónustu. Viðskiptavinir eru orðnir meðvitaðri urn að samkeppnin um þá er að aukast. í dag eru bankaviðskipti á allan hátt heilbrigðari en áður og Iitið er á peningalán eins og hverja aðra vöru. Aukin samskiptatækni gerir fólki mögulegt að vera með sín viðskipti hvar sem því þykir henta best. Við horfum því fram á vaxandi samkeppni sem við erum tilbúnir að takast á við. Þessi vettvangur er mjög spennandi og útibúið hefur verið að þróast úr banka í fjármálastofnun. Allt er að opnast upp á gátt og starfsumhverfi banka í dag og fyrir nokkmm árum er eins og dagur og nótt. Af þessu má sjá að ég og annað starfsfólk útibúsins höfunt í mörg hom að líta í framtíðinni. Um leið munum við gæta þess að Islandsbanki standi undir þeim kröfum sem til hans em gerðar af bæjarbúum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka bæði starfsfólki bankans og við- skiptavinum fyrir góðar viðtökur," segir Börkur. „Ég óttast ekki framtíð stofn- unarinnar og tel mig geta verið sáttan við viðskilnaðinn. Við höfum alltaf getað státað af góðu fólki og á þessu ári höfum við fengið inn ungt velmenntað fólk sem hefur alla burði til að takast á við nýja tíma, bankanum og bæjarfélaginu til heilla," sagði Steini að lokum. eyjum. Steini er mikill áhugamaður um íþróttir. Hér er hann að ræða málin að loknum leik ÍBV og FH á laugardaginn. ÍBV fór með sigur af hólmi eins og sjá má á svipnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.