Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 30. október!997 Fréttir 19 Bikarkeppnin, 32 liða úrslit - IBV - KA 36 - 28 Sigmar er ótrúlegt fyrirbæri Handboltalið ÍBV heldur áfram að koma skcmmtilega á óvart. Nú voru íslandsmeistarar KA teknir í bakaríið í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á laugardaginn. ÍBV sigraði KA 36-28 í stór- skemmtilegum leik þar sem Sigmar Þröstur Óskarsson markvörður fór á kostum og varði alls 28 skot! Þar með misstu KA menn tækifærið til að spila til úrslita í bikarnum fjórða ári í röð. ÍBV varð bikarmeistari í fyrsta og eina sinn 1991 og hafa ekki riðið feitum hesti síðan. B-lið ÍBV hefur ávallt komist lengra. En Fréttir spá því að nú fari ÍBV í bikarúrslitin því leikmenn liðsins eru banhungraðir! Hasarinn var mikill í leik IBV og KA og strax eftir 3 mín. var staðan orðin 3-3. Eyjamenn voru alltaf skrefi á undan og höfðu yfir í hálfleik, 16-14. Sigmar Þröstur varði 14 skot í fyrri hálfleik og flest þeirra úr dauðafærum. í seinni hálfleik var jafht þangað til 10 mín. voru eftir en þá skoruðu Eyjamenn 4 mörk í röð og sigldu svo fram úr á lokakaflanum. Sigmar lokaði markinu og ÍBV nýtti sér hraðaupphlaupin út í ystu æsar. Frammistaða ÍBV er mjög athyglisverð, ekki síst í ljósi þess að liðinu var spáð hálfgerðum hrakförum í vetur. ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í deildinni, gegn Haukum og Aftureldingu, báðum með einu marki, og leikið mjög vel á köflum. Þorbergur er að gera virkilega góða hluti með þessa stráka sem eru orðnir reynslunni ríkari. Sigmar Þröstur er ótrúlegt fyrirbæri, hann verður bara betri með aldrinum. Erlingur og Haraldur eru klettamir í vöminni. í sókninni er Zoltan Belanýi í heimsklassa, Litháinn Robertas er gríðarleg skytta og án efa besti útlendingurinn sem spilar hér á landi. Guðfinnur hefur aldrei verið öflugri, Hjörtur hefur komið skemmtilega á óvart og Svavar er einn öflugasti línumaður landsins. Verður fróðlegt að sjá hvemig ÍBV kemur til með að vegna í vetur. Stuðningsmenn ÍBV gera þá kröfu að ÍBV leggi allt í sölumar í bikamum í vetur. Búið er að ryðja ís- landsmeisturunum úr vegi og þá ætti allt að vera hægt! Mörk ÍBV: Bello 10/6, Svavar 7, Robertas 5, Haraldur 4, Guðfmnur, Erlingur og Hjörtur 3 og Gottskálk 1. Sigmar varði 28 skot. T Ismanninum hrósað í hástert -Hermann Hreiðarsson að slá í gegn í ensku knattspyrnunni Steve Coppell, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fer mjög lofsam- legum orðurn um Eyjamanninn Hermann Hreiðarsson sem hefur átti stórleiki í vörn liðsins að undanförnu. Hermann gerði sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt skallamark gegn Sheffield Bjarn- ólfur byrjar vel Bjarnólfur Lárusson, sem gekk til liðs við skoska úrvals- deildarliðið Hibemian í síðustu viku, gerði sér Iítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu. Bjamólt'ur kom inn á sem varamaður þegar tæplega hálftími var eftir. Samkvæmt skoskum blöðum lét Bjamólfur mikið að sér kveða og átti a.m.k. þijú skot áður en hann skoraði eina mark Hibernians í leiknum með góðu skoti úr teignum. Bjamólfur fær ágæta dóma í blöðunum en þau virðast ekkert vita um þennan mikla skotmann sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum í lið Hibs, að mati blaðanna. Hibemian tapaði leiknum, 1-2, fyrir Kilmamock. Bjarnólfur segir að frábært hafi verið að byrja svona hjá Hibem- ians. Miðja liðsins hafi verið að spila illa upp á síðkastið og hann vonast til þess að fá tækifæri í byrjunarliðinu í næsta leik. Wednesday í enska boltanum á laugardaginn, hans fyrsta fyrir lið sitt. Þetta var fjórði útisigur C. Palace í röð og var Hermann valinn maður leiksins í mörgum breskum blöðum. Ian Parkes, enskur blaðamaður hjá PA Sport, hefur eftir Steve Coppell að Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, hafi mælt með Hermanni við sig. „Hermann lék 2 eða 3 leiki með varaliðinu í febrúar. Ég fór síðan til íslands um miðjan júní til að sjá hann leika. Ég þurfti þrjár regnkápur og þykk nærföt til að verða ekki úti. Þetta var leikur toppliða á íslandi en samt voru áhorfendur bara 500, en Her- mann sýndi mér strax þá hversu góður leikmaður hann er. Hann býr á eyju með aðeins 5000 íbúum. Því hlýtur að vera mikið menningarsjokk fyrir hann að búa í London. Hermann er mjög metnaðarfullur leikmaður sem á eftir að fleyta honum langt,” sagði Steve Coppel í viðtalinu. A heimasíðu Soccemet er sagt frá leiknum. Þar segir: „Hermann Hreið- arsson braut ísinn á 27. mín. með sínu fyrsta marki fyrir félagið síðan hann var keyptur á 400.000 pund frá hinum litla íslenska klúbbi IBV. í síðustu viku sýndi hann frábæra vamartakta þegar hann klippti alveg út stórstjömu Arsenal, Dennis Bergkamp í marka- lausu jafntefli gegn Arsenal. I þessum leik sýndi hann einnig hæfileika sína í sókninni, þegar hann notaði hæð sína og styrk þegar hann skallaði hom- spyrnu Simons Rodger í netið, framhjá Kevin Pressman í markinu.” Þessar lýsingar sýna svo ekki verður um villst að Hermann er að skapa sér stórt nafn í enska boltanum. Hermann segir sjálfur að hann hafi loksins bætt fyrir sjálfsmarkið gegn Manchester United fyrir skömmu. Hann segist vera mjög ánægður með lífið í London en auðvitað taki tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. Allra bestu vinir Ottós Hópleikur ÍBV og Frétta fór kröftuglega af stað nú sem áður og hafa skráð sig til keppni alls 52 hópar. Nafngiftir hópanna eru skrautlegar og er hugmyndaflug keppenda með ólíkindum. Einn hópur sker sig þó úr, en það er aðdáendaklúbbur Einars Ottós, sem hóf keppni eitt árið undir yfirskriftinni „Vinir Ottós“. Það sem þeir athuguðu ekki var að ef hópar voru jafnir, réð stafrófsröðin, þegar staðan var reiknuð út í miðri keppninni. Til að láta þetta líta betur út, ákváðu þessir aðdáendur Ottós að kalla hópinn „Bestu vinir Ottós” til að komast framar í stafrófið, en ekkert skal dregið úr ást þeirri á Ottó kallinum. Einhverjir fleiri höfðu áttað sig á þessu kerfi við útreikning stigatöflunnar og fóru að skjóta upp kollinum nöfn sem byrjuðu á stöfum sem voru framarlega í stafrófinu og þurftu ,3estu vinir Ottós” enn að líða fyrir upphafsstafinn á nafni hópsins. Þeir dóu ekki ráðalausir kappamir og stigu þeir skrefið til fulls og settu þeir sig framar öðrum aðdáendum Einars Ottó og gerðust svo ósvífnir að kalla sig, Allra besm vini Ottós”, en Ottó er þekktur fyrir allt annað en flokka vini sína í „Vini”, „Bestu vini” og „AUra bestu vini” sína, en hann mun elska þá alla. Keppnin hefur farið af stað með ágætis árangri og er staða riðlanna eftir tvær umferðir eftirfarandi: A-riðill HH-flokkurinn 14, Men at work 13, Þrasi 13, Gaui bæjó 12, Ingi á Þórshöfn 12, Gyllti Volvóinn 11, Snúrusniffaramir 11, Hænumar 10, Munda 10, Hrossagaukamir 9, Kólumkilli 9, Eddi Valló 8 og Hurðaskellar 8. B-riðiII Bláa Ladan 13 (þetta er satt !), Doddamir 13, í vörina 13, Tveirflottir 12, Allra bestu vinir Ottós 11, Austurbæjargengið 11, Dautt á vatni 11, Pörupiltar 11, Wembley kings 11, Onlov 10, Dónt 9, ER jrs. 9 og Hamar nr. 1 9 stig. C-riðill Flug-eldur 13, Húskross 13, JóJó 13, Villta vestrið 13, Don Revie 12, Kúlusmiðir 12, Ármenningar 11, Bæjarins bestu 11, Frosti feiti 11, Meistaragengið 11, ER 10, Tveir á toppnum 10, Rauðu diöflamir 8. D-riðill Mariner 15, Jagama 14, Hengdur og spengdur 14, Seinheppnir 13, K-tröllin 12, Vinstri bræðingurinn 11, Búðarráp 10, Klapparar 10, Klúsó 10, Tveir sigursælir 10, Klaki 9, Sig-bræður9, Dumb and dumber 8. Þess skal getið að tippað verður í 10 vikur og munu 9 af þeim gilda, þ.e. lé- legustu röð hvers hóps verður hent út. Opið verður í Týsheimilinu í vetur frá kl. 10:00 til kl. 13:45 en þá er lokað fyrir sölu getrauna. Ávallt er heitt á könnunni og bakkelsi frá Vilberg á boðstólum. Meðlimir stuðningsmannaklúbbs ÍBV em sérstaklega hvattir til að mæta í þessi kaffisamsæti á laugardags- morgnum, en þau eru orðin nokkuð fastur póstur í lífi margra knattspymu- áhugamanna. Því er lofað að vel verður tekið á móti tippurum, þó illa gangi hjá liðum þeirra í enska boltanum og em dæmi um að ákveðnir leigubílstjórar hafi ekki sést mánuðum saman af þeirri ástæðu. Söknuðurinn er að verða óbærilegur. Við sjáumst hress á laugardaginn og tippum til sigurs. Munið félags- númer ÍBV 900. Jóhctrmes fastur fyrir „Samstarf okkar Jóhannesar hefur alltaf gengið vel í gengum árin,“ segir Eggert Magnússon, fomiaður KSÍ um Jóhannes Ólafsson for- mann Knattspymudeildar ÍBV. Þessi klausa féll niður með viðtali við Jóhannes í síðasta blaði. „Það hefur alltaf orðið nánara og við bundist vináttuböndum. Hann býr yfir miklum sannfæringarkrafti og er fastur fyrir. En hann er líka núna að uppskera árangur mikillar þolinmæði, seiglu og bjartsýni með Vestmannaeyjaliðinu. Hann er samt mjúkur inni við beinið þrátt fyrir fyrir hörkuna og festuna. Hann tekur vel rökurn og ég myndi kannski kalla hann skynsaman raunsæismann. Þótt hann sé fljótur upp og geti skammast á báða bóga, þá tekur skynsemin fljótt yfir." Tryggvi gerir víðreist Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmunds- son, besti leikmaður íslandsmótsins í sumar, gerir víðreist þessa dagana. Hann er hjá Ikast í Danmörku en fer innan skamms til Brann í Noregi til reynslu. Nýjasta boð Tryggva er að hann fer frá Noregi til Énglands til reynslu hjá I. deildarliðinu Ipswich Town. Tryggvi segist stefna að því að fara í atvinnumennsku í haust ef hann fær hagstætt tilboð. Guðni Rúnar í Austumki Guðni Rúnar Helgason er þessa dagana til reynslu hjá austurrísku liði. Búist er við að hann fari í atvinnumennsku. Fastlega er búist við því að aðrir leikmenn verði áfram í herbúðum ÍBV. Hins vegar eru Hjalti Jóhannesson. Gunnar Sigurðsson og Hjalti Jónsson að velta því fyrir sér að reyna að komast að hjá einhverjum neðri deildarliðum í Þýskalandi í vetur til að halda sér í formi. Stórleikur í körfunni íþróttafélag Vestmannaeyja, sem hefur körfubolta á sinni könnu, mætir ÍR í bikarleik í íþróttamið- stöðinni kl. 17.00 á laugardaginn. ÍV er í 2. deild og hefur fengið Bandaifkjamann í sínar raðir. ÍR er aftur á móti í úrvalsdeildinni þannig að áhugamenn um körfubolta eiga þama kost á góðri skemmtun. Næstu leikir Karlalið ÍBV átti að leika gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Urslit leiksins lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. 2.11. ka. ÍBV fær Víking í heim- sókn á laugardaginn. Leikurinn hefstkl. 14.15. Karlalið ÍBV á næst að spila gegn Stjörnunni nk. miðvikudag í Garðabæ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.